Morgunblaðið - 25.07.1976, Síða 23

Morgunblaðið - 25.07.1976, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JULÍ 1976 27 • • Markús Orn Antonsson, borgarfulltrúi: Það vakti óneitanlega furðu mina, er Skáksam- band islands birti fyrir skömmu yfirlýsingu þess efn- is, að hætt hefði verið við þátttöku íslendinga í Ólym- piuskákmóti, sem fram á að fara i haust i Haifa i ísrael, sbr frétt í Mbl. 22 júli. Ekki skal amazt við því að forráðamenn félaga og sam- banda af þessu tagi vilji gæta hófsemi í fjárútlátum og ákveði að fara hvergi, ef um mjög kostnaðarsöm ferðalög er að ræða En hingað til hafa Skáksamband, íþrótta- samband og önnur þau fé- lagasamtök, sem öflugust samskipti eiga við hliðstæðar hreyfingar erlendis, lagt höf- uðáherzlu á að „vera með" i alþjóðlegum mótum og hlot- ið fjárhagsaðstoð hins opin- bera og einkaaðila einmitt til þess að svo gæti orðið í þvi efni hefur einna sterkust áherzla verið lögð á þá keppni, sem kennd er við Ólympíuleika, samanber það Ólympiuskákmót, sem fram fer á tveggja ára fresti. Vera kann, að fjárhagur Skáksambandsins sé svo miklu lakari nú en áður, að þátttaka i þessu móti sé úti- lokuð af þeim sökum. Þá væri það útrætt mál að sinni. En stjórn sambandsins til- greinir reyndar fleiri ástæð- ur fyrir ákvörðun sinni. ástæður, sem hreinlega eru pólitisks eðlis og varpa skýru Ijósi á þá pólitísku ábyrgð, sem forráðamenn Skáksam- bandsins mega ekki skjóta sér undan í alþjóðasamvinnu skákmanna eins og hún er i pottinn búin. Af ummælum stjórnar sambandsins verður ekki annað séð en að hún ætli að láta afstöðu Sovét- manna og Araba til mót- haldsins i ísrael ráða ákvörð- unum sínum að þessu leyti. Á það er bent, að Sovétmenn Markús Örn Antonsson. ætli að sniðganga mótið og að Arabar haldi annað Ólym- píumót í Líbíu. í.og með af þessum sökum telja islenzkir skákmenn sér ekki fært að sækja mótið í Haifa Markmið Sovétmanna og Araba er af pólitískum ástæð- um það, áð skákmenn um heim allan taki sömu afstöðu og hinir islenzku, að fara ekki til ísraels. Það hefur ekki tek- izt að knésetja ísraelsmenn með vopnavaldi og þvi vilja helztu fjandmenn þeirra nú reyna aðrar leiðir, sálfræði- hernaðinn, sem miðar að þvi að einangra ísraelsmenn á alþjóðlegum vettvangi — að fæla íbúa annarra landa frá því að eiga við þá eðlileg og vinsamleg samskipti. Ein röksemdin, sem ein- kennir áróðurinn gegn ísrael er að hættuástand ríki við landamæri þess. „Hættu- ástandið" hefur verið til stað- ar i meir en aldarfjórðung. Engu að síður hafa ísraels- menn verið fullkomlega gjaldgengir sem gestgjaf- ar fyrir margháttuð alþjóð- leg mót, og fundi á miklu meiri „hættustund- um" heldur en sýnilegt er að nú ríki í ísrael. ís- lenzkir bridgemenn héldu ótrauðir á alþjóðlegt mót þar í-landi 1974, þegar talsverð óvissa og spenna lá i loftinu eftir Yom Kippur-striðið Fleiri hópa af íslandi mætti og nefna af þessu tilefni Ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs er sem fyrr ótryggt og verður vart spáð í, hvað gerast muni á því heimssvæði á næstu mánuðum. Óvissan virðist þó mest í samskiptum Arabaríkj- anna innbyrðis eins og ástandið í Líbanon bendir til. Mjög hefur líka kastazt i kekki með Libíu og Egypta- landi