Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAl 1976 Verðlagsmálin rædd á Alþingi: Hækkanir 2 prósentustig um- fram rauða strikið í opinberum þjónustustofnunum kom samansafn- aður tilkostnaðarauki einnig til sögunnar Eggerl G. Þorsteinsson (A) kvoddi sér hljóðs utan dagskrár í sameinudu þinni f Rær or spurdist fvrir um, hvort þær upplésingar ASÍ væru réttar, að 7.3% verd- laRshækkanir síðustu vikna ættu aðeins að 1.3% rætur f kaup- hækkunum en 6% f verðlags- ákvörðunum stjórnvalda. Þá spurðist hann fvrir um, hvort áætlanii um verðlagshækkanir á árinu 1976, sem hafðar voru til hliðsjónar við kjarasamninga, hefði verið verulega la'gri en raun hefði á orðið. W«l«fK Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra sagði að ályktanir ASI um þetta efni væru byggðar á for- sendum, sem orkuðu tvímælis, enda erfitt að aðskilja kaupgjalds- þátt verðlagshækkunar frá öðrum orsökum. Forsætisráðherra sagði efnislega m.a.: % í fjölmennum launþegahópum nam kauphækkunin ekki aðeins 6%, eins og gengið er út frá i ályktun ASI, heldur 10% og þar að auki komu sérkröfur, sem höfðu tilkostnaðarhækkanir í för með sér. # Kauphækkanir 1. október og 1. desember 1975, þ.e. eldri hækkan- ir en frá síðustu samningum, hafa einnig komið fram í síðustu verð- lagshækkunum. £ Starfsmenn Hagstofu og Þjóð- hagstofnunar leggja sjálfstætt mat á þær forsendur, sem þeir leggja fram varðandi samninga á hinum almenna vinnumarkaði, en en fara þar ekki að fyrirmælum stjórnvalda. 0 Í kjarasamningum var sett rautt strik við 10% verðlags- hækkun fram til 1. júní nk. Sýnt þykir nú að þessar hækkanir geti orðið 12—13%, þ.e. 2 prósentu- stigum eða rúmlega það umfram það sem gert var ráð fyrir með „rauða strikinu" svokallaða. • Þá lagði forsætisráðherra áherzlu á, að verlagságizkanir við- komandi efnahagsstofnana hefðu verið settar fram með öllum fyrir- vörum, en hvorki áætlanir né spár. Um þetta hafi aðilum vinnu- markaðar verið kunnugt. Þá ræddi forsætisráðherra um verðlagshækkanir á opinberri þjónustu siðustu vikur og for- sendur þeirra. Um það efni sagði hann efnislega: 0 Hitaveita: Hitaveitan hafði sótt um 15 plús 15% hækkun þ.e. rúmlega 30% samtals. Fallist var á 25% hækkun, en í verðlags- áætlun mun hafa verið talað um 20%. Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur lögðu mikla áherzlu á þessa hækkun, enda byggðust framhaldsframkvæmdir við hita- veitulagnir í þau á þvi, að hún næði fram að ganga, og þúsundir fólks fengju hitagjafa, sem kostar aðeins 30% af olíuhitakostnaði. Þessar framkvæmdir stuðla því beinlínis að kjarabót fyrir þús- undir manna. Stækkaður 1. maí-dagskrá í Reykjavík og Hafnarfirði FORKEPPNI DAG LAUK 1 FYRRA- Dagskrá 1. mal nefndarinnar I Reykjavík í dag verður þannig að kröfuganga frá Hlemmi hefst kl. 14 og verður gengið að Lækjartogi. Iðn- nemar munu ganga frá Iðnskólanum að Hlemmi og sameinast göngunni þar, en i göngunni frá Hlemmi að Lækjartorgi munu Lúðrasveit Verka lýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika. Á