Morgunblaðið - 25.07.1976, Side 39

Morgunblaðið - 25.07.1976, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JULÍ 1976 39 Helmut Schmidt: Æthim ekki að verð- launa kommúnista Hamborg — 24. júli AP. HELMUT Schmidt kanslari V- Þýzkalands ftrekaði f gærkvöldi fyrri ummæli sfn um að hann væri mótfallinn efnahagsstuðn- ingi við ítali fengju kommúnistar þar aðild að rfkisstjórn, en vfsaði um leið á bug ásökunum um að þessi afstaða væri fhlutun f inn- anríkismál Italfu. „Við höfum aðstoðað vinaþjóðir okkar i Evrópu og munum haida þvi áfram,“ sagði kanslarinn, „en Fyrrum leiðtogi OAU handtekinn Abidjan, 24. júli. Reuter. FYRRVERANDI framkvæmda- stjóri Einingarsamtaka Afrfku (OAU), Diallo Telli dómsmála- ráðherra Guineu, hefur verið handtekinn f sambandi við sam- særi um að ráða Sekou Touré forseta af dögum að sögn útvarps- ins f Conakry. Fimm aðrir embættismenn, þar á meðal fyrrverandi sendiherra Guineu í Alsír, Sekou Toulo, hafa verið handteknir eftir rann- sókn á samsærinu sem var afhjúp- að 13. maí að sögn útvarpsins. Telli var framkvæmdastjóri OAU til 1972 þegar hann var skip- aður vísindamálaráðherra. Hann var síðar skipaður dómsmálaráð- herra. Touré forseti tilkynnti í siðasta mánuði að 14 ára piltur hefði sýnt sér banatilræði í Conakry 13. maí en gaf fáar upplýsingar um sam- særið. Nöfn samsærismannanna hafa ekki verið birt. Telli var fyrsti fulltrúi Guineu hjá Sameinuðu þjóðunum eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði 1958. Hann varð framkvæmdastjóri OAU 1964, 14 mánuðum eftir stofnun samtakanna. enginn skyldi samt halda að við ætlum að fara að verðlauna kommúnista, sem vega að lýðræð- isflokkum, og eru ógnun við frjálst þjóðfélag." Nairobi — 24. júlí. — Reuter. FRÁ ÞVÍ var skýrt i Kenýa í dag, að Ugandamenn hafi lokað fyrir rafmagn til Kenya. Rafmagnið hefur komið frá orkuveri við Ow- en-fossa í Níl, og segja Kenya- menn þetta hefndarráðstöfun Ug- andamanna vegna þess að tekið hafi verið fyrir oliuflutninga til þeirra frá Mombasa. Ástæðan fyr- ir stöðvun olíuflutninganna sé hins vegar ekki af annarlegum ástæðum sprottin, eins og Ug- — Hvað kostar eggið Framhald af bls. 3 verði en Bush lagði til grund- vallar. Þá eiga tölurnar í skýrsl- unum ekki aðeins við um þær borgir, sem nefndar eru, heldur allt viðkomandi land, nema í Rússlandi. Þar er framboð á vörum mikið meira í Moskvu en annars staðar. Meðal vinnuvika er að lengd mikið til hin sama í öllum löndunum. Skattar, tryggingar, fjölskyldubætur og aðrir slíkir liðir voru teknit til greína. í viðtala við Der Spiegel segir kanslarinn, að V-Þjóðverjar og aðrar þjóðir geti haldið efnahags- aðstoð áfram að því tilskyldu að slík aðstoð stuðli að þvi að styrkja lýðræðislegt þjóðskipulag. „Við værum að ráðast gegn grundvall- arhagsmunum þjóðar okkar ef við styrktum eða verðlaunuðum kommúnistaflokka í nágranna- löndunum með fjárframlögum, þar sem þessi öfl hafa allt aðrar hugmyndir en við um frelsi og þjóðfélagslegt jafnrétti,“ sagði Helmut Schmidt. andamenn vilji vera láta, heldur vegna þess að óskað sé eftir fyrir- framgreiðslu fyrir^olíuna, þar sem olíuskuldir Uganda við Ken- ya nemi nú jafngildi 10 milljarða islenzkra króna. Olía er nú af skornum skammti i Úganda, og einkaaðilar geta ekki keypt elds- neyti. Hleranir auknar Washington, 23. júli. Reuter. FORD-stjórnin hefur aukið sima- hleranir á undanförnum tveimur árum án heimildar dómstóla að sögn formanns rannsóknarnefnd- ar fulltrúadeildarinnar, demó- kratans, John Moss, í dag. Hann sagði að 141 sími hefði verið