síðustu daga. Hverjir af vinum Araba ætli munu láta það „hættuástand" aftra sér frá þátttöku i „Ólympíuskák- móti" i Líbíu? Ég get tekið undir það með forráðamönnum Skáksam- bands íslands og harma ber þau pólitisku átök, sem eiga sér stað um Ólympíuskákmót og Ólympíuleika. Reyndar er ég þeirrar skoðunar, að for- sendur fyrir þessu leikahaldi séu brostnar i bili En lita verður á hlutina í réttu sam- hengi. íslendingar ákváðu að fara til Montreal — því þá ekki líka til Haifa? Átökin um Ólympíuleikana eru ekki sett á svið til að fá útrás fyrir einhvern stundar- óróleika. Þau eru vandlega ihuguð af þeim, er fyrir þeim standa, eiga að hafa alþjóð- leg áhrif og þjóna ákveðnum pólitískum tilgangi sam- kvæmt langtíma áætlunum. Hvort sem forystumönnum islenzkrar íþróttahreyfingar likar betur eða verr eru þeir orðnir þátttakendur í mjög háskalegri pólitískri þráskák á alþjóðavísu Þeir verða að vera sér meðvitandi um af- leiðingar ákvarðana sinna og samstarfsmanna sinna i öðr- um löndum. Þessar ákvarð- anir geta gefið tilefni til alvar- legrar opinberrar umræðu heima fyrir, ef þær virðast brjóta i bága við þau sjónar- mið, sem einkennt hafa af- stöðu íslendinga til alþjóð- legra vandamála Hvers vegna að sniðganga Olympíuskákmótið í Israel? taginu hjá ambögumeisturunum. Látum það vera. En að imynda sér að Morgunblaðið kæmi út daginn, sem Island yrði hernumið af Rússum! Nei, leiðarinn yrði í Þjóðviljanum, en þó ekki endi- lega skrifaður af núverandi rit- stjórum þess málgangs. Þar yrði sagt eins og i Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi — að nauðsynlegt hefði verið ,,að frelsa“ Island! Biedermann I lok síðasta Reykjavíkurbréfs var skirskotað til Biedermanns og brennuvarganna. Það er leikrit eftir Max Ffisch, eitt helzta leik- ritaskáld, sem nú er uppi. Leikrit- ið er e.k. dæmisaga, og þó að skemmtilegar i skáldskap, er vert að draga ályktanir af því, sem Biedermann og brennuvargarnir boða. Leikritið er hörð gagnrýni á lýð- ræðið og borgaralegt þjóðfélag, sem lætur viðstöðulaust undan of- beldis- og öfgaöflum, brennuvörg- unum, sem hreiðra um sig í þjóð- félaginu, gera kröfur á hendur þess, dulbúast sakleysinu, en eru svo staðnir að verki, þegar þeir eru að undirbúa brennuna. Þeir hafa i hótunum. Flestir kikna, óttinn grípur um sig, terr- or. Jafnvel Biedermann gefst upp, þ.e. jafnvel hinn harðasti í röðum lýðræðissinna þolir ekki ásókn brennuvarganna, stenzt ekki terrorinn og endar með þvi að afhenda ofbeldismönnunum eldspýturnar. Kommúnistar brosa svo að gungunum — bak við tjöld- in. Dæmisaga, flytur okkur mik- inn boðskap á válegum timum. Leikrit Max Frisch var flutt i út- O'arpi fyrir skemmstu og áreiðan- lega voru þeir margir, sem tóku að íhuga efni þess og boðskap. Til þess er lika full ástæða. Brennu- vargar hafa búið um sig i þjóðfé- lagi okkar, í öllum vestrænum þjóðfélögum. Alls staðar þar sem lýðræði rikir. Þeir hóta að brenna þjóðfélagið. Brennuvargarnir leitast eink- um og sér i lagi við að búa um sig i fjölmiðlum. Leikhús eru t.a.m. mjög eftirsóknarverð hreiður; grafík-,,listamenn“ liggja flatir fyrir sínum herra; opinberir fjöl- miðlar, útvarp og sjónvarp, bandalög listamanna og þá ekki síst