fundinum á Lækjartorgi munu þeir Bjöm Jónsson forseti ASÍ, Sigurveig Sigurðardóttir hjúkrunarkona og Kristinn Hrólfsson, formaður Iðn- nemasambands íslands flytja ræður. Þá mun Alþyðuleíkhúsíð flytja verk i tónum og tali, en fundarstjóri á Lækjartorgsfundinum verður Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar. Dagskrá 1. mai hátiðarhaldanna i Hafnarfirði verða sem hér segir: Kl. 10.00 Merki dagsins afhent til sólubarna á skrifstofu Hlifar og Sjó- mannafélagsins, Strandgötu 11. Kl. 13.30 Safnast verður saman við Fiskíðjuver Bæjarútgerðarinnar. Kl. 14.00 Kröfuganga hefst og gengið verður eftirtaldar götu: Vesturgötu, Reykjavíkurveg, Hverfisgötu, Lækjargötu, Strand- götu að Bæjarbiói, þar sem haldinn verður fundur. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur fyrir göngunni og á fundinum. Stjórnandi Hans Ploder. DAGSKRÁ FUNDARINS: Ávörp flytja: Gunnar S. Guðmunds- son, form. fulltrúaráðsins. Hermann Guðmundsson form. Vm. f. Hlifar. Guðriður Eliasdóttir, form. Vk.f. Framtiðarinnar. Ólafur Ólafsson, ritari Sjómannafél. Hafnarfj. Kristján Thorlacíus, form. B.S.R.B. Grétar Þorleifsson, form. fél. byggingar- iðnaðarmanna i Hafnarfirði. SKEMMTIATRIÐI: Blandaður kór syngur undir stjórn Eiriks Sigtryggssonar söngstjóra. í fréttatilkynningu frá samtökun- um Baráttuteining 1. mai. segir að þrenns konar aðgerðir verði á þeirra vegum: ganga, útifundur og skemmtun i Háskólabiói. Göngunni verður stillt upp um hádegi 1. mai á bílastæðinu framan við Búnaðar bankann við Hlemm, en gangan mun leggja af staðkl. 14 og ganga Lauga- veg, Ingólfsstræti, Amtmannsstig, Lækjargötu, Skólabrú, Póst- hússtræti og Austurstræti, en fundur Baráttueiningarinnar verður framan við Vesturver á Hallærisplaninu og hefst kl. 14.1 5 en kl. 17 mun Eining- in gangast fyrir skemmtun i Háskóla- biói. Geir Hallgrlmsson forsætisráð- herra markaður og dreifing kostnaðar kemur og þeim til góða, er nú njóta hitaveitunnar. Rikisstjórnin treystir sér því ekki til að standa gegn þessari hækkunarbeiðni. # Hljóðvarp og sjónvarp: Gert var ráð fyrir verulegri hækkun á þessari þjónustu 1 verðlagsspám, en stofnunin fór fram á 40% hækkun. Ríkisstjórnin féllst á 25% hækkun. Gjaldskrá þessara stofnana hafði ekki verið hreyfð frá því 1. marz 1975, en frá þeim tíma hafði Dagsbrúnarkaup hækkað um 25—30%, áður en til ný gerðra kjarasamninga kom. # Strætisvagnar: Þar varð hækkunin minni en gert var ráð fyrir í verðlagsspám Þjóðhags- stofnunar. Hækkunin varð 25% en gert var ráð fyrir 35% hækkun. Auk kostnaðar- hækkunár af kaupgjaldi hafði olíukostnaður hækkað um 50% frá því í april 1975, er síðasta hækkun átti sér stað. Kaup hafði hækkað um 35—40%, eldsneytis- köstnaður um 50% en gjaldskrá hækkaði um 25%. # Póstur og sími: 1 verðlagsspám var ekki gert ráð fyrir hækkun á þessari þjónustu. Hins vegar Framhald á bls. 13 Yfirlýsing frá Tré- smiðju Austurbæjar Reykjavík, 30 apríl 1976, f.h. Trésmiðju Austurbæjar, Guðjón Pálsson. í tilefni af frétt í Morgunblaðinu