Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 26
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAl 1976 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1976 25 * „A.S.I. foryst- an verður að finna meðlimi sína” — segir Karl Þórðarson, verkamaður - Aö mínum dómí er stærsta mál þessa dags og næstu mánaða það að forysta verka- lýðsins finni meðlimi sína. Forystan hefur fjarlægzt hinn almenna verkamann svo mikið á síðustu árum, að maður veit hreint ekkert, hvert verið er að teyma mann, sagði Karl Þórðarson verkamaður í Áburðarverk- smiðjunni þegar Mbl. ræddi við hann í tilefni dagsins. — í mínu félagi eigum við fullt í fangi með að fylgjast með hvað er að gerast hjá heildarsamtökunum. Menn eru aðeins látnir samþykkja það, sem forystan fram- kvæmir. Þetta er okkur skipað að gera, hversu vitlaust sem það er. Hinn almenni verkamaður er semsagt í stöðugri afturför. — Mér finnst það líka furðulegt, þegar forseti A.S.Í., Björn Jónsson, er að kvarta yfir því að komast ekki að íslenzkum fjöl- miðlum, en á hverju er von, þegar ekki er hugsað um annað en að styðja Rauða khmera og aðrar skæruliðasveitir f útlönd- um í stað þess að styrkja innviði A.S.Í. hér heima. Það er verið að semja í mínu félagi þessa dagana, og maður veit hreint ekkert hvað fer fram á samningafundunum. í þessu sambandi má geta þess, að við síðustu kjarasamninga fyrir 2 árum var samið um sérstakan fræðslusjóð okkur til handa, — en enn sem komið er hefur hann ekki komið okkur að liði. — Það eru mikil átök framundan um að verkamaðurinn finni sig á ný og fari fram á við í stað þess að hörfa sífellt. Þeir sem eru í hærri launaflokkum halda alltaf sinu striki og fyllilega það. Kanriski engin furða, þvi alltaf er skrifað undir samninga hjá okkur fyrst og að því loknu byrja þeir sem eru i hærri launaflokkum að ræða við sína viðsemjendur og fá yfirleitt meiri kaup- hækkun en við fáum. Þá er ég heldur ekki sammála A.S.l. stjórninni i lífeyrissjóða- málinu. Það var þuklað á þessu máli við síðustu samninga, en ekkert raunhæft gert. Karl sagði, að vitað væri að flestir verka- menn í Reykjavík ættu þak yfir höfuðið á sér og væri það skynsamleg stefna að hver og einn gæti átt þak yfir höfuðið. — En ég er ekki sáttur við að greiða vexti af skuld- unum og þurfa síðan líka að greiða fasteignagjöld af skuldunum. Þetta atriði væri mörgum verkamanninum ofviða og fasteignagjöld hérlendis væru allt of há. — Það er talað um, að það þurfi endur- nýjunaryið í stjórnmálaflokkunum og er það vafalaust rétt, en það þarf líka endur- nýjunar við innan A.S.Í. Þar geta allir setið í valdstólum eins lengi og þeir vilja. Hug- takið verkalýður er allt annað en mennta- klika kommanna sem ráða flestum verka- lýðsfélögum. Þessari menntaklíku Alþýðu- bandalagsins eða kommanna er nokkuð sama um okkar hagsmuni á meðan þeir ráða yfir félögunum. Það er bráðnauðsynlegt að hafa verkfallsréttinn, en pað má heldur ekki m’snota hann eins og sumir gera. Sjómenn eiga að komast fyrr á eftir- laun en aðrir Rætt við Guðmund Hallvarðsson, gjald- kera Sjómannafélags Reykjavíkur Guðmundur Hallvarðsson hefur á sfðustu árum látið hagsmunamál sjómanna mikið til sfn taka, og er hann nú gjaldkeri Sjómannafélags Reykjavfkur. I tilefni dagsins hitti Morgunblaðið Guðmund að máli til að forvitnast um viðhorf sjómanna f helztu hagsmunamálum þeirra um þessar mundir. „Hljóðið í sjómönnum er síður en svo gott núna,“ sagði Guðmundur. „Hvað fiskimenn- ina áhrærir er helzta vandamálið það að uppstokkun sjóðakerfisins virðist einungis hafa haft neikvæð áhrif á kjaramál þeirra. Virðist einsýnt