Morgunblaðið - 25.07.1976, Side 37

Morgunblaðið - 25.07.1976, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JULÍ 1976 37 aður var enginn. Flugher Amins er i rusli, og hann hefur ekki einu sinni á að skipa flugmönnum til að fljúga MIG-þotunum, sem hann hefur fengið hjá Russum. Hersveitir Amins á flugvellinum voru auk þess í lamasessi þetta kvöld vegna áfengisneyzlu og kvennafars. Þær voru nánast óvopnaðar, þar sem Amin óttaðist uppreisn í kjölfar fundar Eining- arsamtaka Afríkuríkja. Fundin- um lauk þennan sama dag, og hafði Amin talið ráðlegt að taka drápstólin af hermönnum sínum svo tryggt væri að ekki kæmi til neinna stríðsleikja. Árásarlið Israelsmanna skiptist í fimm sveitir. Dan Shomron var fyrirliði hinnar fyrstu, sem hafði það hlutverk að hertaka flugturn- inn. Tvær áttu að halda til gömlu flugstöðvarinnar, en hin fjórða skyldu sprengja MIG-flotann,'sem stóð á bak við gömlu flugstöðvar- bygginguna, í loft upp. Fimmta árásarsveitin hafði það hlutverk að ná nýju flugstöðvarbygging- unni á sitt vald og hafa gætur á Herkúles-vélunum. Björgunar- sveitin, seni átti að frelsa gisl- ana, var undir stjórn Yonatan Teanyahus, þritugs liðsforingja, sem get sér mikið frægðarorð í styrjöldinni árið 1973. Hann var talinn einn hæfasti hermaður ísraels. Dan Shomron stjórnaði áhlaup- inu á nýju flugstöðvarbygging- una. Hann lenti i átökum við úgandiskan hermann og særðist illa. Netanyahu var nú kominn að gömlu byggingunni með menn sína, sem þustu þeir fram. Þýzku hryðjaverkamennirnir sátu fyrir framan bygginguna á tali við Ugandamenn, en þegar þeir urðu Isralesmanna varir þutu þeir inn í húsið og hlóðu byssur sinar. At- burðarásin var svo hröð, að erfitt er að skýra frá henni í réttu sam- hengi, en Arika Lexer segir, að skyndilega hafi allt verið komið í bál og brand. Barueh Gross sá þegar Wilfred Böse lét lífið. Bar- uch og Ruth kona hans höfðu þrif- ið Shy litla og dregið hann með sér inn i hliðarherbergi, þar sem Ruth lagðist ofan á barnið, sann- færð um að nú væri stundin kom- in. Baruch leit út um gluggann og sá Böse standa og miða byssu sinni í áttina að húsinu. Böse var greinilega á báðum áttum, en næst þegar Barugh leit á hann var hann fallinn, en í daufri skímu sáust menn á hlaupum. Hrópað var á hebresku: „Tishkavu!" (Leggist niður). Svo varð - allt hljótt. Annar gíslanna, Ilan Hart- uv, segir að Böse hafi komið æð- andi inn í salinn þar sem gíslarnir voru og miðað byssu sinni á gisl- ana, sem lágu á gólfinu. Síðan hafi hann stirðnað upp, snúizt á hæli, þotið út um dywár og skotið blindandi út í náttmyrkrið. Hart- uv heldur að þessu stjórnlausu viðbrögð Böses megi rekja til samtals, sem hann varð vitni að kvöldið áður. Yitzhak David, sem slapp lifandi úr Buchenvald- búðunum í striðinu, sagði við Böse um leið og hann sýndu hon- um fangamarkið á handleggnum: „Ég hef verið að segja sonum mínum, að þin kynslóð sé allt öðru vísi en kynslóð Þjóðverj- anna, sem tók þátt í styrjöldinni. Hvernig á ég að útskýra það, sem þið eruð að gera núna?