Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAl 1976 Öngþveiti í at- vinnumálum byggingar- iðnaðarins Ræll við Kristján Haraldsson, formann Múrarasambands 0 Islands Mbl. ræddi við Kristján Haraldsson múrara, formann Múrarasambands Is- lands. Eins og kunnugt er hefur ríkt nokk- urt atvinnuleysi meðal múrara í vetur enda kemur samdráttur í byggingariðnaði niður á þeim sem og öðrum starfsgreinum sem lúta að byggingariðnaðinum. Umræð- urnar snerust þvi eðlilega um atvinnu- horfur byggingarstarfsmanna og kjaramál þeirra. —I upphafi stjórnarferils síns lofaði nú- verandi ríkisstjórn að trvggja næga at- vinnu handa öllum vinnufúsum höndum. Það verður að segjast eins og er að heldur lítið hefur farið fyrir þvt loforði hvað okkur áhrærir. —Ef undan eru skilin árin 1968—70, þá hefur ekki á síðustu áratugum skapazt slíkt öngþveiti í atvinnumálum byggingar- iðnaðarins sem nú, og var síðast liðinn vetur vægast sagt ömurlegur. —Verði ekki nú þogar gripið til rót- tækra aðgerða við fjármögnun byggingar- iðnaðarins og tekin upp samræmd stefna í lóðaúthlutunum, þá er fyrirsjáanlegt stórfellt atvinnule.vsi næsta vetur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir verka- fólk og þjóðina alla. —Það fer ekki á milli mála að þessi vandi er að mestu leyti heimatilbúinn, það er að segja stjórnunarlegs eðlis og því vanhugsuð árás á launþega. Lágmarks- krafa er að stjórm tidur lóðaúthlutunar og fjármagns sýni skilning á þessu mikla vandamáli byggingariðnaðarins. —Það hlýtur því að vera krafa okkar í dag að þarna verðí breytt um stefnu, að aukið verði fjármagn tíl byggingariðnað- arins og að landsmönrium sé ekki mismun- að þar stórlega eins nú á sér stað, og að byggingarhæfum lóðum séúthlutað á þeim tíma að hægt sé <ið hefja fram- kvæmdir að vori. Með því einu móti fáum við sigrazt á atviimuleysinu. —Frá þvi 1. maí í fyrra hafa múrarar þurft að ganga þrisvar til samninga og er það ljós vottur þess iivaða ástand ríkir í efnahagsmálum okkar Islendinga í dag. Einkenni þessara samninga allra var varn- arbarátta, og einkenndist hún mjög af þeim gegndarlausa og ódrengilega áróðri sem haldið hefur verið uppi í fjölmiðlum landsins gegn ákvæðisvinnumönnum í byggingariðnaði nú áundanförnum árum. Svo mjög hefur kveðið að þessum áróðri að jafnvel sumir af forystumönnum þjóð- arinnar hafa lagt honum lið í ræðu og riti, og talið hann heilagan sannleik. —Verst er þó að verkalýðshreyfingin skuli láta hafa sig út í innbyrðis deilur vegna kjaramála, oftast af vanþekkingu aðila á störfum og kjörum annarra stétta, og hefur kveðið svo rammt að þessu, að atvinnurekendum hafa verið settir kostir af sumum úr forystusveit launþegasam- takanna og reynt að þröngva þeim til að semja ekki við einstaka hópa innan verka- lýðshreyfingarinnar. I krafti stærðar sam- taka sinna misnota þeir vald sitt til þess að níðast á öðrum sem minna mega sín. —Slík vinnubrögð eru einkennandi fyr- ir þá menn sem ekki eru starfi sínu vaxnir og eru löngu slitnir úr tengslum við hinn almenna launþega, sem þeir eru þó að reyna að semja fyrir. Ætti engan þó að undra það, þar sem verkalýðsmál eru hjá- verk þeirra og notuð sem stökkpallur til að brölta upp á stjórnmálahimininn. Er þá neytt allra bragða, jafnvel er verkafólki att út í ótímabær verkföll að geðþótta. —Alþýðusamband Islands varð 60 ára á