Morgunblaðið - 25.07.1976, Síða 14

Morgunblaðið - 25.07.1976, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JULÍ 1976 Viðtal við Helga Björnsson jöklafræðing NYLEGA lauk merkilegum rannsóknarleiöangri á Vatna- jökli, þar sem reynd var ný tækni vió þykktarmælingar á jökli. Notaðar voru rafsegul- bylgjur. Tilraunirnar tókust mjög vel að sögn Helga Björns- sonar, jarðeðlisfræðings á Raunvísindastofnun Háskól- ans, sem átti hugmyndina að leiðangrinum og stóð að þessum tilraunum. Er þarna fengið tæki til þess að skrá á samfelldan og fljótvirkan hátt þykkt jökulhellunnar og greina landslag undir jökli. — Það er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir okkur Islendinga að þekkja sem bezt það vatnsforðabúr, sem geymist i jöklunum og ætlunin er að nýta til orkufram- leíðslu í framtiðinni, og til að kanna jökullón og eldstöðvar undir jöklum. Að ieiðangrinum loknum átti fréttamaður Mbl. viðtal við Helga um þessa merkilegu nýung og leiðangur- inn. Var hann fyrst spurður í hverju þessi nýja mælitækna væri fólgin. — Rafsegulbylgjur eru notaðar til þess að mæla þykkt jökulsins, útskýrði Helgi. Loft- net er lagt á yfirborð jökulsins ásamt sendi og móttökutæki. Krá loftnetinu er sendur raf- púls, sem berst niður i gegnum ísinn, endurkastast frá lögum í isnum og frá botni jökulsins, og berst upp isinn aftur, þannig að loftnetið nemur rafpúlsinn á ný. Timalengd milli útsends og móttekins púls er mæld og þar sem hraði rafbylgnanna i ís er þekktur má finna þykkt jökuls- ins. Mælingin kemur fram á sveiflusjá, sést eins og á sjón- varpsskermi, og niðurstaðan er ljósmynduð. — Markmið leiðangursins á Vatnajökli nú í sumar var að prófa þessa tækni, komast að því hvort hægt væri að nota hana á jöklum hér á landi. Þessi tækni hefur verið notuð undanfarin ár við mælingar á þykkt gaddjökla, en hitastig í þejm er undir frostmarki, út- skýrir Helgi Við mælingar á gaddjökli á Grænlandi og Suðurskautsjöklum hefur verið notuð 60 megariða tíðni. En illa hefur gengið að koma rafbylgj- um af þeirri tíðni gegnum þíð- jökul, þar sem hitastig er við frostmark og leysingarvatn er í jöklinum. En það hafa þó ýmsir reynt f 10 ár, svo sem Bretar, Kanadamenn, Bandaríkjamenn og Rússar. Flestum virtist lausnin vera sú, að auka tíðn- ina. 1 Kanada voru t.d. reyndar rafbylgjur með allt að 600 megariða tíðni, en erfitt reynd- ist að túlka niöurstööurnar. I fyrra datt svo nokkrum Banda- rikjamönnum í hug að lækka tiönina. Og þegar tíðnin var komin niður i 5 megarið, sem eru 60 metra langar bylgjur, fékkst greinilegt endurkast frá botni þíðjökuls. Með þessu sönnuðu þeir að meginástæðan til erfiðleikanna er ekki sú, að bylgjurnar dofni i leysíngarvatninu, eins og talið var, heldur frekar að bylgjurn- ar endurkastast stöðugt óreglu- lega frá vatnstraumúm og dreifast á leið sinni niður jökul- inn. Endurkastið frá botni jökulsins drukknar því alger- lega í hinu óreglulega endur- kasti ínnan úr jöklinum'. .Vleð því að lengja býlgjuna dró úr hinu óreglulega endurkasti innan úr jöklinum og greinilegt endurkast fékkst frá botni jökulsíns. Bandarísku vísinda- mennirnir, sem að þessu stóðu, sögðu aðeins frá þessu munn- lega á raðstefnu í september í fyrra. Eg skrifaði þeim, en þeir höfðu smiðað ta>kin fvrir f.vrir- ta>ki, sem vildi selja þau fyrir háa upphæð. Eg sneri mér þá til manna, sem ég kannaðist við i Cambridge á Englandi, en þeir höfðu fyrir 10 árum verið upphafsmenn að þessari tækni. Skynja má landslag, lón og eldstöðvar undir jökli með nýrri mœlitækni, sem reyndist vel í nýafstöðnum leiðangri á Vatnajökli Nýju rafsegulmælingatækin til þykktarmælinga, sem verið var að reyna á Vatnajökli og munu vafalaust valda hyltingu f jöklarannsóknum á næstu ár- um. Sendirinn og móttökutæk- ið