Morgunblaðið - 30.07.1976, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. sími 10100 Ritstjórn og afgreiðsla
Aðalstræti 6. simi 22480. Auglýsingar
Áskriftargjald 1000.00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasolu 50,00 kr. eintakið.
Mál: Myndir:
Sveinn Guðjónsson Friðþjófur Helgason
ÞEGAR staðið er á brún Breiðdalsheiðar og horft yfir friðsæla
sveitina, sem breiðir búsældarleg úr sér fyrir neðan, rifjast ósjálfrátt
upp ( huganum orð hagyrðingsins sem eitt sinn kvað:
„Breiðdalur er blómieg sveit,
bæði góð og fögur.“
Victor
Kortsnoj
að er engin ný bóla að þekktír þegnar
Sovétríkjanna, sem aðstæður hafa fengið til að ferðast um
Vesturlönd. leiti þar hælis sem pólitlskír flóttamenn. Nú hefur
sovézki stórmeistarinn í skák, Viktor Kortsnoj, bætzt I þann stóra
hóp, sem snúið hefur baki við Sovétríkjunum. Viktor Kortsnoj er
talinn þriðji sterkasti skákmaður heimsins í dag; aðeins Fischer og
Karpov, núverandi heimsmeistari, hafa hærri stigatölxi en hann.
í viðtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag segir Friðrik Ólafsson,
stórmeistari, að þessi ákvörðun Viktor Kortsnoj „komi sér ekki á
óvart". Kortsnoj hafi aldrei verið Rússum þægur, hann væri
sjálfstæður persónuleiki eins og flestir þeir, sem legðu fyrir sig
atvinnumennsku í skák". í framhaldi af einvígi hans við Karpov
og ummælum hans við júgóslavneska fréttastofu, hafi Kortsnoj
mætt margvíslegum mótbyr stjórnvalda heima fyrir, m.a. keppn-
isbanni, sem sennilega hafi haft áhrif á ákvarðanatöku hans. í
þessu viðtali lætur Friðrik Ólafsson, stórmeistari, einnig að þvi
liggja, að Boris Spasskí, fyrrum heimsmeistari, hefði í hyggju að
flytjast frá Sovétrikjunum og líklegast til Frakklands, sem er
föðurland konu hans. Þetta væri þó óákveðið ennþá. Spasskí vildi
fá heimild til að flytja aftur til Sovétríkjanna, ef honum félli ekkí
vistin í Frakklandi, en þar muni hnífurinn standa í kúnni, sagði
Friðrik
Þetta dæmi, sem hér hefur verið rakið lauslega, sýnir ekki
einvörðungu þær skorður, sem almennu persónufrelsi, eins og
t.d ferðafrelsi, eru settar í Sovétríkjunum Það spannar mun fleíri
svið Það, sem býr að baki slíkri ákvörðun, sem Kortsnoj hefur nú
tekið, er hann yfirgefur föðurland sitt, þar sem kona hans og
sonur dvelja enn, og lokar heimkomudyrum, hlýtur að fela í sér
lífsreynslu, sem Vesturlandamenn eiga erfitt að gera sér grein
fyrir Einhver þáttur þessa máls kann að felast í því að Kortsnoj er
Gyðingur að ætt og uppruna, en sá kynþáttur virðist litt eiga upp
á pallborðið hjá valdhöfum Sovétríkjanna.
Viðbrögð sovézkra fréttastofnana segja og sína sögu. í
fyrradag hafði enn ekki veríð skýrt frá ákvörðun Kortsnoj í
fjölmiðlum í Sovétríkjunum. Hins vegar hefur Tass-fréttastofan
brugðið skjótt við gagnvart fjölmiðlum út á við. í fréttatilkynningu
hennar segir m.a. ,,að Kortsnoj sé yfirbugaður af hégómagirnd og
öfund út í kollega sína, að hann sé að reyna að beina athygli að
sjálfum sér til að ná frama, sem honum hafi ekki tekizt sem
skákmanni; hann hafi jafnvel beitt andstæðinga sína við skák-
borðið sálfræðilegum bellibrögðum" og fleira af því tagi. Þetta
minnir á persónuníðið, sem beitt hefur verið gegn öðrum útlögum
frá Sovétríkjunum, eins og Alexander Solzhenitsyn, Nóbelsskáld-
inu, sem bergmálsblaðið á íslandi kallaði „stríðsæsingamann" og
„fyrirbrigðið"
Hinar lifandi dæmisögur, flóttamennirnir frá Sovétríkjunum,
segja lærdómsríkar sögur um það þjóðfélag, sem kommúnisminn
hefgr þróast í á sex áratuga reynslutíma í Sovétríkjunum.
Reynslusaga Victors Kortsnoj er enganveginn sú sárasta, sem við
þekkjum deili á. En hún er kapituli i þeirri kennslubók reynslunn-
ar, sem við þurfum að draga rétta lærdóma af.
Solzhenitsyn, Amalrik og fleiri hugsuðir Sovétríkjanna, sem nú
eru í útlegð, benda okkur á þau víti tíl varnaðar, sem' þeir hafa
upplifað og þúsundir annarra, sem ekki hafa sætt sig við að vera
skoðanalega hlekkjaðir í eins flokks þjóðfélagskerfi. Þeir skýra frá
vaknandi frjálshyggjuöflum meðal rússneskra menntamanna og
almennings. Og þeir vara við þeim öfgaöflum, sem undir yfirskini
róttækni vilja smeygja fjötrunum á þjóðir hins frjálsa heims.