að sjóðakerfið þarfnast enn frekari athugunar við, og því hefur jafnvel verið haldið fram, að bæði sjómennirnir og útgerðarmennirnir hafi tapað á þessari nýskipan en enginn virðist geta sagt til um hvert aukin fjárhagsleg hagkvæmni hennar hafi runnið. Sjómenn bjuggust við allveru- legri kjarabót út úr þessari breytingu, og þess vegna má kannski segja, að vonbirgðin hafi orðið þeim mun meiri, þegar í ljós kom raunverulegur afrakstur af þessu erfiði. Mjög almenn óánægja er innan stéttarinnar með þessa breytingu, og á rætur sínar í því að hlutur sjómannsins í þjóðarkökunni er orðinn svo smár að það getur ekki talizt fullnægjandi fyrir þessa atvinnugrein, og á það við um alla sjómenn, bæði farmenn og fiskimenn. 1 launaumslagi þessara manna sést engin umbun vegna vinnuaðstæðna Framhald á bls. 31. Pétur Sigurðsson: Sorgleg tíðindi TELJA verður hörmulegt, að á hátíðis- degi verkalýðsins berist váleg tíðindi til reykvískrar alþýðu. Stór hluti for- ystumanna verkalýðshreyfingarinnar sem talizt hafa til forystu þeirra laun- þega sem lýðræði og frelsi unna hefur nú á síðustu dögum gengið undir jarðarmen kommúnista enn einu sinni. Til þess að launafólk skilji þetta enn betur vil ég benda á eftirfarandi stað- reyndir: í miðstjórn Alþýðusambands sitja 15 menn. Forseti og varaforseti kjörnir af A.S.Í. þingi og auk þeirra 13 aðrir. Á undanförnum árum hefur verið um að ræða samsteypustjórn — þjóðstjórn — sem byggð hefur verið bæði á faglegum og pólitiskum staðreyndum. Þar hafa setið menn úr öllum stjórnmálaflokk- um og landssamböndunum auk stærstu aðildarfélaga utan sambanda. Þetta hefur ekki breytt þeirri staðreynd að stefhumörkun A.S.Í. í kjaramálum, sem færst hafa stórlega í vöxt eftir sjálfsmorð vinstri stjórnarinnar, hefur algerlega verið í höndum hinna rót- tækari afla. Þau hafa átt hið „bróður- legasta kærleikssamband“ sín á milli, þó sérstaklega, ef þeir hafa getað komið höggi á sjálfstæðismenn og flokk þeirra, að ekki sé talað um þá ríkisstjórn, sem tók við óðaverðbólgu vinstri stjórnarinnar og fyrirsjáanlegu ríkisgjaldþroti. Nokkrar pólitískar breytingar hafa orðið innan miðstjórnar A.S.Í. síðustu missiri vegna tilkomu varamanna og munu fylgismenn Magnúsar Torfa (sem voru) nú vera fjölmennastir. Sjálfstæðismönnum hefur fækkað um Vi en Alþýðuflokknum aukist styrkur að sama skapi. Mun þetta stærsti póli- tíski sigur Alþýðuflokksins nær tvo áratugi. Hið gamla Fulltrúaráð verkalýðs- félaganna í Reykjavík, sem nú er svæðasamband verkalýðsfélaganna í Reykjavík hefur i mörg ár búið við stjórn sem farið hefur eftir pólitískum styrkleika auk þess, sem hins faglega var gætt. Um langt árabil hefur meiri hluti verið myndaður i stjórn þessara samtaka af sjálfstæðis- og alþýðu- flokksmönnum og hinir siðarnefndu gegnt formannsstöðunni, og þeir fyrr- nefndu átt varaformanninn. Þetta var gert vegna ítrekaðrar misnotkunar kommúnista á hátíðahöldunum 1. mai, en sameiginieg nefnd aðila frá svæða- sambandi þessu, sér um hátiðahöldin, semur ávarp dagsins, velur ræðumenn og áróðursspjöld. Hin síðari ár hefur verið fullt samkomulag um ræðumenn á útifundi 1. maí, þannig að einn væri ræðumaður alþýðubandalags, alltaf, en annað hvort ár sjálfstæðismaður eða alþýðuflokksmaður. Formaður fundar- stjóri, en varaformaður i forföllum hans. Og að sjálfsögðu glimt fram á síðustu stund um hápólitisk efni, erlend sem innlend í ávarpi dagsins. Nú er þetta allt þverbrotið og svikið. Að þessu sinni átti skv. hinni hefð- bundnu og samningsbundnu ákvörðun ræðumáðurinn að vera sjálfstæðis- maður. Var sturigið upp á gjaldkera Sjómannafélags