Morgunblaðið - 06.07.1976, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULÍ 1976
Tímaseðill
Tímaseðill landskeppninnar
er þannig:
ÞRIDJUDAGUR 6. JÚLl:
19.30 Selning
19.45 400 m grindahlaup karla
— 2 riðlar
19.45 langstökk kvenna
19.45 kringlukast karla
19.45 hástökkkarla
20.00 langstökk karla
20.00 400 metra grindahlaup
kvenna — 2 riðlar
20.15 200 metra hlaup karla —
2 riðlar
20.25 200 metra hlaup kvenna
— 2 riðlar
20.40 800 metra hlaup karla
21.00 400 metra hlaup kvenna
— 2 riðlar
21.00 spjótkast kvenna
21.20 1500 metra hlaup
kvenna
21.30 5000 metra hlaup karla
21.55 4x100 metra hlaup
kvenna
22.00 4 x 100 metra hlaup karla
MIÐVIKUDAGUR 7/7
17.00 Sleggjukast
17.00 Stangarstökk karla
18.30 100 metra grindahlaup
kvenna — 2 riðlar
18.30 Kúluvarp karla
18.55 Þrístökk karla
19.10 100 m hlaup kvenna — 2
riðlar
19.25 100 m hlaup karla — 2
riðlar
19.30 Kringlukast kvenna
19.45 spjótkast karla
19.45 spjótkast karla
19.45 hásíökk kvenna
19.55 800 metra hlaup kvenna
20.05 3000 metra hlaup
kvenna
20.25 3000 metra hindrunar-
hlaup
20.40 400 metra hlaup karla —
2 riðlar
20.55 10.000 metra hlaup karla
21.35 4x400 m hlaup kvenna
21.45 4x400 m hlaup karla.
Hreinn Halldórsson — varpaði 19,97 metra á föstudagskvöldið. 1
Kalott-keppninni er ekki ólfklegt að hann sigrist á 20 metra
múrnum og skipi sér þar með f röð beztu kúluvarpara heims.
ISLENZKA UDIÐ
ÍSLENZKA frjálsíþróttalands-
liðið sem keppir í Kalottkeppn-
inni verður þannig skipað:
100 MKTRA HLAHP:
Ingunn fCinarsdóttir. IR
Erna (iuómundsdóttir. KR
200 METRA IILAUP:
Ingunn Kinarsdóttir. tR
Erna (iuómundsdóttir. KR
400 METRA HLAUP:
Ingunn Einarsdóttir, IH
Ingibjörg fvarsdótlir. IISK
800 METRA IILAUP:
Ingihjörg fvarsdóttir. IISK
Lilja (íuómundsdóttir. 1R
1500 METRA HLAUP:
Lilja Uuðmundsdóttir. fR
Anna Haraldsdóttir, FH
3000 METRA HLAUP:
Anna Haraldsdóltir. FH
Thelma Björnsdóttir. UBK
100 METRA GRINDAHLAUP:
Ingunn Einarsdóttir. ÍR
Erna (iuðmundsdóttir. KR
400 METRA (iRINDAHLAUP:
Aðalbjörg Hafsteinsdóttir. HSK
Aslaug Ivarsdóttir, HSK
BOÐHLAUP:
Ingunn Einarsdóttir. IR, F^rna (iuðmunds-
dóttir. KR, Ingibjörg fvarsdóttir. HSK,
Lilja (iuðmundsdóttir. ÍR. Marfa
Guðhjonsen, ÍR. Sigríður Kjartansdóttir.
KA.
