Morgunblaðið - 06.07.1976, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULÍ 1976
Viðbrögð við frelsun gíslanna:
Fögnuður á Vesturlöndum — reiði í
ríkjum Araba, Afríku og Sovétríkjum
Leiðtogar á Vesturlöndum létu í Ijós óskor
aða ánægju með árás ísraelsmanna á
Entebbe flugvöll í Uganda og frelsun gísl-
anna sem þar voru i haldi, og dagblöð um
allan heim hafa farið fögrum orðum um
aðgerðir ísraelsmanna. Kurt Waldheim aðal-
ritari Sameinuðu þjóðanna fór á hinn bóginn
hörðum orðum um aðgerðirnar og sama er
að segja um fjandmenn ísraels í löndum
Araba og ríkjum Austur-Evrópu.
Ford Bandaríkjaforseti lét i Ijós „mikla
ánægju" með frelsun gíslanna og áhafnar
frönsku þotunnar i skeyti sem hann sendi
Rabin forsætisráðherra ísraels, en gekk þó
ekki svo langt að leggja blessun sina yfir
sjálfar aðgerðirnar.
Sendiherra Frakka i Israel, Jean
Herbly, lýsti þvi yfir við fréttamenn
að viðbrögð ísraelsmanna við töku
gíslanna væri „siðferðislegur sigur,
sigur yfir ofbeldisoflum "
Kanslari Vestur Þýzkalands, Hel
mut Schmidt, lét í Ijósi fögnuð og
létti yfir endalokum málsins og sama
gerðu forsætisráðherra Nýja-
Sjálands, Robert Muldoon, og forseti
Filipseyja, Ferdinand Marcos.
Marcos lýsti því yfir að frelsun gísl
anna væri sigur „hins góða yfir hinu
illa".
Meðal hinna fyrstu til að senda
stjóm ísraels heillaóskaskeyti að
lokinni árás ísraelsmanna var K.B.
Andersen utanríkisráðherra Dana.
Anker Jörgensen forsætisráðherra
fagnaði einnig í ræðu „þessum frá
bæru aðgerðum gegn hermdarverka
mönnum." Dagblöð í Danmörku og
Ítalía:
Kommúnisti forseti
neðri deildar þingsins
Róm -
PIETRO
- 5 júll — AP
Ingrao. sem
veriS hefur
168. hjónaband
88 ára manns
Teheran, íran, 4 júlí
— Reuter
YAHYA Ali Akbar ben Noori er 88
ára, og er nú að búa sig undir að
kvænast í 168. skipti. Að sögn
blaðsins Etelaat er ástæðan fyrir
kynorku hans sú að hann borðar
daglega eitt kíló af hráum lauk.
„Þvf miður þá kunna mjög fáir
ungir menn að vinna ástir konu,"
segir Noori í viðtali við blaðið.
„Komið hefur fyrir að ég hef
unnið samþykki konu til að gift-
ast mér á tíu minútum." Að-
spurður kvaðst hann ekki vita
hver mörg börn hann hefði getið
til þessa.
harðlínumaður í röðum kommúnista
á Italíu var f dag kjörinn forseti neðri
deildar þingsins, þegar þing kom
saman f fyrsta sinn eftir kosningar.
Þetta er æðsta staða, sem kommún-
ista hefur verið trúað fyrir sfðan
Palmiro Togliatti flokksleiðtogi var
dómsmálaráðherra í rfkisstjórn, sem
mynduð var eftir síðari heimstyrjöld-
ina
Ljóst er, að kjör Ingraos stendur í
beinu sambandi við fylgisaukningu
kommúnista í kosningunum um dag-
inn, en samkomulag um kjör hans
náðist þó ekki fyrr en eftir mikil fundar-
höld nú um helgina Áður var sósíalist-
inn Alessandro Pertini forseti neðri
deildarinnar
Amintore Fanfani, leiðtogi kristilegra
demókrata, sem fjórum sinnum hefur
verið forsætisráðherra, var kjörinn for-
seti öldungadeildar þingsins, en sú
staða gengur næst forsetaembættinu
að virðingu
Svíþjóð töldu að enda þótt árásin
væri ólögleg stríðsaðgerð hefði ísra-
el ekki átt annarra kosta völ.
„Allir standa á öndinni yfir aðgerð-
um ísraels," segir Times f London
um málið og Financial Times segir að
árásin sýni að hægt sé að ná árangri
með því að láta hart mæta hörðu.
Daily Mail segir að hugrekki eins og
það sem ísraelsmenn hafi sýnt sé
sannarlega betra en einhvers konar
samkomulag við morðingja. Guard
ian hrósar ísraelsmönnum, sem hafi
auðmýkt einræðisherraóþokka og
sýnt hópi hermdarverkamanna í tvo
heimana.
Karl Czernetz, austurrískur þing-
maður, sem er forseti Evrópuráðsins,
sendi ísraelska þinginu heillaóska-
skeyti og sagði meðlimi Evrópuráðs-
ins vera himinlifandi yfir frelsun gfsl-
anna og þeir hörmuðu að samfélagi
þjóðanna skyldi ekki takast að
vernda almenn mannréttindi í heim-
inum.
Kurt Waldheim, sem staddur var í
Kairó, þegar skýrt var frá atburðun-
um í Uganda, lýsti því yfir að aðgerð-
irnar væru „skammarleg valdbeiting
og brot á fullveldi eins aðildarrfkis
Sameinuðu þjóðanna." Waldheim
Framhald á bls. 39
Bandaríski fáninn blaktir á Georg Washington-brúnni
yfir Hudson-fljót og eldfiaugamóðurskipið Wainwright
er í þann veginn að sigla undir brúna s.l. laugardag,
þegar undirbúningur undir siglinguna miklu fór fram.
