Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAl 1976 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAl 1976 27 ptfruMiwM&foiiífo Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, siir i10100 Aðarlstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. 1. maí Imaí, baráttudagur verka- • fólks, er almennur hátíðís- og fridagur hér á landi. Þetta á sér ofureinfalda skýringu I okkar fámenna þjóðfélagi, sem fyrir aðeins hálfri öld var hrein- raektað bænda- og fiskimanna- þjóðfélag, er stéttaskipting ekki meiri en svo, að hver einasti einstaklingur á ættar- og vina- tengsl inn í velflestar starfs- greinar þjóðfélagsins, ekki sízt þann fjölmenna þjóðfélagshóp. sem er innan vébanda Alþýðu- sambands íslands. Þannig er t d. ekki óalgengt að systkin dreifist á margar ólíkar starfs- greinar. í öllu falli erekki margt er réttlætir skiptingu okkar í skýrt afmarkaða hópa eftir starfsgreinum, þó slíkt sé að sjálfsögðu óhjákvæmilegt að einhverju marki við skiptingu þeirra verðmæta, sem verða til í þjóðfélaginu. Á baráttudegi islenzks verka- lýðs er óhjákvæmilegt að lita um öxl til þeirra lífskjara, sem meginhluti þjóðarinnar bjó við fyrir svo sem hálfri öld, er íslenzk verkalýðshreyfing var að vaxa úr grasi í efnahagslegu tilliti, félagslegu og varðandi menntunarmöguleika. Að vísu er það söguleg staðreynd, sem engan veginn verður komizt fram hjá, að fjölhæfing ís- lenzkra atvinnuvega, vél- væðing þeirra og alhliða tækni- þróun er meginforsenda þeirra stökkbreytinga til bættra kjara þjóðarinnar, sem orðið hafa á þessu tímabili Engu að síður verður því ekki i móti mælt að verkalýðshreyfingin hefur haft víðtæk áhrif í þá átt að flýta lífskjarabótum og tryggja jöfn- un þeirra á allar starfsgreinar þjóðfélagsins. Þá er heldur enginn vafi á því að verkalýðs- hreyfingin hefur haft víðtæk áhrif á þá félagslegu þróun, sem m.a. hefur komið fram í alhliða tryggingakerfi, og jöfn- un menntunaraðstöðu, þó þau mál hafi að sjálfsögðu verið til lykta leidd, eða áfangasigrar á þessum vettvangi á löggjafar- samkundu þjóðarinnar, með meiri eða minni stuðningi allra stjórnmálaflokka. í þessu sambandi verður ekki komizt hjá að minna á að allir stærstu áfangasigrar til félagslegs réttlætis í löggjöf, þ.á m. á sviði tryggingamála, hafa náðst með stjórnaraðild, eða undir stjórnarforystu Sjálf- stæðisflokksins. Þá má og minna á, að á sl. ári var sam- þykkt frumvarp til laga, er Ragnhildur Helgadóttir flutti, um fæðingarorlof vinnandi kvenna innan ASÍ, til jafns við konur í opinberu starfi, og nú liggur fyrir Alþingi vel unnið og vandað frumvarp Guðmundar H. Garðarssonar um Lífeyris- sjóð fyrir alla landsmenn, en félagslegt ranglæti I þjóðfélagi okkar í dag er máske hvað áþreifanlegast á sviði lífeyris- mála. I Morgunblaðinu i dag er viðtal við Björn Jónsson, for- seta ASI, sem er einkar athyglisvert, þó ekki geti blaðið skrifað undir öll þau sjónarmið, sem þar koma fram, Hins vegar ber að fagna því að forseti ASÍ áréttar nauðsyn stefnumótunar Alþýðusambandsins í af- gerandi málefnum þjóðfélags- ins, sem verði eitt helzta við- fangsefnið nú á 60 ára afmæli sambandsins. í þessum efnum þarf að vísu að fara að með gát og hyggindum og hyggja að faglegum hagsmunum laun- þega einum en forðast tagl- hnýtingu við sérpólitísk sjónar- mið einstakra stjórnmálaflokka. I þessu efni nefnir forseti Al- þýðusambandsins nokkur atriði: verndun fiskstofnanna, sem afkoma sjómanna og fisk- vinnslufólks