Morgunblaðið - 06.07.1976, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.07.1976, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULl 1976 EVERT VILL FA SÖMU VERÐ- LAUN OG KARLMENNIRNIR BANDARÍSKA tennisstjarnan Chris Evert bar sigur úr býtum í einliðaleik kvenna í Wimbledon- keppniskeppninni í Englandi, en leikið var til úrslita í kvenna- flokki á föstudagskvöldið. Sigraði Evert áströlsku stúlkuna Evonne Goolagong 6—3, 4—6 og 8—6 í úrslitaleik sem stóð tæpar þrjár klukkustundir. Þótti leikur þeirra mun tilþrifaminni en margir leikir í undankeppninni og var því kennt um að gífurlegur hiti var meðan á leiknum stóð. Um 17.000 áhorfendur — fleiri en komast með góðum móti fyrir á áhorfendasvæði Wimbleton leik- vangsins fylgdust með viðureign- inni og var Evert fagnað innilega að leikslokum, en þetta er í annað sinn á þremur árum sem þessi 21 árs gamla stúlka sigrar í Wimble- don-keppninni, en þar er raunar um að ræða óoDÍnbera heims- meistarakeppni í tennis. Var þetta jafnframt í fyrsta sinn sem Evert bar sigurorð af Goðlagong í keppni. Fyrir sigur sinn hlaut Evert 17.500 dollara í verðlaun, en Goolagkong fékk 9.800 dollara í sinn hlut. Eftir keppnina sagði Evert að þarna væri um smá- peninga að ræða og hún myndi Chris Evert — framúrskarandi, en þykir frek. Jafntefli hjá Standard Liege STANDARD Liege, belgiska liðið sem Ásgeir Sigurvinsson leikur með gerði jafntefli í leik sinum við israelska liðið Hapoel Beer- Sheva, i sumarbikarkeppninni i knattspyrnu sem hófst i Basle i Sviss á sunnudaginn. Hovrugt liðið skoraði mark. Lið frá mörg- um þjóðum taka þátt i þessari keppni og urðu úrslit i fyrstu umferðinni sem hér segir: Hapoel (ísrael) — Standard Liege, (Belgiu) 0—0 Kickers Offenbach (V Þýzkalandi) — Union Teplice (Tékkóslv.) 0—3 Köge (Danmörku) — Hertha Berlin (V Þýzkalandí) 1 — 5 Landskrona (Sviþjóð) — Gasshoppers (Sviss) 0—0 Eintracht Braunschweig (V- Þýzkal.) — AIK (Sviþjóð) 2—1 Næstved Órebro St. Östers (Sviþjóð) - (Danmörku) 5—0 Zaglebie (Póllandi) (Sviþjóð) 5— 1 Widzew (Póllandi) — KB (Dan mörku) 9—1 Row Rybnik (Póllandi) —, Gallen (Sviss) 2—1 Zurich (Sviss) — Austria (Austurriki) 4—1 Sturm Graz (Austurriki) Djurgaarden (Sviþjóð) 1—0 Admira Wacker (Austurriki) Beitar (ísrael) 1—3 Vin Bretar slógu Pólverj- um og Kanadabúum við BRKTAR sigruðu bæði Kanadabúa og Fóiverja ( landskeppni karla og kvenna í frjálsum (þróttum sem fram fór á Crystal Palaee leikvanginum I London um helgina. Kom sásigur nokkuð á óvart, þar sem fyrirfram hafði verið við þvl búizt að Pólverjar ættu frábæru frjálsfþróttalandsliði á að skipa um þessar mundir. (Irslit ( stigakeppninni urðu þau að ( karlagreinum sigraði Bretland—Pólland 106—103, og Bretar sigruðu Kanadamenn 127—101. Pólverjar sigruðu svo Kanadamenn 131—71. 1 kvenna- keppninni unnu brezku stúlkurnar þær pólsku 74,5—71,5 og Kanadastúlkurnar 71—64. Kanadastúlkurnar sigruðu þær pólsku 70—65. Sigurvegarar ( einstökum greinum í landskeppninni urðu eftirtalin: Kringlukast karla: S. Wolodko, Póllandi 61,14 metrar Hástökk kvenna: A. Gilson. Bretlandi 1,80 metr. Kúluvarp kvenna: L. Chewinska, Póllandi 19,10 metrar 1500 metra hlaup karla: D. Hill, Bretlandi 3:41,92 min. Kúluvarp karla: G. Capes, Bretlandi 20,83 metrar 3000 metra hindrunarhlaup: B. Malinowski. Póllandi 8:22,48 mín. Þrístökk: A. Moore, Bretlandi 16,41 metrar 4x400 metra boðhlaup kvenna: Sveit Bretlands 3:28,48 mln. Stangarstökk: T. Slusarski, Póllandi 5,20 metrar. Spjótkast karla: J. Damszel, Póllandi 80,50 metrar. 