Morgunblaðið - 11.05.1976, Qupperneq 26
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1976
t
Systir mín
FRK ÁSA ÁSMUNDSDÓTTIR,
fyrrverandi Ijósmóðir í Reykjavík
andaðist í Landakotspítala föstudaginn 7 maí
Fyrir hönd systur og annarra vandamanna
Guðbjörg Kristinsdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
JÓN SUMARLIOASON,
Kópavogsbraut 5, Kópavogi.
andaðist föstudaginn 7 mai
Hrefna Ólafsdóttir,
Ólafur Reynir Jónsson. Sigrún Kristinsdóttir,
Guðrún Sif Jónsdóttir, Davíð Guðmundsson,
Hallgrimur Smári Jónsson, Jóhanna B. Hauksdóttir,
og barnaborn
t
Eiginmaður minn,
AÐALSTEINN JAKOBSSON,
Langholtsvegi 200,
lézt i Landspitalanum 10 mai
Lilja Magnúsdóttir
t
Móðir okkar
DÝRLEIF PÁLSDÓTTIR,
frá Möðrufelli
andaðist í Landspítalanum 8 þ m
Guðný Aradóttir,
Páll Arason.
Etginmaður minn +
EIRÍKUR ÞORSTEINSSON
fyrrverandi alþingismaður
andaðist laugardag nn 8 mai
Anna Guðmundsdóttir.
t
Eiginmaður minn,
MAGNÚS VIGFÚSSON,
húsasmiðameistari,
varð bráðkvaddur að heimili sínu, Stigahlíð 42, sunnudaginn 9 mai
Sólveig Guðmundsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
STEINN JÚLÍUS ÁRNASON
húsasmíðameistari,
Njörvasundi 32
lézt í Borgarspítalanum sunnudaginn 9 þ m
Anna Ólafsdóttir
Guðríður Steinsdóttir
Árni Steinsson
Gyða Ragnarsdóttir
og barnabörn.
t
Eigmkona mín, móðir okkar og tengdamóðir
SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR
verður jarðsungin frá
13 30
Hrafnistu
Fossvogskirkju, miðvikudaginn 12 maí kl
Vilbergur Pétursson
Svava Vilbergsdóttir Njáll Simonarson
Margrét Vilbergsdóttir Bjami Ragnarsson
t
Útför móður okkar,
GUÐRÚNAR SVANBORGAR ÞÓRARINSDÓTTUR,
frá Hallstúni
sem andaðist á Landakotspitala, 7 maí fer fram frá Fossvogskirkju,
föstudaginn 14 maí kl 3.
Þeim, sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á líknarstofnanir.
Börnin
Halldór Kristján
Júlíusson fyrrv.
sýslumaður - Minning
Aldinn höfðingi, elsti stúdent
landsins, er borinn til grafar í
dag.
Halldór Kristján Júlíusson var
fæddur á Breiðabólstað í Vestur-
hópi 29. 10. 1877, elsta barn hjón-
anna Júlíusar héraðslæknis
Halldórssonar, Friðrikssonar yfir-
kennara við Menntaskólann í
Reykjavík og konu hans Ingi-
bjargar Magnúsdóttur Jónssonar
prests á Grenjastað.
Olst hann upp hjá foreldrum
sinum í Klömbrum í Vesturhópi
en var ekki gamall þegar hann fór
að fara landveg til Reykjavikur
og dvaldist þar á vetrum hjá
Halldóri afa sínum. Var hann víst
8 ára er hann fór fyrstu ferðina
og þá samferða námsmönnum.
Sundriðu þeir ár á leiðinni, og
sagði Halldór svo frá að hann
hefði ekki gert sér grein fyrir
hvað var að gerast. Lenti hann i
mörgum svaðilförum á þeirri leið
oft síðan. Halldór fór ungur í
Latínuskólann og varð stúdent
1896, þegar skólinn varð 50 ára og
má geta þess að þá útskrifuðust
17 stúdentar og af þeim lifðu 11
það að taka þátt i 100 ára afmæli
skólans 1946. Halldór var þó nú
einn á lífi af þeim fríða hópi,
enda hefði hann orðið 80 ára
stúdent í vor. Á þeim timum var
mikið um berkla í skólanum og
sagðist Halldór mundu hafa
fengið berkla um fermingu, þá
hefði hann heilt sumar verið mjög
mæðinn og veill. En hann komst
siðan fljótlega yfir það, og má
segja að eftir það hafi hann aldrei
kennt sér nokkurs meins og skorti
nú hálft annað ár til tíræðs.
