Morgunblaðið - 06.07.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. JULI 1976
15
STj
Fi
• i
i
ENTEBBE -FLU G VELLI
SUNNUDAGUR. 27.
júnf: Palestfnskir
skæruliðar ræna flug-
vél frá Air France
flugfélaginu sem var KiII^Aq
á leiðinni frá París til JU W d'™"
Tel Aviv. f flugvél-
inni voru 256 farþeg-
ar og 12 manna áhöfn.
Ræningjarnir krefj-
ast þess, að vélinni sé
flogið til Benghazi f
Libýu.
Mánudagur. 28. júnf: Flugvélinni er lent á
Entebbe flugvelli f Kampala f Uganda. Idi
Amin, forseti Uganda, tekur að sér samninga-
umleitanir við flugvélarræningjana. Farþegun-
um smalað inn f gamla flugvallarbyggingu, sem
var yfirfull af sprengiefni og umkringd her-
mönnum frá Palestfnu og Uganda. Þriðjudagur,
29. júní: Flugvélarræningjarnir, sem útvarpið f
Uganda segir tilheyra Frelsishreyfingu
Palestínu (PLO), krefjast lausnar 53 skoðana-
bræðra sinna úr fangelsum f fsrael, Kenya og f
Evrópu. Hóta hryðjuverkum ef ekki hefur verið
fallizt á kröfur þeirra fyrir fimmtudag, 30. júnf,
kl. 12 að brezkum tfma. PLO neitar að standa að
baki ráninu.
Miðvikudagur, 30. júnf.: Ræningjarnir láta
lausar 47 konur, börn og sjúklinga, sem þegar er
flogið með til Parfsar. Skæruliðarnir hóta að
sprengja flugvélina f loft upp ásamt með gísl-
um, verði kröfur þeirra ekki teknar til greina.
Fimmtudagur 1. júlf: Ræningjarnir segjast
munu myrða alla fsraelsmenn um borð f vélinni
kl. 12 á hádegí. ísraelsstjórn ákveður að hefja
samningaumleitanir og kveðst reiðubúin til að
ræða lausn palestfnskra fanga gegn þvf að fá
lausa gfslana. Ræningjamir gefa frest til kl. 11
sunnudaginn 4. júlf, láta lausa 100 gfsla f
viðbót. Nú voru eftir 98 farþegar og 12 menn f
áhöfn í gfslingu.
Föstudagur, 2. júlf: Þeir farþegar, sem gefið
hefur verið frelsi, koma til Parfsar. Þeir segja
tvo ræningjanna vera Þjóðverja. Idi Amin segir
skæruliðana vera fleiri en sex, eins og „heims-
veldispressan" hafði haldið fram. Amin fer á
toppfund Afrfkurfkja f Mauritius, samningaum-
leitanir nú f höndum sendiherra Sómalfu.
Laugardagur 3. júlf: Amin kemur aftur til
Entebbe.
Sunnudagur 4. júlf: fsraelsmenn gera loftárás
snemma um morguninn. Gefa út tilkynningu
um, að þeir hafi frelsað alla gfslana, sem sfðar
þennan dag komu til Tel Aviv.
rasm
Frá útför eins gíslanna, Idu Borochovich, [ Tel Aviv. Hún var
nýflutt frá Sovétríkjunum.
Ekki er ijóst hvort flugvélarnar hafa
komið við f Nairobi eða flogið beint
til Entebbe.
Stóðu á skrafi
Flugvélarræningjarnir sjö sem
höfðu glslana á valdi sinu stóðu að
öllum llkindum á skrafi við Uganda-
hermenn þegar flugvélarnar laumuð-
ust að flugvellinum og flugu svo lágt
að þær sáust ekki i ratsjám. Aðrir
Ugandahermenn voru á annarri hæð
flugstöðvarbyggingarinnar fyrir ofan
herbergið þar sem gislarnir sváfu i
hitasvækju. Enn aðrir Ugandaher-
menn voru á verði á þakinu og i
námunda við flugturninn i nokkur
hundruð metra fjarlægð. Þó voru
þeir flestir nálægt flugstöðvarbygg-
ingunni. Ugandahermennirnir og
flugvélarræningjarnir voru alls um
80 talsins.
Idi Amin hafði farið frá flugvellin-
um einni klukkustund áður en árásin
var gerð að sögn eins gislanna. „Við
beittum nokkrum brögðum," sögðu
israelsku hermennirnir um árásina
en vilja annars litið ræða um hana i
einstökum atriðum. Samkvæmt
fréttum frá Nairobi var sprengju
varpað á flugvöllinn talsvert langt
frá flugstöðvarbyggingunni og fsra-
elsmönnum tókst að rugla flugvélar-
ræningjana og Ugandahermennina í
riminu. Þar með var tilganginum náð
og árásin kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti.
