Morgunblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1976
39
Nýr keppinautur
Jimmy Carters
Baltimore og Independence, 10. maí — AP. Reuter.
EDMUND G. BROWN ríkisstjóri Kaliforníu hefur nú bætzt I hóp
þeirra demókrata, sem keppa um ad verða forsetaefni flokksins við
kosningarnar I haust.
Jimmv Carter, sem hefur sigrað I hverri forkosningunni á fætur
annarri að undanförnu og hrist af sér margan keppinautinn, á það nú
yfir höfði sér að bfða ósigur fyrir Brown I forkosningunum í Marvland
á þriðjudag I næstu viku.
Sovézkir tundurspillar af sömu gerð og Storozjevoi
Hjá republikönum er staðan
þannig að Ronald Reagan fyrrum
ríkisstjóri Kaliforníu, tók forust-
una í fyrri viku þegar hann sigr-
aði í forkosningunum i Texas,
Indiana, Georgia og Alabama.
Hefur Reagan nú tryggt sér 411
atkvæði til útnefningar á flokks-
þingi republikana, en Ford for-
seti 389 atkvæði.
Edmund Brown, eða Jerry
Brown eins og hann er venjulega
nefndur, er 38 ára og hefur verið
rikisstjóri Kaliforníu I rúmt ár.
Hann ætlar aðeins að taka þátt í
forkosningunum í Maryland,
Nevada og Kaliforníu.
Skoðanakannanir benda til þess
að Brown muni bera sigur úr
býtum í Maryland, og hefur það
leitt til þess að Carter hefur hert
baráttuna þar. Á fundi í Balti-
more á laugardag sagði Carter að
framboð Browns væri tilraun til
að stöðva sókn sína, og stæðu
ráðamenn í demókrataflokki
Marylands þar að baki. „Látið
ekki aðlaðandi framkomu Browns
ríkisstjóra glepja ykkur,“ sagði
Carter. „Brown er ekki að keppa
um forsetaframboðið í Maryland.
Hann er aðeins aðili þess hóps,
sem vill skapa glundroða á flokks-
þinginu. En það mun ekki tak-
ast.“ Átti Carter þar við flokks-
þing demókrata í New York í júli,
þar sem frambjóðandinn verður
valinn. Carter kvartaði yfir þvi að
sjálfur þyrfti hann að taka þátt í
kosningabaráttu í öllum þeim
ríkjum, sem hafa forkosningar,
en Brown byði sig aðeins fram í
þremur þeirra, og gæti því beitt
sér af alefli i Maryland.
Brown hefur ferðast um Mary-
land að undanförnu og haldið
fundi víða, og allsstaðar fengið
mjög góðar móttökur.
Á morgun, þriðjudag, verða for-
kosningar I Nebraska og Vestur
Virginíu, og telja stjórnmála-
menn mjög áriðandi fyrir Ford
forseta að vinna sigur þar eftir
ósigrana í fyrri viku. Skoðana-
kannanir hafa bent til þess að
þetta takist hjá Ford, en forskot
hans þar hefur farið minnkandi.
Ron Nessen, talsmaður Hvita
hússins, sagði í dag að forsetinn
væri bjartsýnn, en teldi að mjótt
yrði á mununum. Tapi Ford á
morgun, gæti það haft úrslita-
áhrif á forkosningar i næstu viku
í heimaríki hans, Michigan, sem
Reagan leggur mikla áherzlu á að
vinna.
Á flokksþingi republikana, sem
haldið verður í Kansas City í
sumar, verða alls 2.258 fulltrúar,
og þarf því 1.130 atkvæði til að
hljóta útnefningu sem forsetaefni
flokksins. Vantar Reagan því enn
719 atkvæði, en Ford 741.
Uppreisn
— segja svíar
SÆNSKA herstjórnin staðfesti á
laugardag að „eitthvað óvenju-
legt“ hefði gerzt í Eystrasalts-
borginni Riga í nóvember í fyrra,
en neitaði að láta hafa eftir sér
nokkur ummæli um það hvort
áhöfnin á sovézkum tundurspilli
hefði gert uppreisn.
