Morgunblaðið - 30.07.1976, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1976
— Sólskins
dagar
Framhald af bls. 15
þó enginn ættfræðingur. Svo mun
vera um fleiri.
En lesendur góðir. — Er ekki
kominn tími til þess að gera eitt-
hvað fyrir þennan helga stað?
Forfaðir vor, Jón biskup, á að
vísu ennþá meiri sögu norðan-
lands. En ógleymanlegur þáttur
sögu hans gerðist þó hjá Vígðu
lauginni á Laugarvatni, þar sem
gengið var frá líkum þeirra feðga.
Ég þykist viss um að þetta verður
gert, en sennilega verður hinn
hljóði hópur, sem þarna drúpti
höfði i minningu hinnar föllnu
hetju, horfinn til feðra sinna þá.
En hvað um það. Gott málefni
sigrar um siðir. En þessi stund og
þessi hópur mun mér aldrei úr
minni liða, þó gamall sé. — Marg-
ir gestanna vættu fingur sína i
lauginni og signdu sig að fornum
sið með fyllstu alvöru og trúarein-
lægni. Slíkt færir öllum blessun.
Frá lauginni var haldið beint í
bilana og kannað liðið. Þá kom
það i ljós, að einn heiðursmann
vantaði og var hans leitað um
stund. En hann fannst eftir stund
sem betur fór. Hann hafði mis-
skilið burtfarartimann og litið inn
til kunningja. Þetta tafði ferðina
dálítið, en kom ekki að sök, því að
Arni Óla var alltaf að segja sögur
á meðan og allir skemmtu sér vel.
Árni sagði m.a. söguna um Þing-
vallaprestinn, sem var svo illa við
nágranna sinn, að hann neitaði að
gera nokkuð við útför hans nema
kasta rekunum, vildi ekki einu
sinni krossa yfir gröfina. Það mis-
likaði hinum framliðna, hafði sig
á kreik og sótti að presti. Varð
hann mjög miður sin og leitaði
hjálpar kunnáttumanns. En það
er önnur saga. Vist er að heift-
rækni hefnir sin.
Frá Laugarvatni var haldið
beint að Þingvöllum í mildu veðri
en þoku alla leið. Árni sagði
margar sögur á ieiðinni. Og alltaf
er gaman að koma að Þingvöllum,
jafnvel i þoku. Allir ferðamenn
gengu í kirkju og hún troðfylltist
á svipstundu. Sr. Eirikur J. Eir-
iksson tók á móti hópnum með
mikilli ástúð. Sáimur var sunginn
og síðan sté sr. Eiríkur i stólinn
og sagði frá kirkjunni og helztu
gripum hennar, en varð að fara
fljótt yfir sögu því að gestirnir
urðu margir að standa á meðan
sökum þrengsla. Hann sagði okk-
ur frá predikunarstólnum, sem er
frá 1638, og minntist þess, að þar
hefði sá mikli mælskumaður, Jón
Vídalin biskup, haldið eina sina
frægustu ræðu. Hann sýndi okkur
líka hina fallegu altaristöflu, sem
islenzkur bóndi málaði fyrir
meira en tveim öldum, þótti síðar
óhóf og var seld útlendri hefðar-
konu fyrir 10 kr. í lok síðustu
aldar. En taflan náðist aftur fyrir
góðvild erlendra eigenda, var vel
hreinsuð og skartar nú á sinum
rétta stað, fegurri en nokkru
sinni. Presturinn sagði okkur
einnig sögu kirkjuturnsins,
klukknanna þriggja o.fl., sem
enginn timi er til að nefna hér.
Síðan flutti sr. Árelius bæn og
sunginn var sálmur. Sóknarprest-
inum var innilega þakkað fyrir
góðar móttökur og siðan var hald-
ið heimleiðis og staðnæmzt við
safnaðarheimili Langholtssóknar.
Þar kvöddust menn með kærleik-
um. Einkum virtist mér margir
vilja taka í höndina á farar-
stjóranum. Þar stóðu menn i bið-
röðum.
Allir kvöddu líka bílstjóra sina
með virktum og þökkuðu rausn
25
þeirra og velvild. Auk bilstjóra-
starfsins aðstoðuðu þeir alla, sem
þess þurftu, með einstakri lipurð
og hjálpfýsi. Það get ég manna
bezt borið um, þar sem ég sé ekki
vel. En bílstjórinn minn hjálpaði
mér, eins og ég hefði verið hans
eigið skyldmenni. Þarna var einn-
ig kona í hjólastól, sem frú Ingi-
björg Þórðardóttir, kona sr.
Áreliusar, tók að sér, svo að
fatlaðir menn nutu einnig ferðar-
innar.
Þökk sé ölium, sem voru for-
göngumenn þessarar farar og
hjálparmenn, öllum, sem gáfu
okkur gamla fólkinu þennan sól-
skinsdag i þokunni.
Við trúum þvi að Guð blessi
góðan gjafara.
23. júli 1976.
Ingimar H. Jóhannesson.
— Hundruð
þúsunda . . .
Framhald af bls. 8
verið framin I þessum skóg-
lendum) hefði Amin forseti
sent þangað lið lögreglu og her-
manna til að kanna málið. Sjálf-
ur kvaðst heimildarmaður
minn hafa kastað tölu á 500 lík.
Var forsetanum gefin nákvæm
skýrsla um rannsókn málsins,
en hann aðhafðist ekkert frek-
ar. Morðingjarnir voru ekki
leiddir fyrir rétt, né heldur
voru gerðar ráðstafanir til að
stemma stigu fyrir frekari
morð.
