Morgunblaðið - 11.05.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.05.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1976 Tilkynning sakadóms um Geirfinnsmálið: Brey ttur framburður vitna HÉR fer á eftir fréttatilkvnn- ing, sem sakadómur Reykja- vfkur sendi frá sér í gær um hin nýju vióhorf I rannsókn- inni á hvarfi Geirfinns Einars- sonar. Að neðan er svo greint frá fvrri framburði þeirra Sævars Marínós Ciecielskis, Kristiáns Viðars Viðarssonar og Erlu Bolladóttur í málinu, en haiui er all frábrugðinn seinni framburði þeirra: Hér keniur fréttatilkvnning saka- Jóms í heild: Svo sem áður hefir verið frá greint hefir að undanförnu staðið yfir umfangsmikil rannsókn við sakadóm Reykja- víkur, sem einkum hefir beinzt að þvi að upplýsa hver orðið hafi afdrif tveggja horfinna manna, þeirra Guðmundar Einarssonar úr Reykjavík og Geirfinns Einarssonar frá Keflavík. Rannsókn út af hvarfi Guðmundar Einarssonar hófst í síðari hluta desember sl. og hafa siðan setið í gæzluvarð- haldi þrir menn, sem grunaðir eru um að hafa átt sök á dauða Guðmundar. Menn þessir heita Sævar Marinó Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Tryggvi Rðnar Leifsson. í framburði þeirra hefur komið fram, að Guðmundur hafi látizt í átökum við þá að Hamars- braut 11 í Hafnarfirði, og þeir síðan búið um lík hans og kvatt til kunningja sinn, Albert Klahn Skaftason, sem komið hafi í bifreið að Hamarsbraut 11 og aðstoðað þá við að flytja lík Guðmundar út í Hafnar- fjarðarhraun. Albert Skaftason kannast við að hann hafi farið ferð þessa en eigi vitað hvað verið var að flytja. Albert var í gæzluvarðhaldi frá 23. desember til 19. marz 1976. Þrátt fyrir leit hefur lík Guðmundar ekki fundizt enn. Þá hefir rannsókn málsins á siðara stigi mjög beinzt að því að upplýsa um tildrög öku- ferðar, sem fyrrnefndir Sævar Marinó og Kristján Viðar eru taldir hafa farið í ásamt Erlu Bolladóttur sambýliskonu Geirfinnur Einarsson Sævars Marinós, og fjórða manni, þ.e. ökumanni, sem ekki er enn ljóst hver var, til Kefla- víkur og þar að Dráttarbraut Keflavikur, og að atferli þeirra þar. Ferð þessi var að öllum líkindum farin að kvöldi 19. nóvember 1974, en eftir þann tíma var Geirfinns Einarssonar saknað. Samkvæmt frásögnum Guðmundur Einarsson. þeirra Kristjáns Viðars og Erlu urðu þau vitni að ágreiningi og átökum milli manna. Telur Kristján Viðar sig þar hafa séð til manna, sem eltu og umkringdu mann einn og þjörmuðu siðan að honum með höggum og barsmíðum og jafn- vel eggvopnum. Hafi maður þessi verið orðinn mjög illa á sig kominn og blóðugur er hann sá hann siðast. Þá hafi einhverjir manna þessara hins vegar stuggað sér frá og Sævar Marinó farið með sig að bifreið þeirra. Telur Kristján Viðar sig minnast þess, að er þeir voru komnir í bifreiðina, hafi hann séð riffil i höndum Sævars Marinós, en Erlu sá hann þá ekki. Þá hefir Erla nú nýlega skýrt svo frá, að Sævar Marinó hafi er þetta gekk yfir verið með riffil i höndunum og haldið honum mjög að sér og nánast lagt hann í hendur hennar og sagt henni fyrir verkum um það hvernig hún skyldi beita honum gegn nær- stöddum manni, sem þá var þegar mjög illa á sig kominn. Hafi hún síðan að fyrirmælum Sævars Marinós beint þessu vopni að manninum og hleypt af. Hafi henni þá sortnað fyrir augum, misst byssuna í hendur Sævars Marinós, sem stóð fast að baki hennar, en siðan hlaupið á brott og falið sig, og síðan komizt til Hafnarfjarðar og Reykjavikur eins og áður hefir verið frá skýrt. Eftir myndum að dæma telur Erla næsta sennilegt, að sá, sem fyrir þessu varð, hafi verið Geirfinnur Einarsson. Ekki er frekar upplýst um afdrif hans. Treglega hefir gengið að fá Upprifjun á fyrri fram- burði í Geirfinnsmálinu Einarssyni. Hafði hún komið að banamönnum Guðmundar, þeim Sævari, Kristjáni Viðari og Tryggva Rúnari, þar sem þeir voru að pakka líki Guðmundar inn í lak í húsinu Hamarsstígur 11 í Hafnarfirði nóttina sem Guðmundur hafði verið myrtur í þessu sama húsi. Fylgdu handtökur i kjölfar þessara upplýsinga Erlu Bolla- dóttur og lá fljótlega fyrir játn- ing umræddra þriggja manna. Að lokinni rannsókn fjár- svikamálsins