Morgunblaðið - 11.05.1976, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1976 ■
37
VELVWKAINIDI
]
0 Þörf á
magatöflum
hér?
PA. skrifar:
Ég hefi lært það, að rétt sé að
taka með sér magatöflur i ferð til
Spánar, því þar sé víða svo óvar-
lega gengið um mat, að flestir
útlendingar sem ekki eru vanir
þeim gerlum er þar eru, fái í
magann. Og magakveisa vegna
eitrunar í mat er ekkert grín, eins
og margir hafa reynt.
Nú er í fjölmiðlum sagt frá
skemmdum og jafnvel hættuleg-
um kjötvörum á markaðinum hér
á íslandi. Er þá ekki jafn mikil
þörf á magatöflum, ef maður
kaupir matvörur í íslenzkum mat-
vörubúðum. Manni skilst á athug
un Neytendasamtakanna, að
skemmdirnar hafi verið jafn
miklar í öllum þeim kjötverzlun-
um, sem þeir athuguðu. Og þeir
gefa ekki upp nöfnin að mér
skilst þess vegna. Og vegna þess
að þetta getur allt eins átt við um
allar verzlanir. Hvað eigum við
neytendur það að gera? Ganga um
með magatöflur og vona það
bezta?
• Málæði
spyrjenda í
Beinni línu
Hlustandi skrifar Velvakanda
og gerir að umræðuefni þáttinn
Bein lfna:
Þátturinn Bein lfna f útvarpinu
hefur mikið batnað og stjórnend-
ur hafa meira vald á honum en
fyrr. Ekki tekst þeim, þrátt fyrir
mikla hörku, algerlega að koma
spyrjendum í skilning um að ekki
er ætlazt til þess að hlustendur fái
að hlusta á þeirra skoðanir í löngu
máli, heldur ráðherranna.
Er það ekki alveg furðulegt, að
fólk skuli ekki skilja að einstakt
tækifæri er að mega spyrja ráð-
herra ákveðinna málaflokka um
hvað sem er þeim málum við kom-
andi? Og að þátturinn er fyrir
svör þeirra? Eftir þvi bíða hlust-
endur, en ekki tafsandi útskýr-
ingum á skoðunum einhvers fólks
úti í bæ. Og að tími þáttarins er
takmarkaður og dýrmætur hverju
sinni þannig að honum á ekki að
eyða í að fjöldi manns segi: Ráð-
herra. Gott kvöld! Ég er hér með
tvær spurningar? Ráðherra heyr-
irðu til mfn? o.s.frv. Þetta er ákaf-
lega óáheyrilegt.
En þátturinn er mikilvægur,
þvf þannig eiga menn að geta
komið að spurningum um ákveðið
mál, til að heyra svörin af vörum
þess, sem hefur um þau æðsta
úrskurðarvald, og viðhorf hans til
ýmissa þátta þeirra. Einnig getur
fólk heyrt sjálft, hvort við-
komandi ráðherra er raunveru-
lega kunnugur málinu og hefur
mótað sér stefnu i því. Eða út-
skýringu hans á hvaða stigi málið
er og af hverju það tefst.
# Argasta afturhald
0420—1957 skrifar:
Ég gat ekki orða bundist, þegar
ég las bréf, frá einhverjum aftur-
haldssegg sem kallar sig Sváfni,
þann 6. maf.
Eftir bréfi hans að dæma er
hann argasti afturhaldsseggur
svo ég segi ekki meira. Það væri
eins hægt að kalla mynd af hon-
um alklæddum klámmynd eins
eins og hann kallar Sölku Völku
klámmynd. Það er að vísu satt hjá
honum að myndin hafi verið
ruddaleg en klám fannst þar ekki,
hvað sem hver segir. Þannig var
einnig um ftölsku myndina sem
hann er líka að röfla um að hafi
verið full af klámi.
