Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1976 17 RÁÐHERRASPJALL ■HBBH Spjallað við Vilhjálm menntamálaráðherra: „Kerfið verður að vera sveigjanlegra gagnvart fólkinu” ,,ÞAÐ er unnið fullum fetum að hönnun og teikningum Þjóðarbókhlöð- unnar,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra f spjalli við Morgunblaðið, ,,og undirbúnings vegna tel ég unnt að hefja framkvæmdir að næsta ári. Það ur þó æði stór pólistísk og fjárhagsleg ákvörðun og til hennar verður að taka tillit við gerð fjárlaga. Það er nú unnið að lokaátökunum í undirbúningi málsins og stundum vilja þau nú verða tafsöm, en á næsta ári á allt að /era klárt. Hitt er svo að byggingarfram- kvæmdir í menntakerfinu eru svo víða aðkallandi að erfitt er að segja um hvar áherzla verður lögð á framkvæmdir. Það eru til dæm- is einnig mikil vandamái varð- andi húsnæði Ríkisútvarpsins og Listasafns íslands. Unnið er að úrlausn fyrir ríkisútvarpið og m.a. fer hluti áf tekjum þeirrar stofnunar í byggingarsjóð, en Þjóðarbókhlaðan er einnig feiki- lega aðkallandi verkefni, þvi hún mun leysa vandamál þriggja stofnana sem búa við mikinn hús- næðisskort, en það er Landsbóka- safnið, Háskólabókasafnið og Þjóðskjalasafnið sem ætlað er að fari í safnahús Landsbókasafns- ins. Landsbókasafnið er fyrir löngu búið að sprengju allt utan af sér og bækur þess eru farnar að hlaðast upp í leiguhúsnæði þar sem þær eru óaðgengilegar og það er náttúrulega engin meining í slíku. Þetta er því ekkert tildur- mál heldur knýjandi nauðsyn. Sumir hafa viljað halda því fram að áform um Þjóðarbókhlöðu væri eitthvert sparimál þjóðhátíð- ar 1974, en það er algjör misskiln- ingur, þetta er mál sem knýr á. Sama er að segja um Listasafn- ið, það klemmir að Þjóðminja- safninu. Ég vona að viðgerð á Glaumbæjarhúsinu geti hafizt í sumar og einnig verður þar byggð viðbótarbygging á baklóðinni. Það er stefnt að því að Listasafnið geti flutt sig alveg á næstu árum." ,,Hvað um safnamál úti á lands- byggðinni, t.d. Austurlandi?" „1 safnamálum hafa Austfirðingar verið ákaflega aftarlega fram til þessa, en þar hafa menn nú tekið upp skipulagninu i öllu kjördæm- inu þar sem um er að ræða Safna- stofnun Austurlands, en hinir ýmsu staðir munu sjá um sérstök viðfangsefni. Til dæmis er talað um síma og tæknisafn-á Seyðis- firði, en þangað kom síminn fyrst til landsins, sjóminjasafn á Eski- firðí, landbúnaðarsafn á Egils- stöðum eða Skriðuklaustri. Múlasýslur keyptu hús á Egils- stöðum fyrir héraðsskjalasafn og því hefur nýlega borizt 5000 bóka gjöf ættfólks Halldórs Ásgríms- sonar, en tímarit, ljóð og þjóðsög- ur eru meginþættir þessara bóka. Það er rætt um að kalla þessa stofnun Sögustofu Austurlands og reka hana á breiðum grund- velli, þ.e. með aðgangi að skjölum, bókum og öðru er eðlilegt þykir. Svo við víkjum aðeins að almenn- ingsbókasöfnum í landinu þá höf- um við verið að hnoðast á alþingi með frumvarp sem ég vona að verði afgreitt á þessu þingi. Með því verða söfnunum tryggðar auknar tekjur, en rekstur þeirra var í vetur settur yfir á sveitarfé- lögin. Fyrirsjáanlegt er samstarf með skólabókasöfnum og almenn- ingsbókasöfnum og t.d. verður á Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra. næstunni opnað bókasafn á Seyð- isfirði þar sem amtsbókasafnið Ieggur með sér 10 þús. bækur, en skólinn leggur til húsnæðið. Fólk þarf að vera í nánara sambandi við skólana og þeir furfa að nýtast betur og þannig er þetta í áttina. Það er skemmtilegt hvað menn gefa þessum málum miklar gætur nú. Þá má nefna að nefnd er starfandi til að gera athugun á stuðningi ríkisvaldsins við listir í landinu og hvernig þeir aurar megi nýtast sem allra bezt. Önnur nefnd kannar stöðu íþróttanna i landinu og i framhaldi af þeirri könnun má búast við endurskoð- un ákvæða, laga og reglugerða svo að samvinna geti orðið eðlilegri milli fólksins á hinum ýmsu stöð- um og embættismanna. Það er nauðsynlegt að gott samstarf ríki milli embættismanna og þess fólks sem á að njóta þeirra að- gerða og þeirra mannvirkja sem ákvörðuð er. Heildarstjórn og yfirsýn er auðvitað nauðsynleg, en átök á milli kerfisins annars vegar og framkvæmdaaðilja i sveitarfélögunum hins vegar geta tafið mikið og valdið tjóni ef ekki er gætt