Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1976 r Magnús Þórarinsson í brúarglugganum á Bergþór. Ljósm. Mbl.: F’riðþjófur. „Veðráttan hefur komið 1 veg fyrir góð- an afla í vetur ’ ’ Farið í netaróður með aflaskipinu Bergþóri KE-5 Það var ekki oft sem allir þurftu að vera að greiða úr, en hér liggja nokkrir vænir ufsar á úrgreiðsluborðinu. ,.Kkki (>r nú útlitið gltesilegt. það virðist hvergi vera fiskur. sama hvar maður leggur neta- trossurnar," sagði M»■">■'• ‘ ' artnsson. hinn kunn ski stjór> á Bergþór KK 5. Þe.->... Magnús falla s.l. þriðjudags- morgun. er búið var að draga fimm netatrossur af átta, sem drognar voru þann daginn. Morgunbiaðsmenn fengu að fara í þessa veiðiför með Berg- þór. Báturinn er nú búinn að afla nokkuð á áttunda hundrað tonna, en s.l. 7 vetrarvortíðir hefur Magnús aflað yfir 1000 lestir og oftast nær verið afla- kóngur landsins. Hins vegar bendir ýmislegt til að aflinn ætli ekki að verða oins mikill í vetur. Sendur á geðveikraspítala ef ekki rætist úr Nú eru aðeins tvær vikur til lokadags — 11. maí, og er ljóst að þetta verður ein lakasta ver- tíð um margra ára skeið. Um s.l. helgi hcldu menn að einhver hrota væri að koma, en hún virðist hafa gufað upp í fæð- ingu. Sum þeirra skipa, sem fengu 20—40 tonn (tveggja nátta fiskur) á mánudag, voru ekki nema með nokkur tonn á þriðjudaginn. Margir bátanna voru að fá nokkra fiska í trossu og sumir lentu í því að fá eng- an. ,,Það er áb.vggilegt. að ég verð sendur beint á geðveikra- spitala eftir þessa vertíð." sagði einn skipstjórinn í talstöðina. Hann var þá búinn að draga nokkrar trossur og fiskatalan úrþeim náði ekki hundraðinu. í land ef maður setur ekki staðið útstímið Bergþór hélt út frá Sandgerði um kl. 03 á þriðjudagsmorgun og var stefna sett suður í Skerjadýpið. en þar hafði Magnús lagt tvær trossur, Magtiús skipstióri stóð trfstím- .... vii a<M II > alioillllllil ailiu ‘jestir. ,.Kf rnaðn>- ontur ekkt staðið útstímið, þá er eins gott að fara í land," sagot jnagnu.s. U.m kl. 07 var komið að fyrstu trossunni og eins og marga grunaði var afli í henni ekki mikill. ..Maður leggur hér í al- gjöru hallæri, en það er sama hvar lagt er um þessar mundir, engan fisk að fá.“ Það reyndist líka rétt, því úr þessari trossu og reyndar fleirum sem dregn- ar voru um daginn náði fiska- fjöldinn ekki hundraðinu. Haldið var áfram að draga á þessu svæði þær trossur, sem þar voru. og milli kl. 10 og 11 var búið að draga þrjár trossur. Ekki er hægt að segja að fiskazt hafi á blaðamennina. því aflinn var ekki orðinn nema 2 til 3 tonn „Við erum búnir að fá nokk- uð á áttunda hundrað tonn i vetur og er það minna en mörg undanfarin ár. A sama tíma í fyrrá vorum við búnir að fá yfir 900 lestir, en alls fengum við þá 1060 tonn. Á síðustu 7 vertíðum höfum við alltaf fiskað yfir 1000 lestir, en það verður varla núna " sagði Magnús. Nú fórum við að ræða um hvað það væri, sem gerði þessa vertíð enn lé- logri en í fyrra, sem þótti hin lélegasta í mörg ár. „Veðráttan á stóran þátt í þessum lélegu aflabrögðum. Sérstaklega var hún slæm í marz, og reyndar líka í janúar og febrúar, þá hafði verkfallið nokkur áhrif á gang vertíðar- innar, en kannskí ekki eins mikil og flestir halda, því á meðan það stóð var alltaf snar vitlaust veður og hefði þvi lítið verið hægt að sækja, þó svo að ekkert verkfall hefði verið. Þá virðist líka vera minni fiskur á miðunum og þá sérstaklega núna í apríl. Hins vegar hefur fiskurinn verið álika vænn og undanfarin ár. Fyrri hluta vetr- ar bar að vísu nokkuð á smáum fiski, sem kom í net uppi undir landi, en ekki núna upp á síð- kastið. í marzmánuði virtist vera nokkuð mikið um fisk á miðunum, en þá var helzt ekk- ert hægt að vera á sjó vegna veðurs." Útreikningar fiskifræðinganna réttir „Telur þú, að hin marg- nefnda svarta skýrsla sé þá rétt.“ „Sjálfur vil ég ekki dæma svörtu skýrsluna eins og hún leggur sig, en engu að síður held ég að útreikningar fiski- fræðinga hvað varðar þorsk- stofninn séu ekki nein vitleysa og við verðum að reyna að haga okkur samkvæmt því.