og raunar lands- manna allra er komin undir baráttu gegn verðbólgu- vandanum, sem skert hafi verulega kaupmátt launa verkafólks; ískyggilega skulda- söfnun erlendis, sem leggi of þungar byrðar til of langs tima á alþýðu manna í landinu. Hér drepur forseti Alþýðusam- bandsins á veigamrkil atriði og hann segir réttilega að verndun nytjafiska okkar, eðlileg stofn- stærð þeirra og nýting sé ..grundvallarspurning um það, hvort hér geti í framtíðinni þrifizt sjálfstætt og sjálfbjarga samfélag — og hver grund- völlur verður fyrir baráttu um betri kjör og betra mannlíf Landhelgismálið er mál mál- anna í dag. Það er ekki sízt þar, sem tryggja þarf þjóðarsam- stöðu og forðast sundrungar- öfl, sem dag eftir dag reka rógskuta sinn í bak ráðamanna þjóðarinnar í spyrðublöðum kommúnista og eiginhags- munamanna. Það ber og að harma að þann veg var haldið á málum við undirbúning hátíðahald- anna í dag, að ekki tókst fullt samstarf um ávarp og hátíðar- dagskrá, en þar réð mestu þröngsýni vissra forystuafla, sem ekki gátu sætt sig við sanngjörn minnihlutasjónar- mið. Verkalýðshreyfingin í land- inu er sterk og áhrifarík. Áhrif- um hennar og styrk verður að fylgja ábyrgð og tillit til heildar- hagsmuna þjóðfélagsins. Þann veg tryggir hún bezt til fram- búðar hagsmuni meðlima sinna. En það verður líka að taka réttlátt tillit til sanngjarnra og rökstuddra krafna hennar. I þeirri von að hvorttveggja nái fram að ganga, að byggja um ábyrga og samstæða verka- lýðsheild og leiða þjóðina til bættra lífskjara, óskar Morgun- blaðið islenzkri alþýðu gæfu og gengis á hátiðisdegi hennar og um alla framtið Frá árásinni á Alþingishúsið 30. mars 1949. Um aðildina að Atlantshafs- bandalaginu og „leyni- skýrslumar" Þriðja grein eftir Björn Bjarnason EINS OG fram hefur komið, hefur bókin „Foreign Relations of the United States 1949“ . að geyma tvær skýrslur bandarfskra embættis- manna um tsland. Fyrri skýrslan er frá aðalritara Öryggisráðs Bandaríkjanna, Sidney W. Souers, flotafor- ingja, til ráðsins. Hún er dagsett 29. júlí 1949 (birtist í Lesbók Morgunblaðsins 24. mars). Hin skýrslan fjallar um samskipti Bandaríkj- anna og lslands, stjórnarstefnuskýrsla frá utanrikisráðuneytinu dagsett 23. ágúst 1949. (Birtist í heild í Þjóðviljanum 2. og 3. apríl, upphafskaflar og lokakafli birtust í Lesbók Morgunblaðsins 4. apríl). Öryggisráð Bandaríkjanna (National Security Council) var stofnað að tillögu Trumans Bandaríkjaforseta, með lögum árið 1947, en þau lög mæltu einnig fyrir um stofn- un CIA, Leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem starfar undir eftirliti Öryggisráðsins. I endurminningum sínum, sem út komu 1956, segir Harry S. Truman, að með myndun Öryggisráðsins hafi verið skapaður nýr vett- vangur á vegum ríkisstjórnarinnar, sem brýn nauðsyn var fyrir. I ráðinu hafi hernaðarleg málefni, utanríkismál og efnahagsleg staða verið könnuð og metin. Hann segir, að þessi nýja stofnun hafi gert sér og stjórn sinni kleift að vita ávallt nákvæmlega, hvar þeir stóðu og hvert þeir stefndu í öllum málefnum varðandi öryggi þjóðarinnar. Truman segist aðeins hafa notað Öryggisráð- ið sem vettvang til tillögugerðar. Hins vegar hafi stefnumótunin sjálf orðið að koma frá forsetanum, þar sem hann hafi orðið að taka allar lokaákvarðanir. Það er sem sagt skýrsla aðalritara ráðsins til þess, sem birt er í bandarísku skjölunum. Yfirskrift skýrslunnar er á ensku: „The Position of the United States