Morgunblaðið - 30.07.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.07.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JULÍ 1976 Framkvæmdir að hefjast við nýja kirkjugarðinn Fossvogskirkjugarðurinn endist ekki nema 2 ár til viðbótar UM ÞESSAR mundir er unnið að þvf að ræsa fram land það f grennd við Korpúlfsstaði, sem ákveðið hefur verið að verði næsti kirkjugarður Re.vkjavfkur, en að öðru leyti hafa framkvæmdir taf- izt nokkuð vegna verkfalls mæl- ingaverkfræðinga hjá Reykjavfk- urborg, þar sem ekki hefur feng- izt tekinn út sá landskiki sem ráðstafa á undir kirkjugarðinn. Samkvæmt upphaflegum áætl- unum var ráðgert að kirkjugarð- urinn fengi liðlega 90 hektara 19. júní Arsrit Kvenréttindafélags Is- lands, 19. júní, kemur út í dag í 26. sinn. Meðal efnis i blaðinu má nefna landflæmi, en einhverjar breyt- ingar kunna þó að verða á þeim áformum. Hluti af því flæmi sem garðinum var ætlaður er ekki graftækur, því að þar er um holt og mela að ræða og er nú verið að athuga hvort ekki megi fá aðra skika í stað þessa hluta. Mjög lítið rými er nú eftir í Fossvogskirkjugarði, og að sögn forstjóra Kírkjugarða Reykjavík- ur er áætlað að það land sem þar Framhald á bls. 34 í dag Annál Kvennaárs, grein um jafn- réttislögin og fréttir af jafnréttis- málum erlendis. Þá er viðtal við Sigrúnu Iljálmtýsdótlur í Spil- verki þjóðanna, sem heitir „Við flytjum hoðskapinn um ástina", grein um stefnu þingskrifara Al- þingis, þar sem fjallað er um mál- ið og rætt við hlutaðeigendur, greinar um leikritin Fimm konur -og Saumastofuna og siðast en ekki sízt er í biaðinu umræðuþátt- ur, sem ber yfirskriftina „Hring- borð á Hellu“. Þar stjórnaði Björg Einarsdóttir umræðum fimm kvenna um fortíð og framtíð í stöðu karla og kvenna. Mikill fjöldi mynda er í blaðinu, og á forsíðunni er litmynd af útifund- mum 24. oktober. Þá fylgir hverju blaði póstkort, svart-hvít mynd af fundi kvennafrídagsins. Alls er blaðið 76 síður og ritstjóri þess er Erna Ragnarsdóttir. 3 íslenskir framleiðendur sýna á Norfish-stefnunni ÞRÍR íslenzkir framleiðendur ákváðu fyrir skömmu að taka þált f Norfish í Þrándheimi, en þetta er stærsta f iskiðnaðartækja- sýning sinnar tegundar f heimin- um nú. Sýningin hefst 9. ágúst nk. og stendur fram til 15. ágúst. íslenzku framleiðendurnir sem þarna sýna eru J. Hinriksson, sem framleiðir og sýnir trollhlera og blakkir, en þeir hafa átt miklum vinsældum að fagna hér á heima- markaði undanfarin ár; Elliði N. Guðjónsson sýnir Elektru- handfæravinduna og einnig spil, sem hann hefur smíðað, en sem kunnugt er hefur Eliiði þegar selt töluvert af framleiðslu sinni erlendis og hefur velþekktan umboðsaðila í N-Noregi, sem jafn- framt er umboðsaðili Volvo- verksmiðjanna í þessum lands- hluta; og loks sýnir Véltak, sem er tiltölulega nýtt fyrirtæki hér á landi, sérstaka úrhristivél fyrir reknetabáta, sem það hefur hafið framleiðslu á. Þeir vildu ekki láta f Ijðsi álit sitt á tslandi strax, en tóku fram að hér á Flúðum væri fallegt. Norræn ungmenna- vika á Flúðum Syðra-Langholti, 29. júlí. NU STENDUR yfir hér á Flúð- um i Hrunamannahreppi Nor- ræn ungmennavika, sem haldin er á vegum Samtaka ung- mennafélaganna á Norðurlönd- um. Vikur sem þessi eru haldn- ar árlega til skiptis á Norður- löndum og eru þátttakendur að þessu sinni um 100. Koma 20 þátttakendur frá hverju hinna Norðurlandanna auk fulltrúa frá íslandi. Flestir eru þátttakendurnir félagsleiðtogar í sínu heima- landi og er markmið þessarar viku að stuðla að kynningu milli þeirra. Sfðast en ekki sízt gefst þarna tækifæri til að skiptast á skoðunum um leiðir og fyrirkomulag félagsstarfs. Þátttakendur eru á aldrinum 17—35 ára og skiptast þeir nið- ur í starfshópa eftir áhugamál- um. Dagskrá vikunnar er fjöl- breytt og má þar nefna íþrótta- keppni, þjóðdansa, — þátttak- endur geta brugðið sér á hest- bak, og farin verður ferð um Þingvelli, Gullfoss, Geysi og Heklu. Aðstaða til þessa móts- halds er ágæt á Flúðum, en hér er stórt félagsheimili, sundlaug og íþróttavöllur. Stjórnandi ungmennavikunnar er Sigurð- ur Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ. Þátttakendur gista f barna- og gagnfræðaskólanum á staðn- um, en þar hefur verið rekið sumarhótel undanfarin sumur. Að sögn Tryggva Guðmunds- sonar hótelstjóra hefur aðsókn verið ágæt f sumar. Einkum eru það áningarfarþegar Flugleiða, sem hafa þar viðkomu og snæða hádegisverð á leið sinni um Gullfoss og Geysi. Þá koma hingað farþegar af vel flestum skemmtiferðaskipum, sem til Reykjavíkur koma, og er þá jafnan margt um manninn. Starfsemi hótelsins skapar bæði aukna atvinnu og tölu- verðar tekjur fyrir byggðarlag- ið. — Sigurður. Nokkrir þátttakenda f Norrænu ungmennavikunni keppa f blaki. 