Morgunblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 39
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1976
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1976
21
Stefán og Erlendur keppa
Ijrir vestiir-þv/kt félag
ÞAÐ ER heiglum hent að fylgjast með þvf hvar frjálsfþróttafólk-
ið okkar er statt á jarðarkringlunni frá degi til dags. A sunnudag-
inn héldu þrjú til að mynda til Rússlands þar sem þau taka þátt f
miklu móti við Svartahaf í kvöld, annað kvöld og á miðvikudag-
inn. Þau sem fóru f þessa ferð voru þau Liija Guðmundsdóttir,
Sigfús Jónsson og Agúst Asgeirsson.
Þeir Stefán Hallgrímsson og sterkt félag þar og nefnist það
Erlendur Valdimarsson hafa að ASV Köln og aettu þeir að fá að
undanförnu dvalíð við æfingar vera með f nokkrum sterkum
með finnska landsliðinu á
Kanaríeyjum og þar kynntust mótum, með þvi að keppa fyrir
þeir þýzkum frjálsíþróttamönn- Þjóðverjana.
um, sem buðu þeim með sér til Örn Eiðsson formaður FRI
Kölnar þar sem þeir hyggjast sagði að þessi „landflótti"
æfa næsta mánuðinn. Hafa þeir frjálsíþróttafólksins væri ekk-
fengið leyfi til að keppa fyrir ert til að undrast.
Heimamenn sterkir í Leirn
ÞORBJÖRN Kjærbo sigraði f „Dunlop—open" golfkeppninni,
sem fram fór á Hólmsvelli f Leiru um helg'-aa. Náði Þorbjörn 4
högga forskoti fyrri daginn er hann fór völlinn á 75 höggum.
Seinni daginn gekk honum að vfsu ekki alveg eins vel, en samt
nógu vel til að sigra f keppninni á 157 höggum.
1 öðru sæti án forgjafar varð GS og verður ekki annað sagt
Þórhallur Hólmgeirsson einnig en að heimamennirnir hafi
úr GS á 160 höggum, en i fjórða staðið sig vel f keppninni f Leir-
sæti varð Geir Svansson úr GR unni.
á 162 höggum. 1 fjórða sæti Golfvöllur þeirra Suðurnesja-
varð svo sonur Þorbjörns, manna hefur komið mjög vel
Jóhann Rúnar Kjærbo, á 164 undan vetri og standa nú mikl-
höggum og jafnir í 5. sæti urðu ar framkvæmdir fyrir dyrum
Júlfus Júlfusson GK og Sigur- við völiinn. Þannig er stefnt að
jón Gislason GK á 165 höggum. þvf að stækka völlinn og fjöiga
I keppninni með forgjöf sigr- holum um þrjár næsta sumar.
aði Hilmar Björgvinsson á 140 Þá er verið að setja vatnstor-
höggum en f næstu sætum urðu færur á völlinn og fleira til að
Skafti Þórisson og Annel Þor- gera hann erfiðari — en um
kelsson. Allir eru þeir þrír úr leið skemmtilegri.
Valor 65 ára í dag
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Valur fagnar 65 ára afmæli sínu um
þessar mundir og minnast eldri sem yngri Valsarar þessara
merku tfmamóta með kaffi og kökum f féiagsheimíli sfnu við
Hlfðarenda f dag frá kl. 16—19. Núverandi formaður Vals er
Ægir Ferdinandsson.
Valur hefur alit frá því að
Friðri:-; Friðriksson stóð að
stofnun félagsins verið eitt
sterkasta íþróttafélag landsins.
Innan félagsins eru nú iðkaðar
fimm fþróttagreinar, knatt-
spyrna, handknattleikur, körfu-
knattleikur, badminton og
skfði. I boltafþróttunum er
Valur alls staðar f fremstu röð
og skíðadeild Vals á skiðaskála
fyrir ofan Kolvíðarhól, sem þó
hefur verið Iftið nýttur undan-
farin ár.
Valsmenn hafa komið sér
upp mjög góðri aðstöðu við
Hlfðarenda og munu væntan-
lega í næsta mánuði vfgja þar
nýjan grasvöll fyrir knatt-
spyrnumenn félagsins. Þá er
fyrirhuguð bygging nýs iþrótta-
húss á svæðinu og batnar að-
staða til iðkana inniíþrótta enn
við tilkomu þess húss.
