Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. APRIL 1976 43 Reykjavíkumiót bama í svigi m stórsvigi o o ö REYKJAVÍKURMÓT á skiðum fyrir börn 12 ára og yngri fer fram n.k. laugardag og sunnu- dag í Bláfjöllum. Verður keppt i svigi fyrri daginn og hefst sú keppni kl. 12.00, en í stórsvigi seinni daginn og hefst keppni þá kl. 12.00. Nafnakall er klukkustundu fyrir keppni. Þá efnir Armann til byrjendamóts á páskadag í Blá- fjöllum og hefst það kl. 15.00. Hefst innritun i það kl. 13.00. Þess má svo geta að skiða- kennsla verður á vegum Armanns í Bláfjöliunum um páskana, þá daga sem viðrar til þess. Hefst kennslan kl. 14.00 og stendur til kl. 15.30. Innrit- un fer fram hálfri klukku- stundu áður en kennslan hefst. mót á vegum IBK 1 TILEFNI af 20 ára afmæli . Iþróttabandalags Keflavikur mun körfuknattleiksráð IBK efna til hátiðarmóts í körfu- knattleik um páskana. Mótið fer fram i íþróttahúsi Njarðvikur dagana 18. og 19. apríl. Fyrri daginn fara fram leikir í 4., 3. og 2. flokki og eru þátttakendur frá Grindavík, Garði, Keflavik og Njarðvík. Seinni daginn hefst mótið kl. 11 f.h. með úrslitaleikjum i 4. og 3. flokki, en kl. 13.30 hefst hrað- mót í meistaraflokki. Þátttakendur i þvi móti eru UMFN, Valur, IBK og Grinda- vík. Leikir Vals og UMFN I síðasta íslandsmóti voru mjög jafnir og spennandi og má því búast við mjög skemmtilegri keppni milli þeirra. Lió Grinda- víkur hefur verið gott í vetur, og lék það m.a. til úrslita í 2. deild. Íþróttahátíð á Akranesi IÞRÓTTABANDALAG Akra- ness er þrjátiu ára um þessar mundir. Af því tilefni gengst IA fyrir mikiu fþróttamóti um páskana. Hefst mótió á mið- vikudagskvöld f Bjarnarlaug, en þar fer fram Akranes- meistaramót f sundi. A fimmtu- dag fer fram frjálsfþróttamót ínnanhúss meó þátttöku fþróttafólks úr UMSK og IA og þá fer efnnig fram knatt- spyrnuleikur milli tslands- meistara IA og bikarmeistara IBK. Á Iaugardag verður opið golf- mót á golfveilinum, en á íþróttavellinum fer fram bæjarkeppni i knattspyrnu í öllum yngri flokkunum milli Akraness og Kópavogs. A sunnudag verður leikið til úrslita f badmintonmeistara- móti Akraness og hraðmót verður f körfuknattleik. Verða islandsmeistarar Armanns þar meðal þátttakenda. Á mánudag verður borð- tennismeistaramót Akraness, hraðmót í blaki og taka þátt i þvi nokkur af beztu liðum landsins og einnig verður hrað- mót i handknattleik og eru þar meðal þátttakenda lið FH, Vals og Víkings. Munu mótsslit einnig fara fram þennan dag, en fyrirhugað er að halda afmælishóf sunnudaginn 24. aprfl. Stjórn ÍA skipa nú: Rik- harður Jónsson, formaður, Þor- steinn Þorvaldsson, Ingólfur Steindórsson, Hörður Sverris- son, Jón Runólfsson, Benedikt Valtýsson, Guðjón Finnbogason og Friðjón Eðvarðsson. Gengu af velli LEIKUR Stjörnunnar og Þórs frá Þorlákshöfn f Stóru-bikarkeppn- inni um sfðustu helgi var allsögu- legur, þar sem þjálfari annars liðsins, Þórs, kallaði sfna menn af velli f seinni hálfleiknum til að mðtmæla dómgæzlunni. Var þá staðan f leiknum 2—1 fyrir Þór, en sennilega tapast þeim leikur- inn fyrir vikið. Um helgina léku einnig Vfðir úr Garði og Grótta f Stðru-bikarkeppninni og lauk þeim leik með sigri Vfðis 3—2, en Vfðir hafði haft 3—0 forystu unz 5 mfnútur voru til leiksloka. Drengjahlaup Armanns DRENGJAHLAUP Ármanns fer að venju fram fyrsta sunnudag í sumri, 24. apríl n.k. Verður hlaupið á félagssvæði Ármanns við Sigtún. Keppt verður f nokkr- um aldursflokkum. KR AÐALFUNDUR badminton- deildar KR verður haldinn i KR- heimilinu þriðjudaginn 20. apríl n.k. og hefst kl. 20.30. Magnea Magnúsdóttir hefur varið vftakast Jóhönnu Halldórsdóttur sem labbar vonsvikin burtu. MAGNGA VARÐI TVð VÍTAKÖST IHÍ l>\« FMDIÍILMAWITITIIJW Vitakastakeppni þurfti til þess að fá fram úrslit I bikarkeppni kvenna I handknattleik, er Fram og Ármann mættust I fyrrakvöld. Var staöan I leiknum jöfn eftir venjulegan leik- tlma og eftir framlenginguna, en Ár- mannsstúlkumar höfSu betur I vita- kastakeppninni, skoruöu úr öllum fimm köstum sinum. en Framstúlk- unum mistókst hins vegar tvivegis. VerSur ekki annað sagt en aS i meira lagi sé hæpiS aS útkljá úrslitaleik i bikarkeppni á þennan hátt og er von- andi aS næsta þing Handknattleiks- sambandsins