“ Gislunum var sagt að tygja sig til brottfárar um leið og hlé varð á skothríðinni í flugstöðvarbygg- ingunni. Skothríðog sprengingar heyrðust i fjarska, en tilgangur- inn var sá að villa um fyrir hermönnum Uganda-forseta. Á þessari stundu mun Nethanyahu hafa verið skotinn. Uganda- hermaður, sem sloppið hafði lif- andi í árásinni á flugturninn, hafði komizt upp á þakið, og skaut Nethanyahu þaðan í bakið. ísraelsmenn skutu einn flugræn- ingjann á flótta að MIG-skýlinu á« bak við flugstöðvarbygginguna. Gíslunum var skipt í þrjá hópa - • % Fjögur lík og sjö særðir koma út úr flugvélinni f ísrael og voru þeir selfluttir að Herkúl- es-vélunum. Sumir voru fluttir í bílum, aðrir fóru fótgangandi. Ar- ika Lexer hélt á tveimur börnum og þegar hann gekk út úr flug- stöðvarbyggingunni sá hann hvar Pasco Cohen lá í valnum. Að þessu sinni hafði hann ekki kom- izt lífs af. Hann var einn þeirra þriggja gísla, sem gerðu þá kór- villu að hlýðnast ekki boði björg- unarmannanna um að leggjast niður, og féllu í skotbardaganum. Lík þýzku hryðjuverkakonunnar lá nálægt líki Böses, og er talið að hún hafi heitið Gabriele Kröcher- Tiedermann. Hreyflar Herkules-vélanna voru enn i gangi og flutningur gislanna gekk að óskum. Nokkurs óróa gætti þó meðal þeirra, en ísraelskur hermaður kallaði I gjallarhorn: „Hafið engar áhyggj- ur. Við munum koma ykkur héð- an.“ Einn hermaðurinn sást hlaupa með fjögurra ára snáða á handleggnum og byssuna í hinni hendinni. Aðeins fimmtíu mínútum eftir lendingu Herkúles-vélanna var öllu lokið. Vélarnar voru reiðu- búnar að hefja sig til flugs á ný með gísla og lík innanborðs. „Þeir töldu farþegana tvisvar sinnum og lokuðu svo dyrunum," sagði Michel Bacos, flugstjóri Air France-þotunnar. Á leiðinni grétu sumir farþeganna, en aðrir báðu til guðs. Aðrir sátu þrumu lostnir og þögðu. Ruth Gross las upp úr barnabók fyrir Shy litla, til að beina athygli hans frá hinum særðu og líkunum. Kona nokkur hrópaði í sífellu: „Ness! Ness!“ (Kraftaverk — Kraftaverk). Enn var ekkert vitað um afdrif Dóru Bloch, sem flutt hafði verið í sjúkrahús í Kampala. Hún er nú talin af. Dóra Bloch var 73 ára gömul. Hún ætlaði til Parisar til að heimsækja bróður sinn og vitja grafar annars. Síðan var förinni heitið til New York, þar sem hún ætlaði að vera viðstödd brúðkaup sonar síns. Rétt áður en Air France-þotan lagði af stað frá Aþenu, benti hún syni sínum á tvo Araba, sem voru að fara um borð i þotuna: „Sjáðu þessar stóru töskur, sem þeir eru með. Mér lízt ekki á þetta." Dóra Bloch talaði fimm tungumál og hafði því orð fyrir gíslunum á Entebbe-flugvelli. Skömmu eftir komuna þangað stóð í henni mat- arbiti, og hún var flutt í sjúkra- hús. Þar var hún þegar gíslarnir voru frelsaðir. Fyrst i stað virtist ekki ástæða til að hafa áhyggjur af henni. Því að sama kvöld vitj- aði brezkur sendiráðsmaður hennar i sjúkrahúsinu. En þegar hann kom til að færa henni mat stundu siðar, varð ljóst að eitt- hvað óvenjulegt var á seyði. H«nn fékk ekki að aðgang að herberg- inu. Sú óhugnanlega saga komst á kreik, að nokkrir menn hefðu þust inn í sjúkrastofuna og dregið hana hljóðandi með sér út úr sjúkrahúsinu. Siðan hefur ekkert til hennar spurzt. Idi Amin segir bara: „Hvað er alltaf verið að tala um þessa konu. Spyrjið ísraels- menn.