Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAI 1976 7 Avarp 1. maí-nefndar Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Iðnnemasambands r Islands og B.S.R.B. i. Reykvísk alþýða fylkir liði 1. maí til baráttu fyrir hugsjónum verkalýðshreyfingarinnar og gegn endurteknum árásum ríkis- valdsins og auðstéttarinnar á hagsmuni verkafólks. Því ber að fagna, að til þessarar baráttu gengur alþýðan einhuga, því að víðtæk stéttarleg samstaða hefur tekist meðal reykvískra verka- lýðsfélaga, iðnnema og opinberra starfsmanna um ávarp og dagskrá 1. maí 1976. Margvislegar ástæður knýja nú á til átaka óg samstöðu: 1. Kaupmáttur launa hefur rýrnað um þriðjung frá árinu 1974. A tveimur árum hefur tek- ist að gera ísland að mesta lág- launasvæði Norður-Evrópu. 2. Stjórnvöld kynda áfram dýr- tíðarbálið og stefna nú í 40—50% verðbólgu þriðja árið í röð. Þessi óðaverðbólga kemur harðast niður á þeim, sem minnst mega sín og verðbólgan brennir upp sparifé og óverðtryggða lífeyris- sjóði. 3. Ríkisstjórnin hefur með ósönnum upplýsingum um hækkunaráform sín og jafnvel lögbrotum ráðist á nýgerða kjara- samninga stéttarfélaganna og lífs- kjör verkafólks. 4. Stórfelld hætta er á vaxandi atvinnuleysi, sem gæti leitt til landflótta vegna stefnu stjórnar- innar í efnahagsmálum og vegna þess að aðhald og skipulag skortir hvarvetnai fjárfestingarmálum. 5. Efnahagslegu sjálfstæði ís- lands er ógnað með gífuriegri skuldasöfnun erlendis, sem nem- ur þegar um 2 milljónum króna að meðaltali á hverja fimm manna fjölskyldu. 6. Bruðl og stjórnleysi eru alls- ráðandi í gjaldeyris- og fjármál- um. Skattar hafa stórhækkað og nýjar álögur eru boðaðar, en fyrirheit um félagslegar aðgerðir í húsnæðismálum hafa verið svik- in. 7. Undanlátssemi við útlend- inga í landhelgismálinu samfara athafnaleysi í fiskfriðunarmálum teflir sjálfri tilveru þjóðarinnar í háska. Reykvísk alþýða blæs því í bar- áttulúðra gegn eignastétt óg auð- valdi á þessum degi og mun dæma ríkisstjórnina af verkum hennar. II Alþýðusambandið lagði fram fyrir áramót ítarlegar tillögur um gjörbreytta stefnu í efnahagsmál- um og stöðvun óðaverðbólgunnar. Jafnframt buðu verkalýóssamtök- in að meta pólitiskar aðgerðir, sem tryggðu kaupmátt launa til jafns við beinar kauphækkanir. Þessum tillögum hafnaði ríkis- stjórnin, en í staðinn voru álögur á almenning hækkaðar um mill- jarða. Því varð að heyja kjarabarátt- una með hefðbundnum hætti. Mánuðir liðu án þess að eðlilegum kröfum væri sinnt af atvinnurek- endum og ríkisvaldi. Verkafólk var þannig knúið til þess að efna til víðtækasta verkfails i sögu landsins til að tryggja það eitt, að kaupmáttur launa héldist á samn- ingstímanum. Undirskriftarblekið var varla þornað, þegar stjórnvöld dengdu yfir stórfelldum verðhækkunum, sem gleyptu þegar kauphækkanir launafólks að mestu leyti. Enda þótt 6% af 7,3% verðhækkananna síðustu tvo mánuði megi rekja beint til ákvarðana stjórnvalda, hafa áróðurstæki þeirra og auð- stéttarinnar reynt að telja fólki trú um, að verðhækkanirnar séu allar sök verkafólks vegna kjara- samninganna. Þessum áróðursárásum hefur Alþýðusam- band Islands svarað af fullum þunga og ber jafnan að vera vel á verði gagnvart slikum áróðri auð- * stéttarinnar um hagsmuna- og réttindamál verkaiýðssamtak- anna. Reynsla hefur sýnt hversu brýnt það er, að íslenskt launa- fólk styrki hina stjórnmálalegu samstöðu sina, svo það verði ekki jafnóðum hirt aftur á stjórnmála- vettvangi, sem vinnst i hinum fag- legu átökum. Reykvísk alþýða skorar á allt launafólk að standa trúan vörð um stéttarsamtök sín og telur brýnt, að verkalýðshreyf- ingin leiti samstarfs við þau stjórnmálaöfl, sem vilja hafa hagsmuni hennar að leiðarljósi, því að fagleg eining er vanmegn- ug án stjórnmáialegrar samstöðu. III Verkalýðshreyfingin varð að grípa til verkfallsvopnsins til að knýja fram kjarabætur í febrúar og BSRB hefur náð fram mikil- vægum áfanga varðandi verk- fallsrétt sér til handa, þótt hann nái mun skemmra en hjá verka- lýðsfélþgunum. Verkalýðshreyf- ingin styður réttláta kröfu iðn- nema um fullan verkfallsrétt, svo og kröfuna um ríkisrekna iðn- skóla. Af hálfu Vinnuveitendasam- bands íslands hafa komið fram kröfur um skerðingu verkfalls- réttarins, auk þess sem haldið er uppi áróðri gegn verkföllum sem baráttutæki. Reykvísk alþýða minnir á langvinna og erfiða bar- áttu frá upphafsdögum íslenskrar verkalýðshreyfingar fyrir viður- kenningu verkalýðsféiaga og full- um verkfallsrétti og skorar á launafólk að hrinda öllum árásum á rétt samtakanna. IV. Á siðasta ári, kvennaári, kom í ljós hvers jafnréttis- og frelsisbar- átta íslenskra kvenna er megnug. 