í dag, sem höfð er eftir formanni Tré- smiðafélags Reykjavíkur, um vinnu- stöðvun hjá Trésmiðju Austurbæjar vegna ógreiddra launa fyrirtækisins til starfsmanna, vill Trésmiðja Aust- urbæjar taka fram eftirfarandi: Með bréfi dags. 14. apríl sl. t»l- kynntu fjögur verkalýðsfélög, Iðja, Sveinafélag húsgagnasmiða, Tré- smiðafélag Reykjavíkur og Dags brún, Trésmiðju Austurbæjar, að vegna vangoldinna vinnulauna hefði trúnaðarmannaráð félaganna ákveð- ið að boða vinnustöðvun allra félags- manna sinna hjá fyrirtækinu og kæmi vinnustöðvunin til fram- kvæmda frá og með 23. apríl, ef þá hefði ekki takizt samkomulag um greiðslu vangoldinna vinnulauna og skilvísa greiðslu þeirra eftirleiðis. í samræmi við bréf þetta létu fé- lögin stöðva vinnu hjá fyrirtækinu 23. aprfl og gengu m.a.s. svo langt aðauglýsa þá vinnustöðvun í rfkisút- varpinu sl. þriðjudagskvold 27. aprfl. Allt framangreint atferli nefndra verkalýðsfélaga er algjör lögleysa og alvarlegt lögbrot. Brestur þau heim- ild til þess að boða til vinnustöðvun- ar með þeim hætti, sem þau hafa gert það. Hvorki lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, sbr. sérstaklega II. kafla nefndra laga. aðrar réttarheimildír né samningar veita þeim vald til þessaða aðgerða. Þessar ólöglegu athafnir félag- anna hafa þegar valdið fyrirtækinu stórfelldu fjártjóni og álitshnekki sem fyrirtækið mun að sjálfsögðu sækja félögin til ábyrgðar fyrir, sem og þá einstaklinga, sem að aðgerð- um þessum hafa staðið. Með bréfi dags. 28. apríl sl. krafð- ist lögmaður fyrirtækisins þess, að félögin afléttu þegar f stað og eigi sfðar en kl. 12 á hádegi 29. apríl vinnustöðvuninni og auglýstu þar að lútandi ákvörðun a.m.k. jafn ræki- lega og þau hefðu auglýst hina ólög- mætu vinnustöðvun. Við þessari kröfu hafa félögin ekki orðið, og hefur fyrirtækið þess vegna ákveðið að höfða nú þegar mál á hendur þeim fyrir félagsdómi. Til þess að sýna, hversu ósann- gjörn og fráleit afstaða nefndra verkalýðsfólaga gagnvart fyrirtæk- inu er — auk þess að vera ólögmæt — skal þess að lokum getið, að á þeim tíma, er þau létu stöðva vinnu hjá fyrirtækinu nam vinnulauna- skuld fyrirtækisins við alla félags menn þeirra aðeins kr. 909.817.— en á sama augnabliki voru í vörslu Trésmiðafélagsins f.h. allra félag- anna kr. 880.000.— í víxli frá fyrir- tækinu á hendur traustu fyrirtæki, sem Trésmiðafélagið hafði tekið að sér að selja upp I skuldina og hafði þá haft til ráðstöfunar frá 7. april sl. 17. landsþing SVFÍ: Á10 árum hefur 230 manns verið bjargað á strandstað SAUTJÁNDA landsþing Slysa varnafélags íslands var haldið i gær. Þingið hófst með guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni, þar sem séra Óskar J. Þorláksson dómprófastur flutti predikun, en að henni lok- inni var þingið sett af forseta SVFÍ, Gunnari Friðrikssyni, í húsi félagsins við Grandagarð. Við- staddir þingsetninguna voru for- seti íslands, herra Kristján Eld- járn, og frú Halldóra Eldjárn, Gunnar Thoroddsen félagsmála- ráðherra, herra