“ AMIN FÆR FRÉTTIRNAR Þrátt fyrir krókaleiðirnar, sem nauðsynlegar voru til að koma boðum til skæruliðanna, komst Israelsstjórn í beint samband við Idi Amin hálfum sólarhring eftir að gíslarnir komu til Uganda. Gamall vinur hans, Bar Lev for- ingi í her ísraels, ræddi oft við hann í sima á meðan gíslarnir voru i haldi. Idi Amin Dada og Bar Lev voru í þjálfun samtímis í brezku herlögreglunni fyrir mörgum árum. Með þeim tókst góð vinátta og héldu þeir kunn- ingsskap æ síðan. Þegar Idi Amin heimsótti Sýrland árið 1973 lét hann sér svo annt um Bar Lev, að hann krafðist þess að fá að hitta hóp ísraelskra stríðsfanga til að ganga úr skugga um, að Bar Lev væri ekki einn þeirra, en hann var þá fyrirliði skriðdrekaher- sveitar í Gólan-hæðum. Bar Lev er nú hættur hermennsku. Hann náði simasambandi við Idi Amin daginn eftir flugránið, og marg- reyndi að koma fyrir hann vitinu. „Meðal annars reyndi ég að höfða til þess, að hann yrði hetja ef hann frelsaði gíslana, segir Bar Lev. Það kom í hlut Bar Levs að færa Idi Amn fregnina um frelsun gils- anna tveimur stundum eftir að Israelsmenn voru á bak og burt. Nánustu samstarfsmenn forset- ans vissu um björgunina en þorðu ekki að segja honum „ótiðiridin". Amin brunaði þegar i stað út að flugvelli. Fer litlum sögum af þeirri ferð, að öðru leyti en þvi, að i reiði sinni fyrirskipaði hann taf- arlausa aföku þeirra fjögurra flugumferðarst jóra, sem eftir voru í flugvellinum. Sundurskot- in lík þeirra fundust skömmu síð- ar rétt við flugbrautina. HEIMKOMAN Israelsku flugvélarnar höfðu viðkomu i Nairobi, þar sem gert var að meiðslum hermanna og gílsa, sem særzt höfðu i átökunum á Entebbe, en átta stundum eftir brottförina frá Entebbe voru gísl- arnir komnir heim til ísraels. Vél- arnar höfðu stutta við komu í Sharm E1 Sheikh, en lentu síðan á Ben-Gurion flugvellinum í Tel Aviv. Fregnin hafði spurzt, og mannfjöldi. fagnaði sigur vegur- unum og gíslunum ákaflega. Þar á meðal var Yitzhak Rabin forsæt- isráðherra. Þegar gíslarnir birt- ust veifaði mannfjöldinn fánum, dansaði og söng af fögnuði, og nokkrir höfðu jafnvel haft með sér brjóstbirtu og buðu hverjum sem hafa vildi. Fagnaðarlátunum lauk þó ekki á flugvellinum. Þegar Uzi og Sarah Davidson komu heim til sín var íbúðin blómum skreytt og vin- ir þeirra og kunningjar voru þar saman komnir til að fagna þeim. „Auðvitað vissum við, að vinir okkar létu sér annt um okkur, en þegar við komum úr þessari ferð, varð okkur ljóst að það voru ekki bara þeir, heldur öll Israelsþjóð", sagði Sarah. En gleðin var ekki óblandin. Israel átti eftir að leggja hina föllnu til hinztu hvílu. Rabin og Peres voru viðstaddir þegar faðir Nathanyahus fór með Kaddish — hebreska bæn — við greftrun son- ar síns. Kista hans var þakin blómum og félagar hans grétu þegar hún seig niður í gröfina. Flestum ber saman um að sú tilfinning, sem ríkti meðal Israelsmanna eftir frægðarförina til Uganda, hafi fyrst og fremst verið stolt. Um tvö þúsund manns komu saman til að halda hátíðlegt 200 ára