Morgunblaðið - 30.07.1976, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.07.1976, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JULI 1976 19 Þýzkt úrslitahlaup í 200 m hlaupi kvenna HIÐ örlagaríka atvik i 3000 metra hindrunar- hlaupi. Anders Gárderud hefur tekið forystuna en Frank Baumgartl frá Austur-Þýzkalandi ligg ur i brautinni og er Pól- verjinn Malinowski að stökkva yfir hann. Svo sem unnt er að imynda sér urðu Þjóðverjinn og Pólverjinn fyrir miklum töfum við óhappið. (AP- simamynd) irhlaupi 8:08,2 mín Malinowski varð annar, en Baumgartl var ótrúlega fljótur að koma sér á fætur og skundaði í markið sem þriðji maður, rétt á undan F’innanum Tapio Kantanen, þeim er hlaut bronsverðlaun í þessu hlaupi á Ölympíuleikunum í MUnchen. Þótti frammistaða Baumgartl í hlaupi þessu hin fræknilegasta. Tími Anders Garderuds reyndist vera nýtt heimsmet: 8:08,2 mín. og bætti hann fyrra heimsmetið sem hann setti sjálfur í Stokkhólmi fyrir rúmu ári um tæpa sekúndu. Eftir hlaupið sögðu þeir Malinowski og Baumgartl að óhappið við hindrunina hefði ekki ráðið úrslitum í hlaupinu. Gárderud hefði unnið þótt ekkert slíkt hefði komið fyrir — hann væri beztur. Hins vegar voru þeir sammála um að Baumgartl hefði orðið annar ef óhappið hefði ekki komið fyrir og hann hefði átt að geta veitt Svíanum meiri keppni á síðustu metrunum. Anders GSrderud er 29 ára og hefur hann í nokkur ár verið í röðum beztu hlaupara heimsins. Er hann gífurlega vinsæll í heimalandi sínu, og varla mun draga úr þeim virisældum við hið fræki- lega affek hans á leikunum í fyrrakvöld. ÞAÐ hefði ekki verið óveiðeigandi að ræsirinn á Ólympfuleikunum í Montreal hefði talað þýzku, er hann kallaði keppendur til leiks f úrslit- um 200 metra hlaups kvenna f fyrrakvöld. Af þeim átta stúlkum sem hlupu úrslitahlaupið voru fimm þýzkar og það voru þær sem skipuðu sér einn- ig í fimm fyrstu sætin í hlaupinu. Var úrslita- hlaupið þvf lfkara lands- keppni Austur- og Vestur- Þýzkalands en Ólympíu- viðureign. Meðal þátttakenda í úrslita- hlaupinu var Renate Stecher, sú er sigraði bæði í 100 og 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Munchen. Fyrr á leikunum í Montreal hafði hún orðið að láta í minni pokann í 100 metra hlaup- inu fyrir vestur-þýzku stúlkunni Annegret Richter og það kom í ljós þegar eftir að hlaupið hófst í Montreal að Stecher er ekki jafn kröftug og áður Hún dróst aftur úr þeim fyrstu og var það ekki fyrr en kom á beinu brautina að hún náði sér verulega vel á skrið og tókst henni að fara fram úr löndu sinni, Carlu Bodendorf, skammt frá markinu og krækja í bronsverðlaunin. Baráttan um gullið stóð hins vegar milli Baerbel Eckert frá Austur-Þýzkalandi og Annegret Richter frá Vestur-Þýzkalandi. Lengi vel leit út fyrir að vestur- þýzka stúlkan myndi þarna hljóta sín önnur gullverðlaun á Ieikun- um, en þeirri austur-þýzku tókst að pressa sig fram úr henni á slðustu metrunum og sigra á nýju Ólympíumeti, 22,37. Munurinn gat þó tæpast orðið minni, þar sem tími Richter var 22,39 sek. Aðeins 2/100 úr sek. skildu að. Raelene Boyle frá Ástralíu sem hlaut silfurverðlaun í þessari grein i Múnchen 1972 og ætlaði sér nú ekkert minna en gull, var mikill hrakfallabálkur i hlaupinu. í undanúrslitakeppninni þjóf- startaði hún tvívegis og var þar með dæmd úr leik. Rúmeni flúði TVÍTUGUR Rúmeni, Walter Lambertus, keppandi I róðri á Ólympíuleikunum baðst ! fyrra- dag hælis i Kanada sem pólitiskur flóttamaður. Sagði hann i viðtali við fréttamenn að við flóttann hefði hann notið aðstoðar kana- diskra leiðsögumanna á Ólympiu- leikunum, en vitdi siðan ekki tjá sig frekar um málið. — Ég kaus frelsið var það eina sem hann vildi segja. Lambertus mun hafa tekið ákvörðun sina eftir að honum mistókst að komast i úrslit i sinni grein, en sagt er að þeir keppend- ur Austur-Evrópuþjóða sem láta slikt henda sig eigi ekki upp á pallborðið hjá stjórnvöldum eftir- leiðis. að taka ekki neina áhættu i aðgerðum sinum og halda fengnum hlut. Markhæstur Sovétmanna i úrslitaleikn- um var Valeri Gassiy sem skoraði fimm mörk, en Ghita Licu og Mircea Grabovschi voru markhæstir