Af hverju ættu rónar ekki að
koma fram í kvikmyndum eins og
annað fólk. Það ætti að vera alger-
lega óskaðlegt og jafnvel til
gagns, því að þá getur fólk séð
hvernig líf rónans er og eins og
sjá má í Sölku Völku er það síður
en svo eftirsóknarvert.
Annars vil ég taka það fram að
mér fannst Salka Valka mjög lé-
leg mynd, enda sjálfsagt alger út-
þynning á bókinni.
Ég nenni hreinlega ekki að tala
um berrassað fólk á íslenzkum
leiksviðum en eru leikrit ekki list
þó að í þeim komi fram nakið
fólk?
Að lokum vil ég segja þetta:
Skrattinn hirði alla þessa aftur
haldsseggi, þar á meðal Sváfni, en
megi hinir lifa góðu lifi í friði
fyrir afturhaldsseggjunum sem
eru til stórs skaða fyrir þjóðfélag-
ið.
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl. 14— 1 5, frá mánudegi til föstu-
dags
burtu í vikutfma. Hann sagði ekki
hvert hann væri að fara né heldur
hversu lengi hann vrði f burtu.
Þegar hann kom aftur sagði hann
mér að Madeleine hefði dáið eftir
að hafa fætt sveinbarn og jafn-
skjótt og hægt væri að koma því f
kring myndi Simone taka barnið
og fara með það sem sitt til Eng-
lands. Ilann sagði að svo vrði um
hnútana búið að Simone yrði
talin móðir drengsins. Foreldrar
drengsins voru báðir dánir, aldur-
hniginn afi þess var dauðvona og
það var enginn annar til að
vernda það fvrir Marcel Carrier.
Barnið var enskt í aðra ættina,
svo að það vrði alið upp í Eng-
landi sem barn Simone og
Maurice Hurst. Simone hafði
heitið þvf að skýra aldrei frá upp-
runa drengsins. Samt sem áður
ætluðu þau að skilja eina glufu
eftir opna. Læknirinn ætlaði að
arfleiða drenginn að húsinu á
þann veg að Simone ætti það til
dauða síns. Sfðan gæti drengur-
inn ráðið hvort hann kærði sig
um að gera tilkall til arfs sfns f
Erakklandi. Ef þér hefðuð verið
um kvrrt í Englandi, M. Hurst, og
selt húsið hefðuð þér aldrei
komist á snoðir um neitt af þessu.
HÖGNI HREKKVÍSI
Skínandi pottar
og pönnur með
Brillo-sápu
Nudd- og snyrtistofa
Ástu Baldvinsdóttur
Hrauntungu 85, Kópavogi
Andlitsböð,
húðhreinsun,
fót- og handsnyrting
Megrunar- og
afslöppunar
nudd og nudd
við vöðvabólgum.
VIL VEKJA SÉRSTAKA
ATHYGLI Á:
10 tima megrunar- og afslöppunarkúrum.
Nudd, sauna, vigtun, mæling og matseðill.
OPIÐ TIL KL. 10 ÖLL KVÖLD.
Bílastæði. Sími 40609.
PLÖTUJARN
Hötum fyrirliggjandi plötujárn
i þykktunum 3#4,5og6mm.
Klippum nidur eftir máli ef óskad er.
Sendum um allt land
v
STÁLVER HF
FUNHÖFÐA17
REYKJAVÍK SÍMI 83444.
_______ ^
CARLO DERKERT,
listfræðingur frá Svíþjóð
heldur tvo fyrirlestra í Norræna húsinu um
sænska myndlist:
Þriðjudaginn 11. maí kl. 20:00
— Matisseelever och Kubister í svenskt máleri.
Fimmtudaginn 13. maí kl. 20:00
— X-et, Ameliu och andra beráttare, samt
nyrealisterna pá 60-talet.
A eftir fyrirlestrunum kynnir hann listsýningu
SIRI DERKERT í sýningarsölum, en hún er opin
daglega kl. 1 4:00 — 22:00 til 23. maí.
Verið velkomin Norræna húsið.
NORRíNA HUSIO POHjOLAN TAIO NORDENS HU5