1 baksýn sést hluti af félagsheimiiinu á Flúðum. Innbrot hjá Náttúrulækn- ingafélaginu Náttfari líklega saklaus BROTIZT var inn hjá Náttúru- lækningafélaginu við Lauga- veginn I fyrrinótt. Þaðan var stolið 18 þúsund krónum í pen- ingum. Vegsummerki bentu til þess, að þar hefði hinn marg- umræddi Náttfari líklega ekki verið á ferð. Bræla á loðnu- miðunum ENGIN loðnuveiði var síðasla sólarhring. Að sögn Andrésar Finnbogasonar starfsmanns Loðnunefndar brældi miðunum í fyrrakvöld og héldu þá flest skip- in til lands. I gærmorgun lægði á ný á loðnumiðunum um 120 sjó- mílur norður af Siglunesi og um hádegi voru 4 skip komin á miðin. Aðrir bátar, sem voru í landi, héldu á miðin f gær. Þegar síðast fréttist var ekki kunnugt um neina veiði. Samkvæmt upplýsingum frétt- arritara Mbl. í Siglufirði var verið að landa þar úr tveimur bátum í gær, Svaninum frá Reykjavfk og Bjarna Ólafssyni frá Akranesi, og á miðunum voru bátar að búa sig undir að kasta. Bræðsla í fiski- mjölsverksmiðjunni hefut gengið betur upp á síðkastið en áður. Hreyfing í verkfræð- ingadeilunni SATTASEMJARI hélt fund með verkfræðingum Reykjavíkur- borgar og fulltrúum borgarinnar sl. mánudag. A fundinum komu fulltrúar borgarinnar fram með tilboð, sem forsvarsmenn verk- fræðinga segja hafa verið byggt að miklu leyti á samningum við ríkisstarfsmenn. Verkfræðingar slökuðu þá á móti nokkuð á fyrri kröfum sínum en eftir það slitn- aði upp úr viðræðunum. Verkfræðingar hjá Reykjavík- urborg hafa enn sem komið er ekki gripið til frekari verkfallsað- gerða, enda segja forsvarsmenn þeirra verkfall mælingaverkfræð- inga nægilega áhrifaríkt til að þrýsta á að gengið verði til samn- inga. Benda þeir á að verkfall þetta valdi því, að ekki séu teknar út milli 70 og 80 húsalóðir í borg- inni um þessar mundir. AÐ undanförnu hefur staðið yfir sýning á verkum eftir Valtý Pétursson listmálara i veitingastofunni f Þrastariundi við Sog. — A sýningunni eru eingöngu ný verk, máiuð á þremur sfðustu árum. Valtýr hefur tvfvegis áður haldíð sýningu f Þrastariundi og seldust þá allar myndirnar. Nú þegar eru 15 seldar á þessari sýningu. — Sýningin er opin alla daga og lýkur 6. ágúst. — Með Valtý á myndinni eru veitingamennirnir f Þrastarlundi, Trausti Vfglundsson (t.v.) og Þórarinn Stefánsson (t.h.). Mildl atvinna og góður afli á Patreksfirði Palreksfirdi 27. jölf: Mjög góð atvinna hefur verið hér á Patreksfirði í sumar, bæði í fiskvinnslustöðvunum og eins í byggingariðnaðinum. Talsvert hefur verið af aðkomufólki, sem hefur sótt vinnu hingað og varla er hægt að fá mann í vinnu ef eitthvað þarf að láta gera. Sjávarútvegur. Afli hefur verið fremur tregur, bæði hjá stóru bátunum, sem stunda línuveiðar og eins hjá dragnóta og handfærabátum. Grásleppuvertíð var hins vegar góð og dæmi voru um áð háseta- hlutur færi upp f um 1 millj. króna á 5 vikum. Algengt er að tveir á bát hafi fiskað fyrir um 3 millj. á röskum 2 mánuðum. — Stóru bátarnir frá Tálknafirði hafa veri á línuveiðum við Austur-Grænland og aflað ágæt- lega. Húsabyggingar. Mikil atvinna hefur verið við húsbyggingar nú í sumar. Verið er að byggja miili 15 og 20 hús, bæði einbýlishús og raðhús. Mikið er um að húsbyggjendur vinni sjálfir við byggingu húsa sinna að verulegu leyti og láta frúrnar ekki sitt eftir liggja i þeim efnum. Verið er að ljúka við byggingu 6 íbúða í fjölbýlishúsi og munu þær verða teknar í notkun í haust. Matthías Bjarnason heilbrigðis- ráðherra tók fyrstu skóflustung- una að nýju heilsugæzlustöðinni hér á Patreksfirði sl. sunnudag. Heilbrigðismál. Læknarnir Tómas Zoega og Ari Jóhannesson, sem verið hafa hér á Patreksfírði sl. 2 ár, létu af störfum nú í sumar, en við tóku læknarnir Birgir Jakobsson og Leifur Bárðarson. Patreksfirðing- ar hafa verið mjög heppnir með þá ungu lækna, sem gegnt hafa störfum í héraðinu sl. ár. Hafa þetta allt verið afbragðsmenn og Framhald á bls. 34

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.