Morgunblaðið - 30.07.1976, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1976
8
litmyndir
yðar á 3 dögum
Þér notið Kodak filmu, við
gerum myndir yðar á Kodak
Ektacolor-pappír og myndgæðin
verða frábær
Umboðsmenn um land allt
— ávallt feti framar
HANS PETERSEN HF
THE OBSERVER THE OBSEKVER
Hundruð
þúsunda
liggja í
valnum í
UGANDA
iStít THE OBSERVER
DAR ES SALAAM — Þótt
undarlegt megi virðast er Idi
Amin forseti Uganda í essinu
sínu um þessar mundir. Hann
unir sér hvergi betur en þar
sem hann er nú, mitt í sviðsljós-
inu í miklum vígahug.
Amin er aldrei kátari en þeg-
ar athygli heimsins beinist að
honum, enda þótt frægð hans sé
að endemum og afreksverkin
illræmd og skelfileg. Undanfar-
andi atburðir, árás ísraels-
manna á Entebbe-flugvöll
hvarf Doru Bloch og versnandi
samskipti Uganda við Breta og
Kenyamenn — allt hefur þetta
orðið til þess að beina athygÞ
inni að honum.
Árum saman hefur svfvirð-
frá öllum heimshornum, og
hann hefur komizt að raun um,
að þrátt fyrir öll gífuryrðin og
heitingarnar í hans garð, sem
viðhafðar eru á alþjóðavett-
vangi, í fjölmiðlum og víðar,
hefur engum tekizt að gera of
mikið úr illverkum hans og
ógnarstjórn.
Á undanförnum vikum hafa
komið fram alls kyns kenningar
til að skýra út atferli hans og
hegðun. Langsóttasta skýringin
er sú, að hann hafi misst öll tök
á morðsveitum sínum, og þar
ráði ferðinni ofstækisfullir
Múhameðstrúarmenn á mála
hjá Libyustjórn. Með sama rétti
mætti væntanlega halda því
fram, að Hitler hafi ekki verið
ábyrgur fyrir glæpaverkum
þeim, sem unnin voru í útrým-
ingarbúðum nasista á stríðsár-
unum.
Amin forseti stjórnar per-
sónulega fjórum helztu morð-
sveitum í Uganda að meira eða
minna leyti. Sveitir þessar
nefnast Öryggissveitin, Leyni-
þjónusta ríkisins, Lífvörður
forsetans og Herlögreglan. Að
sjálfsögðu mun forsetinn ekki
gefa fyrirskipanir um öll þau
morð, sem sveitir þessar
fremja, en hann hefur markað
stefnuna í landinu og það er í
anda hennar, sem morð þessi
eru framin.
Sú sveit, sem ægilegust er í
Uganda um þessar mundir ber
hið glæsilega heiti Öryggissveit
almennings. Amin forseti stofn-
aði hana sjálfur árið 1971
skömmu eftir að hann komst til
valda undir því yfirskyni að
hún ætti að stemma stigu fyrír
vopnuð rán í landinu, eða
kondóisma, eins og það heitir á
máli þarlendra.
í Öryggissveitinni eru um 300
félagar og bækistöðvar hennar
eru í Naguru í austanverðri
Kampala, höfuðborg landsins. I
þessum bækistöðvum er starf-
rækt illræmt fangelsi, þ.e. tveir
agnarlitlir og þröngir fanga-
klefar, þar sem hægt er að hafa
50 manns í haldi í senn.
Þeir, sem dvalizt hafa í fang-
elsi þessu telja, að aðeins þrír
af hverjum tíu föngum að með-
altali lifi af fangavistina í Nag-
uru. Einn þeirra sagði mér ný-
lega, að hann hefði dvalizt þar í
sex vikur og orðið vitni að 22
Amin stjórnar sjálfur morð-
sveitunum.
eftir DAVID
MARTIN
morðum. Nokkrir, sem lifað
höfðu fangavistina af, tjáðu
mér, að eftir að fangi hefði ver-
ið skotinn, væri öðrum fanga
fyrirskipað að berja höfuð líks-
ins með bílöxli, þar til það yrði
óþekkjanlegt. Því næst væri
honum fyrirskipað að leggjast
við hliðina á líkinu ofan í blóð
og heilaslettur.