hleraður án heimildar á ár- unum 1974 og 1975 og 58 á fyrstu mánuðum þessa árs. Síðasta árið sem Nixon forseti var í embætti voru 95 simar hler- aðir. 200 Súdanar fyrir rétt Khartoum, 24. júlí. Reuter. TVÖ HUNDRUÐ menn verða leiddir fyrir rétt í næstu viku ákærðir fyrir þátttöku í tilraun til að steypa Jaafar Nemery for- seta Súdans af stóli fyrr í mán- uðinum að sögn stjórnarmál- gagnsins A1 Sahafa í dag. Áður hefur verið tilkynnt að 700 menn hafi beðið bana í bylt- ingartilrauninni og Líbýustjórn hefur verið sökuð um að hafa staðið á bak við hana. Larsen efstur Bienne Sviss 24. júlí. Reuter. RAUL Castro frá Colombiu sigr- aði Tigran Petrosjan óvænt á millisvæðamótinu í Sviss í 9. um- ferð. Hafði Castro hafnað þremur jafnteflisboðum Petrosjans og Petrosjan yfirsézt að hann gat í 40. leik krafist jafnteflis þar sem sama staðan hafði komið þrisvar upp. Robert Byrne frá Bandaríkj- unum beið einnig sinn fyrsta ósig- ur í mótinu er hann tapaði fyrir ungverska stórmeistaranum Ist- van Csom. Bent Larsen sem hefur forystu í mótinu með 6V4 vinning og Smyslov, sem er með 6 vinn- inga og biðskák, eru þeir einu, sem ekki hafa tapað skák. 1 3. til 6. sæti eru þeir Hubner, Portisch, Petrosjan og Byrne með 5Ví vinn- ing hver. Csom er með 5 vinninga og biðskák, Tal með 5, og Mata- novic, Smeikal og Anderson með 4H vinning hver. — Ráðlagt að flýja... Framhald af bls. 1 Antonio Stasi, segir að flytja verði allt fólk af svæðinu um stundarsakir. Tveir framkvæmdastjórar verksmiðjunnar sem voru handteknir, ákærðir fyrir að valda slysinu með vanrækslu, hafa verið látnir lausir svo að þeir geti athugað útbúnað verksmiðjunnar. Stasi hefur afhent yfirvöldum 66.000 pund til björgunarstarfsins fyrir hönd verksmiðjunnar sem mun leggja fram meira fé. „Visindamenn telja ástandió mjög alvarlegt," sagði Stasi. „Það veidur okkur áhyggjum að yfirvöld hafa verið sein að grípa til öryggisráðstafana." Hann sagði að fá yrði sérfræði- lega aðstoð til að fjarlægja mengaðan jarðveg af öllu svæðinu. Vísindamennirnir segja að gasefnin muni seint hverfa úr jarðveginum og halda áfram að eitra plöntur, dýr og fólk. Þeir segja að eitrið geti smám saman aukizt í mannslikaman- um og náð hættulegu marki þótt ekki sé vitað hve mikið magn sé banvænt. Erfitt hefur reynzt að sann- færa fólk um hættuna og fólk hefur sézt tína og borða ávexti og grænmeti þrátt fyrir viðvör- unarm'erki. — Ford Framhald af bls. 1 tryggt sér nauma forystu og sé nú öruggur um stuðning um það bil 1.090 fulltrúa á þinginu i Kansas City 16. til 19. ágúst. Reagan er talinn njóta stuðnings um 1.025 fulltrúa og um 150 eru óháðir. Mikið taugastríð er hafið milli Fords og Reagans og lýsir sér þannig að aðstoðarmenn senda stöðugt frá sér tilkynningar um að borizt hafi liðsauki úr herbúð- um mótherjans eða úr röóum óháðra fulltrúa. Hugmyndin með þessu er sú að hræða stuðningsmenn mótherj- ans og sannfæra eigin stuðnings- menn um að þeir séu á bandi sigurvegarans. Reynt er með sál- fræðilegum ráðum að sýna full- trúum fram á að ekki borgi sig að styðja mann sem hljóti að tapa og hræða þá þannig. Reagan kveðst njóta stuðnings 1140 fulltrúa en forsetinn kveðst njóta stuðnings 1135 fulltrúa sem rétt nægir til að fá útnefningu. Sérfræðingar telja að forsetinn standi betur að vigi. Að undan- förnu hefur hann boðið tugum fulltrúa til Hvíta hússins og heitið þeim alls konar fyrirgreiðslu. Reagan hefur gagnrýnt þessa að- ferð forsetans. — Einn hand- tekinn... Framhald af bls. 1 þeirra sem var rænt i sveitabæn- um Chowchillaásiðustu