with Respect to United States and North Atlantic Security Interests in Iceland“ (Afstaða Bandaríkjanna með tilliti til öryggishagsmuna Bandarikjanna og Norður Atlantshafssvæðisins á Islandi). XXX Skýrslan er stutt og hnitmiðuð, og í upphafi hennar segir, að það vandamál, sem hún fjalli um sé að vega og meta afstöðu Bandaríkjanna með tilliti til öryggishagsmuna Bandaríkjanna og Norður-Atiantshafssvæðisíns á Islandi,, meó sérstakri tilvisun til þeirrar ógnar,/ sem íslensku ríkisstjórninni kunni að stafa aí coup d’état (valdatöku) kommúnista á íslandi. I lýsingu á málavöxtum er í fyrstu vísað til þess, að öryggisráðið hafi staðfest hernaðar- legt mikilvægi Islands, Grænlands og Azoreyja. Visað er til viðræðna, sem fram fóru í Washington i mars 1949 milli „Icelandic Foreign Ministers" (sic) (íslenskra utanríkis- ráðherra) og fulltrúa utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, og „National Military Establishment". Með þessu er i raun vitnað til þess, sem nú er kallað hermálaráðuneyti Bandaríkjanna, en með þeim lögum, sem áður eru nefnd, frá 1947, var ekki aðeins mælt fyrir um stofnun Öryggisráðs Bandaríkjanna, og nýskipan gerð á leyniþjónustu þeirra, heldur var stjórn hermálanna sameinuð undir einni miðstjórn, er fór með málefni landhers, flota og flughers. Með hinu nýja „National Military Establishment“ var þeirri skipan komið á, að varnarmálaráðherrann varð æðsti yfirmaður alls heraflans, en honum til aðstoðar voru þrír sérlegir ráðgjafar, sem fóru sérstaklega með málefni landhers, flota og flughers. I skýrslu aðalritara Öryggisráðsins segir, að í þessum viðræðum hafi menn orðið sammála um, að möguleikinn á „internal communist subversion presents the most immediate danger to Iceland" (byltingu kommúnista innanlands skapi bráðustu hættuna fyrir ísland). Segir aðalritarinn, að það hafi komið í ljós við umræðurnar um Atlantshafssáttmál- ann á Alþingi 31. mars (sic), hve víðtæk þessi hætta kynni að vera. Minnt er á, að islenska ríkisstjórnin hafi skýrt frá þvl, að hún gæti ekki samþykkt dvöl erlends herliðs í landi sínu á friðartímum, og Bandarikjastjórn hafi lýst yfir skilningi sinum og samþykki við þessa afstöðu. Síðan eru orðrétt rakin ummæli þau, sem Bandaríkja- menn skráðu i viðræðunum 15. mars og höfðu eftir Bjarna Benediktssyni um fámenni íslensku lögreglunnar og hættuna af ofbeldi kommúnista, en þeirra er áður getið. Aðal- ritari Öryggisráðsins minnir jafnframt á, að leiðtogar íslensku ríkisstjórnarinnar hafi sagt, að hér væri um vandamál að ræða, sem ís- lendingar sjálfir yrðu að leysa. Hann bendir einnig á það, að upplýsingar bendi til þess, að á siðustu sex mánuðum hafi orðið „considerable decline in relative communist strength”, (hlut- fallslega hafi dregið talsvert úr styrk kommúnista). Aðalritarinn vekur athygli á því, að utanað- komandi árás á ísland yrði svarað með gagn- ráðstöfunum samkvæmt 5. grein Norður- Atlantshafssáttmálans, sem og aðgerðum innan Sameinuðu þjóðanna. Þá segir hann orðrétt: „Kommúnistiskt coup d’état, eða hætta á því, mundi skapa Iöggilda ástæðu til samráðs sam- kvæmt ákvæðum i 4. grein Atlantshafssáttmál- ans og 6. grein Rió-samningsins.