Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1 MAl 1976 47 Jóhann Þórir Jónsson, Kristinn Hallsson, Guðrún A. Sfmonar og Jón Sigurbjörnsson en þau sjá um hljómleikana á mánudag. Hljómleikar til Bjarna Bjarnason og Á mánudag, 3. maí, verða haldnir í Austurbæjarbíói hljómleikar til minningar um hjónir Bjarna Bjarnason lækni og Regínu Þórðardóttur leik- konu. Umsjón með hljómleik- unum hafa Jón Sigurbjörnsson, Guðrún Á. Símonar, Kristinn Hallsson og Jóhann Þórir Jóns- son. Margt frægra hljómlistar- manna kemur fram á hljóm- leikum þessum en ágóðinn mun renna til krabbameinsfélag- anna. í hljómleikaskrá segir að störf Bjarna Bjarnasonar að söngmálum endurspeglist i að- sókninni að Carmen, sem slegið minnmgar um Regínu Þórðardóttur hefur algert met hér á landi. íslenzkt söngfólk stendur í mik- illi þakkarskuld við Bjarna og því hafa söngvarar í Carmen ásamt nokkrum helztu máttar- stólpum íslenzks óperusöngs efnt til þessara hljómieika, þar sem ágóðinn rennur til krabba- meinsféiaganna í þágu málefna sem þessi hjón báru svo mjög fyrir brjósti. Einnig segir um Regínu Þórð- ardóttur, eiginkonu Bjarna, að hún hafi stutt mann sinn með ráðum og dáð í starfi hans fyrir listamálum og öðrum hugsjóna- málum hans. í róður Björg Isaksdóttir á sýningu sinni I Bogasal sem opnuð verður I dag. Björg ísaksdóttir sýnir í Bogasal I DAG, 1. maí, opnar Björg ísaksdóttir sýningu i Bogasal Listasafns Islands. Þetta er önnur einkasýning Bjargar, en hún hélt sína fyrstu einkasýn- ingu á Mokka 1974. Á sýningunni i Bogasal eru 26 málverk unnin í olíu, tvær vatnslitamyndir og tvær mynd- ur unnar úr plast-emaleringu. Þá sýnir Björg einnig 5 rfiódel- stúdíur og einn tré sculptur. Björg hefur stundað nám í Myndlistaskólanum á Freyju- götu bæði i málara- og högg- myndalist. Þá er hún einn af stofnendum Myndlistarklúbbs Seltjarnarness og hefur tekið þátt í öllum sýningum hans. Sýning Bjargar í Bogasal verður opin daglega frá kl. 14—22 fram til 9. maí. Framhald af bls. 13 lands. Klukkan var nú orðin 18.30 og Magnús búinn að vera í brúnni frá því kl. 3 um morgun- inn eða 15!4 klukkustund og því má segja að menn eins og hann vinni vel fyrir kaupinu sinu, þó ekki sé meira sagt. Það er þreytandi að standa í brúnni í marga klukkutíma í einu án þess að taka sér hvíld. En þetta er svona á hverjum degi og oftast erfiðara en þegar Mbl. menn fóru í veiðferðina. Það sama má segja um strákana á dekkinu. Þeir standa við úr- greiðsluborðið, eða þá leggja niður korkinn og seininn frá því 6 — 7 á morgnana fram undir kvöldmat. Það þarf því engan að undra að sjómanns- starfið sé talið erfitt miðað við störf í landi — ekki sízt þegar kaup manna er haft í huga. — Þ.Ó. — Humar Framhald af bls. 48 slæm enn, eins og Eldeyjarsvæðið og takmarkaði það þann kvóta er ákveðinn hefði verið. Hann sagði, að humarstofninn ætti að geta gefið af sér 3500 lestir á ári í framtiðinni. Dálítið erfitt væri að segja hvenær óhætt væri að veiða það magn, það færi mikið eftir því hve mikið væri tekið af smáum humri i sumar, en þó gæti verið að óhætt yrði að veiða 3500 lestir á næsta ári. Árin 1970 og 1971 veiddu Is- lendingar yfir 4000 lestir af humri, en eftir það var farið að friða stofninn og hefur það borið mjög góðan árangur. — Norðursjórinn Framhald af bls. 48 að senda skip sín í Norðursjó. Þá var samþykkt að þessum 12.200 tonna kvóta yrði skipt jafnt á milli þeirra skipa er sæktu um leyfi. Ennfremur að yrði eitthvað ónotað af þessum kvóta eftir 15. október væri öllum leyfishöfum frjálst að veiða af honum á meðan hann entist. Þá sagði Kristján, að menn hefðu verið sammála um að reyna að dreifa veiðunum, sem mest, þannig að fá skip yrðu við veiðar hverju sinni en með því væri hægt að tryggja hæsta mögulegt