Morgunblaðið - 06.07.1976, Side 11

Morgunblaðið - 06.07.1976, Side 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULI 1976 Skip hennar hátignar á bakborða strandað skammt innan við okkur. Nú fékk vélin að sýna hvað í henni bjó því ekki var viðlit að komast fram á til að setja upp segl. Eftir nokkra stund sáum við ekki betur en við stæðum alveg í stað en svo fór að síga hægt á móti veðrinu. Við höfðum varla siglt meir en tíu mínútur inn fjörðinn en nú tók okkur rúman klukku- tíma að komast til baka. Réttu innsiglinguna fundum við svo um 5 mílum norðar. Það sem mér hafði sýnst reisulegur viti, var í raun minnismerki um franska sjómenn, sem þarna höfðu farist fyrir löngu. Skipstjórinn á strandaða skipinu hafði greini- lega ekki verið eins lánssamur og við. Brátt komum við að Dunmore East, sem er þorp nær fjarðar- mynninu en Waterford. Hafnar- stjórinn tók á móti okkur á bryggjunni og bauð okkur vel- komna. Hann sagðist skyldu hafa samband við tollverðina og vita hvort þeir vildu koma um borð, þó hann efaðist um það. Ekkert varð heldur af þeirri heimsókn svo við fórum í land skömmu seinna. Sjaldan höfum við séð jafn þrifa- lega höfn og var okkur sagt að það væri góðri stjórn hafnarstjórans að þakka. Notalegt var að komast I heita sturtu og fara í hrein og þurr föt enda ekki sjón að sjá okkur eftir útihaldið. Þarna kunnum við vel við okkur og það var með nokkrum söknuði að við létum í haf við sólarupprás þrem dögum seinna. Sunnanáttin hafði gengið mjög óvænt niður frá því um miðnætti og við fórum strax af stað án þess svo mikið sem að kaupa nýjan mat. Nú voru góð ráð Hesti beitt fyrir járnbrautarlest á I.O.M. Oban dýr. Axel hafði tekið með sér haglabyssu, svona í tilefni af 200 mílunum, og svartfugl var hér úti um allan sjó. Á matseðlinum þann daginn hafði kokkurinn fugla- steik og var ekki laust við að hann væri svolítið montinn. Að vísu var báturinn alfiðraður nokkra daga á eftir, en hvað með það. Óæskilegur nágranni Eftir einn og hálfan sólarhring komum við til Isle of Man, en þar átti ég kunningjafólk sem tók á móti okkur. Daginn eftir var okkur ekið um alla eyjuna í sól og góðu veðri og okkur sýnt allt það markverðasta. Sjaldgæft er að sjá járnbrautarlest dregna af hestum eins og þar tíðkast og einnig þótti okkur fróðlegt að sjá stærsta vatnshjól í heimi, sem þarna var í fyrndinni notað til að dæla vatni úr námum. Axel tróð pening í ævagamla „spiladós" á mótor- hjólasafni eyjarinnar og við hlustuðum hugfangnir á tónana sem þeitta litla apparat gaf frá sér. Eitthvað hefur spiladósin kunnað vel við okkur því hún hætti ekki að spila fyrr en viðgerðarmaður kom á vettvang. Þá fengum við líka að skoða þessa völundarsmíð sem vafalaust á sér fáar hliðstæður. Ekki var til set- unnar boðið eftir allar tafirnar svo við sigldum af stað klukkan fimm morguninn eftir. Nú var daginn farið að lengja eftir þvi sem norðar dró og dagsbirtan kom í góðar þarfir þvi framundan var falleg en skerjótt leið. Vind höfðum við sunnan 6 til 7 vindstig og nú fór að færast líf i „tuskurnar". Ákveðið var að sigla beint til Oban