Morgunblaðið - 06.07.1976, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1976
10
Þrír ferðalangar, Axel Sölvason, Stefán Sæmundsson og Árni Friðriksson.
Stefán Sæmundsson:
Y fír Atlantshaf fyrir
fímm hundruð krónur
Síðan vélarnar komu tíl
sögunnar hafa seglskip fallið i
skuggann af vélknúnum skipum,
sérstaklega hérlendis. Þó er ekki
hægt að segja að logn sé svo rikj-
andi í okkar veðurfari að það
hamli skútusiglingum og ekki eru
íslendingar minni sjómenn en
aðrar þjóðir. Seglskip urðu ein-
faldlega að lúta í lægra haldi fyrir
vélskipinu hvað snerti notagildi.
En skjótt skipast veður í lofti;
framsýnir menn telja að seglskip
eigi jafnvel eftir að leysa orku-
vandamál og spara flutnings-
kostnað í framtíðinni.
Gamlir menn minnast seglskipa
með aðdáun fyrir það hve vel þau
fóru í sjó og hversu gott var að
vera laus við allan vélargnýinn.
Það sannreyndum við þrír ís-
lendingar fyrir skemmstu að
beinn reksturskostnaður við slikt
farartæki á leiðinni frá Englandi
til Islands þarf ekki að fara yfir
fimm hundruð krónur. Ennfrem-
ur er tvennt ólíkt að búa við háv-
aða og hristing frá vél og velta á
allar hliðar, eða láta öldurnar
vagga sér í svefn hlustandi á
gjálfrið við skipshlið sem engar
hliðarveltur tekur.
Lagt af stað
Eftir um hálfs árs undirbúning
flugum við Axel Sölvason, Árni
Friðriksson og Stefán Sæmunds-
son til Englands 1. maí s.l. til að
sækja 22 feta seglskútu byggða
hjá Marine Constructions Ltd., í
Southampton. Það kom nú fljótt í
ljós að nokkuð mikil bjartsýni var
hjá framleiðandanum að telja
skútuna fullsmíðaða, þar sem upp
höfðu komið ýmis vandamál við
að fullnægja ýmiss konar sér-
viskukröfum sem við höfðum gert
um útbúnað bátsins. Þó biðtíminn
færi að nokkru leyti til einskis þá
fengum við þó fyrir bragðið að
fylgjast með og hafa afskipti af
því sem mestu máli skipti
við endanlegan frágang. Árni
hafði með öll seglamál að gera og
Axel sá um allt sem sneri að vél
og rafmagni. í bátinn var sett litil
6 hestafla hjálparvél með rafal
sem nægja átti til að hlaða tvo
stóra rafgeyma. Ég lét fara sem
minnst fyrir mér því mitt hlut-
verk var að kokka og sjá um leið-
sögn i ferðinni, en matarkaup
urðu að biða fram til síðasta dags.
Röðin var því eiginlega ekki kom-
in að mér ennþá.
A fimmta degi, þann 6. maí,
fóru hjólin að snúast. Skútan var
sjósett á ánni fyrir framan verk-
smiðjurnar og nú kom sitt úr
hverri áttinni, sem fara átti á og i
bátinn. Mastrið var reist, innrétt-
ingum komið fyrir, vélin prófuð,
seglin mátuð og öllum okkar far-
angri og mat dembt inn um fram-
lúgu og dyr. Mikil eftirvænting
ríkti því enn var eftir að sjá hvört
við kæmumst nú fyrir á skútunni
þegar búið væri að ganga frá dót-
inu. Bjórdollur fóru neðst sem
ballest síðan kom kynstur af
niðursuðudósum og þarnæst voru
allir skápar og hólf fyllt með
tækjum og fatnaði. Efst voru
neyðarsendar, blys, merkjabyssa
og gúmbátur. Þar að auki var svo
Lí/t«'onnor'l*Mf ni* foef iir MtI ni'í ó Iti!