fyllstrar tillitssemi á báða bóga. Ég held að kerfið verði að vera talsvert sveigjanlegra en það er í þessum efnum, en þó þannig að menn viti hvar þeir eiga að bera niður með sin mál." BATASMIÐAR Smíðar bátinn sjálfur í bílskúrnum beima í BÍLSKÚR við Rauóavatn er Haraldur Ingason að smfða sér bát, 17 feta káetubát. Við röbbuð- um við Harald um bátasmfðina. Hann hefur aldrei áður smfðað neitt, langaði í bát af þessari stærð, en hafði ekki efni á að kaupa hann tilbúinn og þar með dreif hann sjálfur í smfðinni. Haraldur kvaðst hafa valið sportbát úr Populare Mekanik frá árinu 1957 og eftir þeim teikning- um hefur hann bvggt bátinn. Það er mánuður síðan hann bvrjaði á verkinu og frístundirnar hafa far- ið í það. ,,Ég hef byggt bátinn á hvolfi," -sagði Haraldur, ,,en nú um helgina ætla ég að snúa honum við og byrja á yfirbygging- unni. Aðeins efnið er aðkeypt, en við höfum unnið það allt í bíl- skúrnum hjá mér, því að vinur minn, Frímann Árnason húsa- smíðameistari, á handhægar sagir sem við höfum notað, en hann hefur aðstoðað mig. Líklega kostar efnið i bátinn um 150 þús. kr., en ef maður keypti hann tilbúinn myndi hann vart kosta undir 600 þús. kr. Þetta verður svona tveggja mánaða vinna í frístundum. Efnið í bátn- um er tré, það er harðviður í öllum böndum og 10 mm vatns- heldur bátakrossviður í klæðning- unni og trefjaplast í botninum utan yfir klæðninguna. Yfir- byggingin er úr krossviði og til að setja svip á nota ég bæði furu- og mahognykrossvið. Dýrasti liður- inn verður líklega vélin, hún get- ur farið upp i nokkur hundruð þús. kr. Ef til vill nota ég bílvél eða létta diselvél um 50 hestöfl, því það er dýrt að keyra benzín- vélarnar. I bátnum eru tvær kojur, en segja má að þessi bátur sé fyrir 6—7 manns." Öskar í Höfðanum sðttur heim SVIPMYND sem betur fer gleymast þessir leiðinlegu kaflar skjótt, fyrnast í betri tíð. Við höfðum samband við Óskar Sigurðsson vitavörð á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og röbbuðum við hann um tíðarfarið. Það kom í ljós að síðustu 5 manuðir hafa verið allt eins slæmir veðurfarslega og sama tímabil 1966 og 67, en þau eru í hópi þessara ára sem menn muna fyrir slæmsku. Það er reyndar ekki að furða þótt veðrið sé ofarlega á baugi i tali fólks á Islandi, jafn um- hleypingasamt og stórviðra- samt og það nú er. Sumir bregða sér i vitaminsöfnun til sólarlanda, en aðrir sitja heima og óska þess að sólin yrði jafn örugg veðurfarslega og suðaustan áttin hjáokkur. Svo við vikjum aftur að Öskari í Höfðanum, þá er hann mikill grúskari, fuglaskoðari og fuglamerkingamaður. Hann hefur merkt um 37 þúsund fugla, mest lunda, og auk þess hefur hann sinnt búskap sam- hliða vitavarðarstarfinu. í fyrra var hann með 9 ær og fékk 19 lömb og nú er hann með 10 ær og farinn að hugsa til sauðburðarins. Þó að á Höfðanum hafi að undanförnu verið hefðbundin 9—10 vind- stig, þá er vorilminn farið að leggja úr brekkum og bringum Höfðans. Nýlega var Oskar á eftirlitsferð í sambandi við hitamælingar í sjó i Klaufinni og þá veitti hann ath.vgli stórri móbergshellu sem hafði nýlega gengið á land í eínhverju af stórbrimum siðustu vikna. Þessi móbergshella reyndist vera samsafn steingervinga með greinilegum myndum blaða og stráa. Liklega er um að ræða lauf af viði og er talið hugsanlegt að fyrir 5000—6000 árum hafi Heimaey verið vaxin viði frá fjöru til fjalls. Sveinn Jakobsson jarðfræðingur, sem er sérfræðingur i jarðfræði Vestmannaeyja er nú að kanna mola úr steingervingum. Óskar í Höfðanum, en hann tók við vitavarðarvörzlu af föður sinum, Sigurði f Höfðanum. Ljósmvndir Mbl. Sigurgeir í Evjum. Séð yfir húsakost vitavaroarins á Stórhöfða. LOKSINSu er farið að líða á síðari hluta þessa langa vetrar, eða réttara sagt, langa óveðurs- kafla (a.m.k. sunnanlands), sem staðið hefur nær óslitið í 10 mánuði. Sumarið 75 var eins og allir muna, með eindæmum, haustið ef til vill aðeins skárra, en svo veturinn í framhaldi af þeim ósköpum sem á undan höfðu gengið. Já, lengi gat vont versnað, en í vestanfárviðri i Evjum. Brimhnefarnir ganga þarna stanzlaust á útevjunum Hænu og Hana. allt upp í 60 metra hæð og sama er að segja um Kaplagjótu lengst til hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.