“ Hér er að minu mati kjarninn í þessari skýrslu aðalritara Öryggisráðsins, því að hér greinir hann frá þeim samningsákvæðum, sem Bandaríkjamenn mundu vísa til, ef kommúnistar hrifsuðu völdin með ofbeldi. Hinar lagalegu forsendur, sem flotaforinginn setur fram, fá hins vegar ekki staðist. Ógjörn- ingur hefði verið fyrir Bandaríkjastjórn að vísa til 6. gr. Rió-samningsins í samskiptum sínum við ísland, þar sem sá samningur gilti aðeins milli Amerikuríkja og ísland alls ekki aðili að honum. Um 4. grein Atlantshafssáttmálans er það að segja, að meó henni skuldbinda aðilar banda- lagsins sig til að „hafa samráð sín á milli, hvenær sem einhver þeirra telur friðhelgi landsvæðis einhvers aðila, pólitisku sjálfstæði eða öryggi ógnað.“ Af tiltækum gögnum verður hvergi ráðið, að þessa grein beri að túlka á þann veg, að hún heimili nokkru bandalagsríki afskipti af innanlandsmálum annars, á þann veg gð segja fyrir um stjórnarfar i landinu. Sáttmálinn i heild miðar að þvi að sameina þátttökurikin til varna gegn utanaðkomandi árás, og því ber að túlka einstakar greinar hans út frá því mark- miði. I sáttmálanum felst engin „Brezhnev- kenning” eins og virðist mega ráða af orðum bandaríska flotaforingjans. 4. grein hefur í raun verið framkvæmd á þann veg, að banda- lagsríkin hafa samráð um þau atriði, sem ráða miklu um mótun utanríkisstefnu þeirra, eink- um að því er varðar mál, er hafa áhrif á hagsmuni annarra bandalagsríkja. Lýsingu sinni á málavöxtum lýkur aðalritari Öryggisráðsins með þvi, að minna á, að Atlantshafssáttmálinn hafi ekki enn tekið gildi, en það gerðist 24. ágúst 1949. Nokkur tími muni liða frá gildistökunni þar til þetta vandamál verði tekið föstum tökum. Ef svo færi, að til vopnaðrar árásar á ísland kæmi eða coup d’état kommúnista, yrði á Islandi, áður en þær ráðstafanir hefðu að fullu komið til fram- kvæmda, er gengið er út frá í Atlantshafssátt- málanum, gæti verið nauðsynlegt fyrir einn eða fleiri aðila hans, að grípa til aðgerða til að gæta öryggis Norður-Atlantshafssvæðisins. Niðurlagsorðin í lýsingu aðalritarans á mála- vöxtum gefa til kynna, að þær hugmyndir, sem koma fram í niðurstöðum hans, eigi aðeins við um skamman tíma, eða þar til Atlantshafs- bandalagið hafi að fullu tekið til starfa. Neðanmáls við skýrsluna er þess getið, að Truman, Bandarikjaforseti, hafi samþykkt niðurstöður hennar 5. ágúst 1949, og falið viðeigandi stjórnardeildum Bandaríkjastjórn- ar að framkvæma þær undir yfirstjórn utan- ríkisráðherrans. I stuttu máli eru niður- stöðurnar þessar: Öryggi Bandaríkjanna og Norður- Atlantshafsins krefst þess, að aðstaða sé á íslandi til afnota fyrir herafla Bandaríkjanna og bandamanna þeirra á hættustundu, og að óvinveittum eða hugsanlega fjandsamlegum öflum verði bægt frá íslandi. Utanríkisráðuneytið skal semja og hefja strax framkvæmd áætlunar, sem miðar að því að draga úr varnarleysi íslensku ríkisstjórnar- innar gegn valdatöku kommúnista. („To decrease the vulnerability of the Icelandic Government to communist seizure of power“). Þá er „National Military Establishment“ fal- ið að gera áætlanir, þ.á m. áætlanir um hugsan- legan flutning bandarísks herafla til íslands, til að vernda öryggishagsmuni Bandaríkjanna og Norður-Atlantshafssvæðisins á íslandi á hættustundu. Fram kemur, að ríkisstjórnin muni aðeins taka ákvörðun um framkvæmd slíkra áætlana í samræmi við pólitiskt og hern- aðarlegt ástand á hættutímum. Þessi skýrsla er að ýmsu leyti athyglisverð. Ljóst er, að hún byggir á misskilningi, þegar vísað er til þeirra samningsákvæða, sem lagt er til að Bandarikjamenn beiti fyrir sig, ef til valdatöku kommúnista kæmi á Islandi. Skýrslan gefur einnig til kynna, að Banda- ríkjamenn vantreystu því, að íslensk