Mótabók KSÍ komin nt
MÓTABÓK KSl er komin út og hefur bókin að geyma skrá yfir
r„ót á vegum KSl í sumar. Þar að auki er f bókinni einnig að
finna ýmsan annan fróðleik og verður bókin betri og betri með
hverju árinu sem ifður. Það er Mótanefnd KSt sem gefur bókina
út, en veg og vanda af útkomu bókarinnar hefur Helgi Danfelsson
haft.
Af efni bókarinnar má nefna
skipan stjórnar KSÍ og nefnda
sambandsins, lög og reglugerð-
ir um knattspyrnumót, myndir
af sigurvegurum í mótum KSl á
sfðasta ári og félagatal. Þá eru i
bókinni ýmis nýmæli eins og
t.d. úrslit leikja f 1. deild frá
1959 og 2. deild frá 1970, skrá
yfir þátttöku íslenzka félaga-
liða i Evrópumótum frá upp-
hafi. Þá er í bókinni skrá yfir
landsleiki Islands, sigurvegara
f Islandsmótum og dómaratal er
í bókinni.
Mótabók KSl, sem er oróin
þægileg uppsláttarbók fyrir
knattspyrnuunnendur verður
seld á 500 krónur.
Alafossmaapið
HIÐ árlega Alafosshlaup sem er víðavangshlaup á vegum Ung-
mennafélagsins Aftureldingar fór fram fyrir nokkru. Var keppt f
fjórum flokkum, barnaflokki, unglingaflokki og f flokki kvenna
og karla. lllupu börnin, unglingarnir og konurnar 2,9 kflómetra
vegalengd, en karlarnir 6,3 km vegalengd. Helztu úrslit f hlaup-
inu urðu þessi:
Barnaflokku — f. 1963 og sfðar:
Guðni Sigurjónsson, UBK
11:03,9
Guójón Ragnarsson, ÍR
11:13,1
Ingvar Þórðarson, FH
Kvennaflokkur:
Ragnhildur Pálsdóttir, KR
11:10,0
Lilja Steingrfmsdóttir, USVS
11:23,0
Anna Ilaraldsdóttir, FH
11:21,3
Unglingaflokkur f. 1959—1962:
Ingvi Ó. Guðmundsson, FH
10:24,0
Steinþór Pálsson, UMFA
10:30,0
Magnús Haraldsson, FH
11:54,4
Karlaflokkur:
Gunnar Páll Jóakimsson, IR
21:55,5
Agúst Gunnarsson, UBK
22:31,4
Hafsteinn Óskarsson, ÍR
10:49,8
27:22,4
Sigurvegarar Hauka f litlu bikarkeppninni, aftari röð frá vinstri: Þráinn Hauksson, Ulfar Brynjarsson,
Eirfkur Bóason, Guðm. Sigmarsson, Björn Svavarsson, Guðjón Sveinsson, Loftur Evjólfsson, Sigurður
Aðalsteinsson og Ólafur Sigurgeirsson formaður Knattspyrnudeildar Hauka. Fremri röð: Pétur Arnason,
Steingrímur Hálfdánarson, Arnór Guðmundsson, Ólafur Torfason, Axel Magnússon, Sveinn Auðunn
Jónsson fyrirliði og Ólafur Jóhannesson.
Haukarnir tóku litla
bikarinn eftir 15 ára
r- __
einokun IA og IBK
HAUKAR urðu sigurvegarar f litlu bikarkeppninni f ár, en þeir lögðu FH-ingana að velli f Kaplakrika á
laugardaginn. Urslit leiksins urðu 1:0 og skoraði Loftur Eyjólfsson eina mark leiksins beint úr
aukaspyrnu um miðjan fyrri hálfleikinn. Sigur Haukanna f þessum leik var verðskuldaður, þeir voru
betra liðið og gerðu oft á tfðum mjög skemmtilega hluti. 1 heildina var leikur Hafnarfjarðarliðanna á
laugardaginn vel leikinn og ættu Haukarnir a.m.k. að geta orðið sterkir f 2. deildinni f sumar.
