Morgunblaðið - 11.05.1976, Side 7

Morgunblaðið - 11.05.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1976 7 Veiðiheimildir Norðmanna Nú liggur fyrir Alþingi tillaga til þingsályktunar um staðfestingu á sam- komulagi við rlkisstjórn Noregs um takmarkaðar heimildir norskra fisk- veiðiskipa til veiða I fisk- veiðilandhelgi okkar. Er hér einvörðungu um að ræða heimildir til llnu veiða (utan 12 sjómllna marka). sem veittar verði til 2—4 mánaða I sinn. íslenzk stjómvöld ákvarða upp á sitt eindæmi hámarksaflann, þ.á m. af þorski. Samkomulagið er ótlmabundið og upp- segjanlegt með sex mánaða fyrirvara hvenær sem er. í þvl felst ótlvræð og fyrirvaralaus viður- kenriing Norðmanna á al- gjörum yfirráðum íslend- inga yfir 200 milna fisk- veiðilandhelginni. Sam- komulag þetta er á þá lund að þvi verður erfitt að hafna. enda llklegt talið að það hljóti stað- festingu Alþingis, e.t.v. með einhverjum mót- atkvæðum úr þingliði „Alþýðubandalagsins". Meginuppistaðan I afla Norðmanna hér hefur verið langa og keila (1850 tonn 1974) en þorskafii þeirra hefur verið mjög óverulegur. Veiðiheimildir Færeyinga Okkar næstu nágrannar og frændur, Færeyingar, eru sennilega eina þjóðin i heiminum sem eru háðari fiskveiðum en við. Það hefur þvi löngum verið álit Íslendinga að þeir eigi að njóta sérstöðu, ef og þegar samið er um undan- þágur annarra til veiða innan Islenskrar fiskveiði- landhelgi. Samkornulag það, sem nú hefur verið gert við Færeyinga, og biður samkomulags Alþingis, er efnislega á þessa leið: Heildarafli færeyskra skipa skal ekki fara fram úr 17.000 tonnum á ársgrundvelli og þar af skal þorskafli ekki vera meiri en 8.000 tonn. Þetta fyrirkomulag skal vera ótfmabundið og upp- segjanlegt hvenær sem er með sex mánaða fyrir- vara. Þetta er veruleg veiðiskerðing, einkum á þorski, frá fyrra sam- komulagi. Samkvæmt skýrslum var þorskafli Færeyinga hér 14.200 tonn 1973, en nokkru minni eða 12.200 tonn 1974. Þá er af tekin fyrri heimild Færeyinga til að veiða fisk til vinnslu I salt. Hins vegar er ekki I þessum samningi vlðllka viðurkenning á 200 mllum okkar og I norska samkomulaginu þó fær- eyska landsstjórnin hafi algjöra samstöðu með okkur I þvl máli. Þvl veldur samband Fær- eyinga við Danmörku og slðan aðild Danmerkur að EBE. Þessir færeysku samningar njóta engu að sfður augljósar samúðar á Alþingi islendinga. For- maður Alþýðuf lokksins, Benedikt Gröndal, sem mælti mjög með norsku samningunum, virtist einn ræðumanna á þing um þetta mál andvlgur samningsuppkastinu við Færeyinga. Talsmaður Alþýðubandalagsins, Gils Guðmundsson, tók hins vegar jákvæða afstöðu með færeysku samning- unum en heldur neikvæða gegn þeim norsku. Tals- maður SFV, Magnús Torfi Ólafsson. mælti ekki gegn samningunum. sagði á þeim kost og löst, en virt- ist þó fremur fylgjandi þeim en hitt. Veiðiheimildir okkar á fjar- lægari miðum Samningsvilji íslend- inga, sem fram hefur komið I samningum við nokkrar fiskveiðiþjóðir á okkar hafsvæði, hefur slður en svo skemmt fyrir