Lentu hljóðlega
Flugvélarnar lentu hljóðlega, dyr
Hercules-flugvélanna voru opnaðar
og israelsku hermennirnir óku út i
brynvörðum bilum og jeppum búnum
fallbyssum. Hermennirnir skiptu sér
i tvo hópa: annar átti að tryggja
yfirráð yfir flugvellinum, hinn að ráð-
ast inn i flugstöðvarbygginguna og
frelsa gíslana.
Vikingahermennirnir þustu til
byggingarinnar og félagar þeirra
beindu fallbyssum sinum að sovézk-
smiðuðum MIG-þotum sem stóðu
ómannaðar og yfirgefnar á flugvell- 1
inum. Sex eða tiu eyðitögðust, um
það bil helmingur herflugvéla
Ugandamanna.
Smám saman áttuðu Úgandaher-
mennimir sig á þvi sem var að gerast
og fóru að skjóta á árásarliðið. Einn
af foringjum ísraelsmanna fékk kúlu
i bakið, en hann var eini hermaður-
inn sem féll.
Lögðust í gólfið
Inni i byggingunni voru gislarnir
skelfingu lostnir. „Við heyrðum há-
vaðann og héldum að Arabar væru
komnir og ætluðu að útrýma okkur,"
sagði einn þeirra, Idit Hirsch. „Þetta
gerðist mjög fljótt" sagði annar.
„Við heyrðum skothrið og lögðumst
á gólfið."
Björgunarmennirnir ruddust inn.
„Leggist niður vinir minir, hreyfið
ykkur ekki, við erum komnir," sagði
einn af yfirmönnum þeirra. Flestir
hlýddu en lögðust flatir en nokkrir
gislar voru hræddir og taugaóstyrkir
og hlupu fram og aftur i algeru
tilgangsleysi. Þannig atvikaðist það
að þrir biðu bana og að minnsta
kosti fjórir særðust.
„Skothriðin var ekki mjög mikil
— hryðjuverkamennirnir fengu ekki
ráðrún til að skjóta," sagði einn
israelsku hermannanna. „Allt gekk
eins og i sögu."
Djörf ákvörðun
Gur, forseti herráðsins, sagði að
öll andspyrna hefði verið bæld niður
á nokkrum minútum. Shomron. yfir-
maður árásarinnar sagði: „Aðgerðir
á jörðu niðri voru tiltölulega auð-
veldar: ákvörðunin um að gera árás-
g ætti aðeins
ur ólifaðar”
Það fór ekki á milli mála að Ug-
andamenn hjálpuðu hryðjuverka-
mönnunum. Sex Palestinumenn til
viðbótar biðu eftir flugvélinni þegar
hún lenti og Ugandahermennirnir
föðmuðu að sér hryðjuverkamennina
úr flugvélinni og kysstu þá. Viðhöfð-
um ekki sofið i 54 tima og hnigum
niður i stóla eða á gólfið.
Kvöldið eftir brá okkur i brún. Þeir
stóðu i gættinni og lásu upp nöfn
ísraelsmannanna. Næsta dag heyrð-
um við klappað i hinu herberginu og
okkur var sagt að hinir farþegarnir
yrðu látnir lausir.
Amin kom til okkar og sagði
„Shalom" á hebresku. Hann sagði,
að við værum saklaust fólk, en hann
væri á móti israelsku stjórninni. Ég
er viss um að hann hafði samstarf
við hryðjuverkamennina. Aðeins Ug-
andamenn gættu byggingarinnar
okkar megin. Hann hafði gaman af
öllu saman. Fyrsta daginn var hann i
marskálksbúningi. Daginn eftir kom
hann borgaralega klæddur með stór-
an kúrekahatt á höfði. Eitt sinn kom
hann með konuna og litinn son sinn,
sem var klæddur eins marskálksbún-
ingi með orðum og öllu tilheyrandi.
Þjóðverjarnir töluðu rólega við of-
ursta úr Ugandaher fyrir utan þegar
skothrfðin byrjaði. Þjóðverji hljóp
inn I herbergið til okkar og skothrið-
in færðist nær. Siðan heyrðist skot-
hríð inni. Ég hélt að Amin hef ði skipt
um skoðun og ákveðið að gera út af
við hryðjuverkamennina.
Ég lagðist flatur á gólfið og sagði
vinum minum að beygja sig. Ég hélt
að ég ætti kannski aðeins örfáar
minútur ólifaðar. Ég lyfti höfðinu
dálítið og sá einhvern hlaupa. Hann
talaði hebresku og baðaði út öllum
öngum. Skæruliðarnir voru þrumu
lostnir. Byssur sumra þeirra voru
ekki einu sinni hlaðnar.
Ég sá konur liggja ofan á bömun-
um til að verja þau. Börnin grétu.
Skammt frá okkur var blæðandi og
dáið fólk. Örfáum mfnútum siðar
hætti skothriðin. Einhver sagði okk-
ur á hebresku að fylgja sér út i
flugvél sem færi með okkur heim.