Reuters-fréttastofan skýrir frá
þessu í frétt frá Stokkhólmi á
laugardag. Er það haft eftir áreið-
anlegum heimildum innan her-
stjórnarinnar — en ekki staðfest
— að áhöfnin á tundurspillinum
Storozjevoi hafi bersýnilega læst
foringja skipsins inni í klefum
sínum og reynt að sigla skipinu til
Svíþjóðar. Áður en skipið komst
út úr sovézkri landhelgi voru so-
vézkar herþotur sendar til að
reyna að stöðva það. Skutu þær
eldflaugum að skipinu í fjórar
klukkustundir, og reyndu aðal-
lega að hæfa stýri þess. Segja
um borð
þessar sömu heimildir að sovézk
freigáta, sem var að elta tundur-
spillinn, hafi orðið fyrir eldflaug í
öliu irafárinu, og að nokkrir úr
áhöfn hennar hafi farizt.
Áhöfnin á Storozjevoi gafst upp
áður en komið var út úr landhelg-
inni, og var skipið dregið inn til
Riga til viðgerðar. Reuter hefur
eftir heimildarmönnum sínum að
í stað þess að senda fyrirmæli öll
á dulmáli, hafi sovézku yfirvöldin
notað talstöðvar, og því hafi verið
auðvelt að fylgjast með atburðun-
um. Mikið hefur verið ritað um
þetta mál i sænsk blöð, og er það
talin ástæðan fyrir því að Georgei
Fedosov ofursti, hermálaráðu-
nautur sovézka sendiráðsins í
Stokkhólmi, fór heim til Moskvu í
fyrri viku.
Storozjevoi er einn af stærstu
og nýjustu tundurspillun sovézka
flotans, um 4.000 tonn, og vel bú-
inn eldflaugum. Áhöfnin er 250
manns.
Ronald Reagan á framboðsfundi
— Ylræktar
verið
Framhald af bls. 40
Þýzkalandi, en sá hefði verið einn
af þeim er hingað kom fyrir
nokkrum árum á vegum Samein-
uðu þjóðanna til að gera úttekt
hér á aðstæðum til ylræktar.
Hann væri sérfræðingur í
rekstrarhagfræði gróðurhúsa og í
markaðsmálum gróðurhúsaaf-
urða.
Kvað Björn það koma helzt til
greina nú, að þessi sérfræðingur
yrði fenginn hingað til lands til að
kanna þetta mál frekar eða
sendur yrði maðúr til Svíþjóðar,
en þar skammt frá Málmey væri
umfangsmikil stofnun, angi af
Lundarháskóla, þar sem væru
margir sérfræðingar í málum af
þessu tagi, og kæmi til greina að
bera undir þá það sem á döfinni
væri.
— Bernharð
Framhald af bls. 1
hins opinbera. I skýrslu nefnd-
arinnar mun sagt, að hún hafi
ekkert fundið, sem renni
stoðum undir ásakanir um að
Bernharð hafi þegið 1.1
milljón dollara frá Lockheed
fyrir að hvetja til kaupa á flug-
vélum þess. Blaðið gat ekki
heimilda sinna og talsmaður
stjórnarinnar sagði aðeins, að
von væri á skýrslunni bráð-
lega.
— Organisti
Framhald af bls. 2.
1840 í Tómasarkirkju í Leipzig,
eftirtalin verk eftir Johann Se-
bastian Bach:
Prelúdía og fúga í Es-dúr
Kóralforleikur „Schmiicke
dich, o liebe Seele"
Passacaglia f c-moll
Prelúdía og fúga í a-moll
Pastorale
Toccata f F-dúr.
— Upprifjunin
Framhald af bls. 3
eftir þessum bilstjórum og gáfu
tveir bílstjórar sig fram, sem
töldu sig hafa tekið stúlku upp i
bíla sína, þennan umrædda
morgun.
Sem fyrr segir sögðu þau
Sævar, Kristján og Erla í fram-
burði sínum að umrætt kvöld
hafi verið farið f bátsferð frá
steinbryggju Dráttarbraut-
arinnar. I fyrri framburði
sögðu þeir Sævar og Kristján
Viðar að Geirfinnur hefði látið
lff sitt í þeirri bátsferð, en
síðan hefur Kristján breytt
þeim framburði og heldur hann
þvf nú fram, að Geirfinnur hafi
látið lff sitt á athafnasvæði
Dráttarbrautarinnar. Erla
heldur því enn fram að báts-
ferðin hafi verið farin, og at-
burðirnir á svæði Dráttarbraut-
arinnar gerzt að hefini lokinni.