ÍÞRÓTTAFÉLAG stúdenta sigraði I bikarkeppni Blaksambandsins á sunnu-
daginn er liðið vann Umf. Laugdæli 3:1. Hafa stúdentar þvf unnið öll mót
hér á landi I tvö ár, mótin eru orðin 10 og sigrarnir sömuleiðis. Á þessu
tlmabili hafa þeir aðeins tapað einum leik fyrir Islenzku liði. fyrir Vlkingum I
vormótinu 1975, en þá höfðu þeir unnið mótið og leikurinn skipti þvl ekki
máli- Er sigurganga stúdentanna með eindæmum og önnur henni hliðstæð
Fimmtán ár eru nú liðin síðan
þeir Albert Guðmundsson og Axel
Kristjánsson stofnuðu til litlu bik-
arkeppninnar til að vega upp á
móti Reykjavíkurmótinu. Vildu
þeir með keppninni gefa utanbæj-
arliðunum tækifæri á keppnisæf-
ingu fyrir íslandsmótið, eins og
Reykjavíkurfélögin fá í sínu móti.
Þar til nú hafa Akranes og Kefla-
vík skipzt á að vinna keppnina og
hefur IBK unnið bikarinn siðustu
þrjú árin. Sagði Albert Guð-
mundsson er hann afhenti bikar-
inn að leiknum á Iaugardaginn
loknum að hann vonaðist til að
hér eftir færi bikarinn ekki frá
Hafnarfirði og myndu FH og
Haukar sjá til þess. Var gerður
góður rómur að þessum orðum
Alberts og nú er að sjá hvort
knattspyrnumönnum Hafnar-
fjarðar tekst að framkvæma þetta
næstu árin.
Svo vikið sé að leik Hauka og
FH þá sóttu Haukarnir gegn gol-
unni í fyrri hálfleiknum og gekk
knötturinn þá oft mjög vel á milli
manna. Tækifæri fékk þó hvorugt
liðið að ráði fyrr en á 25. mínútu
hálfleiksins að Loftur Eyjólfsson
skoraði eina mark léiksins. Var
dæmd aukaspyrna á FH-inga á
vítateigslínu og þrátt fyrir að FH-
ingar stilltu sér upp í varnarvegg
eftir kúnstarinnar reglum þá
renndi Loftur knettinum örugg-
lega f hliðarnetið í horninu fjær
án þess að Ómar markvörður eða
varnarveggurinn næðu til
knattarins.
I seinni hálfleiknum áttu FH-
ingar mun betri tækifæri, en öll
runnu þau út í sandinn og alltof
mörg með því að FH-ingar skutu
„tröllaskotum" hátt yfir eða fram-
hjá Haukamarkinu. Það var til
dæmis grátlegt fyrir FH-inga að
Loga Ólafssyni skyldi ekki takast
að skora á 10. mínútu hálfleiksins
er hann var einn með knöttinn á
vítateigslínu og markvörður
Haukanna mjög illa staðsettur.
Loga tókst þó ekki vel upp og skot
hans fór framhjá markinu. Loka-
mínúturnar dvaldi knötturinn
lengst af á vallarhelmingi Hauka,
en allt kom fyrír ekki.
I liði FH bar mest á Janusi
Guðlaugssyni, Magnúsi Teitssyni
og Ólafi Danívalssyni, en hann
var sá eini, sem ógnaði í framlínu
FH-inga. Þá sótti Logi Ólafsson
sig mjög í lokin er hann færði sig
aftar á vellinum.
Haukarnir eru með ungt lið og
ekki verður annað sagt en það sé
efnilegt. Fremstir í flokki voru
þeir Ólafur Torfason, handknatt-
leiksmarkvörður Hauka, Björn
Svavarsson og Sveinn Jónsson
fyrirliði liðsins. Þá er Loftur
Eyjólfsson alltaf ógnandi.
Grétar Norðfjörð dæmdi
þennan leik, hann dæmdi mikið,
en yfirleitt vel. Þrír leikmenn
fengu að sjá gula spjaldið í leikn-
um og fannst undirrituðum það
heldur mikið af því góða hjá
Grétari. Aij
finnst varla I Islenzkri Iþróttasögu.