viku. Börnin og bílstjórinn voru höfð i haldi í skólabíl sem var grafinn i grjótnámu, en þeim tókst að sleppa áður en barnsræningjarnir höfðu látið frá sér heyra. Schoenfeld-bræðurnir eru synir auðugs læknis. Woods er sonur eiganda grjótnámunnar þar sem börnin fundust. Lögreglumenn sem hafa unnið við rannsóknina fundu í gær þrjá sendiferðabíla sem talið er að hafi verið notaðir til að flytja börnin frá ChoWchilla til grjótnámunnar sem er i 160 km fjarlægð. Ed Bates, lögreglustjóri Chowchilla, sagði að málsskjölin hefðu verið innsigluð til að koma í veg fyrir að um þau væri fjallað opinberlega áður en réttarhöld færu fram, þar sem slíkt gæti spillt fyrir réttlátri málsmeðferð. — Gullöld Framhald af bls. 48 sambandi við loðnuna heldur er mikil vinna hér í fyrstihúsun- um og hjá bænum. Menn geta unnið svo mikið sem þeir treysta sér til, og dæmi veit ég til þess að menn hafi komizt upp í 100 þúsund krónur eftir vikuna hjá síldarbræðslunni. — m.j. — Útvarp Framhald af bls. 5 Pétur jOnsson og Hjalta Jónsson. c. Ólíkir tímar Ágúst Vigfússon les frásöguþátt eftir Jóhannes Asgeirsson frá Pálsseli f Laxárdal í Dalasýslu. d. Sfðasti presturinn á Refsstað Efrfkur Eiríksson fra Dagverðargerði flytur frásögu af séra Sigfúsi Guðmundssyni. e. Kórsöngur: Kór Trésmiðafélagsins f Reykjavík syngur nokkur lög. Söngstjóri: Guðjón B. Jónsson. 21.30 Útvarpssagan: „Stúlkan úr Svartaskógi“ eftir Guðmund Frfmann Gísli Halldórsson leikari les (4). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Litli dýrlingurinn" eftir Georges Simenon Ásmundur Jónsson þýddi. Kristinn Reyr les (19). 22.40 Nútfmatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir, þ. á m. fþróttafréttir frá Montreal. Dagskrárlok. (Soviet Analyst-þýtt) + Innilegustu þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og údör eiginmanns mins, föður og bróður SIGURSTEINS JÓNSSONAR Skúlagötu 60, Jóna Jónsdóttir, Sæmundur Sigursteinsson Guðbjörg Jónasdóttir, Ólafla Jónsdóttir. Einar Guðmundsson. + Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall -og jarðarför sonar míns og bróður okkar BJÖRNS SIGURJÓNSSONAR Núpakoti Guð blessi ykkur öll. Guðlaug Guðjónsdóttir og börn. + Eiginmaður minn EYJÓLFURBJARNASON Holtsgótu 22, Ytri Njarðvik verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. júll kl 10 30 Fyrir hönd barna minna og annarra vandamanna Halldóra Hjartardóttir + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUR ÁGÚST JÓHANNSSON, vélstjóri, Smyrlahrauni 14, Hafnarfirði, andaðist í St Jósepsspítalanum i Hafnarfirði miðvikudaginn 21. júlí. Utför hans verður gerð frá Garðakirkju miðvikudaginn 28 þ.m. kl. 2 e.h. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði Þuríður Sigurðardóttir, böm, tengdabörn og barnabörn. + Utför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og systur KRISTÍNAR INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR Sunnubraut 8. Keflavik fer fram frá Hvalsneskirkju þriðjudaginn 27. júli kl 15 Agnar Júlfusson dætur, tengdasynir, barnabörn og systkini. + Þökkum samúðarkveðjur og vinarhug vegna andláts og útfarar móður okkar og tengdamóður INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR Frá Steindyrum SvarfaSardal. Böm og tengdabörn. + Hjartans þakkir lyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför vinar mins og félaga, ÓSKARS PÉTURSSONAR frá Hrossholti Lifið heil. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna. Sesselja Björnsdóttir. Lokað fyrir raf- magn frá Úganda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.