“ Þegar Magnús hafði siglt Bergþór að næstu trossu og byrjaður að andæfa bátnum við netadráttinn barst talið enn á ný að erfiðri veðráttu og hvort netatjón hefði ekki verið mikið í vetur. „Nei það hefur ekki verið meira en á undanförnum vertiðum þrátt fyrir allar bræl- urnar. Það sem skiptir hér sköpttm er að í vetur hafa aldrei komið nein stórbrim eins og oft áður og ræður það úrslit- um. Stólpabrim getur farið svo illa með netatrossurnar að ekk- ert finnst af þeim aftur." „Hvað áttu von á að haida lengi áfram á netum í vorV ‘ „Það er ómögulegt að segja hVæ lengi það verður. í sann- leika sagt hefði átt að hætta um mánaðamótin marz — apríl. Síðan þá höfum við ekkert fengið. Á þeim stöðum, sem við höfum fiskað mest, hefur orðið sú breyting sl. þrjú ár að nú fæst enginn fiskur þegar komið er fram í apríl. Áður gat maður haft netin lengur á þeim stöð- um.“ Bindur vonir vid línuvélina í áhöfn á Bergþór er 12 menn. Reyndar voru þeir ekki nema 11 þegar Mbl-menn fóru með. Vélstjórinn hafði veikzt lítillega og varð eftir í landi. Annars hafa veikindi litið hrjáð skipverja i vetur. Hafa þeir sloppið við flensu og aðra þá sjúkdóma, sem hafa hrjáð landsmenn. Meirihluti áhafnar bátsins hefur verið lengi með Magnúsi, sumir i 8 — 9 ár. Er þetta því samhent áhöfn, sem sést bezt á því hve vel gengur að draga netin. Sumir halda kannski að mesta vinnan sé á aflaskipunum, en þessu er öf- ugt farið. Á aflaskipunum er yfirleitt samhent áhöfn, þar sem alit gengur eins og bezt getur verið og verður starfið því léttara og minna um alls konar bras. En hvað er fram- undan hjá þeim á Berþór, þegar vetrarvertíð lýkur? Á s.l. ári var sett línuvél i bátinn og var hún reynd í tilraunaskyni í fyrrahaust með góðum árangri. „Reyndar var litið um fisk þann tíma og veður slæmt, en allur útbúnaður reyndist vel. Við ætlum okkúr á línuveiðar í vor og vonandi aflast eitthvað þá. Ef vel tekst til með notkun á vélinni í sumar og eitthvað afl- ast, getur vélin skipt sköpum í útgerð þessara báta yfir sumar- tímann og á haustin." Nú vorum við komnir að trossu, sem lá austur af Eldey. „Hér höfum við oft fiskað vel og er þetta eina vonin um góða veiði i dag,“ sagði Magnús. „En hér er lika erfitt að vera. Það þarf oft að draga hér á falla- skiptum eða á minnkandi falli. Sjólag er mikið og fer það eftir áhöfn hvað hægt er að afkasta miklu á þessum stað.“ En það fór svo, að við fengum lítið sem ekkert í þessa trossu. Góður matsveinn hefur mikið að segja um borð í hverju fiski- skipi því þegar illa gengur get- ur matsveinninn glatt menn. Þó er það svo, að matsveinar fá flest hnýfilyrði sem fjúka um borð í fiskiskipum. „Helv. skíta- brasarinn og þar fram eftir göt- unum. Matsveininn þeirra á Bergþór heitir Hafsteinn Rósin- karsson, ættaður frá Hnífsdal, en búsettur í Sandgerði. Hann er búinn að vera matsveinn á Bergþór i 3 ár, en þar áður var hann matsveinn á Jóni Garðari frá Garði í ein 4 — 5 ár. Við spurðum hann hvers vegna hann hefði farið af Jóni Garð- ari yfir á Bergþór. Leiðinleg vertíð „Ég var alveg búinn að fá nóg af þeirri miklu útiveru, sem fylgir stærri bátunum. Fljótt sagt kann ég mjög vel við mig hér um borð, enda væri ég ekki lengi á sama stað, ef ég kynni ekki vel við mig. Þessi vertíð er búin að vera einstaklega leiðinleg sú leiðin- legasta, sem ég hef kynnzt. Það eru Veðurguðirnir, sem hafa séð um það. T.d. gátum við litið veitt í marz af þessum sökum, þó svo að fiskur væri á miðun- um.“ „Ertu ánægður með fiskverð- ið? „Ég held að menn verði aldrei ánægðir með fiskverðið, sama hversu hátt það er. Hins vegar held ég að fiskverðið sé nógu hátt núna. Það vantar bara fiskinn. Þá tel ég að breyt- ingarnar á sjóðakerfinu hafi verið til bóta, svo langt sem þær náðu. Breytingarnar koma sér bezt fyrir þá sem nenna að sækja. Sjómenn fá nú bónus ofan á tryggiriguna, sem bætir mikið úr. Ástandið var orðið þannig, að menn vildu aðeins vera á bátum, sem réru helzt ekki. Hluturinn hjá okkur á Berþór mun vera orðinn um 800 þúsund í vetur og þá getur hver séð hver hann er á bátum, sem kannski eru ekki búnir að fá nema 200 — 300 tonn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.