samtök leikfélaga eru notuð; o.s.frv. Við höfum verið of lin. Farið óvarlega með eld. Varið lýðræði okkar af þrekleysi. Keypt okkur frið eins og Biedermann. Menn sem jafnvel upphefja rógsherferð á hendur Solzhenitsyn, eru óhræddir við minni spámenn. Lýðræðissinnar verða því að þjappa sér saman; verða að efla samtök sin til að verja borgara- legt lýðræði og það velferðarþjóð- félag, sem við höfum kosið okkur. Opinberir fjölmiðlar eins og út- varp og sjónvarp eru sérstaklega eftirsótt af brennuvörgum og þar eru alltaf einhverjir bidermann- ar, sem afhenda vörgunum eid- spýturnar. Við þurfum á að halda kjarkmönnum, fleira fóiki, sem þorir að takast á við kommúóista og er reiðubúið að fórna ein- hverju fyrir þjóðfélag okkar. Kaupir sér ekki frið, jafnvel þó aö það bitni á listrænum verkum þess. Fyrir skemmstu var ágætur þáttur i ríkisútvarpinu um George Orwell og einkum fjallað um rit hans „Félaga Napóleon", sem hann skrifaði um rússnesku byltinguna og sovétskipulagið, og „1984“, sem einnig er lýsing á kommúnistísku alræðisþjóð- félagi. En það er ekki að sökum að spyrja, málgagn Alþýðubanda- lagsins hefur þegar ráðizt á stjórnanda þessa þáttar; ekki vegna þess að hann hafi ekki stjórnað þættinum vel eða mál- flutningur hans og kynning væru Orwell ekki samboðin, heldur af pólitískum ruddaskap, auðvitað. Málgagnið þekkir engin önnur lögmál en þau, sem kommúnism- inn hefur sett. Hannes Gissurarson, stjórnandi þáttarins um George Orwell, kennari og ungur háskólaborgari, hefur sýnt djörfung og kunnáttu. Hann sagði réttilega að George Orwell hefði verið sósialisti. En ef málgagn Alþýðubandalagsins teldi sig sósíalistiskt, hvers vegna i ósköpunum væri það þá heilög skylda þess að ráðast á stjórnand- ann? Það er auðvitað vegna þess, að málgagn Alþýðubandalagsins er ekki sósialistiskt, heldur kommúnistiskt. Það á svo sterkar rætur i Moskvu að venjulegur sós- íalismi dugar þvi ekki; t.a.m. sós- íalismi Orwells, sem krafðist lýð- ræðis og frelsis allra þegnanna — og var húmanisti. Árásirnar á Solzhenitsyn hafa lika verið með þeim hætti, að Rússar þurfa ekki lengur að senda út „fréttabréf" sin á ís- landi. Það eru aðrir, sem vinna fyrir þá verkin. Við skulum taka eftir því og vekja á því athygli. Steinn talaði um hina bergmáls- lausu múra Kremlar. Samt berg- mála þeir hér uppi á íslandi. Fyrst við minntumst á opinbera fjölmiðla hér áðan, er ekki úr vegi að geta þess, að oft og einatt eru fréttamenn gagnrýndir fyrir óvandað málfar sitt og að sjálf- sögðu má sitthvað að því finna. En hvernig væri að málvöndunar- maður útvarpsins hlustaði á ýmsa þætti, bæði i útvarpi og sjónvarpi, og gagnrýndi þá, ekki síður en blöðin? Hrognamálið í sumum þessum þáttum er nánast tilræði við islenzka tungu. Fyrir nokkrum dögum var dag- skrá um norskt ljóðskáld, Rudolf Nielsen. Verk hans voru kynnt og fluftir hjálpræðisherssöngvar, sem nú um stundir eru mjög tiðk aðir og ganga undir nafninu „baráttusöngvar". Höfundi þátt- arins var svo mikið i mun að koma kommúnismanum á framfæri við hlustendur, að hann gleymdi að mestu móðurmálinu.Ambögurnar voru svo yfirgengilegar að undr- un sætti. Hann sagði að skáldið hefði verið „tuttugu og eins ára gamalt“ og