Morgunblaðið - 11.05.1976, Page 34

Morgunblaðið - 11.05.1976, Page 34
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1976 Borgarstjórinn kom á óvart Mjög fallega gert af þér Idi— en auðvitað er þetta aðeins þar til lokið er að gera við freigáturnar okkar. Þessi teikning birtist í brezka blaðinu Daily Mail á föstudag. Sýnir hún hvernig teiknarinn hugsar sér að leysa vandamál brezka flotans í sambandi við skemmdirnar á freigátunum í þorskastríðinu. Leonid Brezhnev marskálkur Tours, Frakklandi, 10. maí — AP Athyglisverðar auka- kosningar voru í borginni Tours í Frakklandi á sunnudag þegar kosinn var erlausnin New York, 10. maí. AP. I)R. EDWARI) Teller, kjarnorku- fra-ðin};urinn heimskunni, sejíir að eina leiðin til að anna orku- þörfinni eins og hún verður árið 2.000, sé að bvggja kjarno»,kuver. I grein, sem Teller ritar i viku- blaðið Newsweek, telur hann að eftir 24 ár nemi orkuþörfin sem svarar 300 milljónum tunna af olíu á degi hverjum. Segir hann að þá verði aðeins unnt að vinna orku úr venjulegum orkugjöfum, eins og olíu, gasi, kolum og vatns- orku, sem jafnist á við 250 milljónir tunna af olíu á dag. ,,Við getum náð 300 milljón tunna takmarkinu — ef við notum kjarnakljúfa," sagði Teller. „Kjarnorka er mengunar- laus. Kjarnorkuverin eru svo örugg að við vitum ekki um einn einasta bandaríkjamann, sem hefur skaðað heilsu sína vegna geislunar frá kjarnakljúf." nýr þingmaður borgar- innar. Búizt hafði verið við harðri keppni, þannig að enginn frambjóðenda fengi hreinan meirihluta og yrði því að endurtaka kosningarnar. Kommúnist- ar og jafnaðarmenn lögðu mikla áherzlu á baráttuna.v en úrslitin urðu þau að, borgarstjórinn Jean Royer, sem bauð sig fram utanflokka, hlaut um 55% atkvæða og var þar með kjörinn á þing. Var úrslit- anna beðið með eftirvænt- ingu, því þau voru talin mælikvarði á flokkaskipt- ingu í landinu. Endanlegar tölur liggja ekki fyrir, en ljóst þykir að kommún- istar hafi tapað meiru en jafnaðarmenn, og misst þá hefð- bundnu stöðu sína að vera stærsti vinstriflokkurinn í Tours. Kosningabaráttan einkenndist af tilraunum kommúnista til að koma fram sem opinn lýðræðis- flokkur i samræmi við þá yfir- lýstu stefnu að losa um tengslin við Sovétríkin og vísa á bug hug- myndinni um alræði þreiganna. Royer borgarstjóri var við- skiptaráðherra 1973—74 og um skeið póst- og símamálaráðherra. Hann átti sæti á þingi árin 1958 til 1973, en sagði þá sæti sinu lausu. Hann er talinn íhaldsmaður, og naut nú stuðnings Gaullista og republikanaflokks d’Estaings for- seta. Moskvu, 9. maí. Reuter. LEONID Brezhnev flokksleiðtogi var á laugardag útnefndur mar- skálkur í sovézka hernum í tilefni þess að þá voru liðin 31 ár frá lokum síðari heimstvrjaldarinnar í Evrópu. Sovézku blöðin fögnuðu út- nefningunni með miklum lof- greinum á sunnudag, þar sem meðal annars er sagt að nafn Brezhnevs verði ávallt fastbundið friði í heiminum. í heimaborg Brezhnevs, Dneprodzerzhinsk, var dagsins minnzt með því að þar var afhjúpuð stór bronsstytta af leiðtoganum. Með þessari hækkun í tign verð- ur Brezhnev æðri sjálfum varnar- málaráðherranum, Dmitri Usti- nov, sem er hershöfðingi að nafn- bót. Ulrika Meinhof r — Ottast hryðjuverk Framhald af bls. 1 Meinhof voru sprengdar sprengj- ur við v-þýzkar ferðaskrifstofur á ítalíu og í Frakklandi og rauðri málningu var skvett á bústað v- þýzka sendiherrans í Kaup- mannahöfn. Einn af verjendum Meinhofs og Baaders, Otto Schily, krafðist þess í dag, að alþjóðleg nefnd rannakaði andlát Ulriku Meinhof eða ,,meint sjálfsmorð" eins og hann orðaði það. Annar verjandi sagði að ótrúlegt væri að Meinhof hefði framið sjálfsmorð því að hann hefði heimsótt hana daginn áður og ekki verið neinn uppgjafartónn i henni. Þ,;ð sem eykur á ótta yfirvalda, er aó einn úr hópnum, Holger Meins, lézt fyrir 18 mánuðum eftir