Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1976 Myndllst Stefnumótandi Framhald af bls. 27 Framhald af bls. 10 sengið í gegnum margar hreinsanir og þróazt í ýmsar áttir. Sú hlið á myndum Gísla Sig- urðssonar. er snýr að okkur, birtist i leitandi, léttum og leikandi vinnuhrögðum og um- búðalausri tjáningu hrifnæmr- ar sálar. Þetta sagði ég einnig uni sýningu hans í Norræna húsinu 1973, en þó má merkja hér nokkra breytingu til meiri átaka við efrfiviðinn. einkum i þeim myndum er hann málar með mattri áferð svo sem í myndunum ..Snrmima vors á Revkjanesi" og ,.I Grindavík" og ég tel að enn meiri breyt- ingar séu i vændum í myndstíl þessa málara í framtíðinni og að hin hröðu vinnubrögð munu smám saman víkja fvrir rólegri mark.issari og yfirvegaðari myndskipan. I millitíðinni má Gisli vel una því mati, þegar teknar eru til viðmiðunar beztu myndir hans á þessari sýningu, að þær standi ekki að baki þeim mynd- um í svipuðum stíl, sem honum þekktari hérlendir málarar hafa sýnt. Sýningu Gísla lýkur á sunnudag. hætti að vera jafn mikilvægur og hann er fyrii flugumferð yfir Atlantshafið." Rngu síður var það von Bandaríkjamanna, að íslenska ríkisstjórnin gerði sér grein fyrir þeim hernaðarlegu hagsmunum, sem þeir töldu sig hafa af Keflavíkurflugvelli. Lokaorð skýrslu bandaríska utanríkisráðu- neytisins eru: „Kétt er að hafa í huga, að Island hefur ekki tekið á sig neinar hernaðarlegar skuld- bindingar á friðartimum sem aðili að Atlants- hafssáttmálanum, enda þótt það hafi sinar skyldur á stríðstimum. Og ennfremur hafa margir Islendingar, þótt ekki séu þeir kommúnistar, haldið upprunalegri óbeit sinni á flugvallarsamningnum frá 1946. Samninga- viðræður við ísland verða í framtíðinni eins og hingað til að fara fram með vandlegu tilliti til islenskra tilfinninga". \ \ \ Bandarisku skjölin um aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu og viðhorf Banda- ríkjastjórnar til Islands á árinu 1949 hafa hér verið rakin í löngu máli. Kkki má líta á þessa úttekt sem endanlegt viðhorf þess, sem þetta ritar, til gagnanna, enda hefur lítil tilraun verið gerð til þess að leggja á þau mat, hins vegar hefur verið leitast við að draga fram islenskar samtímaheimildir gögnunum til skýringar. Mörg fleiri gögn eiga vafalítið eftir að koma fram síðar, sem gefa enn betri heildarm.vnd af þeim málum, sem hér hafa verið rædd, en nú liggur fyrir. Til dæmis er nauðsvnlegt að bera frásagnir íslensku sendi nefndarinnar saman við frásagnir Bandarikja- manna. Við lestur skjalanna og mat á þeim. verður ætið að hafa í huga, að þau eru rituð af Bandaríkjamönnum fyrir 27 árum, við allt aðrar aðstæður en þær, sem við nú búum við. og þar af leiðandi önnur viðhorf. Með engum rétti er unnt að heimfæra þessi sk.jöl upp á núverandi ástand Knginn vafi getur leikið á því hve Banda- ríkiamiinnum var gerð ljós grein fyrir því. að með aðild sinni að Atlantshafsbandalaginu skuldbyndu Íslendingar sig ekki til að hafa hér her á friðartímum. Hitt er mjög fróðlegt rann- sóknarefni, sem verður að bíða síðari tíma, að skýra þann gang mála, sem leiddi til þess. að 1951 gerðu íslendingar