4x400 metra boðhlaup karla: Sveit Póllands 3:04,66 mín. 100 metragrindahlaup kvenna: S. Colyear, Bretlandi 13,39 sek. 10.000 metra hlaup: A. Kopijarz, Póllandi 29:27,64 mln. 1500 metra hlaup kvenna: P. Werthner, Kanada 4:10,64 m(n. Sleggjukast: S. Black, Bretlandi 72,40 metrar 110 metra grindahlaup: B. Price, Bretlandi 13,73 sek. 200 metra hlaup kvenna: S. Lannaman, Bretlandi 22,86 sek. 200 metra hlaup karla: A. Woronin, Póllandi 20,73 sek. 400 metra grindahlaup: A. Pascoe, Bretlandi 50,62 sek. 100 metra hlaup kvenna: S. Lannaman, Bretlandi 11,28 sek. 100 metra hlaup karla: A. Swierczynski, PóIIandi 10,44 sek. Kringlukast kvenna: D. Rosani, Póllandi 60,72 metrar Hástökk karla: J. Wszola, Póllandi 2,21 metrar 400 metra hlaup kvenna: D. Murray, Bretlandi 51,89 sek. 400 metra hlaup karla: VT. Jenkins, Bretlandi 45,65 sek. 5000 metra hlaup: N. Rose, Bretlandi 14:03,75 mln. Langstökk kvenna: D. Jones, Kanada 6,39 metrar. 800 metra hlaup karla: S. Ovett Bretlandi 1:46,70 min. 800 metra hlaup kvenna: Y. Saunders, Kanada 2:01,69 mín. ekki taka þátt í Wimbledon keppninni ef verðlaunin yrðu ekki hækkuð i framtiðinni, a.m.k. í sömu upphæð og veitt eru i karlaflokknum, en þar eru 1. verðlaun 21.875 dollarar. Chris Evert er tvimælalaust launahæsta iþróttakona heims og er talið að hún hafi fengið í sinn hlut um 220.000 dollara á síðasta ári. Þykir Evert mjög kröfuhörð og er farin að ganga undir nafninu „ungfrú aurabudda“. Segja talsmenn Wimbledon- mótsins að ekki komi til greina að hækka verðlaun í keppninni fremur en orðið er, enda eigi þetta fyrst og fremst að vcra keppni um heiður. Nái peningarnir yfirhöndinni sé mót- ið búið að vera. Evert var mjög umrædd í Lond- on meðan á Wimbledon-mótinu stóð að þessu sinni, og þá fyrst og fremst vegna þess hve mikið hún virtist vera upp á karlhöndina. Björn Borg — sigraði glæsilega ( úrslitum Wimbledonkeppninnar. BORG BURSTAÐI NASTASEI ÚRSUTUM WIMBLEDONMÓTSINS SÆNSKA tennisstjarnan Björn Borg bar sigur úr býtum f einliða- leik karla í Wimbledon- tenniskeppninni ( London, en leikið var til úrslita á laugardag- inn. Er Björn Borg yngsti sigur- vegarinn í Wimbledonkeppninni ( áratugi, en hann er nú liðlega tvltugur að aldri. Jafnframt er Borg fyrsti Svlinn sem sigrar í Wimbledon-keppninni, en keppni þessi er óopinber heimsmeistara- keppni og að þessu sinni voru allir beztu tennisleikarar í heimi meðal þáttlakenda. Björn Borg lék til úrslita við 29 ára Rúmena, Ilie Nastase og stóð leikur þeirra í eina klukkustund og fimmtíu mínútur, að viðstödd- um eins mörgum áhorfendum og komust fyrir á áhorfendapöllun- um. Viðureigninni var einnig sjónvarpað beint til flestra Evrópulanda, og er talið að fleira fólk en nokkru sinni fyrr hafi fylgst með úrslitaleiknum. Til að byrja með hafði Björn Borg umtalsverða yfirburði i úrslitaleiknum. Hann lék næstum óaðfinnanlega og lét Nastase hendast hornanna á milli á vellin- um. Urslitin í tveimur fyrstu lotunum urðu 6—4 og 6—2 fyrir Borg. Eftir það áttu flestir von á að eftirleikurinn yrði honum auð- veldur, en Nastase hafði engan veginn gefið upp vonina og sýndi ótrúlega mikið þrek í síðustu lot- unni. Gekk þar á ýmsu en svo fór að lokum að Borg hafði betur 9—7 og tryggði sér sigurinn. Eftir leikinn sagði Nastase, að þetta hefði verið gífurlega erfiður leik- ur. Upphafssendingar Borgs hefðu verið næstum fullkomnar og hann hefði komið sér verulega á óvart með nýrri tækni sinni við þær. Ég átti enga möguleika fyrr en ég var búínn að læra svolitið á þær, sagði Nastase. — Mér fannst Nastase mjög taugaóstyrkur og ólíkur sjálfum sér á köflum í leiknum, sagði Björn Borg i viðtali við frétta- menn eftir sigurinn. — Ég var búinn að ákveða það fyrirfram að sækja af hörku, og ég held að Nastase hafi alls ekki átt von á því að ég tæki eins mikla áhættu og ég