Morgunblaðið - 11.05.1976, Page 24
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1976
Skólaslit í Skálholti
Sunnudaginn annan maí var
lýðháskólanum í Skálholti slitið
að aflokinni guðsþjónustu í dóm-
kirkju staðarins.
Skólaslitin hófust með ávarpi
Arnórs Karlssonar kennara þar
sem hann bauð heimafólk og gesti
velkomna til skólaslitanna. Gestir
voru all margir og þar á meðal
nokkrir fyrrverandi nemendur
lýðháskólans.
Að loknu ávarpi Arnórs söng
skólakórinn allmörg lög undir
ágætri stjórn söngkennarans,
Lofts Loftssonar, og tókst söngur-
inn mjög vel miðað við allar
aðstæður.
Þessi söngur þeirra Skálhylt-
inga var um ýmislegt athyglis-
verður og táknrænn fyrir innra
starf lýðháskólanna.
Það sem fyrst vakti athygli var
að ekki var látið nægja að syngja
eitt erindi þeirra ljóða, sem lögin
voru gerð við eða valin við.
Svo sem kunnugt er, er efni
Ijóðanna kveikja laganna sem við
þau eru samin, m.ö.o. Ijóð og lag
mynda eina heild, ekki aðeins
fyrsta vísan heldur þær allar eða
flestar. Orð Ijóðsins forma laglín-
una og í samræmi við þann hug-
blæ sem þau skapa í huga tón-
skáldsins velur hann þeim tónteg-
und og hrynjandi Ijóðs og bragar-
háttur skapar hljóðfall lagsins.
Þessi staðreynd varð mér óvenju
ljós við að hlýða á söng þessa
unga fólks, sem ekki lét sér nægja
að syngja eina vísu og endurtaka
hana, heldur fleiri vísur, stund-
um ljóðið allt, og leitaðist við að
túlka efni þeirra með söng sínum.
Annað var það sem gerði
þennan söng táknrænan fyrir lýð-
háskólana. Þarna sungu allir með,
allt heimilisfólkið, sem á annað
borð gat sungið, bæði nemendur,
starfsfólk og kennarar, og það var
kannski heldur ekki tilviljun að
fyrsta lagið sem skólakórinn söng
var „Ó faðir ger mig litið ljós“, lag
Jónasar Tómassonar við sálm séra
Matthíasar, bæn um að verða
öðrum að liði, síðasta lagið var
ísland ögrum skoríð lag Sigvalda
Kaldalóns við ljóð Eggerts Ólafs-
sonar, þar sem föðurlandinu er
þakkað og því beðið blessunar.
Þetta tvennt, guðstrú og ætt-
jarðarást, hefur löngum verið lífs-
kvika og fjöregg lýðháskólanna.
Að loknum söngnum lék einn
nemandi skólans á píanó af mik-
illi leikni og kunnáttu. Þetta var
norsk stúlka, sem dvalið hefur í
skólanum í vetur, Gry Ek að
nafni. Hún er stúdent að mennt
og reyndist hin styrkasta stoð í
öllu félagslífi skólans auk þess
sem hún spilaði í kirkjunni í
vetur, hafði áður fengið smá til-
sögn í meðferð hins mikla dóm-
kirkjuorgels hjá kunnáttumönn-
um. Þessi norska stúlka skartaði í
fögrum og litsterkum þjóðbún-
ingi, sem gæddi hana meðal
annars óvenjulegum þokka.
Þessu næst flutti Gry Ek ávarp
frá nemendum og þakkir til skól-
ans og með hennar leyfi er ávarp-
ið birt orðrétt hér í lok þessarar
greinar, þar sem það sýnir mat
hinnar útlendu og menntuðú
stúlku á skólaformi því, sem hún
er nú að kynnast persónulega í
fyrsta skipti, þótt hún vafalaust
þekki til þessara skóla í heima-
landi sínu, þar sem þeir hafa
starfað i meira en hundrað ár og
notið mikillar viðurkenningar.
Að lokum flutti rekfor lýðhá-
skölans, sr. Heimir Steinsson,
skólaslitaræðu. Hann gat þess í
upphafi máls síns að nú væri að
ljúka fjórða starfsári hins unga
skóla. Margt væri enn í mótun og
fámenni til nokkurs baga í sam-
bandi við félagslíf, sem þó hefði
verið framar öllum vonum.
Nægar væru umsóknir um skól-
ann en heimavistir leyfðu ekki
fleiri en verið hefðu í skólanum í
vetur, 25 nemendur, þótt allt
annað skólarými væri miðað við
helmingi fleiri nemendur.