stjórn- völd hefðu nægilegan styrk til að verjast of- beldi kommúnista. Þó finnur aðalritari Öryggisráðsins nokkra huggun f þvi, að fylgi kommúnista hafi minnkað undanfarna 6 mánuði, þ.e. frá þeim tíma, þegar umræðurnar um aðild að Atlantshafsbandalaginu stóðu sem hæst. Greinilegt er, hve aðför kommúnista að Alþingishúsinu hefur haft djúpstæð áhrif. Hins vegar kemur berlega í ljós, að Banda- ríkjamenn höfðu alls ekki í hyggju að leita eftir aðstöðu fyrir herlið á islandi nema á ófriðartímum. Þótt áætlanir um varnir lands- ins yrðu gerðar, skyldi þeim ekki hrint í fram- kvæmd nema miðað við ástandið á hættutím- um. XXX Þvi miður hafa bandarísku gögnin ekkert að geyma um það, hvaða áætalanir bandaríska utanríkisráðuneytið gerði í samræmi við skýrslu þessa. Ef til vill hefur slík áætlun aldrei verið samin vegna þeirra röngu for- sendna. sem aðalritari Öryggisráðsins gekk út frá. En bæði af skýrslunni til Öryggisráðsins og öðrum gögnum Bandaríkjastjórnar er ljóst, að Bandaríkjamenn gerðu sér fulla grein fyrir því, að islenska ríkisstjórnin ætlaði sjálf að leysa innanlandsvanda sin.n, enda þótt hún réði ekki yfir nema 150 manna lögregluliði. I síðustu skýrslunni um Island i bandarísku gögnunum, sem rituð er 23. ágúst 1949. af embættismönnum utanríkisráðuneytisins og fjallar um samskipti Bandaríkjanna og Is- lands, kemur fram, að utanríkisráðuneytið tel- ur að áhrif íslenska kommúnistaflokksins fari minnkandi. En engu að siður haldi hann áfram að ógna stöðugleika i íslenskum stjórnmálum og öryggishagsmunum Bandarikjanna á þessu svæði. Síðan segir orðrétt: „Kommúnistaflokkurinn, sem að undan- förnu hefur að miklu leyti dafnað vegna þess, hve vel honum hefur tekist að láta líta svo út sem hagsmunir hans og þjóðernissinnaðra afla á Islandi fari saman, er hinn háværasti og ofsafengnasti við að ,,verja“ sjálfstæði íslands og menningu gegn meintum heimsveldis- áformum Bandarikjanna... Aðild tslands að Atlantshafssáttmálanum hefur enn aukið á einangrun kommúnista. Þrátt fyrir óeirðir að undirlagi kommúnista siðustu daga umræðnanna um aðild Islands að Atlantshafssáttmálanum, samþykkti Alþingi hana með miklum meirihluta. Og enn fremur hafði áróður kommúnista gagnleg áhrif á andkommúnistiska stjórnmála- leiðtoga, sem nú eru að íhuga vandamál eins og þau, er snerta getu islensku lögreglunnar til að fást við uppþot og óeirðir innanlands og varnarleysi Keflavíkurflugvallar fyrir skemmdarverkum og beinni vopnaðri árás.“ I lokakafla þessarar skýrslu utanrikisráðu- neytis Bandarikjanna, sem dagsett er 18 dög- um, eftir að Truman forseti hafði samþykkt þá niðurstöðu, að utanríkisráðuneytið ætti strax að semja áætlun til að draga úr varnarleysi islensku ríkisstjórnarinnar gegn valdatöku kommúnista, kemur ekkert fram um að slik áætlun sé I smíðum. I niðurstöðum þessarar skýrslu utanríkisráðuneytisins segir þetta eitt um hættuna af íslenskum kommúnistum: „Að miklu leyti vegna þeirrar reynslu, sem íslenskir embættismenn urðu fyrir í óeirðun- um, sem kommúnistar stóðu að gegn aðildinni að Atlantshafssáttmálanum, eru embættis- mennirnir nú farnir að sýna ánægjulegt raun- sæi í afstöðu sinni til þeirrar fimmtu- herdeildar-hættu, sem stafar af kommúnista- flokknum.” Af þessum orðum má enn ráða, að Banda- ríkjamenn líta þannig á, að það sé vandamál íslendinga sjálfra að glima við íslenska kommúnista. XXX Þessi skýrsla bandaríska utanríkisráðu- neytisins frá því í ágúst 1949, sem