þessu ári. Ömurlegt er til þess að vita að sökum innbyrðis sundrungar hriktir í stoðum alþýðusamtakanna og hálfgert upplausnarástand er þar ríkjandi. —Övíst er t.d. hvaða félög það eru sem fá að sitja 33. alþýðusambandsþing, sem haldið verður á hausti komanda, þar sem allmörgum félögum innan þess hefur ver- ið mismunað svo mjög í skattgreiðslum, að sum þeirra geta engan veginn sætt sig við það og greiða því ekki þann aukaskatt sem á þau er lagður, og hafa því ekki rétt til þingsetu. —Ennfremur fást ekki afgreiddar aðild- arumsóknir stéttarsamtaka að ASl og er mér minnisstæð umsókn Múrarasam- bands íslands, sem legið hefur á þriðja ár hjá skipulagsnefnd ASI óafgreidd. —Ef ekki verður um verulega stefnu- breytingu alþýðusambandsforystunnar að ræða, er hætta á að fylkingarnar riðlist og verður þá ekki aftur snúið. —Það er ósk mín til launþega þessa lands á þessum hátíðisdegi þeirra, að for- ystumönnum alþýðusamtakanna takist betur, hér eftir en hingað til, að skapa einingu innan verkalýðshre.vfingarinnar því að hún er forsenda góðs árangurs í baráttunni fyrir bættum kjörum. —Með góðum vilja og virðingu hver fyrir annars skoðunum ætti það að takast alþýðusamtökunum til heilla. Ilersir Oddsson, 1. varaformaðiir BSRB: Skylt að þakka það sem vel er gert Ég vil í upphafi hverfa aftur í tímann um eitt ár, en þá var haft eftir mér á þessum vettvangi, „að ég leyfði mér að vona að þeir sem nú sitja við síjórnvölinn skoði hug sinn gaumgæfilega og gangi til móts við óskir opinberra starfsmanna og efni þau loforð um fullan samningsrétt til handa starfs- fólki sínu, sem eitt sinn voru gefin, en fyrrverandi ríkisstjórn entist ekki tími til að efna.“ Það er mér skylt að þakka, sem vel er gert, en eins og flestum er kunnugt þá hefur náðst samkomulag milli fjármála- ráðherra og BSRB um drög að tak- mörkuðum verkfallsrétti opinberra starfs- manna sem væntanlega verður á næstu dögum flutt sem frumvarp að lögum á alþingi. Frumvarp þetta, verði það að lög- um, mun marka tímamót í sögu opinberra starfsmanna, þar er um að ræða mörg athyglisverð atriði sem eru nýmæli í sam- skiptum launþega og atvinnurekenda. Hér yrði of langt mál að rekja einstaka þætti þeirra draga sem fyrir liggja en þó vil ég benda þeim á sem áhuga hafa á þessum málum að kynna sér ákvæði draganna um boðun og framkvæmd hugsanlegra verkfalla, en þar er gert ráð fyrir allsherjaratkvæðagreiðslu meðal starfsmanna og strangar kröfur settar um þátttöku í atkvæðagreiðslunni til að heimilt sé að hefja vinnustöðvun. Með þessu fyrirkomulagi þar sem a.m.k. 50% af starfsmönnum á kjörskrá verða að taka afstöðu til framkominnar sáttatillögu er reynt að tryggja að vilji starfsmannanna sjálfra verði ráðandi. Það er engum ljósara en opinberum starfsmönnum sjálfum hversu þýðingarmikil störf þeir inna af hendi og meðal annars þess vegna hafa þeir fallist á, í drögunum, að tryggja nauðsyn- lega öryggisgæslu og heilsugæslu þrátt fyrir hugsanlega vinnustöðvun. Nú er svo, að mati margra, að verkföll séu engum til góðs og er mér ljúft að telja mig meðal þeirra, er það von mín að í framtíðinni megi takast að leysa kjaradeil- ur með friðsamlegri hætti en hingað til. Við erum fámenn þjóð í tiltölulega harð- býlu landi og getum ekki eytt kröftum okkar i innbyrðis deilur, vinna þarf að auknum skilningi milli vinnuveitenda og