Rúmenanna, skoruðu fjögur mörk hvor. Pólverjar hlutu svo þronsverðlaunin i keppninni — sigruðu Vestur-Þjóðverja með 21 marki gegn 18 eftir framlengdan leik. Staðan i hálfleik var 11—9 fyrir Pólland, en að venjulegum leiktima lokn- um var hún 17—17. Þá var framlengt í 2x5 minútur og náðu Pólverjar þá að fntefli, við Tékka, sem voru silfurverð knýja fram sigur með yfirveguðum leik, unahafar á Ólympíuleikunum í Múnchen sérstaklega í vörn. j72 Röð liðanna sem komust i úrslitakeppn- Sem fyrr greinir höfðu Sovétmenn ætið 'na ' Montreal, varð þvi þessi: 1) Sovétrik- (tur i úrslitaleiknum og var staðan í 'n- 2) Rúmenia, 3) Pólland, 4) Vestur- ílfleik 10—6, þeím i vil. Seinni hálfleik- Þýzkaland, 5) Júgóslavia, 6) Ungverja inn var hins vegar jafnari, enda greini- land, 7) Tékkóslóvakia, 8) Danmörk, 9) gt að Sovétmenn lögðu megin áherzlu á Japan, 10) Bandarikin 11) Kanada. Baerbel Eckert frá Austur-Þýzkalandi sigrar í 200 metra hlaupi kvenna á Olympíuleikunum. Aðrar á myndinni eru Annegret Richter frá Vestur Þýzkalandi (nr. 181), Carla Bodendorf frá Austur-Þýzkalandi, Denise Robertsson, Ástralíu og Tatjana Porochenko frá Sovétrfkjunum. GUY Drut frá Frakklandi kemur sem sigurvegari að marki í 110 metra gnndahlaupi í Montreal í fyrrakvöld. Lengst til vinstri er Alejandro Casanas frá Kúbu er varð annar og lengst til hægri er Willie Davenport frá Bandarfkjunum sem hafnaði í þriðja sæti. (Símamynd AP) Dmt stöðvaði aldarfjórðungs sigurgöngu Bandaríkjamanna SlÐAN Suður- Afrfkubúinn Sidney Atkinson sigraði f 110 metra grindahlaupi á Ólympfuleikunum 1928 höfðu Bandarfkjamenn ævinlega sigrað f þess- ari grein á Ólympfu- leikunum unz að úrslit- unum kom f Montreal f fyrrakvöld. Og þá töp- uðu Bandarfkjamenn Ifka svo um munaði, þar sem þeirra bezti maður komst aðeins á neðsta þrep verðlaunapallsins. Sigurvegari í hlaup- inu var Frakkinn Guy Drut, sem hljóp á 13,30 sek. og var því alllangt frá heimsmeti sfnu, sem er 13,0 sek. — Reyndar voru notaðar skeið- klukkur við tímatöku i því hlaupi, en það skipti Frakkann minnstu máli hver tíminn var. Ólympiugullið var hon- um allt í þessu hlaupi, og það að sanna að hann væri bezti grindahlaup- ari heims, en oft hafa verið bornar á það brigður jafnvel þótt heimsmetið sé hans. Það leit ekki alltof vel út fyrir Drut í byrjun hlaupsins í fyrrakvöid. Hann náði fremur slæmu viðbragði og þeg- ar kom að fyrstu grind- inni var hann greini- lega á eftir bandaríska tríóinu James Owens, Willie Davenport og Charles Foster. Var það ekki fyrr en um mitt hlaupið að Drut náði sér verulega á strik og á sfð- ari hluta hlaupsins kom bezt í ljós hin gifurlega góða tækni hans yfir grindunum og hraði. Þegar hlaupið hafði ver- ið yfir sex grindur mátti greina að Frakkinn var orðinn fyrstur og undir lokin var það aðeins Kúbubúinn Alejandro Casanas sem ógnaði sigri hans. Hið sama var að segja um hann og Drut. Viðbragðið var ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, en þegar hann var kominn á skrið kom fljótlega að þvf að hann tók Banda- rikjamennina. Það var gamli maður- inn í bandaríska liðinu, Willie Davenport sem stóð sig bezt Banda- ríkjamannanna og hreppti þriðja sætið. Davenport sem hlaut gullverðlaun á leikun- um í Múnchen er nú 33 ára og enn elzti maður bandaríska Ólympíu- liðsins. Var það með naumindum að honum tókst að tryggja sér sæti í bandariska Ólympíu- liðinu, en þegar á hólm- inn var komið tókst hon- um svo að skjóta ungu mönnunum rækilega raf fyrir rass. Að vonum var Drut i sjöunda himni að fengn- um sigri. — Ég vann þessi gullverðlaun fyrir sjálfan mig, sagði hann, — en ég býzt við þvi að landar minir samfagni mér. Það munu þeir lika örugglega gera. Frakki hefur ekki unn- ið til gullverðlauna í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna s.l. 20 ár og fannst mörgum tími til kominn að slík- ur góðmálmur bærist þangað. Þótt allir franskir iþróttaunnend- ur vonuðu að Drut myndi sigra í Montreal. voru margir þeirrar skoðunar að Banda- ríkjamennirnir myndu verða honum yfirsterk- ari, þegar á hólminn væri komið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.