Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 r íslandsmótið í einliðaleik í borðtennis í ðag Islandsmeistaramótinu ( borð- tennis verður fram haldið ( Laugardalshöllinni ( dag og verður þá keppt ( einliðaleik ( öllum flokkum. Er um nýbreytni að ræða við fyrirkomulag keppn- innar ( meistaraflokki karla og ( meistaraflokki kvenna, þar sem þar keppir ákveðinn hópur — einn við alla og allir við einn — en ( öðrum flokkum verður hins vegar viðhaft útsláttarfyrirkomu- lag. í meistaraflokki karla eru sex keppendur, sem áunnið hafa sér rétt til þess að keppa i honum með frammistöðu sinni í mótum að undanförnu. Eru keppendurn- ir þeir Gunnar Þ. Finnbjörnsson, Erninum, Jón Sigurðsson, ÍBK, Ragnar Ragnarsson, Erninum, Hjálmar Aðalsteinsson, KR, Ólafur H. Ólafsson, Erninum og Björgvin Jóhannesson, Gerplu. Keppa saman í fyrstu umferð þeir Gunnar og Björgvin, Jón og Ólafur og Ragnar og Hjálmar. Nú- verandi Islandsmeistari i einliða- leik er Ólafur H. Ólafsson úr Ern- inum. 1 einliðaleik kvenna om <íí« i vetur, og sýndi hvers hann er megnugur. Það hjálpaði honum líka mikið hversu vörn FH-liðsins var miklu virkari en oft áður. Þá átti Guðmundur Sveinsson einnig góðan leik, — ógnaði vel að Vals- vörninni og gerði það erfiðara fyrir hana að hemja Geir og Við- ar. Sóknarleikur FH-liðsins í þess- um leik var annars nokkuð frá- brugðinn því sem hann hefur oft- ast verið. Hann var leikinn mjög nærri vörn Valsmanna, svo nærri að oft var allt í hrærigraut. Eftir óskabyrjun áttu flestir von á því að Valsliðið yrði hress- ara ( þessum leik en raun varð síðan á. Þegar FH-ingar fóru að saxa á forskot Vals var sem mikið fát gripi leikmennina, og þau voru ekki alltaf burðug færin sem reynd voru skot úr, enda árangur- inn eftir þvf. Vörn liðsins var hins vegar allbærileg lengst af, en gerði sig þó öðru hverju seka um afdrifaríkar skyssur. Langbezti maður liðsins í þessum leik var Þorbjörn Guðmundsson, sem bæði nýtti vel þau færi sem hon- um gáfust sjálfum og eins opnaði hann vel fyrir félaga sína. Skytt- ur liðsins, Jón Karlsson og Guð- jón Magnússon, voru mjög mis- tækir í þessum leik — áttu falleg mörk, en síðan önnur skot sem voru ekki einu sinni nálægt mark- inu. Mörk FH skoruðu: Geir Hall- steinsson 6, Viðar Sfmonarson 6 (lv), Guðmundur Sveinsson 4 (2v), Guðmundur Árni Stefáns- son 1, Sæmundur Stefánsson 1, Gils Stefánsson 1. Mörk Vals skoruðu: Jón Karls- son 6 (lv), Þorbjörn Guðmunds- son 5 (lv), Guðjón Magnússon 3, Steindór Gunnarsson 1, Ágúst ög- mundsson 1, Gunnsteinn^ Skúla- son 1. Birgir Finnbogason varði tvö vítaköst frá Jóni Karlssyni og eitt frá Þorbirni Guðmundssyni. Guðmundi Árna Stefánssyni, Sæmundi Stefánssyni og Viðari Símonarsyni FH, var vísað af velli í 2 mín. og Ágústi ögmundssyni og Jóhannesi Stefánssyni, Val, var vísað útaf í 2 mín. Dómarar voru Hannes Þ. Sig- urðsson og Karl Jóhannsson og dæmdu þeir yfirleitt vel og voru sjálfum sér samkvæmir. —stjl. m EHU6 BIKMMEmATMLIl Valsmenn byrjuðu leikinn