Morgunblaðið - 11.05.1976, Síða 20

Morgunblaðið - 11.05.1976, Síða 20
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1976 Aðalfundur Alþýðubankans: Lítil innlánsaukning 1975 AÐALFUNDUR Alþýðubankans h.f. var haldinn í Reykjavík dag- ana 24. og 25. aprfl 1976. Fór þessi fundur fram við nokkuð óvenju- legar aðstæður, þar sem bankinn hafði orðið fyrir talsverðum á föllum á árinu 1975 sem röskuðu stöðu hans. Á aðalfundinum fóru fram nokkuð snarpar umræður um málefni bankans, hlutverk hans og framtíðarverefni en fram kom eindreginn vilji fundarmanna til að efla bankann og styrkja og gera honum kleyft að sinna þeim verkefnum sem honum voru ætl- uð í upphafi. Fráfarandi bankaráð gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var nýtt bankaráð kosið með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða hluthafa að baki sér, en i banka- ráð voru kosnir þessir menn: Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingarmanna, Ragnar Guðmundsson gjaldkeri Landssamb. ísl. verslunarm., Þórunn Valdimarsdóttir formað- ur verkakvennafél. Framsóknar, Halldór Björnsson ritari verka- mannafél. Dagsbrúnar og Bjarni Jakobsson formaður Iðju, félags verksmiðjufólks í Rvk. Varamenn í bankaráði voru kjörnir Jón Ágústsson frá hinu íslenska prentarafélagi, Sigur- gestur Guðjónsson frá Málm- og skipasmiðasambandinu, Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir frá Verkakvennafélaginu Sókn, Guð- mundur Hallvarðsson frá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur og Kar- vel Pálmason varaformaður Al- þýðusambands Vestfjarða. Endurskóðendur voru kosnir Magnús Geirsson frá Rafiðnaðar- sambandinu og Böðvar Pétursson frá Landssambandi íslenskra Vegna fréttar eða viðtals f Morgunblaðinu þ. 14. apríl 1976, sem bar yfirskriftina „Hættulegt að breyta stöðugleika skipanna og leiðréttingar þ. 21. apríl langar mig að biðja um rúm í blaði yðar til að lýsa undrun minni á við- brögðum forstöðumanns Sfglinga- málastofnunar ríkisins við tveim- ur hörmulegum sjóslysum, sem verslunarmanna. Varaendurskoð- endur voru kjörnir þeir Bjarni Felixson frá Landssambandi ís- lenskra verslunarmanna og Sig- urður Guðgeirsson starfsmaður Dagsbrúnar. Fram kom í skýrslu fráfarandi bankaráðs að við skoðun banka- eftirlits Seðlabankans hinn 31. október 1975 hefði komið i ljós að nokkrir aðilar hefðu fengið stór lán hjá bankanum og sum þeirra vantryggð. Báðir bankastjórar bankans voru leystir frá störfum 7. desember 1975 og formlega sagt upp störfum í bankanum 21. marz 1976 vegna þessara mála. Af hálfu fráfarandi bankaráðs var krafist opinberrar rannsóknar á því hvort viðskipti tiltekins aðila við bankann vörðuðu við lög en niðurstaða þessarar rannsóknar var eigi fyrir hendi á aðalfundtn- um. Hinn 7. desember 1975 kaus bankaráðið þriggja manna fram- kvæmdanefnd til að hafa með höndum störf bankastjórnar og í þeirri framkvæmdanefnd voru Hermann Guðmundsson, Einar Ögmundsson og Ingi R. Helgason. Skrifstofustjóri bankans, Gisli Jónsson, annaðist móttöku við- skiptavina í umboði bankaráðs- ins. AFKOMA: Heildartekjur bankans námu árið 1975 221,6 millj. kr. á móti 145,5 millj. kr. árið áður og hafa því tekjur bankans vaxið um 52,3% á árinu. Reksturskostnaður var á árinu 1975 61,8 millj. kr. á móti 36,6 millj. kr. árið áður og hafði því reksturskostnaðurinn vaxið um 68,9%. Vaxtagjöld árið orðið hafa með rúmlega mánaðar millibili. Samkvæmt því sem siglinga- málastjóri lætur hafa eftir sér mætti ætla að hann hefði ekki fylgst með störfum stofnunar þeirrar er hann hefur veitt for- stöðu svo árum skiptir. Siglinga- málastjóri segir í nefndu