Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 48
93. tbl. 63. árg. LAUGARDAGUR 1. MAl 1976 Humarstofninn á mikilli uppleið: Heimilt að veiða 2800 lestir í sumar Sjávarútvegsráðunevtið hefur ákveðið, að heimilt skuli að veiða 2800 lestir af humri í sumar, og verða veiðarnar stöðvaðar fvrir- varalaust þegar því magni hefur verið náð. 1 fyrra var heimilt að veiða 2000 lestir, en alls veiddust þó um 2350 lestir á þeirri vertfð. I fréttatilkynningu frá sjávar- Norðursjórinn: Vilja skipta kvótanum miili veiðiskipanna Eigendur síldveiðiskipa sem stundað hafa veiðar í Norður- sjó komu saman til fundar hjá Landssambandi íslenzkra út- vegsmanna í fyrradag og ræddu um hvernig bezt væri að nýta þann kvóta, sem Is- lendingum hefur verið útdeilt þar, en það eru 9.200 lestir í Norðursjónum og 3000 lestir vestan 4. gráðu eða samtals 12.200 lestir. Kristján Ragnarsson formað- ur L.Í.Ú. sagði í samtali við Morgunblaðið I gær, að menn hefðu verið samþykkir, að skylt yrði að sækja um veið- arnar fyrir 15. maí n.k. og mik- ilvægt væri að þeir einir sæktu um leyfi, sem ákveðnir væru Framhald á bls, 49 útvegsráðuneytinu segir, að humarvertíð hefjist 16. maí n.k. og megi ekki standa lengur en til 7. ágúst n.k. Humarveiðileyfi verða ekki veitt bátum, sem eru stærri en 100 brúttórúmlestir. Þó verði stærri bátum veitt leyfi séu þeir búnir 400 hestafla aðalvél eða minni. Miðað verður við báta- stærð og hestaflatölu vélar eins og hún er i skipaskrá Siglinga- málastofnunarinnar, sem gefin var út í janúar 1976. — Þá segir að umsóknir sem berist eftir 14. mai n.k. verði vísast ekki teknar til greina. Hrafnkell Eiríksson fiskifræð- ingur sagði í samtali við Morgun- blaðið i gær, að humarstofninn væri greinilega á mikilli uppleið eftir nokkurra ára takmarkaða friðun. Þó væru einstaka svæði Framhald á bls, 47 17. landsþing Slysavarnafélags Islands var haldið 1 húsi félagsins við Grandagarð 1 gær. Þingið sátu um 130 manns auk gesta. Sjá nánari frásögn af þingsetningunni á bls. 2. — Ljósm : rax. Artic Corsair varð að fara heim eftir að hafa siglt á Öðin — Baldur og Óðinn klipptu í gær BREZKI togarinn Artie Corsair sigldi á varðskipið Óðin síðdegis f gær, þegar varðskipið ætlaði að skera vírana aftan úr togaranum. Bæði skipin skemmdust nokkuð, þó togarinn miklu meira. Gat kom á stefni togarans, þannig að sjór átti greiða leið niður f stafn- hylki og keðjukassa. Áttu togara- menn fljótlega f erfiðleikum, en viðgerðarflokkur frá freigátunni Galatheu var sendur um borð til að þétta gatið. Gert var ráð fyrir, að togarinn héldi áleiðis til Eng- lands s.l. nótt í fvlgd annars togara eða dráttarskips. Fyrr í gær tókst Óðni að klippa á vfra brezks togara og ennfremur tókst Baldri að klippa á togvíra. Gunnar Ólafsson talsmaður Landhelgisgæzlunnar sagði í gær, að þrjú varðskip hefðu tekið saman þátt í aðgerðum á miðunum um 17 milur suður af Hvalbak, eða við Berufjarðarál. Þar voru 22 togarar að veiðum og tii varnar voru 3 dráttarbátar og 4 Framhald á bls. 47 Veruleg hækkun á físk- blokk í Bandaiikjuiium FISKVERÐ virðist enn fara hækkandi á Banda- I gærkvöldi lét úr höfn sovéska flutningaskipið Nikolaj Baumarn með 8000 tunnur af saltaðri Suðurlandssfld. Þetta er sfðasti farmurinn, sem af- skipað er af saltsíldarfram- leiðslu síðustu vertíðar. Sfldin er fullverkuð og fer öll, beint í verzlanir í Sovétrfkjunum í þvf ástandi. sem hún er afgreidd héðan. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Útflutningsverðmæti saltsíldar 1300 millj. kr.: Söltuð síld aftur ein af þýðing- armestu útflutningsafurðunum I GÆR var lokið við að afgreiða til útflutnings síðasta farminn af saltsíld þeirri, sem framleidd var á sfðustu sfldarvertfð hér sunnan- lands, sem stóð yfir frá 15. september til 1. desember s.I. Þessi sfðasti farmur fer til Sovét- ríkjanna og er sfldin seld þar f verzlunum sem fullunnin neyslu- vara, í því ástandi sem hún er afgreidd frá Islandi. Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar frá Síldarútvegsnefnd, að heildarframleiðsla saltsíldar á vertíðinni hefði numið um 95000 tunnum, og mun útflutningsverð- mæti hennar nema um 1300 milijónum króna. Samkvæmt þessu er söltuð síld nú aftur orðin ein af þýðingarmestu útflutnings- afurðum landsmanna. Hinir erlendu kaupendur voru að þessu sinni Sovétmenn, Svíar, Finnar, V-Þjóðverjar, Danir og Pólverjar. Síidarsöltunin var framkvæmd á samtals 16 söltunarhöfnum á svæðinu frá Seyðisfirði suður og vestur um til Ólafsvíkur. Af sölt- unarmagninu voru um 80000 tunnur herpinótasíld og um 15.000 tunnur reknetasíld. Af herpinótasíldinni voru um 15.500 tunnur saltaðar um borð. ríkjamarkaði og nú síðast hefur orðið veruleg hækk- un á blokk og karfaflökum. Nemur hækkunin mest um 7% á karfaflökum. Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem Morgunblaðið aflaði sér hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur Coldwater Seafood Corp., dótturfyrirtæki SH i Bandaríkjunum, enn hækkað verð til framleið- enda á íslandi. Kaupir fyrirtækið nú þorskblokk- ina á 75 cent í stað 70 áður, ufsablokkin hefur hækkað Slitnað upp úr samn- ingaviðræðum sjó- manna og útvegsmanna 1 GÆR siitnaði upp úr samninga- viðræðum sjómanna og útvegs- manna, og hafa frekari viðræðu- fundir ekki verið ákveðnir í bráð. Sjómenn og útvegsmenn hafa að undanförnu setið á fundum með sáttasemjara, en árangur hefur enginn náðst. úr 46 centum í 52 cent, karfablokkin úr 73 centum í 75 cent og ýsublokkin úr 70 centum í 75 cent. Fiskur í neytendaumbúðum, að Framhald á bls, 47 Þörunga- vinnslan tekin til starfa Miðhúsum, 30. apríl. ÞÖRUNGAVERKSMIÐJAN hefur tekið til starfa eftir vetrarhvíldina. Aukið hefur verið við sláttuflotann og fimm nýir lallar hafa verið keyptir og eru þeir nú 11 talsins. Einnig hafa nokkrir bændur hafið handskurð á þangi og eru sigðir notaðar við skurð- inn. Síðan er þangið látið í net og er það dregið að verksmiðju. Bændur fá 3 kr. á hvert skorið kiló. Sveinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.