Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JULI 1976 ÞEGAR ÞEIR RJÖRGUDU GÍSLUNUM... Air France-vétin. sem rænt var. ; Úgandfekir hermenn *kjóta á ísraelska hermenn Israelskir hermenn skjóta ^ 'niður hryðjuverkamenn og úgandfska hermenn. Il ísraelskir hermenn vfsa gfslunum veginn'P wCk ■8 C-130 flutningavélunum, , sem bfða reiðubúnar til flugtaks. STOÐARFLUOVÉLA. 3oeing 707 vélin. sem sá um i að koma boðum á milli | björgunarsveitanna. ÞANNIG FORU ÞEIR AÐ ÞVÍ . . . Úgandfskur flugumferðarstjóri drepur fyrirliða fsraelsku björgunar sveitinna. ísraelsmennirnir ráðast inn f gömlu flugstöðvarbyggmguna og ráða niðurlögum hryðjuverkamanna. - Gfslarnir leita skjóls fyrir skothrfðinni. ísraelsmenn sprengja MIG-þotur Ugandamanna f loft upp. S U D A N Sveit ísraelsmanna leggur af stað til árásar á nýju flugstoðina DVÖLIN Á ENTEBBE MEÐAN öllu þessu fór fram syrti í álinn fyrir Gyðingunum á Ent- ebbe-flugvelli. Þriðjudaginn 29. júlí tóku flugræningjarnir að flokka Gyðinga frá öðrum gíslum. Böse hafði umsjón með flokkun- inni. Fólkinu var sagt, að of marg- ir væru í salnum, og því væri ætlunin að skipta gíslunum í tvo hópa. Hann lagði áherzlu á að skiptingin væri af handahófi, en um leið og nokkur nöfn höfðu verið lesin upp, var Ijóst hvað var á seyði: Annars vegar voru Gyðingar, en „hreini kynþátturinn" hins vegar. Sarah Davidson, sem þarna var ásamt manni sinum og sonum 12 og 14 ára, segir svo frá „Allan tímann skálmaði þessi þýzka hryðjuverkakona um salinn með byssuna og svipurinn bar vott um kvalalosta, sem minnti okkur ekki á neitt annað en nazistana forð- um.‘‘ Gyðingunum var vísað á ákveðið herbergi við hliðina á að- alsalnum, og Sarah segir, að ljós- hærði hryðjuverkamaðurinn á Entebbe hafi rekið Gyðingana þar inn á sama hátt og SS-mennirnir ginntu fólk inn í gasklefana á þeim forsendum, að það ætti að fá að fara í bað. Hún segist á þessarí stundufiafa spurt sjálfa sig þeirr- ar spurningar, sem svo margir hafa spurt: Hvers vegna gerðu Gyðingar í útrýmingarbúðunum ekki uppreisn? „Nú varð mér 1 jóstsegir Sarah „að á sama hátt og við trúðu þeir því aldrei, að ætlunin væri að drepa þá, heldur voru þeir sannfærðir um, að þeir yrðu látnir lausir. Ef ekki i dag þí á morgun.“ Nokkrir gíslanna spurði Böse, hvort hann, Þjóð- verjinn, hefði ekki samvizkubit af því að fara svona með Gyðinga. Hann hélt því þá fram, að endir þessa máls yrði annar en Gyðinga- ofsóknanna, auk þess sem mál- staðurinn væri annars eðlis. Ara- bískur hryðjuverkamaður bland- aði sér í þetta samtal og sagði að það væri ekki Böse að kenna að Hitler hefði útrýmt sex milljón- um Gyðinga. Lexer lögfræðingurinn, sem fyrr er nefndur, kveðst hafa rætt lengi við Biise um stjórnmál og byltingaraðgerðir hans í V- Þýzkalandi. Böse sagðist m.a. hafa tekið þátt í sprengjutilræði í stórverzlun í V-Berlin fyrir nokkru. Hann talaði af mikilli að- dáun um Ulrike Meinhof, sem framdi sjálfsmorð í fangelsi í maí- mánuði s.l., og var mikið I mun að telja Lexcr trú um að fangelsisyf- irvöld hefðu komið henni fyrir kattarnef. Böse kvaðst búast við því, að láta annaðhvort lífið vegna flugránsins eða lenda öðrum kosti i fangelsi. Lexer spurði hann þá í hálfkæringi hvort hann ætti ekki að taka að sér að verja Böse fyrir rétti, þar sem hann hefði reynslu á því sviði. Hér átti Lexer við málaferlin vegna Kozo Okamoto, liðsmanns í japanska Rauða hern- um, sem þátt tók i fjöldamorðun- um á Lod-flugvelli árið 1972. Oka- moto var einmitt einn þeirra fanga, sem flugræningjarnir á Entebbe kröfðust i skiptum fyrir gísla sína. Laugardaginn 3. júlí geisaði heiftarleg magaveiki meðal gísl- anna á flugvellinum. Sex salerni voru á staðnum, en þar sem flug- stöðvarbyggingin hefur staðið ónotuð alllengi, var vatnsrennsli ekkert, og hreinlætisaðstaðan