HÁSTÖKK:
Þórdís (iísladóttir. fR
Lára Sveinsdóttir. A
LANGSTÖKK:
Lára Sveinsdóttir. A
María Guðjohnsen, tR
Kt'LUVARP:
Guðrún Ingólfsdóttir, USt
Sigurlfna Hreiðarsdóttir, UMSE
KRINGLUKAST:
Guðrún Ingólfsdóttir. L’SÍJ
Ingihjörg Guðmundsdóttir, HSH
SPJÓTKAST:
Sólrún Astvaldsdóttir. A
Arndís Björnsdóttir. UBK
KARLAR:
100 METRA IILAUP:
Bjarni Stefánsson, KR
Sigurður Sigurðsson. Á
200 METRA HLAUP:
Bjarni Stefánsson. KR
Sigurður Sigurðsson. A
400 METRA HLAUP:
Bjarni Stefánsson, KR
Vilmundur Vilhjálmsson. KR
800 METRA HLAUP:
Agúst Asgeirsson. fR
Jón Diðriksson. UMSB
1500 METRA HLAUP:
Jón Diðriksson, UMSB
Gunnar Páll Jóakimsson, f R
5000 METRA HLAUP:
Agúst Þorsteinsson. LJMSB
Sigfús Jónsson. f R
10.000 METRA HLAUP:
Sigfús Jónsson. f R
Gunnar Snorrason. UBK
110 METRA GRINDAHLAUP:
Valbjörn Þorláksson, KR
Stefán Hallgrfmsson. KR
400 METRA GRINDAHLAUP:
Stefán Hallgrfmsson. KR
Jón S. Þórðarson. ÍR
3000 METRA IIINDRUNARIILAUP:
Agúst Asgeirsson. ÍR
Sigurður P. Sigmundsson, FH
BOÐHLAUP:
Bjarni Stefánsson, KR, Sigurður Sigurðs-
son, A. Vilmundur Vilhjálmsson, KR.
Magnús Jónason, A. Björn Blöndal. KR.
Stefán Hallgrfmsson. KR
HÁSTÖKK:
Elías Sveinsson, KR
Hafsteinn Jóhannesson. UBK
LANGSTÖKK:
Friðrik Þór óskarsson, ÍR
Jóhann Pétursson, UMSS
STANGARSTÖKK.
Stefán Hallgrfmsson, KR
Valbjörn Þorláksson. KR
ÞRÍSTÖKK:
Friðrik Þór óskarsson. ÍR
Pétur Pétursson. HSS
KULUVARP:
Hreinn Halldórsson. KR
Guðni Halldórsson. KR
KRINGLUKAST:
Erlendur Valdimarsson. KR
óskar Jakobsson, fR
SPJÓTKAST:
Óskar Jakobsson. f R
Elfas Sveinsson. KR
SLEGGJUKAST:
Erlendur Valdimarsson, KR
Hreinn við 20 metrana
VARPAÐI TVÍVEGIS LENGRA EN ÍSLAIMDSMETIÐ
EINS og skýrt var frá i Morgunblað
inu á laugardaginn setti Hreinn Hall
dórsson, KR, nýtt íslandsmet i kúlu
varpi á Ólympiumóti þvi er islenzka
Ólympíunefndin efndi til á Laugar-
dalsvellinum á fóstudagskvóldið.
Skorti Hrein aðeins 3 sm upp á 20
metra markið — 19,97 metra varp-
aði hann, sem er stórglæsilegur ár-
angur og gefur fyrirheit um góða
frammístöðu hans á Ólympíuleikun-
um i Montreal, en þar er lágmarkið
til þess að komast i aðalkeppnina
19,40 metrar. Hreinn átti tvö önnur
gild köst i keppninni á föstudags-
kvöldið, varpaði 19,63 metra og
18,97 metra. í upphituninni varpaði
Hreinn vel yfir 20 metra. þannig að
búast má við þvi að hann nái þeim
árangri fyrr en varir og skipi sér þar
með í hóp með beztu kúluvörpurum
heimsins Til dæmis um hve afrek
Hreins er gott má nefna að það hefði
nægt til 10. sætis á Ólympiuleikun-
um i Múnchen 1972, og nokkrir
sentimetrar i viðbót hefðu fært hon-
um sæti þar mun ofar.