sérstakan varnarsamn- ing við Bandaríkin innan ramma Atlantshafs- sáttmálans um dvöl bandarísks varnarliðs í landinu. I umræðum um aðild Islands að Atlantshafs- bandalaginu og síðar varnarsamninginn við Bandaríkin má aldrei gleyma þeim aðstæðum, sem ríktu á alþjóðamálum á þeim tíma, er þessar afdrifaríku ákvarðanir voru teknar. Valdarán kommúnista i Tékkóslóvaíku 1948 stuðlaði mjög að því að ríkin beggja vegna Atlantshafs ákváðu að sameinast í varnar- bandalagi. Innrás kommúnista í Kóreu í júní 1950 þótti sýna, að yfirgangi þeirra voru engin takmörk sett og því væri nauðsynlegt að efla enn varnarviðbúnað. Atlantshafsbandalagið ákvað þá að koma á fót sameignlegum her- stjórnum til að bera ábyrgð á framkvæmd samræmdu varnaráætlananna á ófriðartímum. 2. apríl 1951 hóf Eisenhower störf f Rocquen- eourt við Paris sem fyrsti yfirmaður Evrópu- herstjórnar bandalagsins. Þessi breyting á þróún heimsmála varð til þess.að íslenska ríkisstjórnin komst að þeirri niðurstöðu, að varnarleysi Íslands stefndi bæði landinu sjálfu og friðsömum nágrönnum þess i mjög mikla hættu. Fallist var á tilmæli Atlantshafsbandalagsins um að taka upp við- ræður við Bandaríkjamenn um varnir Islands á grundvelli Atlantshafssáttmálans og lauk þeim með samningsgerð 5. maí 1951. Gengið var út frá ákveðnum forsendum 1949 og 1951, þegar rætt var um friðartíma. Þá var tekið mið af hernaðartækni þess tíma og stöðu alþjóða- mála. Síðan hefur orðið gjörbylting á báðum þessum sviðum, sem hefur mjög stuðlað að því, að hin gamla skilgreining á hugtakinu friðar- tímar er úr gildi fallin. Bjarni Benediktsson taldi svo komið 1957 að vegna breyttra aðstæðna í hernaðartækni. væru forsendurnar gjörbreyttar frá árinu 1949. Lýsti hann þessu þannig í ræðu.sem hann flutti á fundi Heimdallar 14. apríl 1957: „Það er að vísu satt, að þegar við gerðumst aðili að Atlantshafsbandalaginu 1949, þá höfðum við þann fyrirvara á, að við vildum ekki hafa erlendar herstöðvar hér á friðar- tímum. heldur ætluðum við okkur einungis að veita erlendum aðilum svipaða aðstöðu hér. ef til ófriðar kæmi, eins og gert var í síðustu styrjöld. En siðan eru viðhorfin gjörsamlega bre.vtt. . Það er ekki einungis að styrjöldin sjálf sé orðin miklu hættulegri og með hörmulegri afleiðingum en nokkru sinni áður, heldur er nú gagnstætt því sem áður var, nærri undir- búningslaust hægt að hefja styrjöld. En þegar við vorum að semja um inngöngu i Atlants- hafsbandalagið 1949, var því haldið fram, og með rökum, að hægt væri að sjá með nokkurra vikna fyrirvara, hvort styrjöld væri í aðsigi eða ekki. Herflutningar og hin og þessi atvik til undirbúnings gæfu til kynna, að verið væri að efna til styrjaldar. Þetta var alveg rétt. Bæði 1914 og 1939 mátti næstu vikurnar á undan sjá. að þá var farið að efna til styrjaldar. Það gat framhjá engum farið. En nú er orðin á þessu breyting. Eftir að hin nýju, ógurlegu vopn komu til sögunnar, flugvélarnar, sem hægt er að senda frá flugvöllum innan úr miðjum löndum, eldflaugar, sem hægt er að skjóta frá eldflaugastæðum, sem eru fyrir hendi þegar í dag, þá er hægt að hefja styrjöld svo að segja gersamlega