Reykjavikur Guð- mundi Hallvarðssyni og þá höfð hliðsjón af rikjandi ástandi á miðum okkar, aflaleysi, frátökur vegna stöð- ugra ógæfta, og baráttu íslenskra sjó- manna við hina bresku sjóræningja. Þessu höfnuðu kommar og kratar en réðu í þess stað Björn Jónsson 3ja þingframbjóðanda krata hér í Reykja- vik. Enda þarf nú mikinn viðbúnað gegn þeirri ætlan Gylfa Þ. að setja Benedikt Gröndal í sæti sitt í Reykja- vik, enda nokkuð jöskuð grammófón- nál vestra, en troða þar upp með Vilmund Gylfason, sem bráðliggur á þingsæti til að siðbæta þjóðfélag okkar. Var þá komið að vali fundarstjóra sem samkvæmt framansögðu hefði átt að vera í höndum Magnúsar L. Sveins- sonar varaformanns Svæðasambands- ins og Verzlunarmannafélags Reykja- víkur stærsta launþegafélags landsins. En jafnvel þetta var svikið og kommún- isti valinn í hans stað, að vísu frá stóru félagi hér í borg og mætur fulltrúi verkamanna, en söm var gjörðin. Svona framkoma hlýtur að hafa í för með sér endurskoðun reykviskra laun- þegasamtaka á þörf þeirra til að taka þátt í slíkum samtökum, sem eru i hugum of margra einungis nýtileg til áróðurs fyrir sín pólitísk samtök. Enginn vafi er á, að skattgreiðslur margra félaga til þessa sambands muni leggjast niður á næstunni. Þá er engin launung á að forystumenn sterkra landssambanda hafa haft á orði að A.S.I. sé ekki lengur neitt sameiningar- tákn, heldur nýtt sem áróðurstæki ákveðinna pólitiskra skoðana og væri milljóna skatti betur varið hagsmunum viðkomandi félagsmanna til heilla, en herkostnaði kommúnistiskra áróðurs- manna. Þetta kemur einnig fram innan landssambanda þeirra, sem notuð hafa verið í pólitiskum tilgangi. Þannig eru sivaxandi kröfur í Sjómannafélagi Reykjavikur um að segja félagið úr Sjómannasambandinu. Til meiri hluta- valds þar hafa valist fulltrúar sem eru æðstu stjórnendur verkalýðsfélaga víðs vegar um Iand, sem oft og tiðum standa í beinni andstöðu samningslega við sjómenn. Og ef ekki, þá eru sumir þeirra að vinna að hreinum glundroða á vinnumarkaðinum, sem mörg dæmi sýna. Væri það efni í langa grein að skrifa um samtök sjómanna og þær villigötur sem þau hafa ratað inná. Ekki verður við þetta skilist öðru visi en að vitna i örfá atriði hins einstæða 1. mai ávarps. Er engu líkara en „Rauðu hnefarnir" hér heima, hafi samið þessi ósköp, en skoðanabræðrum þeirra í Cambodíu hefur nú á nokkrum mánuðum tekist að myrða um 5—600 þúsund pólitíska andstæðinga sína. Og nú mótmælir enginn „friðarvinur", enginn útifundur haldinn, ljóðleikir samdir né fluttir — því sjá, nú eru morðin harla góð, enda framin í nafni sósíalisma og baráttumanna fyrir „friði" — paradisarfriði. Aðeins verður drepið á fá atriði önnur verða nær öll hrakin af mönnum sem betur hafa vit á, þótt „háskóla- menntun" viðkomandi Samvinnuskóla- nemanda og höfunda hafi fengist í myrkviðum Afríku. I I. kafla er sagt að núverandi stjórn kyndi dýrtíðarbálið og stefni í 40—50% verðbólgu. Sannleikur: Vinstri stjórnin skyldi við yfir 50% verðbólgu án nokkurs fyrirsjáanlegs bata né bóta til laun- Þega. Nú hefur tekist að stórlækka verð- bólguna þótt of mikil sé og rauð strik síðustu samninga tryggja launþegum bætur. I sama kafla er rætt urn undan- látsemi við útlendinga samfara athafnaleysi í fiskifriðunarmálum sem stefni sjálfstæði okkar í voða. Sannleikur: Núverandi ríkisstjórn færði fiskveiði lögsögu okkar í 200 milur í andstöðu við kommúnista. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Lúðvík Jósefsson fékk sömu aðvörun og fram kemur i „Svörtu skýrslunni" strax á árinu 1972. Gerði ekkert í frið- unarmálum en stórjók sóknina i okkar takmarkaða afla með ofboðslegum skipakaupum. Auk þess samdi hann við austantjaldsþjóðir um sérstök leyfi þeim til handa svo mannaskipti gætu farið fram á austantjaldsskipum hér á landi og þeir haldið áfram að eyða grálúðustofni okkar. Hann og vinstri flokkarnir allir beittu sér sem einn maður fyrir samn- ingunum við Breta um 130 þús. tonna þorskkvóta á ári í tvö ár. 1 III. kafla er rætt um verkfallsrétt B.S.R.B. Skyldu meðlimir þeirra samtaka ekki núorðið vita að öll félags- leg framfaraspor þeirra eru stigin, þegar sjálfstæðismenn fara með yfir- stjórn þeirra mála. Hvar er vinnuverndarfrumvarp vinstri stjórnarinnar sálugu? Aðrir munu vonandi ræða í blaði þessu samskipti okkar og ísl. verkalýðs- hreyfingar við þá erlendu aðila sem við eigum samskipti við. Sum eru góð önnur vekja manni viðbjóð vegna þeirra hræsni og þrælsþjónkunar sem fram kemur hjá of mörgum hér heima við einræðisöfl og morðhópa. Vonandi tekst islenskri alþýðu að losa þau tengsl sem svokallaðir islend- ingar í þjónustu þessara afla hafa bundið sig við. Okkur getur greint á um leiðir þótt markmiðið sé hið sama, en séu farnar leiðir lýðræðis erum við á réttri leið. 0 Otraustur Yinnuniark- aður í Rang- árvallasýslu Rætt við Sigurð Oskarsson, framkvæmdastjóra verkalýðsfélaganna í Rangárvallasýslu Sigurður Óskarsson er framkvæmdastjóri fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Rangárvallasýslu, og var hann fenginn til að segja frá Verkalýðsfélaginu Rangæing og starfsemi þess. „i Verkalýðfélaginu Rangæing er um að ræða deildarskiptingu, þannig að við skipt- um því i iðnaðarmannadeild og verka- mannadeild. Formaður aðalfélagsins er frú Guðrún Haraldsdóttir á Hellu en formaður verkamannadeildarinnar er Hilmar Jónas- son á Hellu. Formaður iðnaðarmanna- deildar er Yngvi Þorsteinsson á Hellu. Verkamannadeildin er fjölmennasta launþegafélagið í Rangárvallasýslu og félagatala er um 400. Deildin átti 25 ára afmæli sl. ári og var þess minnzt með veg- legri hátíð sl. vetur.“ Sigurður sagði ennfremur, að þegar fram- kvæmdir hefðu hafizt við virkjanir á félags- svaiðinu um og upp úr 1970 hefði starfsemi félagsins aukizt verulega. „Þá opnaði félag- ið skrifstofu og fastréð starfsmann í sam- vinnu við önnur launþegafélög í sýslunni. Helztu viðfangsefni skrifstofu félagsins eru að sjálfsögðu almenn samningsgerð og framkvæmd samninga, en auk þess hefur verkalýðsfélagið annazt vinnumiðlun fyrir verka- og iðnaðarfólk i sýslunni og þá eink- um til starfa við virkjunarframkvæmdir á hálendinu og nú seinustu árin við Sigöldu. Ennfremur annast skrifstofan daglega störf fyrir úthlutunarnefnd atvinnuleysisbóta, móttöku gagna o.fl.“ Sigurður kvað nokkuð hafa borið á at- vinnuleysi yfir vetrarmánuðina meðan framkvæmdir vegna virkjana liggja niðri. „Hefur það verið eitt meginbaráttumál verkalýðsfélagsins Rangæings siðustu árin að vekja athygli ráðandi manna á hve tíma- bundin og ótraustur vinnumarkaður verka- og iðnaðarfólks er í héraðinu. i því sam- bandi má geta þess, að fyrir skömmu var haldinn almennur borgarafundur vegna at- vinnumála Rangárvallasýslu og stóð Rang- æingur að þeim fundi ásamt sýslunefnd og sveitarstjórnum í Rangárvallasýslu.