Hreinn hef ði getað staðið aftan við
kúluvarpshringinn á föstudags-
kvöldið en sigrað samt. Annar i
keppninni varð Guðni Halldórsson,
KR, sem varpaði 17,10 metra. Það
er ekki svo langt siðan að slikt afrek
hefði þótt stórglæsilegt hérlendis —
t.d. 36 sentimetrum betra en hið
fræga met sem færði Gunnari Huse-
by Evrópumeistaratitilinn i Brússel
1950. Þriðji i kúluvarpinu varð svo
tugþrautarmaðurinn Stefán Hall-
grimsson sem varpaði 1 5,30 metra.
Annar Ólympiufari var i sviðsljós-
inu á fóstudagskvóldið Sá var Er-
lendur Valdimarsson. en hann gerði
öll köst sin i kringlukastinu ógild.
Ekki þar fyrir að þau þyrftu að vera
það. Erlendur var einfaldlega ekki
ánægður með kastlengd sina. en
ekki er ótrúlegt að lengstu köst hans
hafi verið um 58 metrar. Erlendur
hefur misst nokkuð úr vegna
meiðsla, og skortir öryggi i hringn-
um. Krafturinn er hins vegar nægur
og þegar Erlendur fær betri vinnslu
leyfir undirritaður sér að spá þvi að
60 metrarnir verði ekki erfitt við-
fangsefni fyrir hann. Sigurvegari í
kringlukastinu á mótinu var Hreinn
Halldórsson sem kastaði 52,76
metra. Tugþrautarmaðurinn Elias
Sveinsson varð annar og náði ágætu
kasti, 48,54 metrum. Guðni Hall-
dórsson varð þriðji með 47,76
metra.
í 100 metra hlaupi kvenna hljóp
Ingunn Einarsdóttir mjög vel og fékk
timann 12,0 sek. Meðvindur var að-
eins of mikill, eða 2,5 m/sek., en má
vera 2 m/sek. Önnur i hlaupinu varð
Erna Guðmundsdóttir, KR, sem hljóp
á 12,3 sek.. Maria Guðjohnsen, ÍR,
varð þriðja á 12,5 sek., Kristín Jóns-
dóttir. UBK, fjórða á 12,8 sek. og
Margrét Grétarsdóttir. Á, fimmta á
12,9 sek. Bærilegur árangur.
Meðvindur var eínnig i 100 metra
hlaupi karla og öllu meiri en I
kvennahlaupinu. Magnús Jónasson,
Á, sigraði á 10,8 sek. Björn Blöndal,
KR, varð annar á 11,0 sek. og Val-
björn Þorláksson, KR, þriðji á 11,5
sek.
Valbjörn hafði hins vegar mótvind
í 110 metra grindahlaupinu sem
hann hljóp ágætlega og fékk timann
15,8 sek. Jón Sævar Þórðarson varð
annar á 16,1 sek.
Í 400 metra hlaupinu varð Stefán
Hallgrimsson öruggur sigurvegari og
fékk ágætan tima miðað viðaðstæð-
ur: 50,3 sek. Það sem var hvað
ánægjulegast við þetta hlaup var að
sjá að Stefán gat beitt sér vel, en
sem kunnugt er hefur hann átt við
i meiðsli að striða. Virtist hann ekki
taka það ýkja nærri sér að hlaupa á
svo góðum tima. Sigurður Sigurðs-
son. Á, varð annar i hlaupinu á 50,9
sek., Þorvaldur Þórsson, UMSS.
þriðji á 51,9 sek., Gunnar Þ. Sig-
urðsson, FH, fjórði á 54,1 sek., en
siðan komu Þorgeir Oskarsson, ÍR, á
54,4 sek. og Hafsteinn Óskarsson,
ÍR, á 55,4 sek.