í fyrrakvöld af gífurlegum krafti og voru komnir í 4—0 áður en FH-ingar virtust komast f gegn. Skoraði FH ekki sitt fyrsta mark fyrr en úr vítakasti þegar tæpar átta mínútur voru liðnar af leik- tfmanum. En smátt og smátt sótti FH-liðið í sig veðrið og náði upp góðri stemmningu í vörninni sem var mun betri f þessum leik en hún hefur oftast áður verið hjá liðinu í vetur. Var aldrei eftir gefið, — komið á móti skyttum Valsmanna f tíma, og oft lentu skot Valsmanna einnig í vörn FH- liðsins sem brá við á réttum tfma. Það var helzt er Valsmenn spil- uðu ákveðið upp á línuna að þeim tókst að opna vörn FH-liðsins að einhverju marki. FH-ingum tókst að jafna á töl- unni 8—8, og höfðu eins marks forystu í hálfleik, 10—9. keppendur: Ásta Urbancic, Gunnar Gunnarsdóttir, Ösk Sigurðardóttir, Sigrún Ævars- dóttir og Karolína Guðmundsdótt- ir, allar úr Erninum, og Sólveig Sveina Sveinbjörnsdóttir og Guð- rún Einarsdóttir úr Gerplu. Varð Ásta Islandsmeistari i fyrra, en þær Guðrún og Sveina hafa áður orðið íslandsmeistarar. Aðrir flokkar sem keppt verður í á morgun eru eftirtaldir: 1. flokkur karla, „old boys flokkur", flokkur stúlkna yngri en 17 ára, unglingar 15—17 ára, unglingar 13—15 ára og unglingar yngri en 13 ára. Er þátttaka nokkuð mis- munandi í þessum flokki — mest í flokki unglinga 13—15 ára, en þar eru 32 keppendur skráðir til leiks. FH-ingar hrepptu bikarmeist- aratitilinn ( handknattleik ( fyrrakvöld, er þeir báru sigurorð af Valsmönnum ( Laugardalshöll- inni. Skoruðu þeir 19 mörk gegn 17 og hafa þar með orðið fyrstir fslenzkra liða til þess að vinna báða meistaratitlana sem um er keppt ( handknattleik. Verður ekki annað sagt en að sigur FH- inga f leiknum f fyrrakvöld hafi komið verulega á óvart, eftir fremur slaka leiki liðsins að und- anförnu og þá sérstaklega gegn júgóslavneska liðinu Parti- zan Bjelovar s.l. laugardag. Eins og svo oft áður í vetur var það leikreynsla og klókindi tveggja leikmanna FH-liðsins, Geirs Hallsteinssonar og Viðars Símonarsonar, sem færði FH sig- urinn. Þessir tvefr menn voru bókstaflega allt f öllu sem FH- ingar gerðu í sóknarleiknum í þessum leik, en vörn liðsins vann með ágætum megin hluta leiksins og markvarzla Birgis Finnboga- sonar var góð — sérstaklega þeg- ar mest á reyndi. Varði Birgir- m.a. þrjú vítaköst í leiknum, og munar um minna. manna á lokamínútunum, þegar þeir ætluðu sér að skora helzt tvö mörk í hverri sókn sem stóð ekki nema örfáar sekúndur. FH-ingar héldu hins vegar knettinum eins lengi og mögulegt var og reyndu að biða eftir færum sem Vals- vörnin gaf á sér. Verður ekki með sanni sagt að leikaðferð þeirra í þessum leik hafi verið skemmti- leg né tilþrifamikil, en árangurs- rík var hún, og það er það sem skiptir máli, þegar upp er staðið. Langbezti maður vallarins í þessum leik var Geir Hallsteins- son, sem sjaldan hefur verið betri en einmitt nú. Leikmaður sem hefur gífurlega mikla þekkingu á handknattleiknum og kann að notfæra sér reynslu sína í