Nokkrir, sem nýlega hafa
verið látnir lausir úr Naguru
fangelsinu hafa staðfest þessar
frásagnir. Þeir segja, að fang-
arnir séu látnir sæta pynting-
um linnulaust, og ennfremur
hafa þeir látið þess getið, að
Amin forseti komi við og við í
eftirlitsferðir í fangelsið.
Maður sá, sem veitir Öryggis-
sveitinni forstöðu er Ali Towilli
lögregluforingi, skelfilegasti
maður landsins að forsetanum
sjálfum undanskildum. Amin
neyddist fyrir skömmu til að
láta undan háværum kröfum
hermanna um að^Towilli yrði
vikið frá störfum vegna gerræð-
isverka hans. Hins vegar mun
hann fljótlega hafa verið settur
inn í embættið á nýjan leik
samkvæmt fregnum frá Ug-
anda.
Jafnskjótt og Öryggissveitin
hafði verið stofnuð árið 1971,
hóf hún að hundelta menn og
myrða. Á meðal þeirra, sem fyr-
stir féllu fyrir henni, var
Michael Kagwa forseti iðnaðar-
ráðsins. Lík hans fannt í brunn-
inni sportbifreið. Höfðu hend-
ur hans og fætur verið hlekkj-
aðir við stýrið og síðan verið
kveikt í bifreiðinni. Síðar kom
á daginn, að ástæðan fyrir því,
að Amin vildi ryðja honum úr
vegi var sú, að hann hafði
ágirnd á vinkonu hans.
Önnur helzta morðsveitin í
Uganda er leyniþjónustan. Hún
er til húsa í Nakaero, steinsnar
frá híbýlum Amins í hjarta
Kampala. Að nafninu til veitir
Francis Itabuka offursti henni
forstöðu, en í reyndinni er það
illræmdur aðetoðarmaður hans,
Faraouk majór, sem þar fer
með öll völd. Bæði hann og
Towilli eru frá Núbíu.
Leyniþjónustan beitir öðrum
aðferðum en Öryggissveitin við
manndráp. Menn eru sjaldan
líflátnir í sjálfum bækistöðvun-
um, heldur eru þeir sóttir heim
og á vinnustaði og síðan farið
með þá út í skóg skammt frá
Kampala. Þar eru þeir líflátnir
með ýmsu móti.
Myrkrarverk eru einkum
unnin í skógunum Namanve og
Mabira, sem eru í nokkurra
mílna fjarlægð frá Kampala.
Einn heimildarmanna minna,
sem til skamms tíma var liðs-
foringi í her Uganda tjáði mér,
að á síðasta ári (eftir að uppvíst
var, að morð og launvíg hefðu
Framhald á bls. 25
14 fÖSTB'RÆÐUR
Nýjasta STEREO — hljómplatan
og kasettan er komin
Söngtextablað fylgir og aukaeintök eru fáanleg.
Nýjasta
hljómplatan og sú
fjölbreyttasta
kemur öllum
í sólskinsskap -
einnig löndum okkar
erlendis.
FÁLKINN H/F
annast dreifingu
plótunnar og hinnar
fyrri. (FF-001)
FF-hljómplötur
Sendiherra Tanzaníu
afhendir trúnaðarbréf
Nýskipaður sendiherra
Tanzaniu, hr. John E.F. Mhina
afhenti i dag forseta íslands trún-
aðarbréf sitt að viðstöddum utan-
rikisráðherra, Einari Ágústssyni.
Síðdegis þá sendiherrann boð
forsetahjónanna að Bessastöðum
ásamt nokkrum fleiri gestum.
Sendiherrann hefur aðsetur í
Stokkhólmi. (Fréttatilkynning frá skrif-
stofu forseta tslands 27. júlt).