Sem texta að ræðu sinni hafði
rektor 23. kafla Heimskringlu,
þar sem segir frá meðferð Erlings
Skjálgssonar á þrælum sínum,
sem hann reyndi að hjálpa á alla
lund miðað við þeirra tíma hætti,
og fleyg eru síðustu orð þessarar
frásagnar „og öllum kom hann til
nokkurs þroska“. Þetta atferli
Erlings Skjálgssonar heimfærði
ræðumaður upp á ráðandi skóla-
kerfi, sem fremur væri miðað við
heild og mælanlegan árangur í
námi en hjálp við hvern einstakl-
ing, honum til heilla og hamingju.
Vegna hins ómennska eðlis
kerfisins, væri það miklum erfið-
leikum bundið á eðlilegan hátt að
hjálpa öllum til nokkurs þroska
Einhverjir yrðu alltaf utangátta
vegna mismunandi upplags og
uppeldis og hrekktust í urð upp-
reisnar eða annarra sálrænna
erfiðleika, óbeint fyrir tilstuðlan
skyldunámsskólanna.
Hér geta lýðháskólarnir bætt úr
óhjákvæmilegum ágöllum ráð-
andi skólakerfis. Þeir miða starf
sitt fyrst og fremst við einstakl-
inginn — að koma honum tii
nokkurs þroska. — Vegna fá-
mennis og hins prófsvipulausa
náms og vegna þess umhverfis,
öryggis og kyrrðar, er minnir á
gott heimili, hefur þessum skól-
um á undraverðan hátt tekist að
segja ráðvilltum unglingum til
vegar.
Öll var ræða rektors hin
athyglisverðasta, flutt í þeiiji
anda sem hér hefur verið lýst þótt
orðin séu annars.
Að síðustu sungu allir við-
staddir skólasöng þeirra Skálhylt-
inga, ljóð sr, Sigurðar Einars-
sonar við lag dr. Páls ísólfssonar:
Eilífur guð yfir öldum — árljós-
um vakir, úr Hátíðaljóðum er
flutt voru á Skálholtshátíð 1966.
Að skólaslitaathöfninni lokinni
drukku allir viðstaddir kaffi í
boði skólans.
Handavinna nemenda var til
sýnis í setustofu skólans og var
það með ólíkindum hversu fjöl-
breytt hún var og hvað sumir
munanna voru með miklu
snilldarhandbragði. Handavinnu-
kennari skólans er Renata Skúla-
son dýralæknisfrú í Laugarási.
Þennan bjarta vordag skartaði
Skálholtsstaður öllu sínu feg-
ursta, sannarlega „upphafinn
staður" bæði úti og inni.
Þórarinn Þórarinsson
frá Eiðum.
Ávarp Grv Ek
Skáiholtsskólanemenda
„Kæri skólastjóri, ágæta skóla-
fölk og gestir.
Sökum þess að skólaumsjönar-
maður okkar, Gylfi Yngvason, er
önnum kafinn við próflestur,
hefur mér verið falið að taka til
orða fyrir hönd nemenda i hans
stað.
Varla verður annað sagt en að
hvert og eitt okkar hafi haft mjög
gott af því starfi sem hér hefur
verið unnið i vetur hvað snertir
námsefni og persónuþroska. Skól-
inn veitir nemendum glögga inn-
sýn í það þjóðfélag, sem við búum
við og í þeirri ró og kyrrð, sem
yfir staðnum ríkir, gefst hverjum
og einum tækifæri til að athuga
sinn gang og komast í sátt við
sjálfan sig.
Vegna þess hversu fámennur
skólinn er, myndast mjög fljótt
meðal nemenda sá andi er gerir
alla virka og stuðlar að félags-
iegum þroska þeirra og fyrir
suma geta áhrif skólans orðið að
vegamótum í lífi þeirra. Að vísu
er sumt sem mætti betur fara en
má kannski rekja það til þess
hversu skólinn er ennþá á
mótunarstigi. Persónulega óska
ég þess að lög fáist samþykkt um
gildi lýðháskóla á íslandi sem
allra fyrst í samræmi við norræn
lýðháskólalög.
Við óskum skólanum allra
heilla um langa framtíð. Sem sagt
veturinn hefur reynst öllum góð-
ur og við viljum með þessu þakka
öllu því ágæta fólki sem í hlut
hefur átt til að gera okkur vetur-
inn ánægjulegan.
Eg vil enda mál mitt með per-
sónulegum kveðjum frá hverjum
og einum um bjarta og góða fram-
tið ykkar allra, og vonumst við öll
til að hitta ykkur aftur innan
skamms. Sér í lagi viljum við
þakka Heimi Steinssyni og Dóru
Þórhallsdóttur fyrir vel unnin
störf og má ég biðja þau að koma
hingað_og taka við þakklætisvotti
frá okkur.“ (Orðrétt eftir hand-
riti Gry Ek.)
