Morgunblaðið - 11.05.1976, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1976
29
— Kjörinn
formaður
Framhald af bls. 12
manns á stofnfundinn, eigin-
konur, foreldrar og jafnvel
ömmur og afar. I stjórn félagsins
voru kosnar auk Elínar: Jóhanna
Kristjónsdóttir, Edda Þorvarðar-
dóttir, Ásdis Konráðsdóttir, Gyða
Vigfúsdóttir, Ólöf Benónýsdóttir
og Ölöf Gunnarsdóttir.
— Hvers
vegna . . . ?
Framhald af bls. 24
vöruðu sig á þeim. Enda er allt
sameiginlegt með þessum þremur
skipssköðum, þau fara öll í sæmi-
legustu sjóveðrum, þegar menn
álíta að sérstakrar aðgæslu sé
VERIÐ
FYRRI TIL
Hafið
Chubb Fire
slökkvitæki ávallt við
hendina.
Vatnstæki
kolsýrutæki
dufttæki
slönguhjól
slönguvagnar
eldvarnarteppi
Munið:
Á morgun
getur verið of seint
að fá sér slökkvi-
*
tæki
Ólafur Gíslason
& Co h.f.,
Sundaborg
Sírni: 84800.
MS MS M2
sw
MS MY Adolst augl V^/TEIKr IMDAM ræti 6 simi MS ÝSINGA- UISTOFA ÓTA 25810
ekki þörf og eiga sér einskis ills
von. Þau fara öll svo snögglega að
engum vörnum verður við komið.
Það spurðist ekkert til tveggja
skipanna, sem fórust, og menn
veltu því mikið fyrir sér hvað
hefði gerst. I þriðja og vonandi
síðasta slysinu af þessu tagi
vorum við skipverjar á Hrafni
Sveinbjarnarsyni II sjónarvottar
að því sem gerðist. Og eftir þá
lífsreynslu get ég ekki þagað
þegar ég sé hvernig forsvars-
maður Siglingamálastofnunar
rikisins ætlar svo smekklega að
snúa sig út úr málinu og sömu-
leiðis forsvarsmaður slysavarna-
mála á Islandi, Hannes Hafstein, i
Dagblaðinu þann 13. apríl. i sama
blaði og reyndar, mjög hæfur
skipstjóri, sem var sjónarvottur
að síðasta slysinu lýsir því yfir að
full ástæða væri til að athuga
sjóhæfni þeirra tveggja báta, sem
eftir eru af þessari gerð, segir
slysavarnafélagsmaðurinn: „Ég
trúi þvi ekki að þessir bátar séu
neitt varhugaverðari en önnur
skip svo þessir skaðar eru vafa-
laust tilviljun."
Mig langað að lokum að biðja
þessa tvo menn, sem með öryggis-
mál skipa og sjómanna fara, að
hugleiða að þessar þrjár
„tilviljanir" hafa kostað 16
íslenska sjómenn lífið. Og ennþá
gætu gerst tvær „tilviljanir" í við-
bót af sömu gerð.
Skúli Óskarsson, vélstjóri
m/s Ilrafni Sveinbjarnarsvni II
Grindavfk.
— Minning
Guðmundur
Framhald af bls. 31
hans, að eyða þyrfti dýrmætum
tíma og fyrirhöfn til þess að þrifa
upp gólf eða stéttar, þar sem hinn
öruggi fagmaður hafði farið
hendi um með pensla sína eða
málningarrúllur. Þessi snyrti-
mennska Guðmundar Jóhannes-
sonar var algild, og birtist ekki
síður í klæðaburði og umgengni á
heimili sinu. Svipmynd sú,sem
hér hefir verið dregin upp af
Guðmundir Jóhannessyni,
málarameistara, er í hæsta máta
ófullkomin, enda gerð af
kunnáttulitlum leikmanni, sem
aldrei hefir getað haldið á málara-
pensli sjálfum sér eða öðrum til
gagns. Því 'skal nú botn slegi’nn í
þessar hugleiðingar. En enda þótt
myndin hefði í öllum tilvikum
mátt vera betri, verður hún þó að
hafa sinn ramma. Sú umgerð
verður kannski best táknuð með
fjórum venjulegum orðum, sem
hvert í sínu lagi gætu táknað eina
hlið rammans. Þessi
einkunnarorð eru: Drengskapur,
hjálpsémi, samviskusemi og
heiðarleiki.
Eiginkonu Guðmundar
Jóhannessonar, börnum þeirra,
tengdabörnum og skyldmennum
öllum eru fluttar innilegustu
samúðarkveðjur.
H.Þ.
— íþróttahús eða
samkomusalur
Framhald af bls. 14
talaði aftur og sagðist skilja afstöðu
foreldra barna i Hlíðaskóla fyllilega en
varpaði fram þeirri spurningu, hvort
hér væri ekki verið að gera bjarnar-
greiða Hann sagðist ekki vilja tefja
málið en endurtók að þetta yrði slæm
lausn Markús Örn Antonsson talaði
því næst og sagði, að auðvitað bæri að
hlynna að íþróttum en fráleitt væri að
gera það á kostnað annars félagsstarfs.
Hann ræddi það siðan nokkuð að
húsið gæti nýtzt fyrir samkomuhald
skólans og taldi það fara vel saman að
nýta húsið bæði sem íþróttahús og
samkomuhús. Úlfar Þórðarson (S)
sagði réttara að hafa húsið stærra en
fyrirhugað er og drap á að nú væru
bekkjardeildir fyrir fatlaða í Hlíðaskóla.
Talaði Úlfar svo um iþróttir fatlaðra og
sagði þær þurfa meira pláss en iþróttir
annarra og ekki ætti að vera eftirsjá í
að veita meira fé í byggingu stærra
húss. Birgir ísleifur Gunnarsson (S)
tók síðastur til máls og sagði, að sér
hefði borizt ósk um að fresta afgreiðslu
málsins og fyndist sér að ræða mætti
málið betur og var það samþykkt.
— Minning
Halldór
Framhald af bls. 31
huggun og styrkur að frelsarinn
er til. Að þeir vissu um hann, að
hann er sá sem vekur upp dauða
. . . Hann gat látið þau augu, sem
nú voru brostin, sjá hið eilifa Ijós,
hann gat gefið þeim limum sem
hnigu til dufts, líf og krafta til að
lyfta sér hátt yfir stjörnurnar,
stirðnað hjarta i köldum barmi
myndi verða sett af stað aftur af
heitum hjartslætti Guðs sjálfs og
vér sem stóðum hjá og vissum hið
eina vissa, aó öllu var lokið að
eilifu, gátum af náð hans brosað
gegnum tárin og sagt: Við sjá-
umst aftur.“ Blessun og friður sé
yfir minningu lífs Halldórs Kr.
Júlíussonar.
Guðmundur Óskar Olafsson
Höfum opnað
TEPPADEILD
að Smiðjuvegi 6
100 mismunandi
gerðir og mynstur
af gólfteppum frá
GiltEdge
og CMC í háum
gæðaflokki
-u
SMIDJUVEGI6 SÍMI44544