Morgunblaðið - 30.07.1976, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JULÍ 1976
Á Guðmundi
Jiinssy ni er
skrúfuhringur-
mn stýnð
Séð fram eftir skipinu. Brúin á Guðmundi Jónssyni er
frekar aftarlega ef miðað er við flesta aðra skuttogara
íslendinga og í rennunum sjást grandararnir liggja fram
eftir dekkinu.
Hið nýja fiskiskip Rafns hf. í
Sandgerði, Guðmundur Jóns-
son, kom til heimahafnar í
fyrsta sinn í s.l. viku, en skipið
hélt beint til veiða, er það var
afhent á Akureyri. Áður en
Guðmundur Jónsson fór út á ný
var skipið sýnt gestum í
Reykjavík. Það fer ekki milli
mála að það er fullkomnasta
fiskiskip á íslandi, enda sögðu
bæði smiðir og kaupendur
skipsins að ekkert hefði verið
til sparað við smiði þess, en
kaupverð þess er 680 m. kr. Um
borð í Guðmundi Jónssyni hitti
Morgunblaóið Ögmund Magn-
ússon skipstjóra að máli, en
hann verður skipstjóri á skip-
inu á móti Þorsteini Einarssyni,
sem áður var 1. stýrimaður á
Dagstjörnunni. Sjálfur var Ög-
mundur áður með Jón Garðar í
átta ár, og mun hann fyrst og
fremst vera með skipið á nóta-
veiðum.
80 lestir í
fyrstu ferð
í upphafi sagði Ögmundur að
þeir hefðu komið með 80 lestir
að landi úr fyrstu veiðiferðinni
eftir viku útivist. „Þetta gekk
allt eins og ráð var fyrir gert og
engir alvarlegir barnasjúkdóm-
ar komu fram á skipinu, eins og
oft hefur viljað bera við í jóm-
frúferðum. Það getur hver og
einn séð, að smíði öll er mjög
vönduð og öllu haganlega fyrir-
komið, sem bæði má þakka
Slippstöóvarmönnum og arki-
tektum skipsins þeim Ólafi H.
Jónssyni og Bárði Hafsteins-
syni."
Tekur 600
lestir af loðnu
Þá var vikið að frágangi fisks-
ins um boð. Það kom fram hjá
Ögmundi að allur fiskur er ísað-
ur jafnóðum i kassa þegar búið
er að gera að honum. — En það
er gert ráó fyrír að Guðmundur
Jónsson veiðir fleira en þorsk
og skyldar fisktegundir, með
botn- og flotvörpu, því skipið er
búið til nótaveiða og er gert ráð
fyrir að það fari til loðnuveiða á
næstu loðnuvertíð. „Eins og
skipið er útbúið nú tekur það
rösklega 600 lestir af loðnu, en
hugmyndin er að breyta því lit-
illega þannig að hægt verði að
setja um 700 tonn i það. Sjálf-
um lízt mér mjög vel á skipið
sem nótaskip, enda er það ákaf-
lega lipurt í snúningum," sagói
Ögmundur.
Þegar nýtt skip kemur að
landi er venja að spyrja um
hvernig það hafi reynzt í sjó og
hér var ekki brugðið út af van-
anum. „Þann tíma sem við vor-
um við veiðar var blíðuveður,
þannig að ekkert er hægt að
segja um sjóhæfni skipsins, en í
því eru veltitankar, sem örugg-
lega hafa mikið að segja, þegar
verið er í veltingi, en ég er
sannfærður um að skipið á eftir
aó reynast mjög gott sjóskip,"
sagði Ögmundur að lokum.
Fyrsta skip
sinnar tegundar
„Smíði þessa skips hófst
ímarz á s.l. ári og er fyrsta skip
sinnar tegundar, sem smíðað er
hér á landi,“ sagói Gunnar
Ragnars framkvæmdastjóri
Slippstöðvarinnar er við rædd-
um við hann. „Mér vitanlega
©
Fáum ekki vandaðri smíði en á íslandi
segir Eiríkur Hermannsson 1. vélstjóri
hefur hvergi i nágrannalöndun-
um verið smíðað skip eins og
þetta þ.e. sem er útbúið til
hvors tveggja veiða með botn-
vörpu og herpinót."