Samkvæmt fyrri vitnisburði
Sævars og Kristjáns stóð báts-
ferðin i 1—2 klukkutima og var
aðaltilgangurinn að sækja spíra
í plastbrúsum og áfengisflösk-
um, en hvortveggja var bundið
við baujur i Faxaflóa. I förinni
voru samkvæmt framburði Sæ-
var og Kristján, Magnús Leo-
poldsson, Einar Bollason og
Sigurbjörn Eirfksson auk
þeirra sjálfra. Ennfremur 1—3
menn til viðbótar, en ekki hef-
ur komið framhverjirþaðvoru.
Einn þeirra var skipstjóri báts-
ins. Valdimar Olsen varð eftir í
landi. Sævar og Kristján Viðar
sögðu að f bátnum hefði Geir-
finnum lent í átökum við þá
Einar, Magnús og Sigurbjörn
og hlotið bana af. Sævar sagðist
hafa staðið í lúkarsdyrunum og
horft á en Kristján Viðar sagð-
ist hafa reynt að hjálpa Geir-
finni. Var nú haldið til lands og
kváðust þeir Sævar og Kristján
ekki vita betur en lík Geirfinns
hefði verið tekið með í land. Þá
sögðu ennfremur, að einn
þremenninganna hefði sagt við
þá, að þeir myndu hafa verra af
ef þeir kjöftuðu frá.
Þetta er i sem skemmstu máli
fyrri framburður Sævars,
Kristjáns og Erlu. Þeir Einar,
Magnús, Sigurbjörn og Valdi-
mar hafa allt frá byrjun neitað
að vera nokkuð viðriðnir þetta
mál og sagst ekkert við það
kannast. Eftirgrennslan eftir
öðrum mönnum, sem sagðir
voru í umræddri bátsferð, hef-
ur ekki borið árangur né held-
ur eftirgrennslan eftir bátnum.
— Breytt
yfirstjórn
Framhald af bls. 16
nokku8 verið gagnrýnd að því leyti
hve hún mismunaði atvinnufyrir-
tækjum eftir þvi hvar þau starfa á
landinu. Á upphaflegum starfsregl-
um sjóðsins hefur verið gerð nokkur
breyting og þær rýmkaðar á þann
veg, að nú veitir sjóðurinn lán til
fiskiskipa. hvar sem er á landinu.
Aðrar breytingar
Ég tel, að ByggðasjóSur geti nðð
markmiðum sínum um eflingu
byggðar utan þéttbýlisins hér I
Reykjavlk og næsta nágrenni borgar-
innar án þess að mismuna atvinnu-
fyrirtækjum I sömu grein. sem eiga
við sömu eða svipað vandamál að
strlða, hvar svo sem starfræksla
þeirra fer fram.
Með 16. grein frumvarpsins eru
felld niður ákvæði úr núgildandi lög-
um, þess efnis að Byggðasjóður hafi
heimild til þess að gerast meðeig-
andi I atvinnufyrirtækjum. Hefur það
þótt gefast i11a. að lánasjóðir séu
eigendur atvinnufyrirtækja. Tilgangi
slnum nær Byggðasjóður betur með
þvl að styrkja aðra aðila I þvl að
byggja upp atvinnurekstur.
Loks vek ég athygli á þeirri breyt-
ingu, sem ráðgerð er varðandi skipt-
ingu á greiðslu rekstrarkostnaðar
Framkvæmdastofnunar. Samkvæmt
núgildandi lögum skulu rlkissjóður.
Seðlabanki íslands, Framkvæmda-
sjóður og Byggðasjóður. auk sér-
stakra sjóða. sem stofnuninni kann
að vefða falin umsjá með, greiða I
sameiningu kostnað af starfsemi
Framkvæmdastofnunarinnar. I frum-
varpinu er gert ráð fyrir að rlkis-
sjóður og Seðlabanki hætti þátttöku
sinni I greiðslu þessa kostnaðar. Eftir
stóreflingu Byggðasjóðs. ætti
greiðsla kostnaðarins ekki að verða
neitt vandamál, enda er það næsta
óeðlilegt og fá fordæmi fyrir þvl, að
sllk stofnun þurfi á rekstraraðstoð að
halda frá rlkissjóði og Seðlabanka.
