Morgunblaðið - 06.07.1976, Side 16

Morgunblaðið - 06.07.1976, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1976 Útgefandi Framk væmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 50,00 kr. eintakið. Aðhald og árverkni í rekstri borgarinnar „ Vér álítum sjálfgefinn sannleika að allir menn séu fœddir jafnir...” í sýningarsal í Þjóðskjala- safni Bandaríkjanna í Washington getur að líta nokkuð máð og velkt bókfell, sem á er fagurlega og þétt skrifaður texti með eigin- handarundirskriftum 56 manna í fljótu bragði mundi safngesturinn ekki láta sér til hugar koma að hér hefði hann fyrir augum eitt sögu- frægasta bókfell sem til er. Eigi að síður er því þannig farið Þetta er sjálft hið opin- bera frumrit að sjálfstæðis- yfirlýsingu Bandaríkjanna, sem fulltrúar 13 nýlendna staðfestu á þingi sínu hinn 4. júlí 1776, hvorki meira né minna en yfirlýsing um að nýlendur þessar hafi gert byltingu og sagt sig úr lögum við móðurland sitt, Stóra Bretland og konung þess. Jafnframt er þá skjal þetta eins konar fæðingarvottorð eða myndugleikaskírteini þess ríkis sem það átti fyrir að liggja, þegar fram liðu stundir, að verða einna vold- ugast þeirra er v'eröldin hefur nokkurn tima augum litið. Um þessar mundir mun þessa gömlu frelsisskrá bera á góma viða um heim, því að nú er minningarár í sögu Bandarikjanna, og mörgum verður til þeirra hugsað og þess forustuhlutverks sem þeim var fyrirbúið, svo sem renna má grun í af texta yfirlýsingarinnar. Það orkar ekki tvímælis að áhrif þessar- ar amerisku stjórnarbylt- ingar, eins og oft er að orði komist, urðu gffuriega mikil, og yrðu þeir þræðirallir, sem frá henni liggja, seintaðfullu raktir. Víða um heim leysti hún úr læðingi og vakti til sjálfsvitundar þjóðfélagsöfl sem leituðu farvegar og hjálpaði nýjum hugmyndum til að finna sér hæfilegan búning í orðum. í frelsis- skránni standa meðai annars þessi frægu orð, sem oftast er til vitnað og mun vist lengi verða: „Vérálítum sjálfgefinn sannleika að allir menn séu fæddir jafnir, að þeim sé af skapara sinum ætluð tiltekin óumdeilanleg réttindi og meðal þeirra er rétturinn til að lifa, njóta frelsis og leita hamingjunnar". Vel má vera að nútíma- menn verði ekki upppnæmir af þessum orðum og hafi jafnvel sitthvað við þau að athuga, en það breytir ekki þvi að þau bárust eins og lúðurhljómur að eyrum manna víða um heim, og bergmálið frá þeim ómaði lengi Áhrifin frá amerísku frelsisskránni má enn sjá i stiórnlöqum marqra þjóða. Með sambandsríkjum Norður Ameríku var lýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi komið í framkvæmd, þvi sem vér í meginatriðum aðhyllumst og Útvarpsávarp for- seta Islands af tilefni 200 ára fullveldisafmælis Bandaríkjanna búum við, svo og flestar þjóðir á voru menningar- svæði. Bandaríkjamenn urðu fyrstir allra til að koma á sliku stjórnarfari með sjálfstæðis- yfirlýsingunni og þeim stjórn- lögum, sem þeir sömdu hinu nýja lýðveldi sínu, og fram á þennan dag hafa þeir haldið fast við þetta stjórnarform, sem kalla má hinn veiga- mestan þátt í bandarískri arf- leifð. Vitanlega fer því fjarri að allir séu samþykkir þeirri þjóðfélagsgerð, sem Banda- ríkin eru voldugastur fulltrúi fyrir, og engin von er heldur til annars en að skiptar séu skoðanir um annan eins áhrifavald i veröldinni og þetta mikla ríki er. En heims- sögulegt hlutverk Bandaríkja Norður-Ameríku fær engum dulist, hvort heldur litið er tíl fortíðar eða nútíðar, og um framtiðina er það víst, að þau munu verða þar nærri stödd sem örlög heimsins ráðast. Allt kemur þetta i huga manns þegar rætt er um sjálfstæðisyfirlýsinguna gömlu Síðan hún var fullgilt er 4 júlí þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna, sjálfstæð- isdagurinn, og í dag eru tvær aldir síðan hún leit dagsins Ijós. Sú er góð og gömul venja þjóða í milli að skiptast á heillaóskum á þjóðhátíðardögum og þó með nokkrum aukreitis íburði á svonefndum merkisafmæl- um. í dag munu kveðjur streyma til fjölþjóðala ídsins mikla á vesturhveli jarðar hvaðanæva úr heimí, og á þessu ári fara fyrirmenn ým- issa þjóða þangað i tvennum erindum, að bera fram heilla- óskir við - forustumenn Bandaríkjaþjóðarinnar og sækja heim þær byggðir sem setnar eru fólki af þjóðstofni hvers um sig. Því að banda- ríska þjóðin er samansett af fólki úr öllum löndum jarðar, fólki sem leitaði staðfestu og bústaða í hinu mikla nýja landi og möguleika til lífs og frelsis i skjóli þess stjórnar- fars sem dafnaði með svo miklum blóma við kraftinn frá sjálfstæðisyfirlýsingunni frá 4. júlí 1 776. Hér eigum vér íslendingar mikils að minnast eins og aðrir. Það er alkunna að til Bandaríkjanna leituðu landar vorir hópum saman á örbirgðaárum þjóð- ar vorrar og nú eru þar blóm- legar byggðir þar sem menn af islensku bergi brotnir láta mest að sér kveða, banda- rískir menn sem þó halda í heiðri íslenskar erfðir og hafa reynst oss góðir frændur og haukar í horni á marga lund. Þessa minnumst vér í dag með þakklæti til þeirra og lands þeirra. í minningu þessa íslenska skerfs til hinnar miklu þjóða- deiglu Vesturheims, bæði i Bandaríkjunum og Kanada, hafa íslensk stjórnvöld, bæði á þessu og fyrra ári, haft ýmsa viðleitni í frammi til að hlutur íslartds verði nokkur í þeim hátíðahöldum sem nú eiga sér stað í Bandaríkjun- um með þátttöku margra þjóða. Hið sama er einnig mér ríkt i huga er ég flyt þessi ávarpsorð og færi hinni miklu bandarísku þjóð og for- ustumönnum hennar innileg- ar hamingjuóskir á hátíðar- stund. Maj Britt Imnander kvödd Endurskoðuð fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1975 sýndi áætluð rekstrarútgjöld upp á 4032 milljónir króna og eignabreyt- ingagjöld, sem námu 1961.7 m. kr , eða áamtölu aðfjárhæð 5.933,6 m kr. Reikningar Reykjavíkurborgar fyrir sama ár, sem nýlega voru lagðir fyrir borgarstjórn, sýndu hins vegar rekstrarútgjöld að fjárhæð 3947 m. kr., sem er 84.6 m. kr., eða 2% undir áætlun. Þeir sýndu eignabreytingagjöld að fjárhæð 2396 m. kr., sem eru 435 m kr hærra en áætlað var. Á heildina litið stenzt út- gjaldaáætlun borgarinnar því mjög vel — eða 6.3 milljarðar í raun samanborið við rétt í tæpa 6 milljarða í áætlun. Sem dæmi um aðhald í bein- um rekstri borgarinnar má benda á, að heildarkostnaður við stjórn borgarinnar nam 222.5 m. kr., sem er 18.6% hækkun frá fyrra árí, sem verð- ur að teljast allgóð útkoma, þegar þess er gætt, að lang- mestur hluti kostnaðar í þess- um málaflokki er bundinn launakostnaði, sem hækkaði almennt um 28 til 30% milli þessara ára hjá ríki og sveitar- félögum. Þegar bornir eru saman ein- stakir rekstrarþættir borgarinn- ar, annars vegar í fjárhagsáætl- unum fyrir áríð 1975 og hins vegar í rauntölum ársreiknings fyrir þetta sama ár, verður hvort tveggja Ijóst, að fjárhags- áætlun hefur verið vandlega unnin og að aðhalds hefur verið ríkulega gætt í rekstri borgarinnar. Þá er og sýnilegt, að framkvæmdum hefur veríð haldið innan ramma raunveru- legrar fjárhagsgetu borgarínnar og að því stefnt í hvívetna, að gera rekstrar- og fjárhagsstöðu hennar sem traustasta. Rekstrarstaða hinna ýmsu borgarstofnana er þó mjög mis- jöfn Til dæmis er þjónusta ýmiss konar naumast seld á tilkostnaðarverði Má þar nefna sem dæmi Reykjavíkurhöfn, Strætisvagna Reykjavíkur og raunar einnig Rafmagnsveitu og Hitaveitu