Leikur ÍS og Laugdæla á sunnudag-
inn var þó engan veginn auðveldur
fyrir ÍS, sem mátti taka á honum stóra
sinum til að hala sigurinn í land. Úrslit-
in urðu 3:1 og voru allar hrinurnar
mjög spennandi. ÍS vann fyrstu lot-
una 15:10 eftir að hafa verið undir
framan af. í 2. hrinu komust Laugdælir
i 5:0 og héldu forystunni alla hrinuna
Úrslitin urðu 1 5:8 og var frammistaða
stúdenta í þessari hrinu sú lélegasta
sem þeir hafa lengi sýnt að sögn fróðra
manna í þriðju hrinunni var hart barizt
um hvern einasta punkt, en ÍS vann
15:11. Höfðu Laugdælir verið yfir
1 1:10 en gáfu eftir í lokin. Sörriu sögu
er að segja um fjórðu hrinuna. Þá
virtust Laugdælir hafa leikinn i hendi
sér, þeir voru komnir yfir 13:10, er lið
ÍS fór loks I gang og með dugnaði og
útsjónarsemi tryggði liðið sér sigur í
hrinunni 1 6:14 og þvi 3:1 i leiknum.
Indriði Arnórsson var áberandi bezt-
ur stúdentanna i þessum leik en Frakk-
inn Beaudet lék mjög vel i lok leiksins.
Þá var Halldór Jónsson að venju mjög
traustur Af leikmönnum Laugdæla var
Anton áberandi beztur, en Haraldur
Geir gerði einnig margt laglegt.
SJALDGÆFT ORÐIÐ
AÐ HEYRA
HVATNINGARHRÓP
Að lokinni verðlaunaafhendingu þar
sem ÍS fékkk afhendtan islandsbikar-
inn og sigurlaunin i bikarkeppninni.
Laugdælir verðlaun fyrir 2. sætið í
íslandsmótinu og Vikingar þriðju verð-
launin, tókum við Halldór Jónsson fyr-
irliða ÍS og þjálfara siðustu þrjú árin
tali. Báðum við hann fyrst að rekja
sigurgöngu ÍS siðastliðin tvö ár.
— Við erum búnir að vinna þau 10
-nót, sem hér hafa farið fram i blaki
siðastliðinn tvö ár, sagði Halldór. —
Við höfum unnið hvert mót tvisvar
sinnum, þ.e.a.s. vormótin 74 og 75,
haustmótin 74 og 75, Reykjavikurmót-
in 74 og 75, íslandsmótin 75 og 76
og nú bikarkeppnina 75 og 76. Á
þessu timabili höfum við eiginlega ekki
tapað leik fyrir islenzku liði, að vísu
töpuðum við fyrir Vikingum i vormót-
inu i fyrra, en það mót fór fram með
öðrum hætti en venjulega og auk þess
skipti sá leikur okkur engu máli.
— Hverju þakkarðu þennan góða
árangur ÍS?
— Sjálfsagt eru það mörg atriði sem
hjálpast að Æfingasókn hefur verið
mjög mikil og áhugi leikmanna senni-
lega meiri en annars staðar. Þá eru i
liðinu góðir einstaklingar, sem saman
mynda sterka heild.
— Hvað með næsta vetur?
-— Við stefnum að sjálfsögðu að þvi
að halda sigurgöngunni áfram næsta
vetur, en það verður áreiðanlega erfitt
að ná fullu húsi næsta keppnistimabil,
eins og við höfum gert tvö síðustu ár.
Breiddin er sifellt að aukast i blakinu
og auk þess er mikill metnaður í öllum
hinum liðunum að sigra okkur. Þá er
það orðið sjaldgæft að heyra hvatning-
arhróp frá áhorfendum á leikjum okkar
og jafnvel þó við séum að leika gegn
erlendu liði eru þeir fáir sem hrópa
„áfram ÍS".
— Hvað með blaklþróttina I heild?