breyti reglugerS bikar- keppninnar og reyni i framtiSinni aS skipa henni verSugri sess en veriS hefur til þessa. Ármannsstúlkurnar voru vel að sigri sinum I leiknum komnar, þar sem lið þeirra var mun yfirvegaðra i leik sinum en Fram sem tók óþarfa áhættu þegar mikils var um vert fyrir liðið að róa leik sinn og biða eftir tækifærum Sýndi það sig að dómararnir, Óli Ólsen og Kjartan Steinbach, létu slika bið óátalda og hefði verið sjálfsagt fyrir Fram að leika eftir þeim nótum, þar sem liðið hafði lengst af forystu i fyrri hálfleiknum. Staðan i leikhléi var þó orðin jöfn 5—5, eftir að Ármanns- stúlkurnar höfðu skorað tvö siðustu mörk hálfleiksins í seinni hálfleik var barátta liðanna mjög jöfn, og var staðan þannig 9—9 þegar langt var liðið á leiktímann Þá skoruðu Ármannsstúlkurnar tvö mörk og breyttu stöðunni í 1 1—9, en Fram tókst að vinna þann mun upp á siðustu stundu. Framlengt var i 2x5 mínútur og i fyrri hálfleik framlengingarinnar skor- uðu liðin sitt hvort markið, en hins vegar ekkert mark í seinni hálfleiknum, þanníg að staðan var 12—12. Kom þá til vitakastakeppni — fimm skot á lið, og eftir tvö fyrstu skotin var staðan enn jöfn 14—14. Þá tókst hinum ágæta markverði Ármannsliðsins. Magneu Magnúsdóttur, að verja víta- skot Jennýar Magnúsdóttur og Magn- ea varði einnig vitakast Jóhönnu Hall- dórsdóttur. Ármann skoraði hins vegar örugglega úr öllum sinum vítaköstum og vann þvi leikinn 1 7— 1 5. Beztar í Ármannsliðinu — eins og svo oft áður — voru þær Guðrún Sigurþórsdóttir, Erla Sverrisdóttir og Þórunn Hafstein, en Magnea. sem kom inná i seinni hálfleik, varði vel og bezt þegar mest á reið Framliðið lék nú ekki eins vel og það gerði undir lok islandsmótsins, og munaði auðvitað um að Arnþrúður Karlsdóttir gat ekki leikið með því vegna meiðsla Oddný Sigsteinsdóttir var atkvæðamest i Framliðinu, en Jenný Magnúsdóttir (yngri) átti einnig góðan leik. Mörk Ármanns skoruðu: Guðrún Sigurþórsdóttir 7 (3v), Erla Sverris- dóttir 4 (4v), Þórunn Hafstein 3 (1v), Sigriður Brynjólfsdóttir 1, Auður Rafnsdóttir 1 (1v) og Jóhanna Magn- úsdóttir 1 (1 v) Mörk Fram skoruðu: Oddný Sig- steinsdóttir 7 (7v), Guðrún Sverrisdótt- ir 3, Helga Magnúsdóttir 2 (1v), Jenný Magnúsdóttir (yngri) 1, Jóhanna Hall- dórsdóttir 1, Guðríður Guðjónsdóttir 1 (1v). —stjl. niii kimskiií badmintonsnillingar í heimsókn Tu Teng-fing Yao Hei-ming Chur Tao-jung Yang Lian-ying Li Ting-ying Kao Jung-hun Han Cian Kas Yin-tang Yu Chiang-hung HINN 21. apríl n.k. koma hingað til lands á vegum Badmintonsambands tslands níu klnverskir badmintonleik- arar, fjórir karlar og fimm konur, ásamt þjálfara og tveim- ur fararst jórum. Þessi hópur er að hefja kynnisferð um Evrópu, en sem kunnugt er eru Kfnverjar meðal beztu hadmin- tonleikara heims. Kfnverjarnir taka þátt 1 fjór- um mótum hérlendis, ásamt fs- lenzkum badmintonleikurum. Fyrsta mótið fer fram f Laugar- dalshöllinni fimmtudaginn 22. aprfl og hefst kl. 14.00. Daginn eftir fara Kfnverjarnir upp á Akranes og taka þar þátt f móti um kvöldið, ásamt badminton- leikurum frá Akranesi. Laugardaginn 24. aprfl er fyrirhugað að Kfnverjarnir fari til Siglufjarðar og sýni heima- mönnum listir sfnar f badmin- ton, en sem kunnugt er eiga Siglfirðingar marga snjalla badmintonleikara og áhugi á fþróttinni er mikill þar. Af þessari ferð getur þó ekki orðið nema flugveður verði, þar sem fyrirhugað er að fljúga fram og til baka sama daginn. Sunnudaginn 25. aprfl fer svo sfðasta mótið fram f Laugar- dalshöllinni og hefst það kl. 14.00. 1 þeim mótum sem fara fram munu allir okkar beztu badmintonleikarar verða meðal þátttakenda og er það stefnan að sem allra flestir fái að taka þátt f mótunum. Verður gaman að sjá hvernig okkar fólk stendur f samanburði við kfnversku snillingana. Kfnverjar eiga á að skipa hópi af badmintonfólki sem talið er að sé f fremstu röð f heiminum, en þeir eru enn ekki orðnir aðilar að alþjóða- sambandi badmintonmanna og þess vegna hefur borið minna á þeim á stærstu mótum heims en ella. Þess má þó geta, að þeir tóku þátt f Asfuleikunum fyrir skömmu og sópuðu þar inn verðlaunum, en þess ber að geta að Indónesfumenn tóku ekki þátt f þvf móti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.