einhver hefði búið „í skuggahliðinni", svo að dæmi séu tekin af handahófi og eftir minni. Þeir ættu a.m.k. að reyna að matreiða áróður sinn á þann hátt, að hann komi vel fyrir og særi ekki málsmekk venjulegs hlustanda. Það gerir minna til, þó að baráttusöngvarnir séu í lakara lagi. Það heyrir hvort eð er eng- inn textana, enda fer oft bezt á þvi. Þó að við höfum heyrt margt skrýtið úr herbúðum marxista, kátlegt og sumt skemmtilegt, er þvi ekki að leyna, að enn sem komið er hefur engum þeirra fé- laga tekizt betur upp i fáránleg- um skripaleik sinum en Marx- bræðrum i Hollywood. Svarthöfði og plötusnúðurinn Svarthöfði dagblaðsins Vísis (munvera Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur) segir réttilega fyrir skömmu — og er ástæða til að klykkja út með því: „Mikill óróleiki hefur gripið um sig í Þjóðviljanum vegna vikulegs þáttar Hannesar Gissurarsonar í hljóðvarpi, þar sem Solzhenitsyn og George Orwell hafa verið til umræðu. Plötusnúður Þjóðvilj- ans, Árni Bergmann, hóf fyr'stur máls á þeirri hneisu að leyfa um- ræður um Solzhenitsyn á jafn lágu plani, þar sem Hannesi og viðmælanda hans væri heimilað að auglýsa fáfræði sína frammi fyrir alþjóð. Maður nokkur vakn- aði upp við vondan draum í Vaglaskógi og skrifaði Þjóðviljan- um bréf, þar sem hann vitti þessa umræðu og var sú grein öll mjög upplýsandi um ástand manna i tjöldum norður þar. Og i Þjóðvilj- anum í gær (sl. þriðjudag) eru tvær greinar helgaðar viðfangs- efninu. Hannes Gissurarson hef- ur haft erindi sem erfiði. En i skrifum Þjóðviljans kemur greinilega fram, að ekki var seinna vænna að breyta til um umræðuefni i hljóðvarpinu, þótt enn muni taka nokkurn tima að koma kommúnistum í skilning um, að þeir eiga ekki rikisútvarp- ið. Eins og alkunnugt er, þá hafa þeir um árabil eignað sér þessa stofnun öðrum fremur, og þeim þykir eðlilega hart að þar skuli heyrast raddir, sem ekki eru þeim að skapi. Starfsfólk, a.m.k. við hljóðvarp, er að miklum meiri- hluta yzt til vinstri, og þeir sem eiga að ráða dagskrárefni í um- boði útvarpsráðs, biðjast undan heiftúðlegum persónulegum árás- um og svívirðingum með þvi að láta undan hverjum komma, sem þangað vill troðast með dagskrár- efni um vondslegan heim á vest- urlöndum. Jafnvel almennri um- ræðu um áróður tekst að snúa upp á vonda kapitalista og „nasisma", svo þátturinn falli að þvi mynstri, sem ,,húsráðendur“ i hljóðvarp- inu geta fellt sig við. Það er þvi engin furða þótt Hannes Gissurar- son sé nefndur öllum illum nöfn- um í Þjóóviljanum, m.a. af frétta- stjóra blaðsins, sem fréttastjóri sjónvarps hvatti mjög til að koma að sjónvarpinu á sinum tima.“ Svo mælti Svarthöfði. (En rétt er að minna á að fréttastjóri Sján- varps hefur mælt þvi hart í móti i blaðagrein i Mbi. að hafa lagt að fréttastjóra Þjóðviijans að sækja um starf hjá Sjónvarpinu). œSSSf SaSSíH St-ÍÍBf TS ta-i. •> -lísr^s^ ViK jenilsin m' . planl bar srn, u 1 ’ P "" "“""csi ok ijft. * ** Iflað aft •”'l'f.^.lRÍKISIÍTVAM tíissurar hnAi rí®“ aaK*krirr(rt (Mm aft Iryacia lur_ "»ði ulvarpsráft. kuu... m' ''■•'uluAul... k_-’KKJa srr ri ífj dæmisögur séu .ekki alltaf kennaraembætti, kennslubækur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.