Morgunblaðið - 11.05.1976, Page 37

Morgunblaðið - 11.05.1976, Page 37
2florjjimWní>ií> MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1976 19 — Enn óvíst hver tekur við afÓmari Enn er óráðið hver tekur við starfi Omars Ragnarssonar sem íþróttafréttaritari sjónvarps- ins. Sigrún Stefánsdóttir, rit- stjóri tslendings á Akureyri, var meðal þeirra, sem sóttu um starfið og að sögn Péturs Guð- finnssonar hjá sjónvarpinu er enn ekki ákveðið hver fær starfið. Pétur taldi líklegt að staðan yrði veitt fljótlega og þá einhverjum úr þeim hópi, sem sótti um starfið, er það var aug- lýst fyrir nokkru síðan. Skúli varð meistari á NM í kraft- lyftingum Austfirðingurinn Skúli Óskarsson tryggði sér Norðurlandameistaratitil í kraftlyftingum í sínum þyngdarflokki um helg- ina, en Norðurlanda- mótið fór að þessu sinni fram í Þrándheimi. Náði Skúii sínum bezta árangri til þessa og lyfti samtals 650 kg og er sá árangur jafnframt ís- landsmet. Sem kunnugt er varð Skúli þriðji á heimsmeistaramótinu í lyftingum, sem fram fór í Englandi í vetur. Holbœk og Atla gengur vel Holbæk er nú f 2. sæti I dönsku 1. deildinni og hefur liðinu gengið mjög vel að undanförnu. Um helgina sigraði Holbæk lið Esbjerg 2:0 og fór leikurinn þó fram á heimavelli Esbjerg. Atli Þór Héðinsson leikur eins og kunn- ugt er með liði Holbæk og hefur honum gengið vel í leikj- um liðsins að undanförnu. Atli skoraði þó ekki I leiknum um helgina, en hefur skorað þrjú mörk fyrir aðallið Holbæk. Hol- bæk er komið í úrslit dönsku bikarkeppninnar og á einmitt að leika gegn Esbjerg í úrslita- leiknum. t deildinni er Holbæk í öðru sæti ásamt Frem, en þessi lið eru með einu stigi minna en B-1903, en hafa leikið einum leik minna. Reykjavíkurmeistarar Víkings, aftari röo frá vinstri: Bill Haydock þjálfari, Stefán Halldórsson, Adolf Guomundsson, Magnús Bárðarson, Gunnlaugur Kristfinnsson, Helgi Helgason, Róbert Agnarsson, Lárus Jónsson, Kári Kaaber, Bergþór Jónasson, Sigurður Gunnarsson og Ásgrlmur Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Víkings. Fremri röð: Óskar Tómasson, Ragnar Gíslason, Magnús Þorvaldssön, Diðrik Ólafsson, Eirlkur Þorsteinsson fyrirliði, Jóhannes Bárðarson og Haraldur Haraldsson. (Ljósm. RAX). Víkingur meistari VÍKINGAR unnu auðveldari sigur á Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu i gærkvöldi en búast hefSi mátt við eftir fyrri leikjum þessara liða i mótinu að dæma. Úrslit leiksins urðu 2:1 sigur Vikinga, en i leikhléi var staðan 1:1. Urðu Vikingar því Reykjavíkur- meistarar, hlutu 10 stig, en Valur og Fram urðu jöfn i 2. sæti með 8 stig. Nokkurt rok var á Melavellinum í gærkvöldi og því ekki sérlega auðvelt að leika knattspyrnu. Sóttu Vals- menn undan vindinum og ekki voru liðnar nema 3 mínútur af leiktímanum þegar staðan var orðin 1:0 fyrir þá. Ingi Bjöm Albertsson skoraði markið eftir að Atli Eðvaldsson hafði kastað inn I teiginn úr innkasti. Voru Víkingarnir illa sofandi á verðinum er markið var skorað og leikmenn Vals óvaldaðir í teignum. Vikingar bættu mjög úr þessu er leið á leikinn. Þeir voru fljótari á boltann og tókst oft að leika laglega saman. Á 34. mínútu hálfleiksins var dæmd vítaspyrna á Vilhjálm Kjartansson, en hann brá Óskari Tómassyni innan vítateigs. Eiríkur Þorsteinsson framkvæmdi spyrnuna og skoraði örugglega. Rétt áður en þetta gerðist hafði Guðmundur Þorbjörnsson átt þrumuskalla að marki Víkinga en Diðrik Ólafsson varði mjög glæsi- lega. Knötturinn barst yfir í vítateig Valsmanna og á sömu mínútunni átti Stefán Halldórsson skot rétt yfir úr góðu færi. Annað mark Víkinga kom á 65. mínútu leiksins og var mjög vel að því staðið hjá Víkingum. Stefán Halldórsson og Gunnlaugur Kristfinnsson léku skemmtilega í gegnum vörn Valsmanna og endaði sóknarlotan með stungusendingu Gunnlaugs á Stefán, sem var í góðu færi í vítateignum og skoraði í hliðar netið framhjá Sigurði Dagssyni 2:1 og fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og það var aðeins síðustu mínúturnar að Valsmenn reyndu að reka af sér slyðru- orðið en allt kom fyrir ekki. Víkingar voru vel að þessum sigri komnir og að baki honum stóð liðsheildin Oruggten ekki auðvelthjáKR KR-INGAR fengu þrjú stig fyrir leik sinn gegn Þrótti á laugardaginn en úrslit leiksins urðu 4:1, KR-ingum ( vil. Sá sigur vannst þó ekki átakalaust og voru Þróttarar sfzt lakari aðilinn í leiknum allt fram í miðjan seinni hálfleikinn. Höfðu þeir reyndar skorað eina mark leiksins er þá var komið sögu. Þá var sem allur vindur væri úr liði Þróttar og skoruðu KR-ingar f jögur mörk það sem eftir var leiktímans. pyrjr j,rý(( skoraði Sverrir Brvnjólfs- son, en fyrir KR þeir Árni Guðmundsson (2), Börkur Ingvarsson og Sverrir Herbertsson. 1 V í ál ^ í ;m ** m,- Mk Frá því nokkru eftir ára- mót hefur yngsta kyn- slóðin mætt ötullega í víðavangshlaup, sem ýmis íþróttafélög hafa gengist fyrir. Hljóm- skálahlaup, Austurbergs- hlaup, Fylkishlaup og Breiðholtshlaup hafa verið hlaupin og þó að margir keppendanna hafi ekki verið háir í loft- inu þá hafa þeir ekkert gefið þeim stærri og eldri eftir. Þessar svip- myndir tók Friðþjófur Helgason er Breiðholts- hlaup ÍR var að hefjast á sunnudaginn undir rögg- samri stjórn Guðmundar Þórarinssonar íþrótta- kennara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.