því fyrir neðan allar hellur. Þegar ástandið var orðið nánast óþol- andi birtust tveir úgandískir læknar með meðul og róandi lyf, og rénaði sóttin við það. Sama kvöld kom Idi Amin af fundi Einingarsamtaka Afríku- ríkja, sem haldinn var á Máritius. Hann kom á flugvöllinn, — að þessu sinni með kúrekahatt mikinn á höfði. Amin ávarpaði gíslana og kvaðst sannfærður um að lausnarstundin væri skammt undan. Hann hafði skamma við- dvöl á flugvellinum að þessu sinni en tókst að stappa stálinu í gísl- ana. Flugræningjunum hafði nú fjölgað og voru þeir nú orðnir 7 eða 8. Gislarnir höfðu nú kynnzt allvel og voru orðnir eins og stór fjölskylda. Pasco Cohen gerði sitt til að lífga upp á selskapinn og varð tíðrætt um hve lánssamir samferðamennirnir væru að hafa hann með f hópnum hann væri sérfræðingur í þvi að sleppa úr lífsháska. Hann taldi á fingrum sé.r: Gyðingaofsóknir nazista, all- ar ísraelsstyrjaldirnar — ein, tvær, þrjár og fjórar. „Þið sjáið, að ég er búinn að komast í hann krappan,“ sagði Cohen glaðlega, og tókst yfirleitt að hressa upp á mannskapinn. BJÖRGUNIN Eyrir hádegi laugardaginn 3. júlí kallaði Yitzhak Rabin nefnd- ina, sem hafði yfirumsjón með björgunaráætluninni, saman til fundar, þar sem samþykkt var að láta til skarar skríða og var það formlega lagt til við rikisstjórn- ina. Klukkan 2 eftir hádegi var ríkisstjórnarfundur, þar sem 19 ráðherrar voru samankomnir. Flestir þeirra höfðu ekki heyrt minnzt á undirbúningsaðgerðir hersins, og létu i ljós áhyggjur um að mannfall yrði mikið. Rabin beitti sér til hins ýtrasta, — „jafn- vel þótt við missum 10, 20 eða 25 manns . . .“ Klukkan hálf fjögur var atkvæðagreiðsla. Ríkisstjórn- in samþykkti einróma að björgun- arleiðangurinn freistaði þess að frelsa gíslana, og lauk fundinum síðan með bæn. Gur hershöfðingi hraðaði sér af fundinum. Hersveit hans var ekk- ert að vanbúnaði. Sveitin var skipuð völdum mönnum — þeim færustu, sem Israelsher hefur á að skipa. Þeir höfðu sett árásina á svið ótal sinnum, og loks hafði þeim tekizt hið ómögulega — að ljúka „aðgerðinni" á jörðu niðri á 55 mínútum. Gur gaf mönnum sinum grænt ljós, og klukkan 3 eftir hádegi 3. júlí lögðu árásar- sveitir Netanyahus upp frá her- stöð í námunda við Sharm el Sheikh í Sinaí-eyðimörkinni. Israelsmenn hafa ekki skýrt frá því hversu margarflugvélar tóku þátt í leiðangrinum, en svo virðist sem þar hafi verið um að ræða þrjár Boeing 707 þotur og fjórar stórar Herkúles-flutningsvélar af gerðinni C-103. 1 Nairobi í Kenya lentu nokkrar þessarra véla og biðu þar i viðbragðsstöðu meðan á aðgerðinni stóð. Tvær Herkúles- vélar og Boeing-þota héldu ferð- inni áfram, og lækkuðu flugið í áttina að Entebbe. Brátt var fyrri Herkúles-vélin yfir flugvellinum, og tilkynnti flugmaðurinn að þar færi vél frá Air France með fanga innanborðs sem flugræningjarnir hefðu krafizt í skiptum fyrir gisl- ana. Flugmaður hinnar Herkúles- vélarinnar kvaðst vera frá East Afrícan Airlines, en flugvél frá því flugfélagi var væntanleg til Entebbe á hverri stundu. í báðum tilvikum fékkst leyfi til lending- ar. Klukkan var 11 að kvöldi þegar vélarnar allt að því sleiktu flöt Víktoríuvatnsins, og Ientu síðan á Entebbe-flugveili heilu og höldnu. Yfir þeim sveimaði Boeing-þotan, sem hafði það hlut- verk að sjá um fjarskipti meðan á björgunaraðgerðum stæði. Allt varð björgunarsveitunum til happs. Fallhlerar Herkúlesvél- anna byrjuðu að síga áður en vél- arnarhöfðu numið staðar og jepp- ar og litlir flutningabílar skutust út á flugbrautina og i áttina að gömlu flugstöðvarbyggingunni. Eins og örskot þustu bílarnir að byggingunni. Enginn reyndi að stöðva björgunarsveitirnar, af þeirri einföldu ástæðu að viðbún- Kona ein hrópaði í sífellu:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.