Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 11 Ernst Myndllsl eftir BRAGA ÁSGEIRSSON náttúrunni. Árið 1908 eða 1909 leggur hann stund á sálarfræði fog afbrigðilega sálarfræði) við háskólann í Bonn. Heimsækir geðveikra- spítala í nágrannaborg og hrífst af list sálsjúkra. Gerist óseðjandi lestrar- hestur jafnframt því sem hann málar. Fær áhuga á Stirner, Nietzsche, Lochner, Caspar David Friedrich, van Gogh m.m. Árið 1911 kynnist hann August Macke, hinum bráðgera en skammlífa snillingi þýzkrar málara- listar. Gerist meðlimur „Rheinische Expression- isten“, listhópi skálda og málara, m.a. Macke, Heinrich Champendonk, Franz Marc. — Tekur þátt í sýningum með þeim. Árið 1912 gerist hann listrýnir við dagblaðið „Volksmund" í Bonn. Heimsækir mikla mynd- listarsýningu í Köln og hrífst af verkum á sýn- ingunni eftir þá van Gogh, Cézanne, Gauguin, Munch, Picasso, Matisse, Heckel, Kirchner o.fl. — Tekur þá ákvörðun að helga sig málaralist. Árið 1913 tekur hann þátt í fyrsta „Þýzka haustsalnum“ (Sturm) ásamt m.a. Arp, Klee, Chagall, Delaunay. Verð- ur meðlimur fútúrist- anna og hittir Delaunay og Appollinaire. — Heim- sækir París í fyrsta skipti Ai þessari upptalningu má sjá að Max Ernst hefur verið með afbrigð- um bráðger og strax í upphafi skipað sér i raðir framúrstefnulistamanna þeirra tima, og nú liðu ekki mörg ár þar til hann sneri sér að því að túlka kenndir undirmeð- vitundarinnar. Slíkt var í samræmi við fyrri áhuga- svið hans, er hann nam sálarfræði, en eftir það var allt hans líf helgað krufningu undirmeðvit- undarinnar, — málun og túlkun draumsins. Hér á síðunum sjáum við ágæt dæmi um vinnu- brögð meistarans, og seinna skilgreini ég súrrealismann svo sem hann kemur mér fyrir sjónir á síðum Lesbókar- innar og þá með stuðn- ingi litarins. Mynd af Dominique. Olfa ð léreft. 1914. Collagemynd úr myndaflokknum „Vinalega vikan“. („Un Semaine de Bonté“). 1934. Max Grnst og eiginkona hans, amerfska listakonan Dorotnea Tanning, Capricorn, Sedona, 1948. Dagur og jafndægur. Collage. 1945. Euklides. Olfa á léreft. 1945. Gröf skáldsins. Olfa á léreft. 1958. (I minningu um Paul Eluard).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.