Morgunblaðið - 25.07.1976, Side 16

Morgunblaðið - 25.07.1976, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JULI 1976 Batnandi efnahagsh Mbl. leitar álits hagfræðinga á ástandi og horf- um í íslenzku efnahagslífi EFTIR langvarandi erfiðleikatímabil í ís- lenzkum efnahagsmálum eru loks tekin að sjást nokkur merki þess að úr kunni að vera að rætast. Viðskiptakjör fara batn- andi og með þeim líkur á batnandi við- skiptastöðu við umheiminn, verðbólgan er heldur í rénun, enda þótt hún sé enn skaðlega mikil og fleiri batamerki eru sjáanleg þeim sem gleggst fylgjast með þessum málum. Hluta þessarar þróunar má rekja til aukinnar eftirspurnar og batnandi afkomu í helztu viðskiptalöndum íslendinga en aðgerðir innan lands hafa hér einnig haft sín áhrif. Mbl. sneri sér til nokkurra þekktra hagfræðinga og bar fyrir þá eftírfarandi spurningu: „Hvert er þitt mat á ástandi og horfum í íslenzku efnahagslífi í dag með tilliti til erfiðleika undanfarinna ára?" I svörum sérfræðinganna kemur fram að þeir eru í aðalatriðum sammála um að ef undan er skilin sú óvissa sem ríkir um framtíð nokkurra helztu fiskstofna við landið sé tiltölulega bjart framundan í efnahagslegu tilliti. Þeim ber einnig saman um að varast beri að líta á batnandi horfur sem skjótfenginn gróða og ráð- leggja ýtrustu varúð í stjórn efnahagsmála á næstunni. Brýnustu viðfangsefnin fram- undan eru að þeirra mati að jafna við- skiptahallann við útlönd og létta erlenda skattbyrði, ná stjórn á verðbólgunni og koma á skynsamlegri fiskveiðistefnu. Svörin fara hér á eftir. Arni Árnason. rekstrar- hagfræðingur hiá Verzlunarráði Islands: Vandinn oft stærri hérlendis en nauðsyn krefur Af framvindu efnahagsmála s.l. tvö ár má m.a. læra tvennt. I fyrsta lagi ætti flestum að vera ljóst, að auðlindir hafsins eru ekki ótæmandi heldur þurfa hóf- lega nýtingu, svo að eðlileg endur- nýjun fiskstofna eigi sér stað. I Arni Árnason öðru lagi hefur berlega sýnt sig, að hin viðtæku höft á flestum sviðum efnahagsmála gera efna- hagslífinu ókleift, að aðlagast sjálft breyttum aðstæðum. Aðlög- un, sem verður sjálfkrafa i efna- hagskerfi vestrænna landa og oft áður en skaðinn er skeður, þarf hérlendis ákvarðanir stjórnvalda, sem oft eru ekki reiðubúin til athafna fyrr en í óefni er komið. Vandinn verður því oft stærri en nauðsyn krefur. Ríkisstjórnin hefur frá upphafí stefnt að hægfara aðlögun að breyttum aðstæðum og haldið uppi hærri lifskjörum en efni stóðu til. Sú stefna var áhættusöm en er nú farin að sýna nokkurn árangur vegna batnandi við- skiptakjara. Þjóðarbúið þarf því enn nokkur ár til þess að ná sér að fullu og greiða fyrir skuldasöfnun siðustu ára. 1 ljósi reynslu síðustu ára eru brýnustu verkefnin á sviði efna- hagsmála sennilega þessi: • Hófleg nýting fiskmiðanna með beitingu auðlandaskatts, sem ákvarðast sem uppboðsverð leyfi- legs hámarksafla hverrar tegund- ar. Afnám tolla og samsvarandi gengisbreyting gera greiðsluna mögulega fyrir útgerðina. 0 Frjáls verðmyndun og við- skipti með erlendan gjaldeyri. 0 Samræmd Iánakjör fyrir at- vinnuvegina ásamt frjálsri verð- myndun fjármagns. 0 Löggjöf um samkeppni, verð- myndun og samruna fyrirtækja, sem tryggý-, að markaðsverð- myndun ráði verði á vöru og þjón- ustu atvinnuveganna. 