Sigurbjörn Einars- son biskup og kona hans og borgarstjórinn í Reykjavfk, Birgir ísleifur Gunnarsson, og kona hans. Forseti SVFÍ, Gunnar Friðriks- son bauð þingfulltrúa og gesti vel- komna, en um 150 manns voru viðstaddir setningarathöfnina. Hann minntist látinna félags- manna, Geirs Ólafssonar loft- skeytamanns, Ingibjargar Páls- dóttur, Kristjönu Ingibjargar Hall- dórsdóttur og Svans Sigurðssonar skipstjóra og útgerðarmanns. Hann bað viðstadda um að minnast hinna látnu, svo og allra sem farizt hefðu af slysförum, með því að rísa úr sætum. í skýrslu forseta SVFÍ kom fram að 8 ár eru nú frá því er Tilkynn- ingarskylda íslenzkra skipa tók til starfa, en hún hefur frá upphafi verið í umsjá Slysavarnafélagsins. Hefur Tilkynningasky Idan verið efld smátt og smátt og er nú svo komið að varðstaðan er allan sólarhringinn frá október til maí, en á öðrum tímum er hún 16 klukkustundir. Framkvæmd til kynningaskyldunnar veltur að verulegu leyti á móttökuskilyrðum strandstöðva og hefur verið um miklar framfarir á þeim sviðum að ræða, þótt enn skorti nokkuð á að ástandið sé viðunandi. Er við ýmsa erfiðleika að etja — en Gunnar Friðriksson, forseti Slysavarnafélags tslands flytur skýrslu sína við þingsetninguna í gær. — Ljósm : rax. væntanlega verður það tómlæti, sem sumir skipstjórnarmenn sýna þessu öryggisstarfi, sem unnið er í þeirra þágu, senn úr sögunni. ís lendingar munu vera brautryðj- endur á þessu sviði öryggismála. Björgunarsveitir Slysavarnafé lagsins eru nú orðnar 79 að tölu og eru þær dreifðar um land allt. Hefur vart svo liðið ár I sögu félagsins að ekki hafi verið stofn- aðar ein eða fleiri björgunar- sveitir. Björgunarhús og skýli fé- lagsins eru 96 og skiptir verðmæti búnaðar og húsa tugum milljóna króna, þótt aðeins sé miðað við útlagðan kostnað en ekki þá gífur- lega miklu vinnu, sem félagsmenn hafa lagt fram án endurgjalds. í ræðu Gunnars Friðrikssonar kom það fram að á sfðustu 10 árum félagsins hafa björgunar- sveitir þess bjargað 230 manns úr strönduðum skipum, 136 íslenzk- um, 75 brezkum, 10 dönskum og 9 norskum. Þá minntist forseti SVFÍ á að nú starfaði opinber nefnd að samræmingu á starfi ýmissa björgunaraðila í landinu. Þótt samræmingar gæti verið þörf — sagði hann á vissum sviðum, eru hugmyndir sumra um stjórn- kerfi eða stjórnstöð með þátttöku margra, fjarlægra aðila ólfklegar til að vera til bóta í þessu efni eða slfkt fyrirkomulag vænlegt til auk- ins öryggis. Þá sagði Gunnar Friðriksson að umferðarslysin væru ekki síður áhyggjuefni SVFÍ en öðrum og kvað hann áður vera hafinn undir- búning þess á vettvangi samtak- anna, að deildir þeirra verði enn virkari aðili í umferðarslysavörn- um en áður. Á árinu urðu erindrekaskipti hjá félaginu, úr starfi hvarf Hálfdan Henrýsson, en við tók Óskar Þór Karlsson stýri- maður. Hefur hann þegar efnt til námskeiða á nokkrum stöðum og verður lagt aukið kapp á það starf framvegis. Niðurstöður á reikningum fé- Framhald á bls. 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.