3 Reykvísk alþýða skorar á öll sam- tök launafólks að auka hlut kvenna í forustustörfum verka- lýðshreyfingarinnar um leið og heitið skal á konur að taka al- mennt miklu öflugri þátt í bar- áttu verkalýðssamtakanna en til þessa hefur verið reyndin. Reykvísk alþýða minnir á, að án stéttabaráttu, er engin jafnréttis- barátta til, stéttabarátta og jafn- réttisbarátta kvenna eru greinar af sama meiði: Frelsisbarátta al- þýðunnar gegn arðráni, kúgun, fáfræði og fátækt. V. Landhelgismálið er í dag brýn- asta hagsmunamál islensku þjóðarinnar. Helstu fiskstofnarn- ir eru i meiri hættu en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma og rætt er um þann möguleika að fyrirskipa stórskertan afla íslendinga er samið við útlendinga um veruleg- an aflahlut og bak við tjöldin unnið að áframhaldandi eftirgjöf Framhald á bls. 13 Y firlýsing Undirritaðir i stjórn Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavik hörmum að ekki náð- ist samstaða um 1. mai hátíðar- höld verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1976. Eins og undanfarin ár lögð- um við sérstaka áherzlu á stéttar- og faglega samstöðu um grundvallar hagsmunamál verkalýðshreyfingarinnar. Á þeim grundvelli vann full- trúi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Bjarni Felixson, i 1. mai nefndinni að ávarpi dagsins og tilhögun hátíðar- haldanna.. Það kom hins vegar strax fram af hálfu kommúnista í 1. mai nefndinni, að þeir settu flokksleg, pólitisk sjónarmið ofar hinum faglegu hagsmuna- málum verkalýðshreyfingar- innar. Sem dæmi um kröfur kommúnista, er m.a. reykvísk alþýða hvött til að fylkja liði gegn frelsi og því lýðræðis- skipulagi, sem íslenzka þjóðin býr við. Hvatt er til „alþýðuvalda", sem fulltrúi kommúnista i 1. mai nefndinni, Tryggvi Þór Aðalsteinsson, aðspurður skil- greindi þannig, að átt væri við alræðisvald að kommúnískri fyrirmynd. Þá höfnuðu kommúnistar til- lögu okkar um að einn af for- ystumönnum sjómannasamtak- anna yrði einn af ræðumönnum dagsins. Ástæðan fyrir því að við lögðum áherzlu á, að rödd sjómannastéttarinnar heyrðist á þessum hátíðisdegi verkalýðs- hreyfingarinnar, er sú harða lífshagsmunabarátta, sem íslenzka þjóðin heyir nú f land- helgismálinu. Þegar m.a. þessar staðreyndir lágu fyrir var ljóst að kommún- istar voru staðráðnir í að setja pólitísk sjónarmið ofar stéttar- og faglegum hagsmunamálum verkalýðshreyfingarinnar og íslenzku þjóðarinnar. Bera kommúnistar þvi ábyrgð á, að ekki náðist samstaða um fram- kvæmd hátíðarhaldanna 1. mai 1976. Magnús L. Sveinsson (sign) Hilmar Guðlaugsson (sign) Á stjórnarfundi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Revkja- vik 29. apríl 1976 óskuðu Magnús L. Sveinsson og Ililmar Guðlaugsson eftirfarandi bók- unar: „Við hörmum að ekki hefur náðst samkomulag um ræðu- menn á Lækjartorgi 1. mai 1976 og tillaga Magnúsar L. Sveins- sonar um fulltrúa sjómanna- samtakanna, sem einn af ræðu- mönnum dagsins, skulí hafa verið felld. Einnig hörmum við, að stjórn Fulltrúaráðsins skuli ekki hafa náð samkomulagi um 1. maí ávarpið. Ávarpið i núverandi mynd er þannig úr garði gert, að við getum ekki, sem stjórnarmenn Fulltrúaráðsins, borið ábyrgð á efni þess.“ Munið sumarhátíð Útsýnar annað kvöld að Hótel Sögu nú er hver síðastur að tryggja sér sæti í Útsýnarferðir sumarsins: Costa 2/5 23/5 — örfá sæti laus laus sæti del 6/6 20/6 — uppselt uppselt Sol 4/7 18/7 fáein sæti laus laus sæti 25/7 — Fá sæti laus 26/7 — Aukaferð — uppselt 1/8 — fáein sæti laus 8/8 — uppselt 15/8 — uppselt 16/8 — Aukaferð fá sæti laus 22/8 — uppselt 29/8 — uppselt 30/8 — Aukaferð — uppselt 5/9 — uppselt 12/9 — fáein sæti laus 13/9 — Aukaferð — laus sæti 19/9 — laus sæti 26/9 — laus sæti 10/10 — laus sæti uppselt laus sæti laus sæti laus sæti fá sæti laus fá sæti laus fáein sæti laus laus sæti laus sæti laus sæti v _ Costa Brava: ts e 28/5 — 2/7 16/7 30/7 13/8 20/8 27/8 3/9 10/9 PANTIÐ RÉTTU FERÐINA TÍMANLEGA AUSTURSTRÆTI 1 7 SÍMI 26611 örfá sæti laus uppselt uppselt uppselt uppselt uppselt uppselt uppselt uppselt uppselt laus sæti , * Lignano: 19/5 — 2/6 — 23/6 — 7/7 _ 21/7 — 4/8 — 11/8 ____ 18/8 — 25/8 — 1/9 — 8/9 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.