viðtali og leiðréttir ekki: „Búið var að 1975 námu 142,8 millj. kr. árið áður og hafa því aukist um 65,3% á árinu. Rekstursafgangur sam- kvæmt rekstursreikningi eftir af- skriftir, er kr. 15.999.218.00 og hafa verið lagðar til hliðar kr. 3.059.630.00 i vöxtum af óvissum útlánum. Rekstursafkoman er því lakari en 1974 en það ár var rekst- urshagnaður kr. 17.340.200,00. Allur reksturafgangurinn, 15,9 millj. kr., er færður á afskrifta- reikning og til viðbótar því úr varasjóði 14 millj. króna, þannig að á ársreikningum 1975 eru 30 milljónir króna lagðar til hliðar vegna tapaðra útlána. HLUTAFÉ: Á aðalfundi bankans 1974 var ákveðið að auka hlutafé Alþýðu- bankans h.f. úr 40 milljónum króna, sem það var i upphafi, í 100 milljónir króna. Nú hafa hlut- hafar skráð sig fyrir hlutafjár- auka kr. 15.612.000,00 en innborgað af því eru kr. 5.404,750.00 Samtals er þvi hluta- fé samkvæmt efnahagsreikningn- um í árslok 1975 kr. 55.612.000,00 en þar af í loforðum kr. 13.553.250,00. INNLAN: Aukning innlána varð lítil á ár- inu 1975 og fyrir neðan meðaltals innlánaaukningu í bankakerfinu. Heildarinnlán bankans námu í árslok 1975 kr. 1.108.866.727 og höfðu aukist aðeins um 17.83% frá fyrra ári. Innlánsaukning allra viðskiptabankanna á árinu varð hins vegar 28,7% að meðal- tali. Veltiinnlán bankans á árinu skipta um vél og setja opinn bakka á m/b Álftanes, við hjá Siglingamálast. ríkisins höfðum ekki minnstu hugmynd um þessar breytingar.“ Svo mörg voru þau orð. Nú hringdi ég strax til annars eig- anda Vélsmíðju Grindavíkur, sem ég vissi að sá um niðursetningu vélar í nefndan bát. Hann sagði jukust meira en spariinnlánin eða um 26,63%, þar sem spariinnlán- in jukust um 16.64%. UTLAN: Heildarútlán bankans námu í árslok 1975 861 milljón krónum og höfðu þá aukist á árinu úr 669,2 millj. eða um 28,66%. Er þessi aukning útlána talsvert meiri aukning innlánanna. Skipting útlána eftir eðli þeirra og formi er sú, að víxlaeign bank- ans var í árslok 407 millj. kr. en í ársbyrjun 337,3 millj. kr. eða hafði aukist um 20,6%. Yfirdrátt- arlán á hlr. höfðu vaxið á árinu úr 216,5 millj. í 297,6 millj. kr. eða aukist um 37,4%. Verðbréfaeign bankans jókst á árinu úr 115,3 millj. kr. í 156,3 millj. kr. eða um 35,5%. STAÐA BANKANS GAGNVART SEÐLABANKA ISLANDS Bundin innstæða Alþýðubank- ans h.f. í Seðlabankanum nam í árslok 243,5 millj. kr. en var í upphafi ársins 191,9 millj. kr. og hafði því hækkað um 26,9%. Innstæða Alþýðubankans h.f. á viðskiptareikningi í Seðlabankan- um var í árslok 94,2 millj. kr. en var í upphafi ársins 56 millj. kr. og hafði því aukist um 68,2%. Þessi innstæða í Seðlabankanum verður að skoðast í ljósi þess, að 7. des. 1975 keypti Seðlabankinn af Alþýðubankanum h.f. 125 millj. kr. víxil til júnímánaðar 1976, og sé tekið tiliit til þessa víxils var Alþýðubankinn h.f. f raunveru- mér og nafngreindi mann frá Siglingam.st. rfkisins, sem kom og leit eftir verkinu og tók það út, þegar því var lokið. Einnig leitaði ég mér upplýsinga hjá útgerðar- fyrirtæki hér i Grindavík og þar var mér sagt að enginn útgerðar- maður hefði efni á að gera stór- breytingar á skipum sínum án þess að taka til þess lán og þau fást ekki, nema fyrir liggi úttekt á verkinu frá Siglingamálast. ríkis- ins. Og þar að auki eru hér á staðnum tveir hæfir skoðunar- menn, sem ég þekki persónulega og veit að aðrar eins breytingar og vélarskipti og opinn bakki fara ekki fram hjá þeim. Síðan segir siglingamálastjóri: „Þessir bátar eru búnir að vera f notkun í 19 ár og hafa reynst vel, en ef formstöðugleika ekki stærri skipa væri breytt gæti illa farið Iegri viðskiptaskuld