Morgunblaðið - 30.07.1976, Side 32

Morgunblaðið - 30.07.1976, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JULl 1976 Haldór Snorrason En er köm áttundi dagur jóla, þá var mönnum gefinn máli. Það silfur var kall- að Haralds-slátta. Það var meiri hluti kopar, — í hæsta lagi, að helmingur væri silfur. — En er Halldór tók málann, hafði hann i möttulskauti sínu og leit á, og sýndist honum eigi skírt málasilfrið. Laust hann undir neðan annarri hend- inni, og fór silfrið í hálm niður. Bárður mælti: „Nú fór þú illa með; mun konung- ur þykjast svívirtur, er ónýtt er málagjöf hans.“ Halldór svarar: „Ekki má fara að «sjiku; litlu hættir nú til.“ Eftir jólin lét konungur búa skip sín og ætlaði suður með landi. En er konungur var mjög búinn, þá bjóst Halldór ekki. Bárður spurói, hví hann byggist eigi. „Því, að ég ætla hvergi aö fara,“ segir Halldór; „ég sé það, að konungur þokkar ekki mitt mál.“ „Hann mun þó vilja að vísu,“ segir Bárður, „að þú farir.“ Gekk Bárður þegar á konungsfund og segir honum, að Halldór byggist ekki. „Máttu svo ætla,“ segir hann, „að vanskipað muni þér vera stafninn i stað hans.“ Seg honum svo,“ segir konungur, „að ég ætl- ist til, að hann skuli mér fylgja, og þar með, að fæð sú er ekki af alvöru, sem með okkur er um hríð.“ Bárður hitti Halldór og segir, að konungur vildi með engum kosti láta hans þjónustu, og með hans fortölum bjóst Halldór og fór með kon- ungi. Einhverja nótt, er þeir sigldu, mælti Halldór til þess manns, er stýrði konungsskipinu: „Lát víkja til.“ Konung- ur mælti til þess, er stýrði: „Halt svo fram.“ Halldór mælti öðru sinni: „Lát víkja.“ Konungur bað hann svo fram halda. Halldór mælti: „Beint stefnið þér á skerið.“ Því næst renndi á skerið svo hart, að þegar gekk undan skipinu undir- hluturinn, og varð þá að flytja til lands með öðrum skipum, og voru siðan reist tjöld og bætt að skipinu. Um morguninn eftir vaknaði Bárður við það, að Halldór batt húðfat sitt. „Hvað ætlast þú fyrir, fóstbróðir?“ segir Bárður. Halldór svar- ar: „Ég ætla á byrðing, er hér liggur skammt frá oss. Kann vera, að nú leggi sundur reyni vora, ef sinn veg fara hvor- ir. Vil ég ekki, að konungur spilli oftar skipum sínum eða öðrum gersemum mér til svivirðingar.“ Bárður mælti: „Bíð COSPER Við hefðum frekar átt að kaupa hús- gögn í stað- inn fyrir þetta sjón- varp! VlOT MORö'dN/ KArr/Nö fl <?'&-_ fc Að vera á harðahlaupum eftir ungum stelpum er vonlaust fyrir menn á þfnum aldri. Þau gátu ekki gefið til baka I fsbúðinni. Eiginkonan: Jón, er það rétt að peningarnir tali. Eiginmaðurinn: Já, þeir segja það. Eiginkonan: Viltu þá ekki skilja eitthvað af þeim eftir hérna hjá mér til þess að tala við mig f dag. Ég er svo ein- mana. „Er forstjórinn við?“ spurði aðkomumaðurinn. Nýi skrifstofudrengurinn: Eruð þér sölumaður, inn- heimtumaður eða einkavinur forstjórans? Aðkomumaðurinn: Allt þrennt. Drengurinn: Forstjórinn er upptekinn. Hann er ekki íbæn- um. Gerið svo vel að ganga inn til hans. Forstjórinn: Ég hefi orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með þig. Veiztu annars, hvað er gert við drengi, sem segja ósatt? Drengurinn: Já, herra, þeg- ar þeir eru orðnig nógu gaml- ir, eru þeir sendir út sem sölu- menn. Forstjórinn: Svo þig vantar vinnu, eh. Segirðu nokkurn tfmann ósatt? Drengurinn: Nei, herra, en ég geri ráð fyrir, að ég geti lært það. Vinnuveitandinn: Geturðu ekki komið hingað fyrr á morgnana. Verkamaðurinn: Jú, þegar vindurinn er f bakið. r l Hnskadraurr s, 1 I 1 | Framhaldssaga eftir Mariu Lang 1 1 UOI \ VJ VJ 1 UU 1 1 1 1 Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi - 39 8, kafli... Petrus sem eínnig gaf fyrir- mæli þessa andvökunótt hafði innbyrt þó nokkrar könnur af svörtu kaffi — og verið iðinn við að færa yfirmönnuni sínum drykkinn. Og meðan þeir drukku nú rjúkandi kaffið ræddu þeir Wijk, Swennung, Turesson og Petrus málið — sem hafði tekið óvænta stefnu á grundveili vitnis- burðar t;ecilfu. — Það sem við þurfum að kanna, sagði Swennung hressi- lega á sinni syngjandi skánsku — er ekki lengur ástæðan og for- sendan fyrir morðunum tveimur. Jón Hallmann hefur augsýnilega látist fyrir slysni ... en það hefur allan tfmann verið ætlunin að ráða Andreas Hallmann af dögum ... rithöfund. Nóbelsverðlauna- hafa, milljarðamæring og harð- stjóra. A þann hátt virðist þetfa nú mun skiljanlegra. — Og. benti Petrus á með óduldu stolfi — það skýrir einnig þá tilfínningu sem Malin hafði — að eitthvað væri bogið við dauða Jóns. — Já. að vísu, sagði Ghrister. — En við ættum kannski að leiða hugann aðþvf að við höfum enn engar sannanir fyrir þvf að Jón llallmann hafi verið myrtur. Hann kvartáði yfir hvað salatið væri bragðsterkt, og það gerði faðir hans einnig f kvöld, en það er eiginlega hið eina sem við get- um byggt á. Það og svo árásirnar á Malin Skog. En þvf er ekki að neita að það er óneitanlega merki um að einhver hafi haft slæma samvizku og hafi óttast Malin og þær grunsemdir sem hún bar f brjósti. — Ég hallast að þvf, sagði Swennung, að við tökum Jón Hailmann út af dagskrá f bili. Það er skynsamlegra að einbeita kröftunum að þvf sem við VITUM að á að upplýsa hvernig sem á málin er litið — það er að segja strykninmorðið f kvöld. Christer hneigðist að því að hann hefði á réttu að standa. — Ég er búinn að skrifa og óska lcyfis að Ifkið verði grafið upp. Ég vænti þess að með tilliti til þess sem gersf hefur verði mögu- legt að fá þvf hraðað. En áður en við höfum lokið þvf af og krufn- ingarskýrslan er komin f hendur okkar getum við ekki aðhafst neitt sérstakt hvað andlát Jóns varðar. Það sem eftir er sýnist mér þvf vera rannsókn á árásun- um á Malin Skog og morðið á rithöfundinum, sem er alveg ótvf- rætt. Petrus andvarpaði. — Það dugar sjálfsagt í þó nokkrar víkur að minnsta kosti. — Vikur? Christer tottaði pfpu sfna hugsandi á svip. — Blöðin og almenningur er ekki á þvf að bfða f margar vikur með að fá niðurstöðu úr máli af þessari stærðargráðu. Kannski viku — ekki iengur. Þá verður málinu að vera lokið. — Ertu þar með að meina, sagði Swennung hálfstrfðnislega — að þú hafir f hyggju að leysa málið fyrir næsta fimmtudag? — Það þýðir einfaldlega það, sagði Christer og lauk úr kaffi- bollanum sfnum, — að ég væri ákaflega feginn þvf ef við værum svo heppnir að geta lokið því fyrir þann tfma. Aheyrendur hans mátu mikils að hann notaði orðið VIÐ og allir tóku tii starfa af endurnýjuðum þróttí við þau verk sem ekki þoldu bíð. Christer horfði með forvitni á mögru föileitu stúlkuna í svarta ullarkjólnum og bauð henni að sctjast. Hún beit saman vörum, svo að þær urðu eins og mjótt strik og blá augun voru brenn- andi og þurr ... — Hvað eruð þér gömul? — Það hef ég þegar sagt einum. starfsmanna yðar f vinnuherhergi föður mfns. Rödd hennar var ósvffin og hat- ursfull, en þegar Christer beið hinn þolinmóðasti. hvæsti hún loks: — Ég er tuttugu og fimm ára. — Og hvað starfið þér? — Einkaritari. Einkaritari Andreasar Hallmann! — Hvað fenguð þér f laun? — 1 laun! Innfallnar kinnar hennar roðn- uðu af reiði. — Ég þurftí engin laun. Pabbi lét mig hafa eins mikið af pening- um og ég vildi. —■ Var hann ... rausnarlegur viðyður? — Við mig? Ilann var ósegjan- lega rausnarlegur við alla. Ef Kári segir eitthvað annað er það bara vegna þess að hann er kvik- indi og er að reyna að sverta pabha f annarra augum. — Kári og þér eruð alsystkini. Er það ekki rétt? Er yður f nöp við hann? — Nei aldeílis ekki. Hann er ágætur. en hann hefur alla tfð verið andstyggilega ósvffinn við pahba. — En hinn bróðir yðar? — Jón? Ja ... ég hef einhvern veginn aldrei haft tilfinningu fyr- ír þvf að hann væri bróðir minn. — Mér skilst að tilfinningar föður yðar til hans hafi verið þeim mun innilegri?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.