verð. Utgerð- armenn sendu tillögur sfnar til sj ávarútvegsráðherra. — Veruleg hækkun Framhald af bls. 48 undanskildum karfaflökum, hækkaði ekki í þetta sinn, — enda lækkaði hann ekki á sínum tima, þegar annar fiskur hrapaði í verði, heldur hélst í horfi. Roð- laus karfaflök hækkuðu nú í 5 punda umbúðum í 75.2 cent pund- ið og með roði í 74.4 cent og er hér pm verulegar hækkanir að ræða. VEGNA vfirlýsingar frá stjórn Vængja h/f I Morgunblaðinu 29. apríl s.l. óska flugmenn félagsiný að koma eftirfarandi á framfæri: Flugmenn Vængja h/f höfðu ekki í reynd fallið frá þeirri kröfu að samið yrði við þá sem meðlimi í Félagi íslenskra atvinnúflug- manna heldur lögðu þeir fram drög að samningi sem skyldi skoð- ast sem bráðabirgðasamkomulag og endurskoðast um næstu ára- mót með tilliti til aðildar flug- mannanna að FlA eins og skýrt stendur í lokaorðum þess samn- ingsuppkasts, (uppkasti því var dreift á allar fréttastofur). Þessari kröfu hafnaði stjórnin. Eðvarð Árnason hafði ekkert umboð stjórnar Vængja h/f til að annast samningaumleitanir við flugmenn félagsins. S.l. mánudag tjáði hann okkur að hann hefði áhuga á að gera könnun á því hvað raunverulega bæri í milli í þessari deilu sem „hlutlaus aðili“, félagi og starfsmaður Hreins Haukssonar stjórnarformanns í Vængjum h/f. og féllumst við á það. Voru þessi mál síðan rædd vítt og breitt. Viðar Hjálmtýsson formaður samninganefndar flugmanna Vængja h/f tók það skýrt fram við Eðvarð Árnason að hér væri ekki um neinar samningavið- ræður að ræða. Við mótmælum harðlega að hafa hlaupist frá samningum á siðustu stundu eins og stjórn Vængja h/f fullyrðir. Eðvarð Arnason hringdi til Ömars Ólafssonar kl. 21.20 á Mánudagsmyndin: Rauðskeggur eftir Kurosawa MYNDIR eftir japanska snill- inginn Akira Kurosawa hafa nokkrum sinnum verið sýndar hér á landi — í Háskólabíói — og nú gefst bíógestum tækifæri til að sjá þá mynd, sem talin er tákna lok frjósamasta skeiðsins á ferli hans. Mynd þessi, sem heitir „Rauð- skeggur" er gerð 1965, en þá hafði Kurosawa gert 24 myndir á tima- bilinu frá 1943, þegar hann hlaut endanlega viðurkenningu. Eftir að Rauðskeggur var sendur á markað komu að vísu fleiri myndir frá snillingnum, en önnur þeirra — Dodeska — den — vakti grun um, að hann hefði alls ekki lokið henni sjálfur. „Rauðskeggur" hefst á því, að sýnd er mynd af aðalpersónu myndarinnar, ungum lækni, sem vonast til að verða senn læknir höfðingja nokkurs — shoguns — og hann kemur í sjúkrahús, þar sem hann ætlar sér alls ekki að ílengjast. Honum er þó tilkynnt, að hans hafi lengi verið vænzt, og það verður úr, að hann dvelst þar áfram. Og dvöl hans reynist áhrifameiri en nokkurn grunar. Yfirmaður sjúkrahússins er „Rauðskeggur", sem hinn ungi læknir sér bráðlega, að er óvenju- legur maður að ekki sé meira sagt, og hann kann jafnan ráð við öllu, sem fyrir kemur á stofnun eins spítala. Hér eru ekki tök á að rekja þráð myndarinnar, en hún ber alla helztu kosti meistarans — m.a. hvernig hann notast við tvær myndavélar og skiptir á milli þeirra, til þess að atvik sjáist frá mismunandi sjónarhorni. Hann leggur líka mikla áherzlu á augna- ráð persónanna og er t.d. fróðlegt að sjá í þessari mynd, hvernig augnaráð læknisins unga sýnir í fyrstu óvild á Rauðskegg, en breytist síðan í undrun, sem snýst svo aftur upp í aðdáun. Fleira mætti til tína, sem Kurosawa tem- ur sér við kvikmyndagerð og tryggði honum snillingsheitið. Það er einn frægasti leikari Japana, Toshiro Mifune, sem leikur Rauðskegg, en lækninn unga leikur Yuzo Kayama og helzta kvenhlutverkið leikur Reiko Dan. mánudagskvöld og sagði honum að stjórnarformaður, Hreinn Hauksson, hefði samþykkt eitt- hvert uppkast sem hann (Eðvarð) hafði samið útúr þeim viðræðum sem fram fóru þá fyrr um