afmæli Bandaríkjanna. Þar föðmuðust menn og grétu af gleði. David nokkur Bromberg sagði við það tækifæri, að ísraels- menn hefðu gefið heiminum af- mælisgjöf þessum degi, og væri það ellefta boðorðið: „Þú skalt ekki beygja þig fyrir hryðju- verkaöflum." Daginn eftir björgunina sagði Rabin á Knesset — þingi Israels: „Við munum aldrei beita sömu aðferðum tvisvar, og við verðum alltaf reiðubúnir til að láta til skarar skriða, ef það reynist nauð- synlegt". Síðar lét hann svo um mælt: „Það er grundvallaratriði að berjast gegn hryðjuverka- mönnum þegar færi gefst. Við berjumst gegn þeim á Zíon- torginu í Jerúsalem og við berj- umst gegn þeim á Entebbe, — hvar sem er munum við berjast gegn þeim. Við gefumst ekki upp." OG HVAÐ SVO ...? Þegar frá leið kom í ljós, að björgunin á Entébbe-flugvelli hafði viðtækari afleiðingar en virzt gat i fyrstu. Einingarsamtök Afrikurikja kærðu árásina fyrir Öryggisráði Sameinuðu Þjóð- anna. Juma Oris Abdalla, utanrík- isráðherra Uganda, hélt langa ræðu þar sem hann úthúðaði Israelsmönnum fyrir „villimann- legan glæp“, um leið og hann krafðist þess, að Uganda fengi tjón það, sem varð í árásinni að fullu bætt. Þegar Chaim Herzog, sendi- herra Israels, reis úr sæti sínu og tók til máls, varð dauðaþögn i salnum, sem var þéttsetinn frétta- mönnum og sendimönnum að- ildarrikja S.þ. „Ég sit ekki hér sem hinn ákærði. Ég stend hér og ákæri hið viðurstyggilega, spillta, grimma og blóðþyrsta skrímsli al- þjóðlegrar hryðjuverkastarfsemi, og alla þá, sem stuðla að henni, hvort heldur sem er með því að taka þátt í villimennskunni eða láta hana afskiptalausa," sagði Herzog. „Israelsmenn eru stoitir af björguninni á Entebbe- flugvelli, — ekki aðeins vegha þess að þar tókst að bjarga lifi 104 gisla, heldur einnig og ekki síður af þvi, að nú hefur heimurinn fengið að sjá, að hægt er að bregð- ast við þessum ófögnuði á annan hátt en þann að gefast upp fyrir þeim, sem ógna og kúga“. Með þessum afdráttarlausa mál- flutningi markaði fulltrúi Israels þá stefnu sem mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, eiga eftir að fylgja á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Viku eftir árásina ósk- aði V-Þýzkaland eftir þvi, að al- þjóðlegar og samræmdar ráðstaf- anir hefðu forgang á næsta Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna. „Við krefjumst þess, að sam- komulag verði gert um samræmd- ar ráðstafanir gegn slikum öflum. Slíkar ráðstafanir eiga að miða að því, að hryðjuverkamenn verði annaðhvort lögsóttir i rikinu. þar sem þeir eru teknir höndunt. eða framseldir öðrum ríkjum þar sem hægt er að koma lögum yfir þá.“ Fulltrúi Bandarikjanna hjá Ör- -yggisráðinu tók i sama streng í umræðum um málið, og benti á það, að árásin á Entebbe hefði aldrei átt sér stað, hefðu hryðju- verkamennirnir ekki rænt flug- vélinni og neytt áhöfnina til að fljúga með gislana til Uganda. „Israelsménn sýndu dirfsku og hugkvæmni, sem ekki á sinn líka, í þessum merkasta björgunarleið- angri allra tima." sagði William Scranton. —A.R. „Kraftaverk! Kraftaverk!”

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.