Gyðingurinn Victor Kortsnoj, sem nú hefur leitað hælis sem
pólitískur flóttamaður í Hollandi, hefur leikið áhrifaríkan varnar-
leik á skákborði lífs síns. Megi sá leikur færa honum hamingju —
og umheiminum lærdómsríkt Ihugunarefni.
— Og vfst eru það orð að sönnu. En skáldið lét sér ekki nægja að
vitna einungis til fegurðar náttúrunnar þegar Breiðdalur átti ( hlut,
heldur bætti við:
„Ekki gleymdist ( þeim reit
fslenskt mál og sögur.“
Breiðdalur, sem er lengstur og breiðastur dala á Austf jörðum er ein
sveit, en skiptist af landfræðilegum mörkum ( þrjá hluta: Útsveit,
Norðurdal og Suðurdal. Dalirnir tveir liggja samhliða og koma saman (
innanverðri útsveit en milli þeirra r(s mikill tindur og frfður sem T6
nefnist og svo áfram Asunarstaðafell, sem lækkar f lága hálsa milli
dalsmynnanna. Af heiðarbrúnni blasir Suðurdalurinn við og þar
rennur Breiðdalsá út sunnan megin ( Útsveit og þaðan ( sjð fram
undan bænum að Ösi.
Innsti bær ( Suðurdal er Þorgrfmsstaðir en þjóðleiðin, sem nú liggur
neðan við túnið lá áður um hlaðið þar. Segir f heimildum að mörgum
ferðamanni af Breiðdalsheiði hafi þótt gott að taka heima á Þorgrfms-
stöðum eða hafa þar viðdvöl áður en lagt var á heiðar. En nú er öldin
önnur og á þarfasta þjóni 20. aldarinnar ökum við ( loftköstum
framhjá Þorgrfmsstöðum, sem leið liggur út Suðurdal ( átt til Breið-
dalsvfkur.
PRESTSETRIÐ
AÐ HEYDÖLUM
A þessari leið er farið framhjá
prestsetrinu ( Breiðdal, Heydöl-
um. Nafnið er samt nokkuð á
reiki og er stundum talað um Ey-
dali og er svo í elsta máldaga
staðarins. Landnáma og Njála
tala hins vegar um Heydali og það
nafn stendur nú á vegvísi heim að
setrinu.
Vegna landkosta og hlunninda
hafa Heydalir dregið að sér margt
af bestu prestum landsins þótt
þeirra frægastur sé eflaust sálma-
skáldið sr. Einar Sigurðsson
(1591—1627) en það merkilega.
er, að hann mun vera forfaðir
flestra presta sem sfðan hafa setið
staðinn. Svo mun einnig vera um
prestinn sem nú þjónar brauðinu,
sr. Kristinn Hóseasson frá
Höskuldsstaðaseli I Breiðdal, en
hann hefur verið prestur á Hey-
dölum frá árinu 1947.
Sr. Kristinn gekk með okkur
um.staðinn og spjallaði við okkur
um sögu hans og ýmissa presta
sem þar hafa þjónað. Var séra
Kristinn eindregið þeirrar skoð-
unar, að Heydala-nafnið væri rétt-
Unnió við humar ( Hraðfrystihúsi Breiðdælinga.
Sr. Kristinn Hóseason prestur að H«
eldri var smfðuð árið 1856 og er nú (
I heyskap á túninu við Höskuldsstaða
Sigmar Pétursson oddviti.
ara þótt forfaðir hans, sr. Einar
Sigurðsson, hefði kennt sig við
Eydali. Á Heydölum standa nú
tvær kirkjur og var sú nýrri vígð í
fyrra. Eldri kirkjan var smfðuð
árið 1856 og hefur nú Þjóðminja-
safníð tekið að sér viðhald hennar
og umsjón og sagði sr. Kristinn að
talað hefði verið um, að reisa þar
kirkjusafn Austfjarða þótt ekkert
væri enn ákveðið í þeim efnum.
Við Heydali mætast vegir úr
öllum áttum f sveitinni og I skjól-
sælu viki ofan þjóðvegarins
stendur heimavistarskóli, knatt-
spyrnuvöllur og samkomuhús
sveitarinnar. Heitir þar að Staðar-
borg og rekur Birgir Einarsson
skólastjóri þar gistihús á sumrin.
Frá Heydölum má sjá yfir land-
eyjar Breiðdalsár og út á Breið-
dalsvfkina. Bærinn Eyjar, dregur
nafn sitt af áðurnefndum landeyj-
um en þar bjó eitt sinn bóndi einn
ágætur, Einar að nafni, sem Páll
Olafsson mærði f ljóði á öldinni
sem leið. Er sagt að Páli hafi
mislfkað lélegt fóður er Einar gaf
hesti Páls og hafi hann þá kveðið:
„Ruddaskftinn rak í mig
rfkur nóg af heyjum.
Það er karl, sem sér um sig
hann Sigurður f Eyjum."