farið og hinum ýmsu seglum kom-
ið fyrir. Okkur til mikillar ánægju
var prýðis pláss í bátnum þegar
öllu hafði verið komið fyrir. Gert
er ráð fyrir fjögurra manna
svefnplássi í skútunni en þá er
lagt niður „borðstofuborðið" og
það gert að tvöföldu rúmi ásamt
bekkjunum sitthvorum megin. A
Náð f sérrétt dagsins.
siglingu þurftum við hinsvegar
aðeins tveir að sofa í einu þannig
að borðið fékk að vera á sinum
stað. Tekið var að kvölda þegar
„lestun" var lokið og við ákváðum
að sigla niður Itchen-ána til
bæjarins Hamble þar sem við
fengum pantað pláss fyrir okkur
við flotbryggju. Siglingin tók um
tvo tíma og við komum inn á
höfnina við sólsetur. Við tilkynnt-
um komu okkar og greiddum
hafnargjöld en skriðum að því
búnu I svefnpokana.
Vélin puðar
í logninu
Daginn eftir var blæjalogn og
sólinni gekk illa að troða sér gegn-
um þykkt reykjarmistrið sem lá
yfir landinu. Menn frá verksmiðj-
unni komu til að lagfæra masturs-
stöngina og stilla mastrið en við
yfirfórum allan okkar útbúnað.
Einnig þurfti að prófa öll tækin í
bátnum og stilla „doppler" skrið-
mælinn (loggið) áður en lagt var
af stað, þvi áríðandi er að fylgjast
vel með farinni „vegalengd.“
Mælir þessi hefur tvo skynjara á
stærð við krónupening, sem kom-
ið er fyrir hvorum sínum megin á
hliðum bátsins neðan sjólínu og
mælir hann hraóa bátsins með
1/10 úr mílu nákvæmni. Radíó-
sendirinn var tengdur og loftnet-
ið stillt, en siðan kallað á TF3BV,
radíóamatör í Reykjavík. Ekki
stóð á svari og okkur var tilkynnt
að mikið væri búið að hlusta
árangurslaust undanfarna daga.
Nú var dregið upp sjókort og
athugaðar flóðtöflur með tilliti til
strauma. Hentugastur straumur
var þá um kaffileytið svo við
brugðum okkur í land til að
snæða hádegisverð. Heidur var
okkur orðið heitt þegar við kom-
um til baka og fegnir vorum við
að komast af stað og fá smá golu.
Við höfðum líka hengt upp þvott
sem vildi ekki þorna í lognmoll-
unni við bryggjuna. Nú fór hann
að blakta i kapp við íslenzka fán-
ann. Vélin fékk að puða fram á
nótt því lognið hélst niður alla
ána og fram hjá Isle of Wight.
Hægur norðvestanvindur tók svo
við og bar okkur um nóttina áleið-
is til Salcombe. Um hádegi næsta
dag fannst okkur ekki taka því að
stoppa í Salcombe, svo við héldum
áleiðis til Falmouth án viðkomu.
Góða veðrið hélst allan daginn
en seint um kvöldið herti vindinn
og þegar við komum til Falmouth
rétt eftir miðnætti, var komið
norðanrok. Við lögðumst við
gestabauju utarlega á höfninni og
sváfum vært til morguns.
Beðið veðurs
í Falmouth
Frá upphafi höfðum við hug-
leitt að mesta hættan við siglingar
á þessum slóðum væri að stór
flutningaskip sigldu niður smá-
báta á borð við okkar án þess að
verða þeirra vör. Við höfðum til
öryggis sett radar-spegil á
mastursstag hjá okkur og höfðum
merkjabyssu til taks ef einhver
Fyrri grein
skyldi gerast of nærgöngull.
Breska strandgæslan býður öllum
sjófarendum upp á eins konar til-
kynningarskyldu, þannig að send
er ferðaáætlun til næstu strand-
stöðvar, en síðan þarf að láta vita
af sér á hverjum viðkomustað.
Þetta notfærðum við okkur að
sjálfsögðu. Á hinn bóginn vorum
við með nokkuð sérstaka sendi-
stöð um borð, svokallaða amatör-
stöð. Við Axel erum radióamatör-
ar og stöð okkar var mun lang-
drægari en flestar bátastöðvar.
