Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1976 37 Ólöf Jónsdóttir Minningarorð Fædd 27. maí 1893 Dáin 24. apríl 1976. Tengdamóðir mín Ólöf Jóns- dóttir Hverfisgötu 13b, lést að- faranótt 24. apríl s.l. Ólöf var fædd í Miðfirði, V- Húnavatnssýslu 27. maf 1893. Haustið 1924 giftist hún eftirlif- andi manni sínum Jóni Sigur- geirssyni. f.v. fulltrúa. Þeim hjón- um varð þriggja barna auðið: Bjarna Sævars, er lést 1963. en hann var giftur Huldu E. Jóns- dóttur. Erlu, sem gift er undirrit- uðum, og Baldurs sem giftur er Asdísi Ölafsdóttur. Einnig ólu þau upp elstu dóttur Baldurs, sem var þeirra sólargeisli. Ölöf var mikil atorkukona, sístarfandi fram á síðasta dag, enda umtöluð atorka hennar á yngri árum. Glaðværð hennar var sönn, greind og starfsvilji mikill en rósemi og geðstilling svo af bar þegar mest á reyndi. A Hverfisgötunní var oft gest- kvæmt og gott að vera þar gestur. Húsmóðirin var vanda sínum vax- in og naut sín vel sem veitandi. Hún var vinföst og trygglynd. Hún var hjálpsöm og mjög bón- góð.Trúkona var Ölöf, en flíkaði ekki fremur en öðru þvf, sem henni var mikilsvert. Eg ætla að Ölöfu hafi verið sú raunin þyngst, er hún þjáðist með ástkærum syni sinum í hans miklu og erfiðu veikindum og missti hann langt um aldur fram. Þegar þannig steudur á er mikils um vert að ráða yfir rósemi hugans og eiga þá arfleið, sem vaxið hefur af rótum góðleikans og nærst og vökvast af dögg kær- leikans rnesta. Eg trúi þvi að Ólöf hafi nú fundið Guð sinn. Með lífi sínu hjáipaði hún öðrum á Ieið, og með Guði sínum heldur hún því starfi áfram. Blessuð sé minning hennar. Þorvaldur Ó. Karlsson. Guðný Jónasdóttir Naustakoti - Minning Fædd 24. júní 1893. Dáin 23. apríl 1976. I KKK AR llfdaKasól. LönK <*r orrtin mfn ft*rrt. Fauk í faranda skjól, f(*KÍn h\ íldinni vorð. (»ud minn, Mofðu þinn frirt, ííloddu' »k hlossaðu |>á. som að liif'ðu mór lið. Ljósið kvoiklu mí*r hjá. (Ilordfs Andrósdóllir.) I dag er lögð til hinstu hvílu að Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd Guðný Jónasdóttir húsfreyja að Naustakoti þar i sveit. Hún lést í sjúkrahúsi Hafnar- fjarðar eftir nokkra legu þar. Guðný Jónasdóttir var fædd að Skáldabúðum í Gnúpverjahreppi á Jónsmessu 1893. Foreldrar hennar voru Guðrið- ur Guðmundsdóttir og Jónas Jónsson, bæði ættuð úr Arnes- sýslu. Guðríður og Jónas eignuðust 12 börn, en aðeins 5 náðu fullorðins- aldri. og kveður Guðný siðust þeirra. Þau voru Guðný og Sólveig, búsettar á Vatnsleysuströnd, Kristín í Keflavík, Jón bóndi í Biskupstungum og Þórður bóndi á Störu-Vatnsleysu. I jarðskjálftanum 1896 hrundi bærinn í Skáldabúðum, og var þá börnunum komið f.vrir. Fór Guðný að Galtafelli og var þar í nokkur ár. Henni var ævinlega hlýtt til fólksins þar. Sérstaka tryggð tók hún við nöfnu sína, Guðnýju frá Galta- felli, og hélst sú vinátta meðan báðar lifðu. Siðan lá leið Guðnýjar til Reykjavíkur, og síðar suður á Vatnsle.vsuströnd. Sólveig systir hennar hafði farið þangað áður. þar giftust þær báðar. Guðný gekk að eiga Gísla Eiríksson, sem bjó að Naustakoti. Brúðkaup þeirra varð 12. janúar 1918. Gísli