fram hjá Campbeltown og komum við þangað á öðrum degi. Þar lögð- Spiladósin opnuð. umst við utan á mjög snotra skútu í höfninni og fórum í land. Hring- leikahús, likt Colosseum Rómar, gnæfir yfir borginni og var okkur tjáð að auðkýfingur okkur hefði látið reisa þetta mannvirki fyrir löngu aðallega til atvinnubóta. Þegar við höfum skoðað okkur um, snerum við aftur til skips. Þá kom í ljós að skútan sem við höfð- um lagzt utan á var, eins og á stóð, ekki mjög æskilegur nágranni, Þar birtust nú sjóliðar úr her hennar hátignar, þetta var þá þjálfunarskip hersins. Allt fór samt vel og var okkur boðið um borð af mikilli kurteisi. Landhelgisdeilan var rædd og okkar málstaður fékk góðar undirtektir. Um hádegi næsta dag ferðbjuggumst við og það gerði skip hennar hátignar einnig. Næsti áfangastaður var Tobermory en þangað var aðeins 6 tima sigling. Um kvöldið var kastað akkeri inni á læginu við Tobermory við hlið gamallar og virðulegrar seglskútu. Eigandinn, sem virtist vera a.m.k. jafn gamall skipinu, benti okkur á að varpa akkeri þarna ekki langt frá landi og gerði okkur skiljanlegt að þar væri gott dýpi. Dýptar- mælirinn staðfesti þetta og sýndi 20 faðma. 28444 VESTURBERG 4ra herb. 105 fm. íbúð á 3. hæð. Ibúðin er stofa, skáli, 3 svefnherb., eldhús og bað, vand- aðar innréttingar. Falleg íbúð — mikið útsýni. SELJABRAUT 4ra herb. 105 fm. íbúð á 3. hæð. íbúðin er stofa, skáli. 3 svefnherb. eldhús og bað. íbúð- in er ekki fullfrágengin, vantar tréverk. KRÍUHÓLAR 3ja herb. 85 fm. ibúð á 6. hæð. íbúðin er stofa, skáli, 2 svefn- herb., eldhús og bað. Mjög góð ibúð. KARFAVOGUR 3ja herb. 70 fm. risibúð i mjög góðu ástandi. GRETTISGATA 3ja herb. 80 fm. ibúð i góðu ástandi. Laus strax. ÁLFTAHÓLAR 2ja herb. 60 fm. íbúð á 3. hæð. íbúðin er laus nú þegar. VÍÐIHVAMMUR. KÓP: 2ja herb. 65 fm. kjallaraíbúð, sép inngangur, góð íbúð, laus fljótlega. GARÐABÆR Höfum til sölu 160 fm. raðhús á tveimur hæðum. Húsin afhend- ast fullfrágengin að utan, m.a. með gleri, útihurðum, bílskúrs- hurð, máluð, jöfnuð lóð. Fast verð. Traustur byggingaraðili. FASTEIGNIR ÓSKAST Á SÖLUSKRÁ i-------- HÚSEIGNIR VELTUSUNO11 O ClflD SlMI 28444 OC - KAUPENDAÞJÓNUSTAN----------------------- Jón Hjálmarsson, solustj. Benedikt Björnsson Igf. Til sölu við Sundin Sérlega vönduð 4ra herb. íbúð á fyrstu hæð innst við Kleppsveg. Sérþvottahús. Kvöld- og helgarsími 30541 Þingholtsstræti 15, -------------------Sími 10-2-20. — ®0000 ^ EIGENDUR Volkswagen-, Golf-, Passat- og Audi Verkstæði okkar verður lokað vegna sumarleyfa frá 12. júlí til 11. ágúst. Þeir, sem þurfa 1000 km uppherslu og skoðun á nýjum bílum, hafi samband við söludeild okkar. Símar: 21240 og 11276. Viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á því, að eftirtalin Volkswagenviðgerðarverkstæði verða opin á þessum tíma: Bílaverkstæði Jónasar, Ármúla 28, sími 81315 og Vélvagn, bílaverkstæði, Borgarholtsbraut 69, Kópavogi, sími 42285. ★ SMURSTÖÐ okkar verður opin eins og venjulega ★ HEKLA HF. Laugavegi 1 70—172 — Sími 21240 Axel við sendistöðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.