hungur- verkfall, var yfirdómari V- Berlínar myrtur í hefndarskyni daginn eftir. Áður en Ulrike Meinhof stofn- aði hryðjuverkasamtökin ásamt Andreas Baader var hún þekktur dálkahöfundur og ritstjóri hins vinstrisinnaða mánaðarrits Kon- krete, sem gefið var út af eigin- manni hennar Klaus Reiner Roehl og þóttu dálkar hennar mjög vel skrifaðir og gagnlegt til- iegg í umræðum um vandamál V-Þýzkalands á eftirstríðsárun- um. Meinhof eignaðist tvíbura- dætur með manni sínum, en skildi við hann 1968 og settist að í V-Berlín, er stúdentauppreisnin stóð sem hæst. Þar snerist hún síðan hægt og sígandi yfir á sveif með byltingarsinnum og skæru- liðum og varð hún brátt foringi samlaka þeirra og skipulagði flest hryðjuverka þeirra. Hún sagði við réttarhöldin að samtökin hefðu haldið uppi vopnaðri baráttu gegn kúgun valdakliku heims- valdasinna. — Bretland Framhald af bls. 1 landi eftir stríðið og að Bretar myndu fá sitt kraftaverk á næstu árum. Leiðtogar sambands flutninga- verkamanna, sem telur 1.8 milljón félaga, samþykktu í dag að styðja tillögu stjórnarinnar og er talið að samþykki þeirra muni tryggja að tillagan verði sam- þykkt á sérstöku aukaþingi brezka alþýðusambandsins, TUC, í London í næsta mánuði. Félagar í TUC eru alls um 10 milljónir. — Hvað segir kona Geirfinns? Framhald af bls. 40 Geiri hafi verið í neinum tygj- um við þetta fólk, hann var ekki þannig. Eina skýringin sem ég get hugsað mér er að hann hafi heyrt eitthvað dular- fullt þetta umrædda kvöld sem hann fór í Klúbbinn, en þaðan kom hann beint heim. Ég vona bara að þetta mál fari að komast á hreint. Það er ekki hægt að slappa af á meðan þessi óvissa er í svo mörgu varðandi málið og það er mjög þreytandi hvað rannsókn máls- ins gengur hægt. Maður reynir að gleyma þessu, en svo rifjast þetta alltaf upp aftur og aftur í sambandi við rannsóknina og þá fréttir í fjölmiðlum um leið. Það sem særir mig þó mest er að ég er aidrei látin vita neitt um tilkynningar um rannsókn- ina í fjölmiðlum áður en frétt- irnar liggja fyrir augum al- mennings. Það minnsta sem mér fínnst hægt að ætlast til er að maður sé látínn vita áður en gefnar eru út tilkynningar um ný málsatvik til fjölmiðla, svo að maður geti undirbúið börnin fyrir það. 1 gær var það til dæmis vinkona mín sem sýndi mér Vísi með afskaplega óljósri frétt um málið og kunningi minn hringdi til að benda mér á að ef til vill yrði einhver frétt um málið í útvarpinu. Það er slæmt að vita ekki neitt og t.d. ber strákurinn okkar út Vísi. Fyrr í vetur þegar rannsóknar- lögreglan í Reykjavik gaf út upplýsingar um málið og hand- töku manna varð ég eftir að hafa heyrt málsatvik í útvarp- inu að hlaupa um allan bæ til að finna drenginn minn, svo að hann heyrði ekki fréttirnar í sjónvarpinu heima hjá ein- hverjum vina sinna. Þegar málið var í rannsókn hér I Keflavík, létu rannsóknarlög- reglumennirnir mig alltaf vita áður en nýjar fréttir voru birt- ar I málinu, en síðan hef ég fréttirnar eins og hver annar úr fjölmiðlum. Ég vona bara að málið upp- lýsist, óvissan er óbærileg. Ég hef ef til vill ekki mikið vit á slíkum rannsóknarmálum, en margt finnst mér koma kynlega fyrir sjónir." — Böðunin Framhaid af bls. 40 „Sýslumaður-Blönduósi. Sam- kvæmt gögnum, sem hafa borizt í ráðuneytið og með böðun fjár að Litla-Dal, telst allt fé Björns Páls- sonar að Löngumýri tvíbaðað og aðgerðum vegná þessa máls lokið. Landbúnaðarráðuneytið." Þá sagði Jón, að á sýslunefndar- fundinum hefði hann lesið skeytið upp, til að láta sýslu- nefndarmenn vita af því. Á fundinum hefði verið gerð svo- hljóðandi ályktun: „Sýslunefnd Austur- Húnavatnssýslu lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum land- búnaðarráðuneytisins, eftir að hafa ákveðið að tvíbaða allt sauð- fé að Ytri-Löngumýri, eins og allt annað sauðfé milli Blöndu og Mið- fjarðargirðingar, að lýsa því síðan yfir að hluti fjárins skuli teljast tvíbaðaður, án þess að tvíböðun hafi sannanlega farið fram. Vegna þessa krefst sýslunefndin að ráðuneytið I samráði við yfir- dýralækni, sjái um að allt sauðfé milli Héraðsvatna og Miðfjarðar- girðingar verði kláðaskoðað I desember og janúar 1976 og 1977, á kostnað landbúnaðarráðuneytis- ins af sérskipuðum skoðunar- mönnum og viðeigandi ráðstafan- ir gerðar að skoðun lokinni, komi I ljós, að um ófrið sé að ræða.“ Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu- neytisstjóri I landbúnaðarráðu- neytinu, sagði I samtali við Morgunblaðið I gær, að ráðu- neytinu hefði borizt vottorð um, að Björn Pálsson hefði verið bú- inn að baða allt heimafé þann 6. febrúar og fyrir hefði legið að hann hefði baðað fé I Litla-Dal 18.—20. febrúar. Þessi vottorð hefðu verið tekin gild. — Vitnisburður Framhald af bls. 40 ákvörðun rannsóknardómara, Arnar Höskuldssonar, hefur þeim verið bannað að yfirgefa landið. Verða þeir ætíð að vera til taks til vfirhevrslna á meðan rannsókn fer fram og eins lengi og rann- sóknardómarinn telur ástæðu til. Morgunblaðið ræddi við Örn Höskuldsson I gær, en hann tók ákvörðun um að sleppa mönnun- um fjórum eftir fund með Hall- dóri Þorbjörnssyni yfirsakadóm- ara og Hallvarði Einvarðssyni vararikissaksóknara. Var Örn m.a. að þvi spurður, á hvaða for- sendu mönnunum var sleppt. Vildi örn ekki svara þessari spurningu né öðrum, sem Mbl. lagði fyrir hann. Þá ræddi Mbl. ennfremur við Hallvarð Einvarðs- son vararíkissaksóknara. Stað- festi hann, að af hálfu embættis ríkissaksóknara hefði ekki verið krafizt framlengingar á gæzlu- varðhaldsvist mannanna, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og vísaði á Örn Höskuldsson. Framburður Erlu BoIladót.tur, sem minnst hefur verið á her að framan, er I ýmsum veigamiklum atriðum ósamhljóða framburði sem hún, Sævar Ciecielski og Kristjáns Viðar höfðu áður gefið og gerður var opinber I marz s.l. Samkvæmt þeim framburði átti Geirfinnur Einarssonar að hafa látið lifið i bátsferð eftir átök við þá Einar Bollason, Magnús Leopoldsson og Sigurbjörn Ei- ríksson. Var unnið að rannsókn málsins útfrá þessum punktum. Um fyrri helgi fékk svo rann- sóknarlögreglan grunsemdir um, líklega eftir ábendingu, að fram- burður Erlu væri ef til vill ekki sannleikanum samkvæmur. Var hún tekin til yfirheyrslu og þá breytti hún framburði sínum og viðurkenndi að hafa skotið að Geirfinni. Var hún þá úrskurðuð í 60 daga gæzluvarðhald. Kristján Viðar breytti einnig framburði sinum en illa hefur gengið að fá Sævar Marínó til að skýra frá þvi hvað gerðist, sem og um afdrif Guðmundar Einarssonar, og hefur hann orðið margsaga í þessum efnum. Er það að sögn hald rannsóknarmanna, að Sævar Marinó búi yfir þeirri vitneskju, sem ef til vill gæti leyst þetta mál. og hann sé því lykilmaðurinn í málinu, en hann hefur verið mjög ófús til samvinnu við rannsóknar- menn til þessa. I framburði sínum hefur Kristján Viðar sagt, að hann hafði séð til manna, sem eltu og umkringdu mann einn og þjörmuðu síðan að honum með höggum, barsmíðum og jafnvel eggvopnum. Að öðru leyti vísast til tilkynningar sakadóms um málið á bls. 2 og 3 í dag. Því má bæta hér við, sem ekki kemur fram i þeirri tilkynningu, að Erla Bolladóttir telur að bátsferðin hafi verið farin og það áður en aðförin var gerð að Geirfinni á athafnasvæði Dráttarbrautar- innar. Rannsókn Geirfinnsmálsins verður haldið áfram af fullum krafti enda mörg atriði málsins óljós. Jafnframt verður áfram haldið leit að líki Guðmundar Einarssonar í Hafnarfjarðar- hrauni og fleiri líka, sem talið er að þar séu ef til vill falin, en þar gæti einnig lík Geirfinns verið að finna, en við rannsóknina hefur ekki komið nákvæmlega framt hver urðu afdrif hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.