0 Einföldun skattalaga ásamt breytingum, þannig að óstöðugt verðlag valdi ekki ofsköttun. Jafnframt þárf að eyða mismun- un í skattalagningu milli mismun- andi rekstrarforma og atvinnu- vega. 0 Stefria þarf að stöðugu verð- lagi, jafna viðskiptin við útlönd og grynnka verulega á erlendum skuldum. Þótt hér hafi veriö nefnd sex brýn verkefni, sem reynsla und- anfarinna ára hefur kennt okkur, að eru nauðsynleg, er samt ósennilegt að nokkur þeirra kom- ist í höfn á næstunni. Sennilegast er, að batnandi við- skiptakjör og lækkandi viðskipta- halli leiði til kjarasamninga á næsta ári, sem viðhalda verulegri verðbólgu og veikri stöðu utanrik- isviðskipta, sem nái ekki að verða það hagstæð, að úr þeim sjóði megi verulega grynna á erlendum skuldum. Einnig hefur það sýnt sig, að föðurleg umhyggja stjórnvalda fyrir atvinnulífinu og almenningi er stjórnvöldum svo í blóð borin, að þau virðast ekki treysta sam- löndum sínum til þess að kunna fótum sínum forráð í frjálsu markaðshagkerfi á sama hátt og Bjarni Bragi Jónsson nágrannar okkar í vesturlöndum gera. Höftin verða sennilega stjórn- völdum nærtækari um sinn en frelsið. Þar til stefnubreyting ger- ist verður atvinnulífið og almenn- ingur einungis að vera án þeirra framfara og hagsældar, sem af frelsinu leiðir. Bjarni Bragi Jónsson, forstöðumaður áætlanadeildar Framkvæmdastofnunar: Fullur efnahags- bati hlýtur að koma hægum skrefum Efnahagsáföllin í þjóðarbúskap íslendinga frá árinu 1974 hafa ekki verið eins stórfelld og alvar- leg að magni framleiðslusam- dráttar og framkvæmdaniður- skurðar sem hin langdregna og djúptæka áfallakreppa frá 1967 og fram á árið 1969, svo að nær- tækast dæmi sé tekið af stóráföll- um. Afurðaverðtjónið út af fyrir sig hefur þó verið með hinu mesta, sem sögur fara af á síðari áratugum. Áhrifin til magnsam- dráttar af völdum þessara áfalla eru þó furðu lítil, hvort sem litið er til framleiðslu eða fram- kvæmda, atvinnuástandið nánast það sem kalla má fulla atvinnu á viðtekinn alþjóðlegan mæli- kvarða, og skerðing lífskjara lítt tilfinnanleg. Skýringanna á vægari og dreifðari áhrifum áfallanna núna á ofangreindan mælikvarða mun einkum að leita til þess, hve bein og afdráttarlaus áhrif hrun heilla framleiðslugreina, svo sem sild- veiða og síldariðnaðarins i fyrra tilvikinu, hefur á atvinnu og lifs- kjör almennings, í samanburði við mildari og jafnarí áhrif verð- áfalla fyrir milligöngu hins al- menna gengis-, verðlags- og fjár- málakerfis. En fleira kemur til. Þannig hófust áföllin 1974 svo til samtímis einni mestu kaup- sprengingu, sem sögur fara af, og getur varla ógæfulegri sam- tímun efnahagsatburða, svo að samtímis varð að glíma við ytri áföll og innri félagslega ólgu og Gfsli Blöndal verðbólgu um dæmi fram. Af þessum sökum hefur ekki reynst unnt að koma fram nema tak- markaðri aðlögun að ytri aðstæð- um og stig af stigi, enda jafnharð- an rönd við reist af hálfu hags- munasamtaka og hvers konar fjárbeiðenda. Við þetta má bæta, að æ fleira og stærri hópar tekju- og lífeyrisþega búa við fastar og öruggar tekjur, á hverju sem gengur í atvinnulífinu, og sömu- leiðis hneigist fjármála- og lána- kerfi stöðugt í átt til sjálfvirkni. Allt efnahagskerfið sver sig þann- ig í ætt við sjálfgengisvél, sem er treg og óþjál að sveigja af leið, hvað þá að setja í bakkgír til aðlögunar óhagstæðari tíma- bundnum skilyrðum. Hér er að sjálfsögðu um háska- legan ósveigjanleika að ræða, studdan beinu andófi félagslegra hagsmunasamtaka. Af þessum sökum má telja, að aðlögunin sé í reynd um 1—2 árum á'eftir nauð- synlegri timasetningu. Tíma- skekkja þessi kemur fram i hvers konar misvægisvanda I hinum ýmsu greinum þjóðarbúskaparins og er dregin saman í heildarmynd viðskiptahallans gagnvart útlönd- um, sem væntanlega mun ná 57 milljörðum króna yfir þrjú ár, 1974—76. Þessi geigvænlegi halli kemur fram í nokkurn veginn samsvarandi aukningu skuldsetn- ingar þjóðarinnar út á við, jafn- framt því að gjaldeyrisstaðan hef- ur snarast á neikvæða hlið og nærri lætur, að fimmta hver króna gjaldeyristekna fari í lána- greiðslur. Enda þótt verulegar fúlgur af hallanum hafi gengið til skipakaupa og stórframkvæmda, veitir náttúrugrundvöllur og markaður ekki þá svörun, sem nauðsynleg er til arðsemi og end- urheimtú fjármagns, heldur verð-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.