Uti var dimmt og ég sá litið. Flest
Ifkin lágu nærri dyrunum. Við vorum
óhult. Verst var skothriðin og henni
var lokið. Maðurinn við hliðina á mér
hnippti i mig hvað eftir annað og
spurði: „Ertu lifandi, ertu lifandi."
„Já, sagði ég, „ég er lifandi, það er
allt i lagi með mig."
DAN Shomron, sem
stjórnaði björgun gíslanna
á Entebbe-flugvelli og ný-
skipaður yfirmaður
ísraelska fótgöngu- og fall-
hlífaliðsins. Hann er 39 ára
og hefur barizt í þremur
styrjöldum. Hann vildi lítið
gera úr björguninni þegar
hann kom til Tel Aviv og
sagði að hún hefði ekki
verið erfið þar sem tekizt
hefði að koma andstæð-
ingunum að óvörum. Hann
er fæddur og uppalinn á
samyrkjubúi í Jórdandal. j
októberstríðinu stjórnaði
hann skriðdrekadeild á
Súez-vígstöðvunum. Auk
þess sem hann hefur barizt
í stríðunum 1956, 1967
og 1973 hefur hann tekið
þátt ! fjölda annarra að-
gerða í Miðausturlöndum.
Aðalræðismaður íslands 1 Tel-Aviv:
Aðgerðirnar
án samráðs
við önnur ríki
- segjablöðin
MORGUNBLAÐIÐ hafði samband við aðalræðismann
íslands í Tel-Aviv, Fritz Naschitz, og innti hann eftir
viðbrögðum fjölmiðla og almennings i ísrael.
Hann sagði að fregninni af lausn gislanna hefði verið mikið fagnað
bæði i blöðum. útvarpi og svo á götum úti. Á sérstökum fundi
israelsþings lýstu ráðherrar og aðrir framámenn yfir ánægju sinni með
velheppnaða árás á flugvellinum. j israelsku dagblöðunum er lögð
áherzla á að israelska stjórnin og herinn hafi tekið ábyrgð og fram-
kvæmd árásarinnar i sinar eigin hendur án samráðs við önnur ríki.
Þá ræddi fréttamaður Morgunblaðsins við fréttaritara blaðsins í
London, Jóhann Sigurðsson. Jóhann sagðist I gær hafa séð viðtöl við
nokkra gíslanna i sjónvarpi í gær og hefði greinilega komið fram.
hversu hroðalega þeim hafi liðið, margir hefðu brostið i grát af
geðshræringu og fögnuði yfir að vera laus úr höndum skæruliðanna.
Margir hefðu verið sofandi, þegar árás Ísraelsmannanna hófst, og
þegar fyrstu skotunum var hleypt af héldu flestir að um væri að ræða
framkvæmd á morðhótunum skæruliðanna. Þó voru nokkrir. sem höfðu
á þvi bjargfasta trú, að samningar myndu takast.
Að sögn Jóhanns virðast brezku blöðin og útvarp þeirrar skoðunar,
að ísraelsmenn hlytu að hafa samið við Kenya og að Bandarikin stæðu
á einhvern hátt á bak við árásina Styrkir það nokkuð þá skoðun, sagði
Jóhann, að dr. Kissinger mun hafa verið fyrstur til að fá fréttina i skeyti
frá ísraelsmönnum sjálfum. Hvað varðaði skipulagningu árásarinnar,
kvað Jóhann ísraelsmenn vilja gefa sem minnst upp, enda væru þar
eflaust um að ræða hernaðarleyndarmál, sem þeir hugsuðu sér að nota
aftur. Brezku blöðin benda á, að her Uganda hefur verið þjálfaður af
Israelsmönnum og að Ísraelsmenn þekktu flugvallarsvæðið út i yztu
æsar vegna þessa. Um viðbrögð almennings i London sagði Jóhann. að
litið væri á árásina sem stórkostlegt afrek ísraelsmanna.
Björgúlfur Gunnarsson í Tel-Aviv:
„Fögnuður
ágötum úti”
Þá hafði Morgunblaðið einnig sambandi við Björgúlf Gunnarsson,
starfsmann El Al flugfélagsins i Tel Aviv. Björgúlfur sagði, að óskapleg-
ur fögnuður rikti þar. Strax og fréttist, að leifturárás hef ði verið gerð og
hún heppnazt, hefði fólk tekið að safnast í hópa á götum úti til að ræða
árásina og fagna málatokunum. „Aðdáunin á hernum hefur vaxið um
allan helming hér i ísrael," sagði Björgúlfur.
Ennfremur, að það væri álitið alveg út I hött að halda að nokkurt
annað rfki hafi verið i vitorði með ísraelsher eins og látið hefur verið
liggja að i fréttum annars staðar frá.
Framhald á bls. 39