Halldór nam lögfræði við
Hafnarháskóla og kynntist þar
kenningum Brandesar, sem höfðu
mikil áhrif á hann æ síðan, og las
heimspeki og margt og mikið á
skólaárum sínum, annað en lög-
fræði. Tilvitnanir í Schopenhauer
og fornrómverska höfunda hafði
hann jafnan siðan á reiðum
höndum. Hann lauk lögfræðiprófi
í ársbyrjun 1905 og gerðist síðan
fulltrúi hjá bæjarfógetanum í
Reykjavík, uns hann var skipaður
sýslumaður Strandamanna vorið
1909. Eftir það var hann sýslu-
maður þeirra við miklar vinsæld-
ir uns hann lét af embætti í júli
1939 og fluttist þá til Reykja-
víkur. Hann var skipaður setu-
dómari í hinu fræga Hnífsdals-
máli 1927 og kom þar fram af
sinni alkunnu röggsemi, einnig
var hann nokkru fyrr setudómari
í kunnu Stokkseyrarmáli. Lög-
reglustjóri var hann skipaður á
Alþingishátíðinni á Þingvöllum
1930, svo nokkuð sé talið, og lét
jafnan mikið til sín taka. í því
sambandi má rifja upp að faðir
hans striddi móðurinni oft á því
að er Halldór fæddist og henni
var sagt að hún hefði eignast son,
varð henni að orði: ,,Æ, ég vildi
hann yrði ekki meinlaus," enda
þótti það nokkuð eftir ganga. Ein-
beitni og skörungsbragð Halldórs
yfirkennara þótti einhvers vert.
Halldór kvæntist 1907 Ingi-
björgu Hjartardóttur, hrepp-
stjóra á Efra-Núpi i Mið-
firði, og er sonur þeirra Hjörtur
menntaskólakennari, kvæntur
Unni Árnadóttur. Halldór og
Ingibjörg skildu samvistir. 1924
kvæntist hann í annað sinn og þá
Láru Helgadóttur. Voru Helgi
faðir hennar og Björn Jónsson
ráðherra bræðrasynir. Lára
missti ung föður sinn og var þá
tekin i fóstur af ,Þóru systur
Halldórs og manni hennar
Guðmundi Björnssyni, sýslu-
manni, þá búsettum á Patreks-
firði. Lára dó árið 1971. Með Láru
átti Halldór 6 börn, en þau eru:
Pétur Emil Július, vélstjóri, f.
26. febr. 1924 á Borðeyri, fyrst
kvæntur Krístínu Simonardóttur,
bifrstj. í Rvk. Símonarsonar, og
síðar Þórunni Benediktsdóttur
Gröndals verkfr. og forstj.
Hamars h.f. í Reykjavík. Ingi-
björg, f. 8. des. 1926 á Borðeyri,
gift Ingólfi Eyfeld Guðjónssyni,
vélamanni. Helgi Kristján járn-
smíðameistari í Rvk. f. 17. apríl
1928 á Borðeyri kvæntur
Elísabetu Gunnlaugsdóttur.
Þorgerður f. 29. des. 1929 á
Borðeyri, gift Albert Beck
sjómanni.
Ásgerður, f. 31. jan. 1935 á
Borðeyri, gift Jóhannesi Guðjóns-
syni bónda á Furubrekku i
Staðarsveit.
Steingerður, f. 14. mai 1940 í
Reykjavik, gift Emil Hávarði
Bogasyni verslm.
Sonur Halldórs og Þórhildar
Eiríksdóttur, bónda í Blöndudals-
hólum, Halldórssonar, var
Eiríkur f. 21. ág. 1903 i Khöfn,
dáinn 13. des. 1941. Eiríkur ólst
upp hjá foreldrum Halldórs.
Kvæntur Hólmfriði Sveinbjarnar-
dóttur. Barnabörn Halldórs eru
36 að tölu.
