Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAI 1976 13 Áhöfnin á Bergþór við komuna til Sandgerðis, en í áhöfninni eru: Rafn Þorvaldsson, Svavar Kjartansson, Walter Lesley, Sverrir Víglundsson, Garðar Kjartansson, Jón Guðmundsson, Sigurjón Torfason, Hörður Magnússon, Rúnar Guðjónsson og Magnús Þórar- insson. 46 tonn í stærsta róðrinum Á meðan fimmta trossan var dregin eftir hádegi spurðum við Magnús hvað væri stærsti netaróður, sem hann hefði fengið. „Fyrir 2 árum fékk ég einu sinni 46 tonn f lögn, í fyrra fékk ég mest 36 tonn og 41 tonn fengum við einu sinni í vetur. Annars hef ég aldrei fengið neina risastóra róðra. Þetta hef- ur yfirleitt verið jafnt fiskiri. Mér gekk mjög vel á fyrsta bátnum, sem ég var með, Andra. Það var lítill trébátur og kom ég oft með hann fullan að landi, þannig að gangarnir voru fullir af fiski. Sá bátur fórst síðar í róðri, og með hon- um þrír menn. Ein trossan var skammt frá „togarastandnum" svokallaða en það er heljarmikill standur sem rís svo til lóðrétt skammt frá Eldey og er ekki nema nokkura faðma dýpi ofan á hann. Brezkur togari tók niðri og brotnaði á standnum i slæmu veðri fyrir nokkrum ár- um og var skipverjum bjargað um borð í varðskip. Að öllu jöfnu er allt í lagi að sigla yfir hann — en annars er sjólag mjög slæmt á þessum slóðum og í blíðunni á þriðjudag sáum við greinilega straumiðurnar. Nú var haldið í átt að „Hólnum“ en það er lítill hóll úti af Reykja- nesi, sem Magnús hefur alltaf átt trossur á. Þar hefur hann jafnan fiskað mikið s.l. 7 vertíð- ir, þar til nú og þannig var það líka á þriðjudag. Aflinn var sár- lítill. Á Hólnum voru nú tvær trossur, en oft hefur Magnús lagt þrjár trossur þar, en fleiri net er ekki hægt að leggja á þessum hól. Seinni trossan var látin óhreyfð, þar sem svo lítið var í þeirri fyrri. „Bezt að at- huga hana á morgun," sagði Magnús. — Þessu næst var haldið upp undir Kinnabergið. Þar var ein trossa I sjó og til að byrja með fékkst ágætur afli i hana, en er búið var að draga helminginn af netunum fékkst sáralítið. Þegar búið var að draga hana voru þær trossur, sem voru inni í bátnum, lagðar og að þvi loknu var haldið til Framhald á bls, 47 Þeim gula vippað innfvrir borðstokkinn — 1. maí ávarp Framhald af bls. 3 í landheigismálinu. Bresk herskip beita ofbeldi inn- an íslensku landhelginnar og ógna stöðugt lífi íslenskra sjó- manna, sem með hugprýði gegna störfum sínum á hafi úti við erfiðustu aðstæður. Reykvísk alþýða fordæmir harðlega ofbeldi breta og krefst þess, að þegar í stað verði hætt allri undanlátssemi við Nató- þjóðir. Jafnframt verði hótað úr- sögn úr hernaðarbandalaginu innan tiltekins tima, verði bretar ekki þegar út úr landhelginni með vígdreka sína. VI. Islensk verkalýðshreyfing tók í öndverðu mikinn og lifandi þátt í baráttu gegn alþjóðlegu arðráni, kúgun og hernaðarbandalögum. Nú þegar 25 ár eru liðin frá her- setu bandaríkjanna 1951, ber að herða enn róðurinn. íslensk verkalýðshreyfing má aldrei ýta alþjóðahyggjunni til hliðar, al- þjóðahyggja verkalýðsins er for- senda samstöðu og skilnings í bar- áttunni gegn hinu alþjóðlega auð- valdi og hervaldi. Nú búa milljónir alþýðumanna við réttleysi og skort. Verkalýðs- leiðtogar eru hnepptir í fjötra, mannréttindi eru fótum troðin, milljónir manna deyja árlega úr hungri og vannæringu. Lifi þjóðanna er ógnað með óhugnanlegasta vígbúnaði, sem gæti nægt til þess að tortíma öllu mannkyni á einu örskotsaugna- bliki. Reykvísk alþýða lýsir fyllstu andstöðu við vígbúnað og hernaðarbandalög og þá pólitík stðrveldanna að skipta heiminum milli sín í áhrifasvæði. Reykvísk alþýða fagnar