“ Þá sagði Sigurður, að verkalýðsfélagið Rangæingur hefði undanfarin ár átt mikil samskipti við jógóslavneska verktakafyrir- tækið Energoprojekt, sem annast fram- kvæmdirnar við Sigöldu. „Um þau sam- skipti vil ég segja það, að auðvitað hefur nokkuð oft skorizt hressilega i odda milli okkar varðandi samninga og framkvæmd þeirra, en öll framkoma hinna erlendu viðsemjenda okkar hjá þessu fyrirtæki hefur einkennzt af sérstakri prúðmennsku og aldrei, ég endurtek aldrei, skapazt mér vitanlega nein vandamál milli erlendra og íslenzkra verkamanna í Sigöldu. Siíkt hlýt- ur að vera einstakt á svo fjölmennum og einangruðum vinnustað, þar sem menn af ólíku þjóðerni og með mismunandi viðhorf búa og starfa." A „Aratuga gamalt baráttumál opinberra starfsmanna náði fram að ganga” Rætt við Ágúst Geirsson, formann Félags íslenzkra símamanna Kjaramál opinberra starfsmanna hafa verið nokkuð f deiglunni að undanförnu. Hafa m.a. staðið vfir umræður varðandi verkfallsrétt þeirra sem nú hefur fengizt fram. Mbl. ræddi kjaramál BSRB við Ágúst Geirsson formann Félags islenzkra simamanna. — Ég vil í upphafi fagna þeim áfanga sem náðst hefur í málefnum opinberra starfsmanna nú nýlega með samkomulagi BSRB og ríkisstjórnarinnar um nýjan samningsrétt með verkfallsrétti þeim til handa sagði Ágúst. Með þvi samkomulagi og þeirri lagasetningu sem því fylgir hefur áratugagamalt baráttumál opin- berra starfsmanna náð fram að ganga, enda þótt það sé ekki að öllu leyti eins og ýtrustu kröfur stóðu til um. Sjálfur hefði ég kosið að hin einstöku félög banda- lagsins hefðu fengið samningsréttinn í þess stað. Það hefði gert þau sjálfstæðari og sterkari en ella og þar er fyrir hendi meiri þekking á málefnum einstakra starfshópa og starfsmanna. — Ég vona að þessi nýi réttur verði opinberum starfsmönnum til góðs og að þeir noti hann af skynsemi til að bæta kjör sín, því mikið vantar á að þeir búi við sömu launakjör og sambærilegir starfs- hópar á frjálsum vinnumarkaði, enda hefur sjaldnast verið hlustað á aðra en þá, sem veifað geta verkfallsvopninu. — Nú fyrir nokkrum dögum hófust samningaviðræður milli hinna einstöku félaga ríkisstarfsmanna og fjármálaráð- herra um sérsamninga, en þar er stærsta atriðið röðun í launaflokka. Á fyrsta samningafundi lagði Félag íslenzkra sima- manna fram tölulegan samanburð launa nokkurra hliðstæðra starfshópa hjá símanum og á almennum vinnumarkaði, þar sem kom fram að munurinn er allt að 50%, ríkisstarfsmönnum í óhag. Slikt verður að leiðrétta, bæði vegna starfs- mannanna og ríkisins sjálfs, þar sem gætt hefur vaxandi streymis sérmenntaðra og þjálfaðra starfsmanna frá þvi. Auk þess er forsenda þess, að unnt sé að bera þær byrðar sem kjaraskerðing vegna óðaverð- bólgu og versnandi viðskiptakjara undan- farinna ára hefur lagt á launþega, að menn standi sem jafnast að vígi. — Barátta launþegasamtakanna að- undanförnu hefur verið varnarbarátta. Það er von min að sem fyrst verði breyt- ing þar á og að þau teikn sem á lofti hafa sézt að undanförnu um batnandi við- skiptakjör þjóðarinnar reynist fyrirboði betri tíma. — Þá verður ekki við annað unað en að launþegar fái réttlátan hlut þess bata. Biarni Jakobsson, formaðnr Iðjn: Hin hefð- bundna barátta fyrir kauphækkun- um ekki ein- hlít til að bæta kjörin Á degi verkalýðsins hinn 1. maí ár hvert verður mörgum helst til að hugsa um hin mörgu og margþættu baráttumá! launþega- samtakanna. Þá kom og upp i huga margra orð svo sem — sameining, samstaða og samvinna. Því miður rista þessi orð og önnur hugtök sem svo oft hafa verið notuð og eru orðum þessum tengd beint og óbeint ekki alltaf jafn djúpt og margur vill vera láta. Því er okkur öllum brýnni nauðsyn en ella að standa ávallt þétt saman vörð um hagsmuni hinna vinnandi stétta. Rétt er að upphrópanir og slagorð sem svo oft eru notuð eru ekki nóg ef hugur fylgir ekki máli. Þá þurfa einnig athafnir að koma i kjölfarið. Efst í huga mínum nú er iðnaðurinn og Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.