Halldór Kr. Júliusson var gleði-
maður í vinahópi og höfðingi
heim að sækja. Mörgum var
minnisstætt að heyra hann syngja
Útför
KRISTMUNDAR FRÍMANS JAKOBSSONAR,
Suðurkoti, Vogum,
fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 1 2. mai kl 3 e.h.
Blóm vinsamlega afþökkuð
Fyrir hönd barna hins látna,
Guðrún Benediktsdóttir.
Faðir okkar og tengdafaðir
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON.
trésmiðameistari,
verður jarðsunginn frá Frikirkjunni i Reykjavík, miðvikudaginn 12 maí
kl 1 3.30 Þeim er vilja minnast hans, er vinsamlega bent á minningar-
kort Kristniboðsins eða K.F.U.M. og K
Bjami Ólafsson, Hanna Arnlaugsdóttir,
Guðm. Óli Ólafsson, Anna Magnúsdóttir,
Felix Ólafsson, Kristin Guðleifsdóttir
f
Útför eiginkonu minnar móður okkar, dóttur og systur
JÖRGÍNU JÚLÍUSDÓTTUR
sem lést miðvikudaginn 5 maí, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag-
inn 1 3 mai kl 1 3 30
Þeim sem vilja minnast hennar er góðfúslega bent á Landakotspitala
Ólafur Björnsson,
Július Ólafsson. Alma Ólafsdóttir,
Sigriður Jörundsdóttir
Heba Júliusdóttir, Sigrún Júliusdóttir
„Gluntarna", enda var hann
góður söngmaður og stöðugt hinn
glaði stúdent áttatíu vetur.
Eftir aldarlangt ferðalag fer að
fækka samferðafólki. En margir
eru þó, þegar Halldór Kr. Júlíus-
son er kvaddur, sem minnast
sterks persónuleika og skarpra
tilsvara, muna hreinan svip og
glettniglampa undir brúnum.
Þeir ylja sér nú á kveðjustund við
bjartar rninningar, þakka langan
og litmikinn dag að kvöldi.
Halldór Sigfússon
Ég man glöggt, þótt ég væri
barn að aldri, þegar Halldór Kr.
Júlíusson tók við sýslumanns-
störfum í Strandasýslu af Marinó
Hafstein 1909, og er því liðinn
fullur mannsaldur síðan ég veitti
honum athygli og fundum okkar
bar fyrst saman. Einu sinni á ári
eða oftar lagði sýslumaður leið
sina norður i afskekktustu byggð
héraðsins, Árneshrepp. Kom
hann þá oftast við heima, og gisti
stundum, varð einu sinni eða
tvisvar veðurtepptur einn eða tvo
daga. Þótti mér maðurinn
mikillar gerðar og höfðinglegur,
og var ekki laust við að ég hefði í
fyrstu af honum nokkurn beyg.
En það hvarf þó fljótt, þvi i reynd
var hann „Ijúfur og kátur", gerði
sér engan mannamun og hafði
yndi af að tala við börn. Komst ég
snemma á snoðir um, að sýslu-
maður var ekki aðeins lærður á
bækur heldur var hann og enginn
glópur í veraldlegum efnum. Ég
minnist aðdáunar hans á land-
kostum Norður-Stranda: Hvergi í
sýslunni var betra til fanga,
hvergi reki né hlunnindi meiri,
hvergi gerðu kvíaærnar víðlíka
gagn, hvergi voru sílspikaðri
sauðir.
Mér þótti þetta nýstárlegt sjónar-
mið. Þá skoðun hafði ég drukkið í
mig með móðurmjólkinni, að
þetta væri ein harðbýlasta og
versta sveitin á öllu landinu, en
seinna hef ég skilið, að gestsauga
sýslumannsins var glöggt.
Sem yfirvald var Halldór Júlí-
usson í senn röggsamur og virtur.
Hann var góður mannasættir, hélt
uppi friði og aga í héraði, enda lét
honum vel sú list að kveða niður
þrefara og málaþjarkara. Sóttu
engir slíkir kumpánar gull í
greipar hans. Halldór dró ekki
lagasverðið úr slíðrum nema þess
gerðist full þörf. En þá frýði eng-
útfaraskreytingar
Groðurhusið v/Sigtún siim 36770
S. Helgason hf. STEINIÐJA
tlnholll 4 Sfmar 14477 og 142S4