Gunnar var spurður að þvi
hvort íslendingar væru ekki
orðnir fyllilega samkeppnisfær-
ir í skipasmiðum við aðrar þjóð-
ir, bæði hvað verð og gæði
snerti. „Ég fullyrði það, að við
erum orðnir vel samkeppnis-
færir á þessu sviói. Hins vegar
er alltaf hægt að deila um hvar
hagstæðasta verðið sé að fá, en
það fer eingöngu eftir því
hvaða útbúnaður og kröfur eru
gerðar til skipanna."
„Nú eruð þið byrjaðir á öðru
skipi samskonar og Guðmundur
Jónsson, — hvenær verður það
tilbúið til afhendingar?“
Ögmundur Magnússon í brúnni á Guðmundi Jónssyni.
Kringum Ögmund má sjá mörg fullkomnustu fiskileitar-
og siglingartæki, sem völ er á, en þau koma aSallega frá
Simrad í Noregi og Decca i Bretlandi.
Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar.
Úr borðsalnum á Guðmundi Jónssyni
Úr aðgerðarsalnum á milliþilfarinu.
tins og sést á þessari mynd ætti ekki að væsa um
matsveininn í eldhúsinu, en það er búið eins og fyrsta
flokks hótel-eldhús.
Næg verkefni
næstu 2 árin
„Næsta skip á að fara til
Akraness. Vegna fjárhagsörð-
ugleika lánasjóða höfum við
orðið að draga úr ferðinni, en
sem stendur höfum við fylli-
lega verkefni tvö ár fram i tím-
ann i nýsmíði. Þá höfum við
reynt að sinna öllu viðhaldi á
skipum, sem beðið hefur verið
um, en i þvi sambandi vil ég
láta koma fram, að nýsmíði er
kjölfesta góðrar viðgerðarþjón-
ustu.“
Að lokum spurðum við Gunn-
ar hverju mætti þakka vel-
gengni Slippstöðvarinnar und-
anfarið og hvort þeir væru
farnir að hugsa um að bjóða í
smíði á skipum fyrir útlend-
inga.
íslenzki
markaóurinn
nægilega stór
„Okkar velgengni nú upp á
siðkastíð má þakka góðum og
stöðugum mannafla. Hjá okkur
er sama fólkið ár eftir ár, og er
því mjög annt um fyrirtækið.
Hvort við höfum áhuga á aö
bjóða í smíði fyrir aðrar þjóðir,
er það að segja, aó ísienzki
markaðurinn er það stór, að
engin þörf er á að leita út fyrir
landsteinana eftir verkefnum,"
sagði Gunnar Ragnars að lok-
um.
Meira upp úr
þessu að hafa
1. vélstjóri á Guðmundi Jóns-
syni er Eiríkur Hermannsson.
Hann sagðist hafa starfaó hjá
Eimskipafélagi íslands áður en
hann réðst á Guðmund Jónsson
og þar áður verið á togurum.
„Ég kann betur við mig í nær-
veru fisksins en að standa í
flutningum, auk þess sem
meira er upp úr þessu að hafa,“
sagði hann.
Eirikur sagði, að ekki væri
hægt að segja svo mikið um
vélarrúmið enn sem komið
væri, þar sem engin reynsla
væri komin á vélarnar og tækin
þar. Þar væru samt nokkrar
nýjungar t.d. væri aðalljósa-
vélin i hljóóeinangruðu húsi,
sem væri mikill kostur þegar
unnið væri i vélarrúmi í landi.
Hann taldi að aóalvélin, sem er
af Alpa gerð væri mjög góð, en
hún er niðurgiruð úr 800 snún-
ingum í 250 snúninga á skrúfu.
— Eiríkur sagói, að lokum, að
hann hefði fylgzt nokkuð með
smiði þessa skips og væri hann
fullviss um, að hvergi væri eins
mikið vandað til smíði fiski-
skips og á íslandi og islenzkir
skipasmiðir væru í sérflokki.
Þaó kom lika fram í spjallinu
við Eirík, að á Guðmundi Jóns-
syni er ekkert stýri, heldur er
þaó skrúfhringur skipsins, em
snýst utan um skrúfuna þegar
beygt er og breytir um leió
straumi sjávar, þannig að skip-
ið snýst á punktinum. — Þ.Ö.