Brúin tengir New York-borg og New Jersey.
Málaliðar á vegum Líbýumanna
stóðu að byltingartilrauninni
Kaíró — 5. júlí
— Reuter — AP
STJÓRNIN í Súdan hefur til-
kynnt Arababandalaginu, að
Carter leitar að
varaforsetaefni
Plains. Georgiu, 5. júlí — AP.
JIMMY Carter, sem eftir öllum
sólarmerkjum að dæma verður
örugglega frambjóðandi Demó-
krataflokksins við forsetakosning-
arnar f Bandaríkjunum I nóvemb-
er, er þegar farinn að svipast um
eftir varaforsetaefnum. Skýrði
hann fréttamönnum frá því á
sunnudag að hann ætlaði að ræða
málið við að minnsta kosti fimm
menn, og fyrstur þeirra yrðu
Edmund Muskie öldungadeildar-
þingmaður frá Maine.
Carter kvaðst þegar hafa rætt
við þrjá menn um málið f sfma,
en vildi ræða við þá perónulega,
auk þeirra tveggja, sem eftir er
að ræða við. Þá sagði hann að
varaforsetaefnum hans gæti
fjölgað enn.
I skoðanakönnun, sem gerð var
dagana 21.—24. júní, kemur fram
að Carter ætti að bera sigur af
hólmi í forsetakosningunum,
hvort heldur væri gegn Gerald
Ford forseta eða Ronald Reagan
fyrrum ríkisstjóra. Þó eru ekki
allir jafnánægðir með forseta-
framboð Carters, því 47% að
spurðra demókrata sögðust
ánægðir með hann sem frambjóð-
anda, en 44% kváðust vilja ein-
hvern annan.
— segir Súdanstjórn
úyggjandi sannanir liggi fyrir um
hlutdeild Líbýu f tilrauninni til
að steypa Nemeyri forseta af stóli
s.l. föstudag. Segir f yfirlýsingu
stjórnarinnar, að máfaiiðar frá
ýmsum löndum hafi staðið að
byltingartilrauninni á vegum
Líbýumanna. og hafi þeir haft
fyrirmæli um að ráða Nemeyri af
dögum og steypa löglegri stjórn
Súdans af stóli. Þá skorar Súdan-
stjórn á Arababandalagið að gera
ráðstafanir til að koma f veg fyrir,
að slíkar árásaraðgerðir, sem ógn-
uðu grundvelli og öryggi allra
þjóða, endurtækju sig.
Stjórnmálaskýrendur telja, að
málið verði til þess að auka enn á
sundrungu innan Arababanda-
Iagsins, þar sem klofningur ríkir
þó fyrir vegna deilunnar fyrir
botni Miðjarðarhafs og styrjaldar-
innar í Líbanon.
Stjórnin í Súdan hefur kallað
heim sendiherra sinn í Trípólí, en
samskipti Líbýumanna og Súdana
hafa verið stirð um nokkurra ára
skeið.
í dag óskuðu Súdanir eftir sér-
stökum fundi í Öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna vegna hinnar
alvarlegu árásar, eins og sagði í
orðsendingunni, og er talið, að
málið verði tekið fyrir í þessari
viku.
Skotin í móðurkviði
Belfast, Norður-lrlandl, 5. júlí — AP.
CATHERINE litla Gil-
more er aðeins þriggja
daga gömul írsk stúlka,
en hún er nú á batavegi
eftir skotsár, sem hún
hlaut í móðurkviði á
föstudag.
Móðirin, Mary Gil-
more, var á leið heim til
sín á föstudagskvöld,
- er á batavegi
komin nærri níu mánuði
á leið, þegar hún varð
fyrir tveimur skotum úr
níu millimetra hríð-
skotabyssu. Annað skotið
hæfði Mary í fótlegg, hitt
fór ofar, straukst viö
hrygg ófæddrar stúlk-
unnar og hafnaði í kvið
hennar. Var Mary flutt
tafarlaust í sjúkrahús,
þar sem læknar flýttu
fæðingunni og gátu fjar-
iægt skotið eftir tveggja
klukkustunda aðgerð.
William Cochran, einn
læknanna, sagði á eftir:
„Fyrir fullorðna væri
þetta mikil aðgerð, hvað
þá fyrir ungabarn. Það
væri rétt eins og að fá
golfkúlu gegnum bakið.
En ég vona að Catherine
nái sér að fullu.“
Ölympíu-
leikarnir
í hættu?
Montreal — 5. júll — Reuter.
FORSETI alþjóðlegu Olympíu-
nefndarinnar, Killanin lávarður,
sagði I kvöld, að það yrði hættu-
legt fordæmi ef Olympiunefndin
léti Kanadastjórn ráða þvi hverjir
tækju þátt I Olympluleikunum
fyrir hönd Kfna. Killanin tók um
leið fram, að þessi ummæli mætti
ekki skoða sem hótun við
Kanadastjórn. og færðist hann
um leið undan að svara þeirri
spurningu með hvaða hætti al-
þjóðlega Olymplunefndin mundi
afturkalla viðurkenningu slna á
leikunum I Montreal.
Sem kunnugt er hefur stjórn kln-
verska alþýðulýðveldisins krafizt
þess af Kanadastjórn, að hún hafni
þátttakendum frá Formósu, en
Kanadastjórn itrekaði þá afstöðu
sfna síðast í dag, að hún mundi
ekki viðurkenna þátt iþróttamanna
frá Formósu í Olympfuieikunum
sem fulltrúa Lýðveldisins Kina,
aðeins sem fulltrúa Formósu, eins
og gert var á leikunum f Róm
1960 Talsmaður Kanadastjórnar
sagði i kvöld að stjórnin væri von-
góð um að hægt yrði að leysa
þessa deilu