ber heitið „Policy Statement of the Department of State“, fjallar annars að mestu leyti um efna hagsmál, og á hvern hátt haga skuli Marshall- aðstoðinni við íslendinga. Athygli vekur, hve mikil áhersla er lögð á það, að nauðsynlegt sé að beita sérstakri varkárni i samskiptum við Islendinga, því að þjóðernistilfinning þeirra sé mjög rík, og þeir vilji alls ekki ganga of langt í samstarfi sínu við Bandarikin. Um mikilvægi Marshall-aðstoðarinnar við tsland má vitna til ummæla i grein er Þórhallur Ásgeirsson ritaði 1967 í tilefni þess, að 20 ár voru liðin frá upphafi áætlunarinnar. Þar segir: „Marshall-aðstoðin hafði gífurlega þýðingu fyrir islenskt efnahagslíf og alla afkomu lands- manna á árunum 1949—1953. Þetta voru erfið ár, sérstaklega fyrstu tvö árin — stöðugt sildarleysi, þorskafli báta lélegur og verslunar- kjörin gagnvart útlöndum óhagstæð. En þjóðin fann ekki nema litið fyrir erfiðleikunum vegna Marshallaðstoðarinnar. A árunum 1949, 1952 og 1953 var meir en 1/10 hluti inn- flutningsins greiddur með Marshall- framlögum Bandarikjanna. Árið 1951 var 1/5 hluti innflutningsins og 1950 meir en 1/4 hluti innflutningsins greiddur þannig. Sýna þessar tölur, að Iifskjör þjóðarinnar og allt atvinnulíf var á þessum árum mjög háð Marshall-aðstoðinni. Hún hjálpaði þjóðinni að komast klakklaust yfir erfiðasta hjalla eftir- stríðsáranna. En hún gerði líka miklu meira en það. Hún lagði ríflegan skerf til varanlegrar upp- byggingar raforkukerfisins, Aburðarverk- smiðjunnar og allra höfuð-atvinnugreinanna. A þessum árum tvöfaldaðist raforkufram- leiðsla landsins með virkjun Sogsins og Laxár, en 3/4 hlutar (74,4% stofnkostnaðar þessara raforkuframkvæmda og Áburðarverksmiðj- unnar), voru greiddir af Marshall-fé. Er það því ekki að ástæðulausu, að þessar stórfram- kvæmdir hafa verið kallaðar minnismerki Marshall-áætlunarinnar." Á árunum 1948—1953 nam Marshall- aðstoðin til Islands samtals 38.650.000 dollur- um, þar af voru 30 milljónir dollara gjöf, 5,3 milljónir dollara lán til 35 ára með 2,5% vöxt- um, 3,5 milljónir dollara svonefnt skilorðs- bundið framlag, sem raunverulega var greiðsla fyrir útflutningsafurðir. I skýrslu bandaríska utanrikisráðuneytisins er því lýst, hve íslendingar hafi verið hikandi við að stofna til ríkisskulda við Bandaríkin, því að samkvæmt hefð sé islenska þjóðin frábitin slikum lántökum. Auk þess kemur það fram, að Bandaríkjamenn telja áróður kommúnista gegn Marshall-aðstoðinni hafa ráðið miklu um þetta hik. I inngangi skýrslu utanríkisráðuneytisins, þar sem rætt er um stefnuatriði, er markmið- um efnahagsaðstoðarinnar við island lýst á þennan veg: „Auk flugvallarsamningsins frá 1946 og ná- inna tengsla Islands við varnaraðgerðir sam- kvæmt Atlantshafssáttmálanum krefst tillitið til öryggis okkar þess, að til íslands nái ECA- hjálp og önnur aðstoð, sem nauðsynleg kann að reynast til að tryggja lífvænlegan efnahag og nægilega góð lífskjör til að koma í veg fyrir „adverse political repercussions but not above the long-term capacity of the eountry to maintain." (I Lesbók Morgunblaðsins er þessi siðasta setning þýdd: „sem komi i veg fyrir stjórnmálalegan afturkipp, án þess þó að verða meiri en svo, að þjóðin geti haldið þeim til frambúðar". Og i Þjóðviljanum 2. april er hún þýdd þannig: „til þess að koma í veg fyrir pólitiskar hræringar okkur andstæðar".) Þýðing Þjóðviljans er mun ónákvæmari og gefur ranga hugmynd, enda þeirri setningu sleppt, sem