sjónarmiðum okkar á haf- réttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna. And- staða gegn samningum við Færeyinga, sem svo háðir eru fiskveiðum. hefði örugglega mælzt sérstaklega illa fyrir. Á það er og að l(ta að við þurfum er tlmar llða, og fyrr en slðar, að leita samninga um veiðar á fjarlægari miðum. Þar koma ekki einungis til greina slldveiðar I Norður- sjó, sem verið hafa útgerð okkar og gjaldeyrisöflun mjög mikilvægar. Þar má og til nefna veiðar við Grænland, er fiskveiðilög- sagan verður þar færð út. en Grænlendingar eru I rlkjasambandi við Dani, eins og Færeyingar. Að neita samningum við Fær- eyinga nú væri þvl naum- ast gott innlegg hjá okkur, horfandi fram á veiðihagsmuni okkar við Grænland, sem við kunnum að þurfa að leita samninga um eftir mjög skamman tlma. Sérbyggð nótaskip okkar, sem leitað hafa á loðnumið við Kanada. fá sennilega leyfi til að landa 20—25 þús. tonnum af loðnu á komanda sumri þar I landi (sem þýðir að þrjú skip geti stundað veiðar þar). Jafnframt eru vonir við það bundnar að Islenzk skip fái að landa I norska bræðsluskipið Norglobal 15 þúsund tonnum af loðnu á sumri komandi. Þessi leyfi geta haft þýðingu siðar, er semja þarf við Kanada eftir tilkomu nýrra haf- réttarreglna. Það er þvi á margt að lita, þegar við tökum afstöðu til fisk- veiðisamninga. sem haft getur áhrif á framtiðar- hagsmuni islenzkrar út- gerðar. Nýr ódýr Fiat Fiat 125 P I8ai UUSlMALu , ] Hámarkshraði 135 km. []] Benzíneyðsla um 1 0 lítrar per 1 00 km []] Diskabremsur á öllum hjólum. []] Radial — dekk. []] Ryð- vörn. [] Tvöföld framljós með stillingu. | | Læst bensínlok. []] Bakkljós. []] Rautt Ijós í öllum hurðum. []] Teppalagður | | Loftræstikerfi. []] Öryggisgler. []] 2ja hraða miðstöð. [] 2ja hraða rúðuþurrkur. | Rafmagnsrúðusprauta. []] Hanzkahólf og hilla. [] Kveikjari [] Litaður baksýnis- spegill. [] Verkfærataska. [] Gljábrennt lakk. [] Ljós í farangursgeymslu. [] 2ja hólfa karborator. [] Synkromeseraður gír- kassi. aik 1159 ^ynn* ngarve’ FIAT EINKAUMBOO A ISLANDI 'Davíd Sigurdsson hf . SIOUMULA 35 SIMAR 38845 - 38888 E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919. jQZZBQLLöCCQkÓLÍ BÓPU Dömur athugið Sumar- líkom/fccki námskeiö 3ja vikna sumarnámskeið hefst 1 7. maí Megrun og líkamsrækt fyrir dömur á öllum aldri. 'k Morgun-, dag- og kvöldtímar. Tímar tvisvar og fjórum sinnum í viku. -A- Sturtur, sauna, Ijós. Upplýsingar og innritun í síma 83730. jozzóaiietxskóii Bóru Málarinn á þakinu velur alkydmálningu með gott veðrunarþol. Hann velur Þ O L frá Málningu h.f. vegna endingar og nýtni. Einn líter af ÞOLI þekur um það bil 10 fermetra. Hann velur Þ O L frá Málningu h.f. vegna þess að ÞOL er framleitt í 10 fallegum staðallitum, — og þegar kemur að málningu á gluggunum, girðingunni og hliðunum, blandar hann litina samkvæmt nýja ÞOL litakortinu. Útkoman er: fallegt útlit, góð ending. Málarinn á þakinu veit hvað hann syngur. njpa rpxoqqöTiDazzDr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.