fyrirvaralaust. Þess vegna er sá fyrirvari, sem um var talað 1949, og við þá í góðri trú gerðum ráð fyrir nú gersamlega úr sögunni." Mikil breyting hefur orðið á hernaðartækni síðan 1957, þegar ofangreind ræða var flutt. Því miður hefur þróunin ekki orðið á þann veg, að dregið hafi úr hernaðarlegu mikilvægi íslands. íslendingar verða nú sem fyrr að tryggja öryggi lands sins miðað við ytri að- stæður, þvi að ekki höfum við afl til að mæla fyrir um gang mála. 1949 töldum við nægilega tryggingu fólgna í aðild að Atlantshafsbanda- laginu, 1951 var síðan varnarsamningur gerður við Bandarikin vegna breyttra að- stæðna. Með þessari skipan erum við sann- færðir um það enn þann dag í dag, að öryggi okkar sé tryggt. Núverandi aðstæður leggja þyngri skyldur en fyrr á herðar íslendinga á þann veg, að þeir rasi ekki um ráð fram við mótun stefnu sinnar í öryggismálum, því að afleiðingar rangra ákvarðana gætu orðið ör- lagaríkari en nokkru sinni áður. HLJÖMLEIKAR í Austurbæjarbíói mánudaginn 3. maí1976 kl. 19.30 til minningar um hjónin Bjarna Bjarnason lækni og Reginu Þórðardóttur leikkonu. EFNISSKRÁ FYKIR HLÉ W. A. Mozart........... Ein Mádchen oder Weibchen úr óp. Töfraflautan Halldór Vilhelmsfon — K. C. G. Puccini.................... In quelle trine morbide úr óp. Manon Lescaut Inga María Eyjólfsdóttir — A. L. G. F. Handel.............. Verdi prati, úr óp. Alcina Guðmundur Guðjónsson — S. H. 0. Nicolai................ Als Biiblein klein úr óp. Kátu konurnar í Windsor Hjálmar Kjartansson — R. R. W. A. Mozart.............. Dúett úr óp. Brottnámið úr kvennabúrinu ólöf Harðardóttir . Garðar Cortes — K. C. G. Puccini..................... Un bel di vedremo úr óp. Madame Butterfly Elin Sijfurvinsdóttir — S. S. G. Verdi.................... II lacerato spirito úr óp. Simon Boccanegra Jón SigurbjÖrn8son — ó. V. A. C. Saint-Saens ............. Mon ceour s’ouvre a ta voix úr óp. Samson og Dahlila Sigríður E. Magrnúsdótt r — ó. V. A. W. A. Mozart................ Bréfdúettinn úr óp. Brúðkaup Figarós Guðrún A. Símonar . ólöf Harðardóttir — G. K. EFTIR HLÉ G. Vcrdi.................... Niun mi tema úr óp. Otello Mafirnús Jónsson — ó. V. A. A. Dvorák................... Söngur Rusölku til mánans úr óp. Rusalka Ingrveldur Hjaltested — K. C. R. Wagner................... 0, du mein holder Abendstern úr óp. Tannhauser Þorsteinn Hannesson — K. C. A. Ponchielli............... Voce di donna úr óp. La Gioconda Rut Magrnússon — R. B. G. Verdi.................... Dúett úr óp. U trovatore Sigurveigr Hjaltested . Guðmundur Guðjónsson — S. H. W. A. Mozart............... Madamina, il catalogo é questo úr óp. Don Giovanni Kristinn Hallsson — L. R. C. Saint-Saens.............. 0, love! From thy power úr óp. Samson og Dahlila Guðrún Á. Símonar — G. K. G. Bizet................ Söngur nautabanans úr óp. Carmen Guðmundur Jónsson — ó. V. A. U ndirleikarar: Krystyna Cortes Agrnes Löve, Skúli Halldórsson, Ragmar Bjömsson, Sigrríður Sveinsdóttir, ólafur Vigrnir Albertsson, Guðrún Kristinsdóttir, Lára Rafnsdóttir. AÐGONGUMIÐASALA I AUSTURBÆJARBIOI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.