var fæddur og uppalinn á Vatnsleysuströnd, foreldrar hans voru Eiríkur ívarsson og Elín Tómasdóttir Zoega. Guðný og Gísli bjuggu í Nauta- koti á fimmta áratug. Gísli stundaði búskap og sjóinn að þeirra tima hætti. Þau voru samhent og þeim búnaðist vel. Þau voru hæglát í daglegri umgengni og létu ekki mikið yfir sér. Gísli var glaður og kátur i vinahópi, hafði vndi af söng og spilum. Þeim leið vel i Naustakoti. Gísli og Guðný eignuðust 6 börn. einn son misstu þau 8 ára gamlan árið 1940, hann hét Gísli Oskar. Hin eru Elinbjörg á Vatns- leysuströnd, Eiríkur Jónas, brúar- vcrkstjóri. búsettur í Kópavogi. Guðríður og llrefna, húsfreyjur í Kópavogi, og Lóa Guðrún hús- freyja á Akranesi. Einnig ólu þau upp tvær dótturdætur sínar, Sólveigu og Osk, báðar giftar kon- ur. Þegar árin fóru að færast yfir og þau gátu ekki búið lengur fluttu þau til Kópavogs til barna sinna og voru til heimilis hjá Jónasi syni sínum og Þorgerði konu hans. Þeim leið vel í skjóli þeirra. Þau áttu miklu barnaláni að fagna, sem allt vildu fyrir þau gera. Gisli andaðist í janúar 1971. Þegar ég nú skrifa hér nokkur fátækleg minningarorð um Guðnýju móðursystur rnína, hrannast upp minningar liðinna ára úr litla hverfinu okkar, þegar við vorum litlar stelpur heima hjá móður okkar í Suðurkoti. Það var sutt á milli bæjanna, mikill sam- gangur á milli, og lékum við frændsystkinin okkur mikið saman og allir krakkarnir i hverfinu. Þeim fer nú óðum fækkandi fullorðna fólkinu i hverfinu. sem var þar á okkar æskudögum. Guð blessi það allt bæði lífs og liðið. Þetta er gangurinn í lífinu en minningarnar lifa hvort sem þær eru ljúfar eða sárar. Við systur kveðjum Guðnýju frænku okkar með innilegri þökk fyrir liðna tíð, allt frá okkar æskudögum heima, til þessa dags. Guðný kvaddi þetta líf um sumarmál. Jónsmessubarn var hún fædd, það er táknrænt. Heið- ríkja var yfir öllu hennar lifi. Hún elskaði blómin og gróandann. Við vottum börnum hennar og skylduliði öllu, okkar dýpstu samúð. Blessuð veri minning Guðnýjar og Gisla frá Naustakoti. I.B. Olöf var elzt fjögra systkina, barna þeirra sæmdarhjóna, Elísa- betar Benónýsdóttur og Jóns Jönssonar, er lengi bjuggu snotru búi í Fosskoti, fremsta bæ í Núps- dal í Miðfirði. í næsta nágrenni við hina vötnum prýddu Tvídægru. Jón bróðir Ölafar er nýlega látinn, en yngsta systirin, Guðrún og Ragnhildur, fyrrum húsfreyja í Núpsdalstungu, kona Ólafs Björnssonar bónda þar, eru á lífi og búsett í Reykjavík en Guðrún i Hafnarfirði. Ólöf giftist 1924 eftirlifandi eig- inmanni sínum, Jóni Sigurgeirs- syni og bjuggu þau alla tíð í Hafn- arfirði þar sem Jón gegndi ýmsum störfum, var m.a. útsölu- stjóri Áfengisverzlunarinnar þar, einnig bókavörður við bæjarbóka- safnið og síðast fulltrúi á skatt- stofu Hafnarfjarðar. Attu þau hjón einkar fallegt heimili, lengst af að Hverfisgötu 13 B i hlýlegu og gróðurríku umhverfi, eins og svo viða er i Hafnarfirði. Þeim hjónum várð þriggja barna auðið, og var Bjarni Sævar þeirra elztur. látinn fyrir nokkrum árum, giftur Huldu Jónsdóttur. Þá Baldur. giftur Asdísi Olafsdóttur og Erla gift Þorvaldi Ö. Karlssyni. Auk