gérði i raun og veru. Ég leyfi mér að segja að ég hafi aldrei leikið betur á ferli mínum en ég gerði i dag, sagði Borg. A laugardaginn var einnig leik- ið til úrslita í tviliðaleik kvenna og þar sigruðu Chris Evert frá Bandaríkjunum og , Martina Navratilova frá Tékkóslóvakíu þær Billie Jean King frá Bandaríkjunum og Betty Stove frá Hollandi i úrslitaleik 6—1, 3—6 og 7—5. Þá sigruðu Tony Roche frá Ástralíu og Francoise Durr frá Frakklandi þau Dick Stockton og Rosie Casals frá Bandarfkjunum í úrslitaleik tvenndarkeppninnar 3—6, 6—2 og 7—5. SPANVERJAR KAUPA GERRY Muhren, sem leikið hefur 33 landsleiki í knattspyrnu fyrir Holland, hefur nú verið seldur frá hinu þekkta Ajaxliði til spánska 1. deildar liðsins Betis Sevilla. Þá hefur annað spánskt lið, Real Zaragoza, keypt portú- galska markakónginn Jordao frá Benfica og ráðið frakkann Lucien Míiller sem framkvæmdastjóra. 187 Ungverjar til Montreal 187 íþróttamenn frá Ungverjalandi munu keppa á Olympíuleikun- um ( Montreal og er hluti flokksins þegar farinn vestur um haf. Segjast Ungverjar sjaldan hafa farið með eins góða íþróttamenn til Olympíuleika og gera sér vonir um góða uppskeru ( verðlaunabar- áttunni. Þeir sem helzt eru bundnar vonir við eru tveir tvítugir sundmenn, Zoltan Verraszto og Andras Hargitay, en báðir hafa þeir verið I fremstu röð sundmanna í heiminum að undanförnu. Þá er f hópnum Zoltan Magyar, sem talinn er einn bezti fimleikamaður heims, og sigraði [ heimsmeistarakeppninni 1974. Tveir gullverð- launamenn Ungverja frá leikunum ( Munchen munu nú reyna að verja titla sína. Það eru þeir Laszio Papp sem sigraði I fluguvigtar keppni hnefaleika og Imre Folke sem sigraði I bantamvigtarflokki í lyftingum. Fánaberi Ungverja verður Jenoe Kmuti, sem keppir nú í fimmta sinn I lyftingum á Olympluleikunum. 150 frá Rúmeníu á OL-leikana RÖSKLEGA 150 íþróttamenn frá Rúmeníu lögðu af stað frá heima- landi sínu áleiðis til Montreal í morgun. Er það öllu fjölmennari flokkur en Rúmenfa hefur áður sent til Oivmpíuleika, ef leikarnir I Munchen 1972 eru undanskildir. Meðal íþróttafólksins frá Rúmeníu er hin kornunga fimleika- stúlka Nadí Comaneci, sem margir spá að verði sigursæl í fimleika- keppni leikanna. Þá gera Rúmenar sér einnig miklar vonir um að handknattleikslið þeirra hreppi gullverðlaun á leikunum, en sem kunnugt er þá eru Rúmenar núverandi heimsmeistarar í hand- knattleik. Þá eiga Rúmenar marga frábæra frjálsíþróttamenn og má meðal þeirra nefna Argentina Menis, fyrrverandi heimsmet- hafa í kringlukasti kvenna og Natalia Andrei Marasescu og Mari- ana Suman sem álitið er að verði framarlega í 800 og 1500 metra hlaupi kvenna. Fleiri Japanir á OL en fyrr JAPANIR senda fjölmennari flokk fþróttafólks til Olympluleik- anna í Montrea! en þeir hafa nokkru sinni áður sent til Olympíu- leika. Alls verða í liðinu 156 karlmenn, 61 kona og 51 farar- og flokkstjórar. Taka Japanarnir þátt f 19 íþróttagreinum. Sfðustu Japanarnir sem valdir voru til þátttöku I leikunum var handknatt- leikslið kvenna sem tryggði sér rétt til að leika ú úrslitakeppninni með þvf að sigra í undankeppni sem staðið hefur yfir ( Bandaríkj- unum undanfarna daga. Talsmaður japönsku Olympíufaranna sagði er flokkurinn lagði af stað til Montreal í gær, að hann gerði sér vonir um að einhver gullverðlaunyrðu í farangrinum þegar haldið yrði heim á leið, og þá sennilega helzt fyrir blak karla eða kvenna en í þeirri grein hafa Japanir löngum staðið mjög framarlega. — Ég geri mér grein fyrir þvf, að róðurinn verður þungur — þyngri en áður, og fólk má ekki gera of miklar kröfur til okkar, sagði fararstjórinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.