lýsir því, að Bandaríkjamenn hyggjast ekki, með efnahagsaðstoð sinni, koll- varpa íslensku efnahagslífi á þann veg, að aðstoð þeirra verði svo mikil, að Islendingar geti aldrei komist af án hennar. En afbakaða setningu Þjóðviljans hefur ritstjóri blaðsins einmitt notað í blaði sínu 11. apríl s.l., í við- leitni sinni til að leggja eigin merkingu í bandarísku gögnin. Rétt er að geta þess, að ECA er skammstöfun á sérstakri stjórnarskrifstofu í Washington, Economic Cooperative Administration, sem komið var á fót til þess að sjá um framkvæmd- ina á Marshall-aðstoðinni af hálfu Bandarikja- stjórnar. Sérstakar skrifstofur ECA voru opn- aðar i öllum aðstoðarríkjunum, en hér á landi var ECA-skrifstofan aðeins sérstök deild i sendiráði Bandaríkjanna og var sendiherra Bandaríkjanna forstöðumaður hennar. XXX Hér verður hin ianga skýrsla bandaríska utanríkisráðuneytisins frá 23. ágúst 1949 ekki rædd frekar. Þó er nauðsynlegt að leiðrétta það, sem ég tei vera misskilning (ef ekki beinlínis rangfærslu) í þýðingu Þjóðviljans á skýrslunni, en einmitt þennan misskilning hefur blaðið notað sem forsendu fyrir full- yrðingu sinni um það, að Bandaríkjamenn hsfi allt frá þvi, að byrjað var að ræða við Is- lendinga um aðild að Atlantshafsbandaiaginu, stefnt að því að fá afnot af landinu undir herstöð. Þessi setning er þannig á ensku: „The long-term military interests of the United States in Iceland were considerably advanced by Iceland’s decision to join the North-Atlantic pact, a decision which marks a significant departure from Iceland’s tradition- al policy of neutrality." I Þjóðviljanum er setningin þýdd á þennan veg: „Bandarikin nálguðust verulega það tak- mark sitt að fá hernaðarlega aðstöðu á tslandi til langs tima, er ísland ákvað að gangast undir Norður-Atlantshafssáttmálann, en sú ákvörð- un er mikilvægt frávik frá þeirri hefðbundnu stefnu íslands að gæta hlutleysis." I Lesbók Morgunblaðsins er setningin þann- ig þýdd: „Hernaðarlegum hagsmunum Bandaríkj- anna á íslandi um nokkra framtíð var veru- legur akkur að þeirri ákvörðun Islands að gerast aðili að Norður-Atlantshafs- sáttmálanum, en sú ákvörðun markar veiga- mikið fráhvarf frá hinni hefðbundnu hlut- leysisstefnu Islands.” Að mínu mati gefur þýðingin í Lesbók Morgunblaðsins mun betur til kynna, hvað feist i þeim viðhorfum, sem fram koma í bandarísku skýrslunni, en hins vegar sýnir þetta dæmi, hve vandmeðfarinn sá texti er á íslensku, sem hér um ræðir, og með blæbrigð- um i þýðingu, svo að ekki sé rætt um rang- færslur, má draga fram mismunandi viðhorf. Þetta er ávallt nauðsynlegt að hafa í huga, þegar íslensk þýðing á bandarisku gögnunum erlesin. Raunar kemur það fram i skýrslu banda- riska utanríkisráðuneytisins frá 23. ágúst 1949, að Bandaríkjamenn litu alls ekki þannig á, að með aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu væru þeir búnir að fá aðstöðu fyrir herafla sinn i landinu þvert á móti yrðu þeir að búa sig undir hið gagnstæða. I næstsíðustu málsgrein skýrslunnar segir: „Hvað viðkemur Keflavikursamningnum, sem verður að taka til endurskoðunar fyrir árslok 1952, virðist nú öruggt að þess verði farið á leit við Bandaríkin, að þau sætti sig við minni hlut i starfrækslu flugvallarins. Þar með er ekki sagt, að flugvallarmannvirkin við Keflavík gangi úr sér, eða að flugvöllurinn Framhald á bls. 32 Stef numótandi skýrslur til Bandaríkjastjornar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.