Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAl 1976 35 Sjötugur 2. maí: r’ Ragnar Olafsson hrl. Fagran júnídag árið 1909 fyrir nærri 67 árum var hópur manna staddur á hlaðinu i Lindarbæ í Holtum. Var mikið um að vera, þvi að verið var að setja saman fyrstu sláttuvélina, sem pöntuð hafði verið til notkunar í Safa'- mýri, stærsta starengi landsins, sem gaf af sér allt að 40.000 kapla á sumri. Þrír bændur i Vetleifsholts- hverfi.Ólafur Ólafsson i Lindar- bæ, Ólafur Erlendsson í Tarti og Vilhjálmur Hildibrandsson í ’vet- leifsholti höfðu pantað vélina í sameiningu með milligöngu Jóns Jónatanssonar, búfræðings. Sláttuvélin var dregin af tveim hestum. Eigendurnir þrír og synir þeirra eldri og yngri voru í þess- um áhugasama og glaðværa hóp. Yngstur var Ragnar 3ja ára, yngsti sonur Ólafs búfræðings í Lindarbæ, sem ættaður var frá Lundum í Stafholtstungum, og konu hans, Margrétar Þórðardótt- ur, alþingismanns Guðmunds- sonar í Hala i Háfshverfi. Sjálfur var ég fjögurra ára og naut þess að vera í sveit hjá Ólafi i Lindar- bæ, ömmubróður minum. Á þessum slóðum var nýi tíminn að ganga í garð, þótt i smáum stíl væri. Ekki minnist ég þess að hafa gert mér fulla grein fyrir þessum merkisviðburði í öndverðu. Hitt finnst mér merki- legra eftir á, að mynd af því, sem þarna fór fram greyptist i huga minn og ég skyldi síðar í lífinu eiga samleið með mörgum þeim sem þarna voru. Nefni ég Ragnar Ólafsson fremstan í flokki, bræður hans, Ásgeir heitinn, Ólaf og Þórð, svo og Olgeir bílaeftir- litsmann og Ingvar Vilhjálms- syni, en Ingvar kvæntist síðar Ás- laugu Jónsdóttur frá Hjarðar- holti, frænku okkar Ragnars, og þá bræður Guðna heitinn, er fórst með togaranum Ólafi i nóvember 1938 á Halamiðum og Erlend Ólafssyni frá Parti, sem um ára- tugi var bátsmaður á strandferða- skipunum, faðir Guðrúnar Er- lendsdóttur, lögfræðings. tveggja dætra og tveggja sona. Barnabörn þeirra eru nú 9 tals- ins. Fyrir hönd vina, ættingja og tengdafólks óska ég Ragnari og frú Kristínu allra heilla á þessum tímamótum. Sveinn Benediktsson Kvenfélagskaffi og kirkj bygging í Breiðholti Innan skamms er vonast til að hafist verði handa við kirkjubygg- ingu í Breiðholtsprestakalli. Reyndar er undirbúningurinn löngu hafinn og í fullum gangi, en fyrstu skrefin til slíkra stórfram- kvæmda eru tafsöm og mörg og skilja lítil spor eftir, sem sýnileg verða, fyrr en þá síðar meir. Safn- aðarstarf án húsnæðis er lamað starf. Ljós er því hin brýna þörf að byggja sem fyrst hús til starfs- ins. Hitt virðist sumum hulið, sem vel mætti þó ljóst vera, að enginn kostar byggingu kirkna eða safn- aðarheimila í landi hér nema ibú- ar sóknanna sjálfir. En þau fjár- hagslegu stórátök heyra til afreka á okkar verðbólgutímum, svo sem mörg dæmi sanna. Hvað sem því líður, þá er víst, að verkið skal takast, þegar marg- ir leggjast á eitt og áhugi er nóg- ur. En í slíkum átökum reynast konur einatt drýgstar — sumir hópar reykvískra kvenna safna milljónum árlega til kirkna sinna og safnaðarstarfs. Og nú er röðirr komin að Breiðholtssöfnuði. Sunnudaginn 2. maí hafa kven- félagskonur í Kvenfélagi Breið- holts kaffisölu í húsakynnum Breiðholtsskóla, og allt fé, sem þar áskotnast, mun