— Ég er ekki i nokkrum vafa um að
blakiþróttin er i mikilli sókn hér á landi
og ef rétt verður á málunum haldið
varðandi þjálfun næstu árin verðum
við komnir með frambærilegt lið eftir
svona 4 ár. Liðin hér æfa alveg nógu
lengi i viku hverri, en þau þurfa hins
vegar að æfa meira kerfisbundið til að
auka getu slna enn meira. Ég er nokk-
uð ánægður með siðastliðið keppnis-
tímabil, en verð þó að segja eins og
mér finnst að keppnin hafi verið mun
minni en ég átti von á, sagði Halldór
Jónsson að lokum.
Islandsmeistarar IS I blaki með uppskeru vetrarins fvrir framan sig.
— ÉG LEGG að sjálfsögðu
áherzlu á að landsliðið sigri
pressuliðið I leiknum f kvöld,
en hins vegar er það mér meira
virði að fá að sjá landsliðs-
mennina f leik, þvf tækifærin
tii samæfinga hafa ekki verið
mörg, sagði Tony Knapp er við
spjölluðum við hann um
pressuleikinn sem hefst
klukkan 19.30 f kvöld á malar-
vellinum f Kaplakrika. — Það
er enn ekkert ákveðið hvernig
Iandsliðið verður skipað f
leiknum við Norðmenn í Ósló f
næstu viku og með góðri
frammistöðu geta leikmenn
pressuliðsins allt eins vel og
þeir sem eru f landsliðshópn-
um tryggt sér sæti í landslið-
inu, það er mér fyrir mestu að
sem flestir leikmenn standi sig
vel f leiknum f kvöld og sanni
mér að þeir séu þess trausts
verðir að leika fyrir tslands
hönd.
35 leikmenn munu verða í
sviðsljósinu á malarvellinum í
Kaplakrika í kvöld og var sagt
Pressuleikur í Kaplakrika klukkan 19.30 í kvöld:
„Skammarlegt að landsliðið
skuli ekki fá leik á grasi
fgrir leikinn gegn Noregi”
frá skipan liðanna í Morgun-
blaðinu á laugardag. Eins og
kunnugt er var Knattspyrnuráð
Reykjavíkur ekki tilbúið að ljá
KSÍ grasvöllinn í Laugardal
fyrir leikinn yrði farið eftir
þeirri tekjuskiptingu sem sam-
þykkt var á KSÍ-þingi fyrir
tveimur árum. Var því leitað til
Hafnfirðinga og samþykktu
þeir fúslega að verða við beiðni
KSl um afnot af vellinum í
Kaplakrika. Um þetta mál segir
Tony Knapp.
— Það er að sjálfsögðu mjög
slæmt að þessi leikur skuli ekki
fara fram á grasvelli og mér
finnst afstaða Reykvíkinga til
háborinnar skammar í þessu
máli. Það er allt útlit fyrir að
förum í landsleikinn i Noregi
án þess að landsliðið í heild
hafi fengið leik á grasvelli é
keppnistimabilinu. Það er
skammarlegt gagnvart landsliði
okkar að því skuli ekki sýnd
meiri virðing.
Tony Knapp var spurður
hvort ekki væri þegar ljóst að
talsverðu leyti hvernig lands-
liðið yrði skipað í leiknum við
Norðmenn. Svaraði Knapp því
til að enn væri það alveg óráðið
hvernig landsliðið yrði skipað,
að sínu mati væri aðeins einn
leikmaður öruggur í landsliðið,
Ásgeir Sigurvinsson, sem
Knapp sagði að væri einn al-
bezti ungi knattspyrnumaður-
inn, sem hann hefði séð á sín-
um ferli.
— Þá er ekki ólíklegt að hin-
ir atvinnumennirnir, Guðgeir
Leifsson og Jóhannes Eðvalds-
son, verði meðal þeirra 11 sem
hefja leikinn í Noregi, sagði
Knapp. — Ég hef hugmyndir
um að nota atvinnumennina
þrjá á miðjunni, en ekkert er
þó enn ákveðið í þessu sam-
bandi.