við Seðla- bankann um 30 milljónir króna. Lán endursend Seðlabanka námu í árslok 18 millj. kr. en í ársbyrjun 13 millj. kr. og höfðu því aukist um 38,4%. SKIPULAGSMÁL: Alþýðubankinn h.f. hefur sótt um að fá að opna útibú í Reykja- vík og hefur verið vel tekið í þá umsókn. í undirbúningsskyni var afráðið á árinu 1975 að festa kaup á húsnæði við Síðumúla í Reykja- vík og varð að ráði, að þar yrði reist bygging, þar sem undir einu þaki væri Alþýðubankinn h.f. með útibú sitt, aðalskrifstofur Al- þýðusambands tslands og á efstu hæðinni Listasafn Alþýðu. Heild- arverðmæti þessarar byggingar, sem nú er í smfðum, var sam- kvæmt kaupsamningi við Breið- holt h.f. 99,8 milljónir króna og var byggingin um áramót nokkuð á veg komin, en henni á að skila í samningsbundnu ástandi í júní- mánuði 1976. VEÐDEILD: Veðdeild Alþýðubankans h.f. var stofnuð skv. ákvörðun aðal- fundar bankans 1973. Hlutverk veðdeildarinnar er að veita lán í því skyni að styðja menningar- lega og félagslega starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. í sam- ræmi við þessa samþykkt stað- festi viðskiptaráðuneytið hinn 12. júlí 1974 reglur fyrir veðdeild Al- þýðubankans h.f. þar sem veð- deildinni er heimilað að veita lán með veði í fasteignum eftir nán- ari ákvæðum. Til fjáröflunar fyr- ir veðdeildina samþykkti ráðu- neytið jafnframt útgáfu banka- vaxtabréfa að fjárhæð 25 milljón- ir króna. Fyrir árslok 1975 höfðu öll þessi bankavaxtabréf veð- deildarinnar verið seld, en lán úr veðdeildinni hafði verkalýðsfé- lögunum verið veitt að fjárhæð 16,8 milljónir króna. og þetta gilti um alla báta af þessari stærð.“ Veit siglingamála- stjóri virkilega ekki að búið er að breyta svo til öllum bátum af þessari stærð einmitt á þennan hátt, setja í þá léttari og sterkari vélar og opinn bakka og þeir fara allra sinna ferða og reynast vel. Að lokum segir siglingamála- stjóri: „Áður en menn fara út í slíkar breytingar verður að hafa samband við viðkomandi stofn- un.“ Og þar hlýtur hann að eiga við SiglingamálastofnUn ríkisins, og þá skyldi maður ætla að alls öryggis sé gætt, stöðugleika- prófanir og að minnsta kosti slumpað á kjölfestu til að vega upp þyngdarmismun á vélum. Fyrir rúmu ári vann ég við vélarskipti í 74 tonna báti, sem ég var vélstjóri á. Tekinn var úr honum þungbyggð 400 ha MWM vél og sett niður 460 ha léttbyggð „Gummings“. Þetta verk var allt unnið undir eftirliti Siglinga- málast. ríkisins. Hvað gerist svo? Jú, báturinn er settur á fiot, enginn minnist á kjölfestu, hvað þá stöðugleikaprófun. Hvað á þá siglingamálastjóri við? Það á að tilkynna honum eða hans stofnun það, sem þeir skipta sér ekki af, það er stöðugleikabreytingu á skipum. Og siðan hefur hann ekki minnstu hugmynd um verk, sem menn hans fylgdust með. Hvað er hann að reyna? Ég held að flestir sjómenn, sem þekkja til þessara báta, gætu sagt honum að þeir hafa verið mis- heppnaðir frá upphafi og alla tíð þurft að stórgæta sín á þeim, erida fórst sá fyrsti fyrir 16 árum án nokkurra breytinga. Annar fórst án mikilla breytinga, settur hafði verið á hánn bakki en vélin var samskonar og sú upphaflega. Þriðja bátnum hafði verið breytt nokkuð mikið, en ekki meira en fjölda báta af sama stærðarflokki, eins og ég hefi áður sagt. Þessi skip hafa reynst vel í 19 ár, segir Hjálmar R. Bárðarson. Ég held að nær væri að segja að þau hafi flotið í 19 ár af því að menn voru hræddir við þau og Framhald á bls. 29 FLORIDA n/rfncnfaset' AUGLYSINGASTOFA KRIST1NAR kW 36.2 Skúli Óskarsson, vélstjóri: Hvers vegna þessar yfir- lýsingar og leiðréttingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.