leik sem þessum. Valsmenn reyndu hvað þeir gátu til þess að stöðva Geir — án þess þó að taka hann úr umferð, en oftsinnis voru þeir sekúndubroti of seinir að stöðva skot hans eða sendingar sem gáfu mörk. Viðar Símonarson reyndist einnig drjúgur í þessum leik. Þeg- ar mest á reið tókst honum að hnoða hvað eftir annað inn f vörn Vals, fá dæmd fríköst og vinna þannig tfma. Stundum fundust manni þessar aðgerðir Viðars jaðra við ruðning, en dómararnir voru ekki á því máli, enda heyrir til undantekninga að íslenzkir dómarar dæmi á sóknarleikmenn. Það er aðeins ef þeir stíga á lín- una að dæmt er á þá — ella er það varnarleikmaðurinn sem alltaf er sökudólgurinn. Birgir Finnboga- son átti þarna einn sinn bezta leik Mikil barátta var í leiknum lengst af í seinni hálfleik, og stundum má segja að hún hafi veríð um of. Tvívegis tókst Vals- mönnum að jafna leikinn, á tö’un- um 15—15 og 17—17, en FH-ingar skoruðu tvö síðustu mörkin. Var lftil yfirvegun í aðgerðum Vals- Viðar Sfmonarson, umkringdur Valsmönnum. Hann sýndi (leiknum ( fyrrakvöld hversu mikilvæg reynslan og kunnáttan er. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Gunnsteinn Skúlason, fyrrum fyrirliði (slenzka landsliðsins dregur ekki af sér þegar hann svffur úr horninu inn (teiginn hjá FH-ingum, en allt kom fyrir ekki. Úlfarnir íhœttu Wolverhampton Wanderes, það fræga lið, sér nú fram á fall niður 1 2. deild f ensku knattspyrnunni en ár og dagur er sfðan félagið hefur haft þar aðsetur. Staða liðsins versnaði til muna f botnbaráttunni ( fyrrakvöld er það tapaði fyrir Arsenal á útivelli með einu marki gegn tveimur á sama tfma og Birmingham City vann yfirburðasigur 1 leik sfn- um við Ipswich Town, 3—0. Þriðji leikurinn f 1. deildar keppninni f fyrrakvöid var milli Coventry City og Aston Villa og lauk honum með jafn- tefli 1—1. Staðan á botninum f 1. deild- inni er nú sú, að Sheffield United er neðst með 17 stig, Burnley er með 26 stig, Wol- ves með 28 stig, Birmingham með 30 stig, Aston Vílla með 34 stig, West Ham United með 34 stig. 1 annarri deild fóru fram tveir leikir og urðu úrslit þeirra Bolton Wanderes — York City 1—2 og Notts Coun- ty — Notthingham Forest 0—0. Bœjakeppni í knattspyrnu A annan páskadag, n.k. mánudag, fer fram bæjar- keppni 1 knattspyrnu milli Reykjavfkur og Akraness á Melavellinum. Hefst leikurinn kl. 14.00. Lið Reykjavfkur hef- ur verið valið og verður það skipað eftirtöldum leikmönn- um: Þorbergur Atlason, Fram Sfmon Kristjánsson, Fram Magnús Þorvaidsson, Vfkingi Halldór Björnsson, KR Marteinn Geirsson, Fram Jón Pétursson, Fram Kristinn Björnsson, Val Ingi Björn Albertsson, Val Guðmundur Þorbjörnsson Val Asgelr Elfasson, Fram Albert Guðmundsson, Val. Varamenn verða: Jón Þor- björnsson, Þrótti, Eirfkur Þor- steinsson, Vfkingi, Róbert Agnarsson, Vfkingi. Kristinn Jörundsson, Fram og Rúnar Gfslason, Fram. KIMÍTTA GEIRS 06 VIBARS FÆHffl Tekst Olafi að verja titil sinii?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.