Knapp var spurður hvort
hann hygðist nota hina tvo
íslendingana, sem leika með
erlendum liðum — Elmar
Geirsson og Atla Þór Héðinsson
— í landsleikjum sumarsins. —
Það var ánægjulegt að heyra að
Atli Þór skuli standa sig svo vel
með sinu danska félagi, svaraði
Tony Knapp, en að mínu mati
verður hann að sýna 100%
framfarir ef hann á að komast i
landsliðið. Um Elmar Geirsson
er það að segja að ég tel óliklegt
að hann fari i landsliðið eins og
sakir standa, en við munum
reyna að fylgjast með honum og
það er margt ólíklegra en að
kallað verði á Elmar í lands-
leiki ef okkur þykir svo við
horfa. Elmar hefur ævinlega
staðið sig vel þegar leitað hefur
verið til hans, en það er mjög
erfitt að byggja landsliðið upp í
kringum leikmenn sem ekki
eru á landinu.
Forkeppni ÖL í körfuknattleik:
Island meðal hinna stóru
og róðurinn verður erfíður
A LAUGARDAG var dregió um það hvernig riðlaskipt-
ingin f forkeppni ÓI f Hamilton í Kanada verður, en
keppnin hefst 22. júnf. lsland er þar meðal þátttakenda
og er óhætt að segja að það verkefni sem nú bfður fsl.
körfuknattleiksmanna sé það langerfiðasta sem þeir
hafa nokkurn tfma glfmt við. Andstæðingar okkar f
Hamilton verða nefniiega sumar af sterkustu þjóðum
Þegar riðlakeppninni lýkur verður
ieikið til úrslita, en þrjú lið úr þessari
keppni komast á sjálfa Ólympiuleikana
sem verða i Montrea! hálfum mánuði
siðar.
Okkar menn munu þarna leika við
þrjár þjóðir sem við höfum aldrei leik-
ið landsleiki við áður. Júgóslavar eru
ein sterkasta þjóðin I Evrópu og voru
t.d. Evrópumeistarar 1975 og eru vissu-
lega sigurstranglegir í riðlinum. Brasi-
liumenn eru mjög sterkir og hafa oft
staðið í Bandaríkjamönnum þeir töp-
uðu t.d. aðeins fyrir þeim með 7 stiga
mun á Pan Am leikjunum fyrr á þessu
ári en sú keppni var jafnframt for-
keppni Ö1 fyrir þátttökuþjóðirnar. Við
höfum aldrei leikið gegn ísrael og eig-
um varla mikla möguleika gegn þeim,
enda eru þeir meðal 8 sterkustu þjóða
heimsins f körfuknattleik, og Ijóst er að þessi ferð
verður ekki annað en lærdómsferð fyrir fsl. liðið, en af
henni sem slfkri ætti að geta orðið mikið gagn.
Þjöðírnar f A-riöli eru þessar: Brasllfa. Júgóslavía,
Israel, Tékkóslóvakfa,, Finnland og tsland.
I B-riðli eru þessar þjóðir: Mexfco, Spánn, Holiand.
Svfþjóð, Póliand og Búlgarfa.
Evrópu. Við Tékka og Finna höfum við
leikið oft, en aldrei sigrað þessar þjóð-
ir. Af þessu má sjá, að róðurinn hjá ísl.
liðinu i Hamilton kemur til með að
verða þungur, en þarna gefst kostur á
að sjá það bezta i körfuknattleiknum í
heiminum i dag, ef atvinnumanna-
körfuboltinn i Bandarikjunum er und-
anskilinn.
Tueir nýliðar œfa með lands-
liðshópnum fyrir forkeppni ÓL
LANDSLIÐIÐ í körfuknattleik nefur
nú hafið undirbúning sinn vegna for-
keppni ÓL f körfuknattleik sem fram
fara í Hamitton í Kanada í lok næsta
mánaðar. Líðið var kallað saman til
fundar s.l. fimmtudag, og verður nú
æft a.m.k. fjórum sinnum f viku þar til
haldið verður út. Leikmennirnir sem
taka þátt f undirbúningnum eru þessir,
landsleikafjöldi i sviga:
Kolbeinn Pálsson KR <49)
Kolbeínn Kristinsson IR <211
Jón Sigurðsson Armanni <39)
Guðsteinn Ingimarsson Armanni <4)
Ingvar Jónsson Haukum <0)
Eriendur Markússon IR <0)
Agnar Friðriksson IR <41)
Þórir Magnússon Val <38)
Torfi Magnússon Val <12)
Birgir Guðbjörnsson KR <7)
Bjarni Jóhannesson KR <6)
Jón Jörundsson tR (10)
Rjarni Gunnar IS (19)
Jónas Jóhannesson UMFN (9)
Björn Magnússon Armanni (2)
Kári Marfsson UMFN ■ <23)
Þjálfarar liðsins eru þeir Kristinn
Stefánsson og Birgir Örn Birgirs.