Verðlagningar- reglur, sem ríkisvaldið setur, munu hafa sín áhrif í þessu efni. — Strætisvagnar Reykja- víkur voru þann veg reknir með rúmlega 20 m. kr. halla á árinu 1975 en þeir eru ómissandi þjónustuþáttur við borgarana. Rekstrarstaða Bæjarútgerðar Reykjavíkur er og erfið, eins og útgerðar í landinu almennt. Rekstrarhalli fyrirtækisins nam 111 m kr. á árinu 1 975, þar af námu afskriftir um 61 m. kr. Reykjavíkurhöfn hefur sér- stöðu þar sem hún er eina höfnin í landinu, sem verður að bera stofnkostnað allra sinna hafnarmannvirkja ein, Önnur hafnarmannvirki eru greidd að hluta til af ríkinu, misjafnlega mikið eftir eðli framkvæmda, en að þrem fjórðu að því er varðar venjulegt viðlegurými. Ohjákvæmilegt er að rétta hlut Reykjavíkurhafnar í þessu efni, enda hlutur ríkissjóðs í hafnar- framkvæmdum tekinn af al- mannafé, sem er frá Reykvík- ingum runnið ekki síður en öðrum landsmönnum. Þrátt fyrir aðhald í borgarút- gjöldum hefur hinum helztu framkvæmdaþáttum sveitar- félagsins verið haldið í góðum gangi. Sem dæmi má nefna gatna- og holræsagerð Á árinu 1975 voru malbikaðir 7.6 km eða 62.500 fermetrar gatna- kerfis borgarinnar, og nam samanlögð lengd malbikaðra gatna í árslok 217.3 km. Þá voru steyptir eða malbikaðir 16.045 ferm. af gangstéttum eða gangstígum, aðallega í fireiðholti. Lagðir voru 12.4 km í nýjum holræsum og nem- ur samanlögð lengd holræsa- kerfis borgarinnar nú 366.5 km. Það sem mestu máli skiptir þó er að greiðslu- og fjárhags- staða borgarsjóðs og borgar- stofnana í heild hefur farið mjög batnandi, ekki sízt frá árinu 1974, þegar greiðslu- staðan var mjög erfið. Þegar borgarstjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson, mælti fyrir árs- reikningum borgarinnar, við fyrstu umræðu, gat hann þess m.a , að nú væri í fyrsta skipti birt í reikningunum saman- dregið yfirlit yfir eignir og skuldir borgarsjóðs og allra stofnana hans. Kæmi fjárhags- staða borgarinnar skýrar fram af þessum sökum. Samkvæmt þessu yfirliti er hrein eign borgarinnar í árslok 1975 18.3 milljarðar króna og hefur aukizt um 3 1 milljarð króna á árinu Þegar þess er gætt að meðal- vísitala vöru og þjónustu á árinu 1975 hækkaði um 51 5% (A liður framfærsluvísi- tölu), meðalvísitala byggingar- kostnaðar hækkaði um 48.8%, og beinn launakostnaður borgarinnar um allt að 30%, má Ijóst vera, að borgaryfirvöld hafa haldið vel á spöðum og að aðhald og árvekni hefur ráðið ríkjum í rekstri borgarinnar Rekstrar- og fjárhagsstaða borgar og borgarstofnana sem heildar er mjög batnandi — en hins vegar eru ýmsir þættir i borgarrekstrinum með veikari stöðu en aðrir, sem ástæða er til að hyggja vel að, þegar horft er fram á veginn. Á ANNAÐ hundrað manns sóttu kveðjuhóf, sem sam- tök vinafélaga Norður- landa og starfsfólk Norr- æna hússins beittu sér fyr- ir vegna brottfarar Maj- Britt Imnander forstjóra Norræna hússins 28. júní s.l. Veizlustjóri var formaður sam- takanna, Hjálmar Ólafsson, og færöi hann Maj-Britt verðskuld- aðar þakkir og gjafir frá hinum 13 vinafélögum fyrir störf henn- ar. í hófinu tóku til máls m.a. Bjarni Guðnason prófessor fyrir hönd Háskóla íslands og færði hann Maj Britt bókagjöf frá Háskólanum, Guðrún S. Jónsdótt- ir fyrir hönd starfsfólks Norræna hússins, Birgir Þórhailsson stjórnarformaður hússins, Sigurð- ur A. Magnússon formaður Rit- höfundasambands íslands, Guð- rún Halldórsdóttir form. dönsku- kennarafélagsins, Olaf Kajser sendiherra Svía, Sigmar B. Hauksson, f.h. ísl. námsmanna í Sviþjóð, Hildur Hákonardóttir skólastjóri, Vilhjálmur Hjálmars- son menntamálaráðherra og loks Maj Britt Imnander.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.