ganga óskipt til kirkjubyggingarinnar, sem í vændum er. Við væntum þess, að hverfisbúar sem og aðrir Reyk- víkingar ljái góðu máli lið sitt og- hressi sig um leið á góðum kaffi- sopa og gómsætum kökum. Verið velkomin f Breiðholts- skóla á sunnudaginn. Kaffisala kvenfélagsins hefst kl. 3 sfðdegis. Hafi konur þökk fyrir fram- takið og kaffigestir fyrir tillag sitt i sjóðinn. Um málefnið þarf enginn að vera í vafa. Lárus Halldórsson. Ragnar hefur átt sæti í banka- ráði Seðlabanka íslands tvö kjör- tímabil, árin 1969—1972 og endurkjörinn 1973 til ársloka 1976. Er hann formaður banka- ráðsins siðara tímabilið. Hann hefur gegnt fjölda trún- aðarstarfa og er gagnkunnugur atvinnuvegum landsmanna. Á ferðalögum sfnum hefur hann haft kynni af mýmörgu fólki og skilur manna bezt hvar skórinn kreppir og að íslendingar verði að sníða sér stakk eftir vexti, velja og hafnaþvíekkiséunnttil lang- frama að eyða rneira en aflað er, án þess ^ð kollsigla þjóðarskút- unni. Hann hefur jafnan séð kost og löst á hverjum hlut og er því raunsæismaður, sem ekki lætur óskhyggju eða fagurgala hlaupa með sig í gönur. Þetta veganesti hefur dugað honum vel um ævina. Tel ég víst, að það endist honum til leiðarloka. Ragnar er kvæntur Kristínu Hinriksdóttur, frænku sinni, Vestur-íslendingi. Hefur þeim orðið fjögurra barna auðið, Ólafur Ólafsson, hreppstjóri í Lindarbæ, faðir Ragnars, var bú- fræðingur frá búnðarskólanum að Stend í Noregi og einnig frá búnaðarháskólanum i Kaup- mannahöfn. Hann kenndi smjör- og ostagerð og ræsti fram Safa- mýri með mýraskurðinum mikla, sem hann mældi fyrir. Áður hafði verið illfært um mýrina vegna mikils vatnsaga, Við nám sitt hafði Ólafur notið fyrirgreiðslu Jóns Sigurðssonar forseta sem margir aðrir íslenzkir námsmenn. Ólafur var kjörinn endurskoðandi Sláturfélags Suðurlands frá upp- hafi og endurkjörinn á fjórða tug ára. Við Ragnar urðum stúdentar 1926 og minnumst því 50 ára stúdentsafmælis nú í vor. Ragnar lauk prófi í lögfræði við Háskóla íslands 1931 og stundaði framhaldsnám í Svíþjóð og Eng- landi og sfðar í Bandaríkjunum. Hæstaréttarlömaður varð hann 1944. Hann stofnaði málflutnings og endurskoðunarskrifstofu Reykjavík 1940 með Ólaf Jóhannessyni, síðar forsætisráð herra, og ráku þeir hana saman 1940—1942. Síðan hefur Ragnar rekið skrifstofuna fyrir eigin reikning. Hann er löggiltur endurskoðandi. Og starfaði viðs- vegar um land að endurskoðunar- störfum hjá kaupfélögunum á vegum SÍS á fyrri árum. Ragnar er formaður stjórnar Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis (KRON) frá 1952 og síðar og i stjórn SIS frá 1968. Hann átti sæti í yfirskattanefnd Reykjavíkur 1936—1947 og for- maður nefndarinnar nokkur ár. Ragnar hefur átt sæti i Lands- kjörstjórn og ótal nefndum, sem of langt yrði upp að telja. bílasýnring / dag og á morgun kl. 2-6 sýnum við nýjustu FIA T bílana sem allir vilja eignast í sýningarsal okkar við Síðumúla 35. VIÐ SÝNUM EFTIRTALDA BÍLA: 126 127 Special 127 Beriina 128 Special 128Berlina 131Special 131 Special Station 132 1800 GLS FIAT EINKAUVBOÐ A ISLANOI Lancia Beta 1800 Davíd Sigurðsson hf, SiOUMULA 35. SIMAR 38845 — 38888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.