Eins og sjá má hér að framan. eru
það greinilega ekki allir okkar beztu
leikmenn sem gefa kost á sér til þessa
verkefnis og er það miður þvi þetta
verða örugglega erfiðir leikir hjá isl.
liðinu. Nefna má nöfn eins og Þorstein
Hallgrímsson, Kristin Jörundsson.
Birgi Jakobsson, Gunnar Þorvaróar-
son.
Þessir leikmenn hefðu verið í lands-
liðshópnum hefðu þeir gefið kost á sér,
en svo reyndist ekki vera, og er ekkert
við þvf að gera. Að öðru ieyti er þetta
sá kjarni sem hefur verið I æfingum
með landsliðinu tvö s.l. ár, og nú kentur
inn i hópinn fyrsti leikmaðurinn úr
Unglingalandsliðinu sem hefur leikið
mikið undanfarin ár en það er Erlend-
ur Markússon bakvörður úr IR sem er
með 18 unglingalandsleiki að baki.
Þá má geta þess að allar likur eru að
að Simon Ólafsson komi inn í þennan
hóp, strax og hann kemur heim i sum-
arleyfi frá Bandarikjunum.
gk
Lélegar fréttir um körfubolta
voru kveikjan að „Körfunni”
S.L. vetur tóku fimm áhugasamir piltar um
körfuknattleik sig saman og hófu útgáfu
körfuknattieiksblaðs, hins fyrsta sinnar
tegundar hér á landi. Blaðið skýrðu þeir
KÖRFUNA og hafa þegar komið út af þvf 3
eintök. Þetta framtak piltanna vakti mikla
athygli og blaðið seldist vel, enda ekkert
sparað til þess að gera það sem áhugaverð-
ast. Piltarnir skrifuðu nær allt lesmál sjálf-
ir, en fengu þó aðstoð varðandi vissa mála-
„Upphafið að þessari útgáfu á Körf-
unni var að við kunningjarnir vorum
að ræða um hversu léleg frétta-
mennska væri varðandi körfubolta hér
á landi, og i beinu framhaldi af þeim
umræðum ákváðum við að reyna að
leggja eitthvaö af mörkum til þess að
auka skrif um körfuboltann.
Að hvaða leyti eru þið óánægðir með
fréttamiðlun um körfuknattleik?
,,Það er nú f fyrsta lagi allt of litið
greint frá því sem er að gerast i körfu-
knattleiknum hjá okkur, og furðulega
oft er það greinilegt að þeir sem skrifa
um körfuknattleik vita hreinlega ekki
hvað þeir eru að skrifa um. Það er
greinilegt að það vantar meiri
þekkingu hjá flestum þeim mönnum
sem fást við þetta, og einnig má benda
á að menn skrifa oft um leiki sem þeir
hafa ekki séð. Það er lika ekki von á
góðu meðan menn sem stjórna íþrótta-
síðum eða iþróttaþáttum láta sig hafa
það sumir hverjir að segja að körfu-
bolti sé ekki íþrótt!!“
flokka. Morgunblaðinu finnst þetta framtak
piltanna vel vera þess virði að þvf sé gaumur
gefinn, og þvf fengum við einn þeirra, Stein
Loga Bjarnason, til þess að svara nokkrum
spurningum okkar varðandi útgáfu blaðsins,
en auk hans eru það þeir Þorsteinn Egilsson,
Ingólfur Hjörleifsson, Stefán Kristjánsson
og Erlendur Markússon, sem standa að út-
gáfu blaðsins.
Ilvernig gekk svo utgáfa blaðsins?