Nokkrir enskir og skoskir amatör-
ar vissu fyrirfram um ferð okkar
og fylgdust með okkur allan tím-
ann af miklum áhuga. Ákveðið
var að samband skyldi haft við þá
og íslenska radióamatöra á hádegi
og miðnætti dag hvern. Þetta var
okkur mikið öryggi auk þess sem
margt skemmtilegt bar á góma
meðan á ferðinni stóð. Amatörar í
ýmsum löndum voru forvitnir að
vita um hagi okkar og meðan raf-
magn entist sátum við við sendinn
og ýmist morsuðum eða töluðum
út um allan heim.
! 9 vindstigum
I Falmouth biðum við fjóra
daga veðurs til að sigla fyrir
Lands End, suðvesturhorn Eng-
lands, og farinst okkur komið nóg
af svo góðu þegar við lögðum loks
af stað þann 13. maí. I birtingu
daginn eftir fórum við fyrir nesið
og tókum stefnu á írland. Alltaf
jókst vindur að suðaustan og und-
ir kvöld voru komin 7 vindstig
með ausandi rigningu. Þá voru
tekin niður öll segl nema storm-
fokka og gekk þó skútan um 5
mílur. Þegar dimmdi var farið aó
brjóta á stöku öldu svo að við
Axel ákváðum að vera báðir á
vakt til að geta betur haldið
stefnu því sá sem stýrði gat ekki
lengur séð á kompásinn. Við
heyrðum þegar öldurnar brotn-
uðu aftan á bátnum en sáum ekki
glóru lengur fyrir myrkri og rign-
ingu. Við gengum frá lúgu og
loftventlum þannig að ekki læki
inn i bátinn og dyrunum var læst.
Eftir að hafa bundið allt lauslegt,
krókuðum við öryggisbeltum okk-
ar í gólffestingar og reimuðum að
okkur sjóstakkana. Um miðnættið
áætluðum við að komin væru um
9 vindstig og þaðan af meira I
hviðum. Seinna fengum við svo
vindstyrkinn staðfestan. Nokkrar
öldur náðu að brjóta yfir bátinn
og eftir það var ekki þurr þráður
á okkur. í verstu hryðjunum
heyrðum við varla hvor til annars,
en sá sem stýrði þurfti að fá að
vita stefnuna i hvert sinn sem
brot lögðu bátinn flatan fyrir.
Axel hafði orð á því þegar hann
var að rétta bátinn úr einu brot-
inu, að nú vantaði ekkert nema
þrumur og eldingar.
Niðurföllin virtust hafa undan
ágjöfinni á afturbátinn og sjór
komst ekki niður í bátinn. Alla
nóttina var þungur sjór en vind-
inn lægði uppúr klukkan fjögur
og rigningin breyttist í skúra-
veður. Þegar ég fór svo niður til
að athuga hvar við værum
staddir, sýndi radíómiðun að við
vorum á réttri leið og meðalhrað-
inn um fjórar og hálf sjómlla.
Ekki var viðlit að sofa fyrir
veltingi og enn sfður að éta nokk-
uð annað en kex. Um hádegi sást
svo írlandsströnd og þóttist ég
nokkuð örugglega greina vitana
við innsiglinguna til Waterford.
Var stefnunni þá breytt nokkuð
til suðurs. Brátt greindum við
borg rétt við innsiglinguna og
hlökkuðum til að komast í land.
Þegar inn í fjarðarmynnið kom
sáum við skip nokkru innar, þó
var ölduhæðin það mikil að lítið
sást nema efrihlutinn. En þá fór
dýptarmælirinn að sýna allt
aiiiiaó en koi íió gaí íii kymia og i
kíki sáum við enga innsiglingu
þar sem skipið lá. Stefnan inn
fjörðinn var líka orðin önnur er
hún átti að vera, svo nú fóru a(
renna á okkur tvær grímur. Vélir
var sett i gang, en gerði lítið betui
en að halda á móti veðrinu og ni
sáum við að skipið sem við höfð
um tekið mið af, var kyrfilegi
Kortið sýnir siglingaleið þremenninganna.