Leyniþjónustan er að þvi
leyti frábrugðin hinum morð-
sveitunum, að hún einskorðar
starfsemi sína ekki við Uganda,
heldur lætur hún einnig að sér
kveða erlendis. Böðlar á vegum
hennar eru um allan heim, þar
á meðal í Lundúnum. Þeir hafa
gengið milli bols og höfuðs á
flóttamönnum og útlögum i
Kenya, Tanzaníu, Zambíu og í
London. Leyniþjónustan var
stofnuð árið 1971 skömmu eftir
valdatöku Amins, eins og Ör-
yggissveitin. Og hún hefur
miklu fleiri menn á sínum
snærum. Á meðal þeirra, sem
nýlega hafa fallið fyrir morð-
ingjum Leyniþjónustunnar, var
Teresa Nanziri. Hún var fyrir-
lesari I stærðfræði við Maker-
ere háskóla í Kampala og jafn-
framt eftirlitsmaður á stúd-
entagarði skólans.
Hún fékk tilmæli um að
mæta fyrir rannsóknarnefnd og
bera vitni um, að Esther
Chesire, stúdent frá Kenya,
væri lauslát og kæmi ekki sólar-
hringum saman inn á stúdenta-
garðinn. Teresa Nanziri neitaði
að verða við þessam tilmælum
og kvað hér um að ræða alger-
lega ósannan áburð á stúlkuna.
Menn frá Leyniþjónustunni
sögðu henni að velta þessu fyrir
sér, og 22. júni sl. var hún sótt
og haldið með hana á brott að
því er heimildarmenn í Nairobi
herma. Daginn eftir fannst lík
hennar við Ginja-veginn,
skammt fyrir utan Kampala.
Hafði hún verið hálshöggvin.
Röngenmynd, sem tekin var af
líkinu leiddi í ljós, að konan var
komin langt á leið af tvíburum.
í Lífverði forsetans eru félag-
ar úr öryggissveitinni, Leyni-
þjónustunni og Herlögreglunni
og loks eru þar ráðgjafar af
palestínsku þjóðerni. Þeir síð-
astnefndu bera ábyrgð á öryggi
forsetans, þegar hann er á
ferðalögum. Lífvörðurinn er
stundum látinn fremja morð,
sérstaklega þegar Amin vill
láta ryðja einhverjum úr vegi
þegar í stað og hefur ekki að-
stöðu til að ná sambandi við
Öryggissveitina og Leyniþjón-
ustuna.
Þegar Amin gefur hernum
fyrirskipanir, kallar hann ein-
faldlega á sinn fund einhvern
úr hvaða herdeild sem er, og
skiptir það ekki máli, hvort um
er að ræða óbreyttan hermann
eða háttsettan foringja. Þegar
hann þarf að kveðja til Öryggis-
sveitina eða Leyniþjónustuna,
gefur hann einungis forustu-
mönnunum fyrirskipanir eða
nánustu samstarfsmönnum
þeirra, sennilega til þess að
ekki sé hægt að hafa neitt bein-
línis eftir honum sjálfum.
Frá því að Amin gerði stjórn-
arbyltingu í janúar 1971 og
fram til 1973 sá herlögreglan að
mestu um að ryðja andstæðing-
um hans úr vegi. Að minnsta
kosti helmingur þeirra 9.000
hermanna, sem ríkið hafði á að
skipa, var myrtur á þessum
tveimur árum og þar á eðal
nærri því allir af þremur ætt-
flókkum landsins, Acholi, Iteso
og Langi. 555 létu lífið í hinum
illræmdu fjöldamorðum í
Mutukula-fangelsi.
Á árabilinu 1971 til 1975 féllu
einnig allmargir óbreyttir borg-
arar fyrir morðtólum herlög-
reglunnar. Áreiðanlegar heim-
ildir i Uganda segja hins vegar,
að valdsvið hennar hafi verið
þrengt verulega að undan-
förnu, og nú hafi hún eingöngu
umboð til að koma hermönnum
fyrir kattarnef.
Eitt og annað er sameiginlegt
með Amin forseta og helztu
böðlunum, sem hann hefur ráð-
ið í þjónustu sína. Þeir eru ann-
aðhvort af Kakwa-ættflokknum
við Vestur-Níl, sem telur aðeins
um 60.000 manns eða frá Núbiu
og Suður-Súdan. Þeir eru lítt
menntaðir og hafa megnustu
fyrirlitningu á menntafólki og
menntastofnunum.
Þar fyrir utan eru örlög
þeirra samtvinnuð. Þorri her-
mannanna er í miklum vígamóð
vegna hinna tíðu morða íland-
inu, en kunnugir telja, að um
200 þúsund manns hafi fallið
fyrir böðlum Amins. En þeir
eiga óhægt um vik með að gera
stjórnarbyltingu, því að til þess
þarf vopn og önnur hergögn, en
engir aðrir en Kakwa-menn og
Núbíumenn hafa aðgang að
vopnabúrunum.
Fólk, sem stendur Amin for-
seta næst, segir, að svipir hinna
myrtu ásæki hann í sífellu og
honum liði ekki betur en Mak-
beð hjá Shakespeare. En hann
hefur skapað sér vítahring, sem
hann kemst ekki úr, á meðan
hann berst við að halda völd-
um, því að blóð hinna myrtu
hrópar á meira blóð og þeirra
kröfu verður að svara, hvað svo
sem samvizkukvölunum líður.