daginn. Óskaði hann eftir að Ómar kæmi þegar í stað og undirritaði bráðabirgðasamkomulag sem hann hafði þó ekkert umboð til. Ómar lofaði aldrei að koma, sagð- ist mundu reyna að ná sambandi við sína félaga og athuga málið. Það hefur alltaf verið alveg ljóst að aðalágreiningur stjórnar Vængja h/f og flugmanna félags- ins liggur í því hvort við þá sé samið sem aðila innan stéttar- félags flugmanna eða utan þess, það er ekki ágreiningur um laun sem hér strandar á heldur einfaldlega „prinsip atriði" að viðurkenna ekki FÍA SEM SAMNINGSAÐILA FLUG- MANNA Vængja h/f. Ef flugmenn semdu sem aðilar utan stéttarfélagsins yrði allt mjög óljóst um þeirra félagslega rétt svo sem lífeyrissjóð sem er þó einn af útgangspunktum málsins. Virðingarfyllst, f.h. flugmanna vængja h/f. Ómar Olafsson Viðar Hjálmtýsson. Skrugga sýnir LEIKFÉLAGIÐ Skrugga sýnir í kvöld að Vogalandi leikritið „Ég vil fá mér mann“ og er leikstjóri Erlingur Halldórsson leikari. Fé- lagssvæði leikfélagsins nær yfir Geiradals- og Reykhólahrepp. — Landhelgin Framhald af bls. 48 freigátur. Togararnir gátu lítið sem ekkert veitt í fyrradag og fyrrinótt og kvörtuðu skipstjórar þeirra undan miklu aflaleysi. í gærmorgun tóku verndar- skipin það til bragðs, að reyna að láta 1—2 togara veiða í einu og veita þeim góða vernd. En þetta gekk ekki of vel, því um kl. 10.30 i gærmorgun komst varðskipið Óðinn i gegnum varnarlinuna og náði að klippa á afturvír Kingston Pearl H-127. Þetta gerðist 17 milur suður af Hvalbak. Eftir klippinguna reyndi Euroman að sigla á varðskipið en tókst ekki. Fleiri dráttarbátar komu að Óðni, en hann slapp alltaf undan. Skömmu síðar flugu þyrlur freigátnanna mjög glæfralega yfir varðskipið Baldur og reyndu að hindra varðskipið í að nálgast togarahóp. Þetta gafst ekki vel, því Baldur slapp inn að togara, sem var á veiðum og náði til að klippa á báða togvíra Boston Kestrel FD-256 á svo til sama stað og Óðinn klippti á togvíra Kingston Pearl. Eftir áreksturinn reyndu Statesman, Lloydsman og freigátur að þrýsta sér að Baldri, en varðskipið slapp frá þeim. Síðan gerðist það Iitlu síðar að varðskipið Óðinn ætlaði að klippa á togvíra Artic Corsair H-320. Þegar Óðinn renndi sér aftur með síðu togarans, slógu togaramenn úr afturblökkinni og beygðu snöggt á stjórnborða að Óðni. Óð- inn gat ekki beygt frá, þar sem freigátan Mermaid og togari voru bakborðsmegin við hann, og því hætta á árekstri við þau skip. Artic Corsair gat því siglt á fullri ferð á stjórnborðshlið varðskips- ins. Varðskipið skemmdist nokkuð á 10 metra kafla. Rifnaði lunningin og 3 litil göt komu á varðskipið. Óðinn hélt þegar til Seyðisfjarðar og er vonast til að viðgerð ljúki þar í dag og skipið geti þá haldið á miðin á ný. Af togarunum er það að segja, að stefni hans flettist út og að sögn brezka flotamálaráðuneytis- ins kom 3 metra rifa á bóg skips- ins ofan sjólinu. I hvert skipti, sem togarinn stakk sér í öldu flæddi sjór niður i stafnhylki og keðjukassa. Viðgerðarflokkur var sendur frá freigátunni Galateu til að þétta gatið. Að því loknu átti togarinn að halda til Englands í fylgd annars togara eða dráttar- skips. Mike Smarrt fréttaritari Mbl. í Hull sagði í gær, að eigendur togarans hefðu gefið upp, að hann hefði farið frá Hull fyrir 7 dögum og því aðfeins verið 2—3 daga á veiðum. MEGRUNARLEIKFIMI Fyrir konur sem þurfa að léttast um 1 5| kg eða meira. Nýtt námskeið hefst 3. mai. Vigtun __I M æling — Gufa — Ljós — Kaffi. Sérstakt megrunarnudd. Innritun og upplýsingar i síma 832951 j alla virka daga kl. 1 3—22. t / AVll y Judódeild Armanns / Ármúla 32 Sundhettumar komnar einnig sólgleraugu 0g sóláburður Borgarapótek Álftamýri 2. Athugasemd frá flugmönnum Vængja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.