Þegar Þjóðhagsstofnun var komið á
fót, var um það samið. að Seðla
banki og rlkissjóður skiptu með sér
kostnaði af rekstri þeirrar stofnunar
og beinllnis út frá þvl gengið að
sjóðir Framkvæmdastofnunar stæðu
sjálfir undir rekstrarkostnaði hennar.
Með frumvarpinu er lagt til að sú
skipan verði lögbundin.
Ég hef hér drepið á helstu þætti
þessa frumvarps um breytingu á lög-
um um Framkvæmdastofnun rlkis-
ins, en vlsa að öðru leyti til greinar-
gerðar með frumvarpinu.
— Tilkynning
sakadóms
Framhald af bls. 3
Rannsókn er haldið áfram
bæði af hálfu rannsóknar-
lögreglu og fyrir dómi. Þau
Sævar Marinó, Kristján Viðar,
Erla og Tryggvi Rúnar eru öll
í gæzluvarðhaldi vegna
rannsóknar málsins og jafn-
framt gert að sæta sérfræði-
legri rannsókn á líkamlegu og
andlegu heilbrigði og er sú
rannsókn hafin fyrir nokkru.
Ástæða er til að ætla að menn
þeir sem staddir voru í Dráttar-
braut Keflavíkur umrætt sinn
hafi skýrt einhverjum frá því.
Þá er ástæða til þess að ætla að
þeir Sævar Marinó, Tryggvi
Rúnar og Kristján Viðar hafi
skýrt einhverjum frá afdrifum
Guðmundar Einarssonar.
Er hér með skorað á þá sem
slíka vitneskju hafa að gefa sig
þegar fram við rannsóknarlög-
regluna.
Frá sakadómi Revkjavfkur.
— Orðið við ósk
Framhald af bls. 3
„Dýrlingur og James Bond ts-
lands“ og auðkennd er stöfunum
S.P.
Með bréfi dags i dag, 10. þ.m.,
hefur af ákæruvaldsins hálfu
verið gerð krafa um rannsókn fari
fram i sakadómi Reykjavíkur um
sakarefni þessi.
I fyrsta lagi verði rannsakað
ætlað brot ábyrgðarmanns dag-
blaðsins Timans gegn 108. gr. al-
mennra hegningarlaga nr. 19,
1940 sbr. 16. gr. og 15. gr. 2. mgr.
laga nr. 57, 1956 um prentrétt.
í öðru lagi verði rannsökuð
sannindi eða ósannindi þeirra að-
dróttana, sem fram koma í fyrr-
nefndri blaðagrein og varðað
gætu deildarstjórann og rann-
sóknarlögreglumanninn refsi-
ábyrgð samkvæmt 131. gr. hegn-
ingarlaganna ef sönnuð væru.
I þriðja lagi verði rannsakað
hvort þeir tveir félagar — annar
eða báðir — hafi við rannsókn
mála tekið sér eitthvert opinbert
vald, sem þeir ekki hafa og
þannig gerst brotlegir gegn 116.
gr. hegningarlaganna eða misnot-
að stöðu sína og hallað réttindum
einstakra manna á þann veg að
varði við 139. gr. sömu laga.
— Bridge
Framhald af bls. 3
umferð var spilað við Suður—Af-
ríku þar sem allt var í háalofti.
Vannst þessi leikur með minnsta
mun 11—9.
Eitt minusstig var afraksturinn
í fimmtu umferðinni en það var á
móti Ungverjum. tslenska sveitin
er með 49 stig eftir fimm umferð-
ir. I kvöld spilar íslenska sveitin
við Marokko en hinn heimsfrægi
hollenski spilari Slavenburger nú
í landsliði þeirra.
Risarnir USA og ítalia hafa lit-
ið fengið af stigum enn, eru vafa-
laust þreyttir eftir heimsmeist-
arakeppnina.
— Heildaraflinn
Framhald af bls. 2.
dæmi um minnkandi afla væri að
eitt af þekktari skipum landsins,
sem reyndar stundaði loðnuveið-
ar fram eftir vetri, hefði fengið
um 500 tonn af þorski eftir loðnu-
vertíð í hitteðfyrra, í fyrra hefði
báturinn fengið um 300 tonn, en
að þessu sinni aðeins um 150 tonn
frá lokum loðnuvertíðar.