„Til að byrja með fórum við á stúf-
ana til þess að afla okkur upplýsinga
um hvað það kostaði að gefa svona blað
út. Við vorum fyrst að hugsa um að
hafa blaðið fjölritað en sfðan komumst
við i kynni við fyrirtækið Ofsetmyndir
og það vár ákveðið að þeir þar tækju að
sér að sjá um prentun blaðsins fyrir
okkur, enda voru þeir og hafa verið
okkur mjög hjálplegir. Upplag fyrsta
blaðsins var 500 eintök, en meðalsala
hjá okkur á þeim blöðum sem hafa
komið út er um 350 — 400 eintök.“
Hvert var aðallega efni blaðsfns?
,.í fyrsta blaðinu lögðum við áherzlu
á að fylgjast með og greina frá keppn-
inni i 1. deild. en síðan breyttum við
talsvert um stefnu og byggjum blaðið
nú öðruvisi upp. Við fórum talsvert
mikiö út i viðtöi, bæði við kunna leik-
menn i 1. deild og einnig leikmenn úr
yngri flokkunum, og einnig höfum við
verið meö mikið efni uin bandarfskan
atvinnumannakörfubolta, en það er
efni sem ætti að geta orðið mjög vin-
sælt, og af nægu er að taka þar.“
Hvað meó f járhagslegan grundvöll?
„Grundvöllurinn fyrir þessari útgáfu
er að við leggjum hart að okkur við
auglýsingasöfnun, þvi satt að segja hef-
ur áhugaleysi margra komið okkur á
óvart. Margir leikmenn í 1. deild t.d.
sem höfðu lýst því yfir að þetta væri
gott framtak hjá okkur styrktu okkur
ekki einu sinni með því að kaupa blað-
ið, heldur fengu að lfta í það hjá öðr-
um. Og þetta gilti þvi miður jafnvel um
félaga okkar i IR. Þetta er að sjálf-
sögðu ekki uppörvandi, en þó má geta
þess aö margir leikmenn úti á iandi
sem við buðum blaðið til sölu keyptu
það strax. Hins vegar komum við blað-
inu ekki f sölu á ákveðnum stöðum úti
á landsbyggðinni eins og við höfðum
ætlað okkur, en það verður gert strax í
haust."
Nú hafið þið spurt marga f ykkar
viðtölum um álit á þvf að fá hingað til
lands erlenda leikmenn. Hvert er þitt
álit?
„Ég held að þetta hafi ekki verið
réttu mennirnir fyrir okkur. Það sem
þá vantaði var að vera virkari f þjálfun
yngri flokkana en sem þjálfarar skilja
þeir lítið eftir sig. Hins vegar er því
ekki að neita að þeir höfðu að sumu
leyti mjög góð áhrif. t.d. var mun meira
skrifað um körfuknattleik i fjölmiðlum
en áður og margir fylgjast nú með
körfubolta sem ekki gerðu það áður. Þó
verð ég að segja að rikisfjölmiölarnir
standa sig afar illa gagnvart körfu-
boltanum. En i heildina séð held ég að
vió ættum að leggja á það meiri áherzlu
að fá hingað til lands góða þjálfara. Nú,
að einu leyti nutum við hjá Körfunni
góðs af veru Curtiss Carters (Trukks)
hér. Við fengum hann nefnilega til
þess að keppa fyrir hönd blaðsins i
Firmakeppni KKI, og þar sigraði hann
glæsilega. Ég tel að það hafi verið góð
auglýsing fyrir okkur.“
Þið gáfuð myndarlega bikara sem
afhentir voru I lok keppnistimabilsins.
Já, við keyptum tvo veglega bikara
annar skal afhendast þeim dómara sem
fyrirliðar 1. deildarliðanna álfta hafa
staðið sig bezt á liðnu keppnistímabiii
hinn afhendist þeim leikmanni sem
mestar framfarir sýnir frá ári til árs
Við gerðum þetta fyrst og fremst til
þess að dómarar t.d. hefðu eitthvað að
keppa að, og til þess að sýna þeim sem
skara fram úr einhverja viður
kenningu."
Eitthvað að lokum?
Mig tangar til þess að fá að koma því
að. að við höfum mjög mikinn áhuga á
að fá sent inn efni utan af lands
byggóinni. Fréttir af leikjum og öðru
sem er að gerast í körfuboltanum þar
Slikt efni biðjum við menn að senda í
Pósthólf 4001 og mun allt slfkt verða
vel þegið. gk.