launþega við gerð kjarasamninga, tilbúinn stéttarígur og gamlir „frasar“ eins og „kúgun og arðrán auðvaldsins á al- þýðunni'* hljóta að heyta fortiðinni til. Við búum við tiltölulega góð lífskjör laus við þá fátækt sem margar þjóðir eiga við að stríða, njótum mikils persónufrelsis og ein- staklingurinn fær að njóta sín, þetta eru allt hornsteinar sem okkur ber að varð- veita. Sjálfstæði og virðing svo fámennrar þjóðar sem okkar byggist á framlagi hvers einstaklings. Okkur ber því að vinna ein- huga að viðgangi íslensks atvinnulifs, efla íslenskan iðnað og styrkja bræðralag við þær þjóðir sem eru okkur vinveittar og skyldar. Að mörgum öðrum atriðum væri gaman að víkja, en í lokin vil ég leggja fram þá ósk mína að okkur takist sem best að skipta sem réttlátast þeim hluta sem til skiptanna er og á ég þar jafnt við öflun teknanna sem og greiðslu skatta og skyldna í hlutfalli við raunverulegar tekjur, en það er ekki hvað síst hagsmunamál opinberra starfsmanna. „Furðulegt að ekki skuli vera lögð meiri áherzla á verkmenntun’’ — segir Gunnar Bachmann, vara- formadur Rafiðnadar- 0 sambands Islands — Starf okkar hefur að undanförnu, fyrir utan launa- og kjaramál, snúizt tölu- vert mikið um menntunarmál rafiðnaðar- manna, sagði Gunnar Bachmann varafor- maður Rafiðnaðarsambands Islands þegar Morgunblaðið ræddi við hann. — Hvað menntunarmálin varðar höfum við rekið okkur á þá staðreynd, að verk- menntun er miklu lægra skrifuð en bókleg menntun í menntakerfi landsins, og þangað fer líka miklu meira fjármagn. Við leggjum nú mikla áherzlu á eftir- menntun rafvirkja, en því miður hefur það mætt fremur litlum skilningi, nema hvað við höfum fengið aðstoð frá iðnaðarráðu- neytinu og fjárveitingarvaldinu. Aðrar iðn- greinar hafa enn sem komið er farið lítið út í eftirmenntunina, en það verður lika að viðurkennast að okkar framtak er gert af vanefnum. — Þarf að auka framlög til verkmennt- unar mikið frá því sem nú er? — Já, og það er dálitið furðulegt, að ekki skuli vera lögð meiri áherzla á verkmennt- un hér á landi. Hjá tækniþróuðum þjóðum er lögð gifurleg áherzla á verkmenntun, sem síðan leiðir til betri kjara, ekki bara hjá þeim sem að viðkomandi grein vinna, heldur hjá öllum almenningi. — I síðustu kjarasamningum var gerð krafa um brot úr prósentu í sameiginlegan menntunar- og fræðslusjóð á vegum launa- fólks. Þessi krafa náði ekki fram að ganga og sýnir hve lítill skilningur er á þessu mikilvæga máli. Þá eru allar líkur á að frumvarp það sem nú liggur fyrir alþingi um ný iðnfræðslulög dragi þar up.p i vetur. Þetta frumvarp var samið af sérstakri nefnd, er skipuð var fyrir þremur árum og var frumvarpinu skilað tilbúnu í í vetur. Það er mjög áríðandi að þetta frumvarp nái fram að ganga í vetur, en fæst bendir til að svo verði. — Hvert er helzta baráttumál ykkar næstu mánuði? — Það stærsta er að ná upp kauymætti launa á ný til þess, að menn eigi fyrir salti í grautinn og geti snúið sér að öðrum verkefnum á ný. Atvinnuástand hjá raf- iðnaðarmönnum er ekki mjög slæmt, en við höfum áhyggjur af hve mikið hefur dregið úr byggingariðnaðinum, þar sem stór hluti okkar manna vinnur þar. Á hinn bóginn er framundan mikil vinna við virkjunarfram- kvæmdir í Sigöldu og Kröflu en spursmál er hve lengi sú vinna endist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.