í hástökki kvenna sigraði
Ólympiufarinn, Þórdís Gisladóttir
stökk 1,65 metra. íris Jónsdóttir,
UBK. varð önnur með 1,60 metra og
Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, Á.
þriðja, stökk 1,55 metra.
Kalottlandskeppnin í dag
EITT mesta frjálslþróttamót sem
fram hefur farið á Islandi fyrr og
síðar hefst á Laugardalsvellinum
í kvöld. Er það hin svokallaða
Kalott-keppni, en þar er um að
ræða landskeppni með þátttöku
íslands og Norður-Noregs, Norð-
ur-Finnlands og Norður-
Svfþjóðar. Alls verða erlendir
keppendur á móti þessu um 200
talsins og Islendingar tefla fram í
keppnina fjölmennara landsliði
en nokkru sinni hefur keppt í
frjálsíþróttalandskeppni enda
keppt í öllum greinum bæði karla
og kvenna.
Þetta er í fjórða sinn sem Is-
lendingar taka þátt í Kalott-
keppninni, og hafa þeir nú titil að
verja, þar sem þeir sigruðu í
fyrsta sinn í keppninni í fyrra, og
Lilja Guðmundsdóttir — einn
Olympíufaranna sem keppa í
Kalott-keppninni.
kom sá sigur verulega á óvart.
Finnar hafa allt frá því að Kalott-
keppnin var sett á laggirnar fyrir
hartnær 30 árum verið þar mjög
sigursælir, enda frjálsar íþróttir
sú íþróttagrein sem á hvað mestu
fylgi að fagna í Finnlandi. Má
búast við því að aðalkeppnin nú
standi milii Islendinga og Finna,
og af liðskipan finnska liðsins má
marka að þeir tefla nú fram
miklu sterkara liði en þeir voru
með í fyrra og gera sér örugglega
góðar vonir um að endurheimta
Kalott-meistaratitilinn.
Sem fyrr segir er Kalott-
keppnin um 30 ára, og nýtur hún
mikilla vinsælda á Norðurlönd-
um, og er keppni þessi orðin þar
verulega þekkt. Þátttökurétt í
keppninni hefur iþróttafólk sem
búsett er norðan ákveðinna
breiddarmarka, og á Norður-
löndunum búa á því svæði um 500
þúsund manns í hverju landi,
þannig að ísland er enn „litli
bróðir1' hvað fólksfjölda
viðkemur.
í Kalott-keppninni mun
athyglin beinast verulega að ís-
lenzku Ólympíuförunum, og þá
ekki sízt Hreini Halldórssyni, sem
búast má við að verði yfirburða-
sigurvegari i sinni grein, en
keppir samt sem áður við erfiðan
andstæðing — 20 metra markið,
og eftir hið glæsilega afrek hans á
föstudagskvöldið er hann varpaði
19,97 metra, má ætla að honum
takist að sigrast á þessum múr í
keppninni.
— Við vitum að þetta verður
harður slagur, sérstaklega við
Finnana, sagði Örn Eiðsson, for-
maður F"Rl í viðtali við Morgun-
blaðið í gær, — og það hjálpar
þeim einnig að með þeim mun
koma töluverður hópur
áhorfenda, en finnskir
áhorfendur xeru þekktir fyrir að
veita sínum mönnum dyggilega
aðstoð í keppni. Við treystum á
það að íslenzkir áhorfendur láti
ekki sitt eftir liggja og veiti okkar
fólki stuðning. Islenzka frjáls-
íþróttafólkíð hefur aldrei verið
almennt i betri æfingu en nú, og
hefur lagt gifurlega að sér. Ég hef
því trú á að það standi sig. Auk
þess er það örugglega vel þess
virði fyrir frjálsíþróttaáhugafólk
að koma og sjá það íslenzka
íþróttafólk sem ekki hefur sézt á
mótum hér heima fyrr í sumar
vegna æfinga erlendis.