þeim sigrum, sem verkalýðshreyfing heimsins hefur náð á síðustu ára- tugum og árum. Æ fleiri þjóðir brjóta af sér nýlendufjötrana, æ stærri hluti alþýðu heimsins hefur varpað af sér arðránsoki. Enn biða verkalýðshreyf- ingarinnar um allan heim risavax- in verkefni. Reykvísk alþýða fylkir liði með verkalýðs heimsins undir fánum þjóðfrelsis og alþýðuvalda, gegn kúgun og arðráni auðvaldsins. F.h. 1. maí-nefndar Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík, Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Gísli Sigurhansson, Helga Guð- mundsdóttir, Ragnar Geirdal, Sig- fús Björnsson. F.h. Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Haraldur Steinn Þórsson, Jónas Jónsson. F.h. Iðnnemasambands Islands, Jason Steinþórsson. — Verðlagsmál Framhald af bis. 2 hafði þessi stofnun ráðist í fram- kvæmdir, umfram eigið fjárhags- legt bolmagn, og nýtt til þess or- lofsfé, sem hún hafði undir hönd- um. Þetta orlofsfé þurfti að vera tiltækt þegar til útborgunar kom. Seðlabankinn lánaði stofnuninni 1000 m.kr. i þessu skyni, sem stofnunin þarf að greiða upp á tilteknu árabili. Umrædd gjald- skrárhækkun þótti óhjákvæmileg til að stofnunin gæti staðið við þær skuldbindingar. 0 — Búvara: Frá hausti til loka marzmán. sl. orsökuðu launaliðir í þessari framleiðslugrein hækkun, sem nam tæpum 70% á grund- vallarverði, en hækkun á fóður- bæti og öðrum aðföngum 30%. Éf mjólk er sérstaklega tekin út úr eru launaliðir orsök 30% hækkunar fóðurbætir 13% og niðurgreiðslulækkun úr rikissjóði 30%. Aðilum vinnumarkáðarins var kunnugt um þessa niður- greiðslulækkun. Hækkun á vinnslu- og dreifingarkostnaði varð nokkru meiri en reiknað var með, sömuleiðis hækkun á fóður- bæti, og kæmi þar fram mismun- ur á áætlaðri hækkun og raun- hækkun þessarar vöru. # — Forsætisráðherra harmaði, að fulltrúar ASÍ hefðu dregið sig út úr verðákvörðunarnefnd land- búnaðarvara. Hins vegar hefðu þeir nú tekið sæti í nefnd, sem hefði það hlutverk með höndum að fjalla um endurskoðun á verð- lagningarreglum landbúnaðarins. Þá sagði forsætisráðherra, að verðbólguvöxtur á árinu 1974 hefði orðið 53% og á árinu 1974 37%. Stefnt hefði verið að því verðlagsvöxtur yrði ekki meiri en 15—17% á árinu 1976, en sýnt væri nú að hann yrði 22—25%. Hins vegar væri nauðsynlegt að aðilar þjóðfélagsins eyddu tor- tryggni sín á milli í þessum efn- um og tækju höndum saman um, að hamla gegn verðbólguvexti og ná jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar á sem skemmstum tíma. Ræða forsætisráðherra sem var alllöng og itarleg verður að meginmáli birt hér í blaðinu eftir helgina. Færeyjaferó er oðruvisi Fjöldi víöförulla íslendinga, sem heimsótt hafa Færeyjar, feröast um eyjarnar og kynnst fólkinu, eru á einu máli um aö ferö til Færeyja sé öðruvísi en aörar utanlands- ferðir. Þeir eru lika á einu máli um aö Færeyjaferð sé ógleymanlegt ævintýri. Það sem gerir Færeyjaferö aö ævintýri, er hin mikla náttúrufegurð, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoðunarferðum um eyjarnar, og síöast en ekki síst hiö vingjarnlega viðmót fólks- ins. Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis, þá er þaö í Færeyjum. Færeyjaferð er skemmtileg fjölskylduferö, og hún er líkaog ekki síður tilvalin ferö fyrir starfshópa og félagasamtök. Og nú er i fyrsta sinn hægt aö fljúga til útlanda frá öðrum staö en suðvesturhorni landsins. Við fljúgum til Færeyja bæöi frá Reykjavík og Egilsstöðum. Færeyjaferö er ódýrasta utanlandsferð sem völ er á. FLUCFÉLAG L0FTLEIDIR /SLA/VDS Félög með beint flug frá Reykjavík og EgilsstöÓum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.