þess ólu þau hjónin Ólöf og Jón, upp elztu dóttur Baldurs, Sig- rúnu, sem nú er liðlega tvítug, gift Brynjólfi Hólm Asþórssyni, Minna-Knararnesi á Vatnsleysu- strönd. Ung að árum lærði ölöf fata- saum, sneið og saumaði bæði á karla og konur. Kom sú kunnátta sér einkar vel. er ntaður hennar missti heilsuna og var með öllu óvinnufær um þriggja ára skeið fvrir 1930, svo hún varð að öllu leyti að sjá heimilinu farborða og var það ekki létt verk. því engra naut þá trygginga eða annarrar fyrirgreiðslu, sem nú þ.vkir sjálf- sagt í slíkum tilfellum. — Og jafn- an lagði hún sitt af mörkum til að drýgja tekjurnar, eftir þvi sem tóm gafst til frá heimilisstörfun- um. bæði með prjóna- og sauma- skap. Allmörg ár eru nú siðan að Fosskot, æskuheimili Olafar og þeirra systkina, fór í e.vði, en þar hefi ég vitað mesta gestrisni. meðan þar var búið. Sérstaklea re.vndi á það vor og haust, i satn- bandi við fjárrekstra, á vorin fram á heiðina og á haustin um göngur, og var þá altítt að heimilisfólkið eftirléti gangna- mönnum rúm sín en svæfi sjálft i framhýsum við litinn aðbúnað Þeim systkinum var því gest- risnin i blóð borin, ef svo mætti segja, enda munu nú, að leiðar- lokum ötaldir vinir og kunningjar þeirra hjóna, Jóns og Olafar er minnast fjölmargra ánægjulegra samverustunda á heimili þeirra, fyrr og síðar. Var þá tíminn fljótur að líða við gnægð góðra veitinga, fallegt bros hús- freyjunnar og fróðlegar og fjörugar samræður húsbóndans. sem aldrei skorti umræðuefni við hæfi. Er ég lít til baka og rifja upp kynni mín af þeint. er oft er nefnd aldamótakynslóðin, fólkið sem svo oft átti nær engan kost skóla- göngu, undrast ég hve gagn- menntað það var, í þess orðs bestu merkingu, hafði tileinkað sér þann fróðleik og þau lífssannindi, sem einungis verða lærð i nánu sambandi við landið sjálft, gröður þess og fjölbreytt líf í fögru um- hverfi. — þess vegna fær maður sting i hjartað, þegar manni verður hugsað til þess, að nú er Fosskot ekki lengur til, bærinn fram undir heiðinni þar sem Olla litla lék sér í hópi kátra systkina og skjóli góðra foreldra. hún Olla. sem verður nú jarðsungin frá Fri- kirkjunni í Hafnarfirði mánudag- inn 3. maí og kvödd hinstu kveðju. hún sem við öll er henni kynntumst. eigum s’-o margar ána’gjulegar tninningar um allt frá fyrstu kynnutn þar í heiðai'- dalnum. G.B. Afmælis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á þt í, að afntælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu nieð góðuni fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sent birtasl á i niið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á ntánu- dag og hliöstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsforini eða bundnu ntáli. Þær þurfa að vera vélritaðar og meö góðu Ifnubili. HUSGACNAVIKA ■ 1976 22. APRÍL-2. M'AÍ í ÍÞRÓTTAHÖLLINNI í LAUGARDAL OPIN VIRKA DAGA KL. 16 - 22 LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA KL. 14-22 SYNING A HUSGOGNUM OG INNRETTINGUM FELAG HUSGAGNA- OG INNRETTINGAFRAMLEIÐENDA MEISTARAFELAG HÚSGAGNABÓLSTRARA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.