Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 1
93. tbl. 63. árg. LAUGARDAGUR 1. MAl 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 1. maí Útifundur verður að vanda á Lækjartorgi í dag og stendur 1. maí nefnd fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna í Reykjavík fyrir honum. í Morgunblað- inu í dag er efni af tilefni dagsins m.a. birt á bls. 3 og svo á bls. 23—26. Ljósmynd Ol.K.M. Italíustjóm segir af sér Rómaborg, 30. apríl. Reuter. RÍKISSTJÖRN Aldö Moros sagöi af sér f kvöld, að afloknum stutt- um rikisstjórnarfundi og skýrði fjármálaráðherra stjórnarinnar frá þessu. Kosningar þær sem nú verður boðað til í júní gætu leitt til þess að kommúnistar kæmust í valdaaðstöðu á Italíu í fyrsta skipti. Þetta var 34. stjórn i land- inu frá lokum siðari heimsstyrj- aldarinnar. Leoni forseti mun að öllum lík- indum ræða við helztu stjórn- málaleiðtoga áður en hann leysir formlega upp þingið og boðar til nýrra kosninga í landinu. USA viðurkennir Monrovia, Líberíu, 30. apr. AP. REUTER. HENRY Kissinger, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði f dag f Líberíu, að Bandaríkjast jórn væri reiðubúin að viðurkenna stjórnina i Angola ef hún vfsaði tafarlaust úr landi um 15 þúsund kúbönskum hermönnum sem eru nú f landinu. Sagði ráðherrann að dvöl þess- ara hermanna væri nú megin- tálmi í vegi þess að stjórn Banda- — fari Kúbuher- menn á braut ríkjanna gæti hugsað sér að viður- kenna Angola. Kissinger kom til Liberiu frá Zaire og mun eiga viðræður við helztu forystumenn Liberíu. Kiss- inger var haldið kvöldverðarboð hjá forseta landsins og lýsti þá yfir því sem að ofan greinir hvað varðar Angola. Hann sagði að Bandaríkjamenn óskuðu Angola góðs gengis og vonuðu að sam- eining og uppbygging í landinu fengi haldist. Ford gagnrýnir Carter: Forkosningar í Texas í dag Waco, Texas, 30. apr. Reuter. GERALD Ford Banda- ríkjaforseti gagnrýndi í dag í fyrsta sinn svo að orð sé á gerandi Jimmy Car- ter, sem virðist nú hafa flesta möguleika til að verað keppinautur Fords forseta í kosningunum í haust. Forsetinn sem er í Texas á kosningaferðalagi vegna forkosn- inganna þar á morgun, laugardag, sagði að Carter væri reikandi og alla festu vantaði i skoðanir hans. Hins vegar gæti verið að hann gæti skýrt baráttumálsin betur, ef hann yrði mótframbjóðandi hans i forsetakosningunum. Forsetinn sagðist hafa lesið yfirlýsingar Peart fundar Hull, 30. apríl. Frá fréttaritara Mbl. Mike Smart FÚLLTRUAR hinna ýmsu greina brezka fiskiðnaðarins munu ganga á fund Fred Pearts sjávar- útvegsráðherra á þriðjudag. Ekki hefur opinberlega verið skýrt frá því sem þar verður rætt en talið er öruggt að meðal þess sem komið verður inn á sé augljós breyting á aðferðum og aðgerðum brezku freigátanna á íslands- miðum. Þá er talið að fulltrúar frá varnarmálaráðuneytinu og ef til vill utanríkisráðuneytinu muni sitja fundinn Carters um alþjóðamál og þótt þær bera vitni um litla þekkingu og yfirsýn og hvergi hefði hann sett fram neina lausn. Ford sagði að hann myndi vinna Carter í forsetakosningun- um en þær gætu orðið mjög spennandi og ef til vill yrði mjótt á munum. Gátan um t>ndu milljómrnar London, 30. april. Reuter. BREZKI sakamálahöfundur- inn Agatha Christie hefur komið lesendum sinum í Bret- landi og víðar rækilega á óvart í dag, þó svo að hún sé látin fvrir nokkru. 1 Ijós kemur að hún lætur ekki eftir sig nema rösklega eitt hundrað þúsund sterlingspund, þegar skattar hafa verið greiddir. Lundúna- blöð hafa slegið þessu máli upp í dag og segja að þau Hercule Poirot og Miss Marple hinar frægu sögupersónur skáldkonunnar, hefðu fengið vatn í munninn ef þau hefðu fengið tækifæri til að fást við „dularfullu gátuna unt týndu milljónirnar“. Um það bil 400 milljón eintaka bóka hennar á 28 tungumálum hafa selst og fjölda margar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögum hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.