Hafið er ekki
ótæmandi matarnáma:
Meðal frltfkaninitiir
á mannsbarn
mínnkaði um 11%
á þremur árum
0 ÞÆR vonir sem menn hafa hundið við það að geta leitað til
hafsins eftir fæðu þegar matvælalindir á landi verða fyrir
sfauknum þrýstingi vegna fðlksfjölgunar, eru nú mjög að dofna.
Dagblöð f Tðkyó, London og Lima segja dag hvern frá vaxandi
samkeppni um fiskveiðar á höfunum og togstreytu landa á milli
um minnkandi afla. Ofveiði er algeng og mengun hafanna fer
sffellt versnandi.
0 Árlegur fiskafli f heiminum er nálægt 70 milljðnir tonna og er
ein helzta náma mannkynsins fyrir næringarrfkustu eggjahvftu-
efni, — mun mikilvægari en kjöt. Árunum 1950 til 1970 meir en
þrefaldaðist aflamagn fisks f heiminum, eða úr 21 milljðn tonna f
um 70 milljón tonn. Þessi gevsilega árlega aukning fisksafla (um
5%) fór langt fram úr fólksf jölguninni, og jðk meðalfisknevzlu á
hvern mann úr 8 kflóum árið 1950 f 19 árið 1970.
Kíló
1PóO lPoO 1970 10ö0
Fiskskammtur á hvert mannsbarn á árunum
1950—74.
A aðeins fimm árum, þ.e. frá
1965 til 1970 jókst fiskafli í
heiminum um 18 milljónir
tonna eða 35%. Ef sú þróun
hefði haldið áfram hefði aflinn
árið 1965 orðið um 95 milljónir
tonna. En á árunum 1970 til
1973 snerist þessi þróun við og
aflinn minnkaði um næstum
því 5 milljónir tonna. Á sama
tíma og mannfjöldinn hélt
áfram að aukast minnkaði með-
alfiskmagn á hvern mann um
11% á þessum þremur árum,
með þeim afleiðingum að verð-
lag á fiski tók gífurlegt stökk.
Aflinn árið 1974 er talinn um
69.000 tonn, þ.e. milljón tonn-
um minni en aflinn 1970.
Þegar stofnar helztu nytja-
fiska dragast saman eykst sá
tími og þeir fjármunir sem var-
ið er í að færa hinn minnkandi
afla heim. Margir fiskifræðing-
ar telja nú að veiði neyzluhæfs
fisks um heim allan hafi náð
leyfilegu hámarki. Af 30 helztu
neyzlufiskstegundunum eru nú
margar ofveiddar, þ.e. stofn-
arnir þola ekki einu sinni nú-
verandi ásókn, hvað þá meiri.
Án alþjóðlegs samstarfs um
stjórnun fiskveiða og vaxandi
mengunar kann aflinn jafnvel
að dragast enn meir saman.
Vandamálið er ekki einvörð-
ungu sá möguleiki að það borgi
sig verr en áður að fjárfesta í
fiskveiðum, heldur einnig að
það borgi sig alls ekki. 1 mörg-
um fiskveiðilöndum leiðir auk-
in fjárfestin i fiskiskipaflotum
til ofveiði og í raun og veru
dregur úr aflanum til lang-
frama.
Ríkar þjóðir sem fátækar
munu verða illa úti ef algjört
hrun verður í fiskveiðunum i
heiminum. Þrýstingur að tak-
markað akurlendi vegna fólks-
fjölgunar neyddi Japana fyrir
löngu til þess að snúa sér að
hafinu sem eggjahvituefna-
ná'mu og stuðla að fisk- og hris-
grjónamataræði. Afleiðingin er
sú að árleg fiskneyzla á hvern
Japana er nú meir en 70 pund,
sem er meira en i nokkru öðru
mannmörgu landi.
Fiskveiðar á Norðvestur-
Atlantshafi eru mjög gott dæmi
um hvað gerist þegar eftir-
spurnin fer fram úr fjölgunar-
getu eftirsóttustu neyzlufisks-
stofnanna. Aflinn á þessu líf-
fræðilega auðuga hafsvæði
jókst stöðugt fram til ársins
1968, þegar hann náði 4,6 millj-
ónum tonna. Sfðan hefur aflinn
sveiflast mjög niður á við og fór
niður í 4 milljónir tonna árið
1975 sem er 13% minnkun mið-
að við árið 1968. Þessi hnignun
átti sér stað þrátt fyrir mikla
fjárfestingu sem ætlað var að
stækka til muna fiskiskipaflota
margra landa.
((•reinin hirtist f bladinu Daily Amer
ican og er unnin úr skýrslu Worldwatch-
stofnunarinnar frá þvf f marz).