var Erlu Bolla- dóttur sleppt, Eftir að Erlu var sleppt taldi hún sig verða fyrir ýmsu ónæði svo sem sím- hringingum ónafngreindra aðila og hún taldi sér ógnað. Var árásin á Geirfinn gerð eftir bátsferðina? EINS og fréttatilkvnning saka- dóms Revkjavfkur frá f gær ber með sér, er framburður þeirra Kristjáns Viðars Viðarssonar og Erlu Bolladóttur um aðdragandann að láti Geirfinns Einarssonar ailmjög frábrugð- inn þeim framburði, sem þau höfðu áður gefið. Þykir Mbl. rétt að rifja upp fvrri framburð þeirra í málinu, svo og framburð Sævars Marfnós Ciecielski, sem féll mjög í sama farveg, en frá þessum fyrri framburði var skýrt á blaðamannafundi, sem Örn Höskuldsson rannsóknar- dómari hélt f skrifstofu sinni f sakadómi Reykjavikur föstu- daginn 26. marz. Upphaf málsins var það, eins og margsinnis hefur komið fram í fréttum Mbl., að þau Sævar Ciecielski og Erla Bolla- dóttir voru hneppt í gæzluvarð- hald í desember s.l., grunuð um að hafa svikið 950 þúsund krónur út úr Pósti og síma. Viðurkenndi Sævar afbrot þetta og Erla, sem var sambýlis- kona Sævars, viðurkenndi að hafa tekið út helming fjár- hæðarinnar. Við frekari yfir- heyrslur gaf Erla upplýsingar, sem leiddu til þess, að upp komst um morðið á Guðmundi Dráttarbrautin f Keflavik, þar sem Erla Bolladóttir segist hafa skotið að manni úr riffli, að öllum líkindum Geirfinni Einarssvni. Myndin var tekin f gær. Heildarafli landsmanna 124 |)ás. lestum minni t DAG, 11. maí, er lokadagurinn, en enn mun samt töluverður fjöldi skipa halda áfram netaveið- um. Þessi vertfð hefur verið ein sú léiegasta um margra ára skeið og kemur það glögglcga fram i skýrslu Fiskifélags tslands um 2 í gæzlu hjá Fíkni- eínadómstóli FÍKNIEFNADÓMSTÓLLINN úrskurðaði um heigina 2 menn í gæzluvarðhald fyrir meint fíkniefrí'amisferli. Fékk annar 10 daga gæzluvarðhald en hinn 15 daga. Arnar Guðmundsson fulltrúi við dómstólinn sagði við Mbl. í gærkvöldi, að á þessu stigi væri ekkert hægt að segja um umfang þessa máls, rannsókn þess væri í fullum gangi. heildarafla landsmanna frá ára- mótum til 30. aprfl s.l. Þar kemur fram að heildaraflinn er nú 522.388 lestir á móti 647.135 lest- um á sama tima f fyrra, eða 124.780 lestum meiri. Munar hér mest um loðnuaflann, sem nú er 118 þús. lestum minni en í fyrra. 1 skýrslunni kemur fram, að þorskafli bátaflotans er nú 115.856 lestir á móti 123.479 lest- um í fyrra. Á aðalveiðisvæðinu frá Ilornafirði til Stykkishólms er Lokadagurinn er í dag og eins og frá öndverðu starfi Slysavarna- félags tslands verður merkjasölu- dagur félagsins í dag. Með merkjasölunni fjármagnar SVFÍ það nauðsynjastarf, sem félagið hefur unnið um árabil með þeim ágætum, sem alþjóð er kunnugt. í dag óskar SVFl eftir stuðningi aflinn nú 89.931 lest á móti 97.566 lestum í fyrra. Togaraaflinn er nú 64.189 lestir, en var í fyrra 63.491 lest. Loðnuaflinn varð að þessu sinni 338.070 lestir en 1 fyrra 456.000 lestir. Rækjuaflinn er núna 3.755 lestir á móti 2.681 lest í fyrra og hörpudiskafli 485 lestir á móti 537 lestum í fyrra. Guð- mundur Ingimarsson, fulltrúi hjá Fiskifélagi Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að gott Framhald á bls. 39 almennings og enginn veit hvort hann þarf ekki á aðstoð SVFÍ að halda á morgun. SVFÍ hvetur for- eldra til að leyfa börnum sínum að selja merki félagsins. Með- fylgjandi mynd er tekin af einni af björgunarsveitum SVFÍ í starfi. Lokadagurinn merkja- söludagur SVFI að venju Prófessor Michacl Schneider að æfa sig á orgel Dómkirkjunnar f gær. Ljósmynd Mbl. RAX. Dómkirkjan í kvöld: Heimsfrægur organisti Hinn heimsfrægi organleik- ari prófessor dr. Michael Schneider er hér í boði félags islenzkra organleikara. Hann mun halda tónleika í Dómkirkj- unni á þriðjudagskvöld 11. maí kl. 8.30. Þá mun hann halda fyrirlestur á vegum Tónlistar- skólans í Reykjavík, og auk þess gefa þeim organleikurum, sem þess óska, tækifæri til að leika fyrir sig á miðvikudag 12. maí. Héðan mun hann halda til Þýzkalands á fimmtudag. Efn- isskráin á tónleikunum í Dóm- kirkjunni er hin sama og Felix Mendelssohn-Bartholdy hafði Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.