hlið við hlið á jöklinum. Ljósmyndir Ævar Jóhannes- Tveir leiðangursmanna, Eggert Briem, sem er 81 árs gamall og Astralfumaðurinn Peter Riek- wood. Sólbirtan og endurkastið af jöklinum var svo mikið að menn reyndu að skýla sér og bera zinksalva á andlitið til hlífðar. Á skjánum í tækinu má sjá landslagið eins og jöklinum sé fiett ofan af og skyggnst undir. Á þessari mynd sést vinstra megin 150 nefra hár fjalls- hryggur undir Tungnaárjökti. Er hann undir 300 m þykkum ís. — Ég vakti máls á samvinnu við þá um að reyna þessa tækni hér á Islenzkum jöklum, hélt Helgi áfram. Ef við íslendingar ættum einir aö reyna að smíóa tæki, reiknaði ég með að gæti tekið mörg ár að öðlast þá reynslu, sem Bretar hefðu þegar fengið. Með samvinnu við þá væri hægt að flýta fyrir þvi að við eignuðumst sjálfir þessi tæki og gætum prófað þau og þróaó að okkar þörfum. Þannig var stofnað til þessarar samvinnu milli Verkfræði- háskólans í Cambridge, Raun- visindastofnunar Háskólans og Jöklarannsóknafélags Islands um leióangur til þess að reyna þessa mælitæki á Vatnajökli I sumar. Ég sótti um styrk frá Vísindasjóði, tíl þess að fá hingað þessa Breta með tæki, sem þeir smíðuðu í vetur, reyna tækin og smíða síðan eigin tæki aó lokinni tilrauninni í sumar, og ég fékk styrk. 1 stuttu máli tókst tilraunin svo vel, að við munum byrja að smiða tæki hér á Raunvísindastofnun Há- skólans nú í haust. Og ég held að framundan séu þykktarmælingar með þessari tækni á íslenzkum jöklum næsta áratug. Og hvað er upp úr þvi að hafa? Því svarar Helgi: — Jökl- ar þekja tíunda hluta landsins. Núverandi þekking á þykkt islenzkra jökla er byggð eingöngu á jarðsveiflumæling- um og þyngdarmælingum. Á árunum 1951 og 1954 fór fransk-íslenzkur leiðangur á Vatnajökul og Mýrdalsjökul undir stjórn Jóns Eyþórssonar og Sigurjóns Rist. Þá var mæld ísþykkt á 30—40 stöðum víðs- vegar um Vatnajökul með jarð- sveiflumælingum. Dynamit var grafið í jökulinn. það sprengt og mældur timinn, sem það tók hljóðbylgjurnar að berast niður á botn jökulsins og upp á yfir- borð á ný. Slíkar þykktar- mælingar eru frekar seinvirk- ar, einungis hægt að mæla á 1—3 stöðum á hverjum degi. Siðar gerðu Guðmundur Pálmason, Gunnar Þorbergsson og Sven Sigurðsson við Orkustofnun nokkrar þyngdarmælingar og bættu þannig við nokkrum gögnum um þykkt Vatnajökuls. Nú er hins vegar komið tæki, sem gerir fært að mæla þykkt þiðjökla á fljótvirkan hátt og fá samfelldar mælingar með þvi að aka á snjóbíl yfir jökulinn. Áður varð að mæla einn og einn punkt og geta i eyðurnar. Við munum einnig athuga mögu- leikana á því að gera þessi mælitæki þannig að hægt sé að nota þau úr flugvél og yrði þá hægt að mæla isþykkt eins hratt og hún flýgur. Ur flugvél fengist gróf mynd af botni jökulsins, en smáatriðin yrðu mæld úr snjóbilum. Hvaða hagkvæma þýðingu hefur það? — Mikla, segir Helgi! — Þannig má kanna vatnsforðann i jöklunum, skipta jökli i vatnasvið, finna t.d. vatnsforða Þjórsár og Hvitár á jökli. En jöklarnir eru vatnsforðabúr þessara fljóta, sem allar okkar stórvirkjanir eru i. Einnig er rætt um að virkja Jökulsárnar, sem falla norðan úr Vatnajökli. Með þessum mælingum má einnig kanna vatnslón undir jökli, t.d. Grímsvötn. Rann- sóknir á jökulhlaupum koma m.a. Vegagerðinni og Almanna- vörnum að gagni, Hér er ekki aðeins um Grímsvötn að ræða, heldur einnig Kötlusvæðið. Enn vitum við næsta lítiö um það svæði. Ætlunin er að fara með mælitækin á Mýrdalsjökul og kanna hvort vatnslón sé nú í Kötlukvos. En Kötluhlaup eru svo snögg og vatnsmikil að úti- lokað er að eldgosin geti brætt ís jafnhratt. Þess vegna hlýtur að opnast ión í Kötlugosi. Spurningin er því hvort stöðugt lón er undir eða hvort vatn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.