Morgunblaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLl 1976 5 Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Hamra- hlíöar- kórinn í tilefni utanfarar sungu Hamrhliöingar fyrir aðstand- endur og vini nokkur lög og rektor skólans, Guðmundur Arnlaugsson, talaði lítillega um starfsemi kórsins. Af þvi tilefni væri freistandi að fjalla um söngstarf í skólum, einkum þó, eins og Guðmundur vék að, hversu tímafrekar æfingar geti spillt dýrmætum tíma nemenda og þrengt að öðrum greinum félagsstarfsemi í skól- um. Yfirleitt eru kennarar þó sammála um, að þeir nemend- ur, sem fást við tónlist að ráði, séu mestmegnis í flokki betri nemenda. Val nemenda fer eft- ir ýmsu en talið er, samkvæmt lauslegum rannsóknum, sem framkvæmdar hafa verið í Ungverjalandi, að iðkendur tónlistar beinlínis þjálfist í að læra. Tónlistarnám er mjög tímafrekt einkum hvað varðar æfingaþjálfun og heimavinnu nemenda, en það er sjálfsögun, sem talin er þýðingarmikil og nýtist nemanda til annarra starfa. En tónlist er annað og meira en tækifæri til sjálfsög- unar. Hún hefur margvisleg áhrif á manninn bæði líkamieg og andleg og gefur honum auk þess tækifæri til að tjá mjög djúpstæðar tilfinningar. Að fást við eitthvað fallegt í sam- félagi tryllings og afsiðunnar, þar sem leikreglur fara ekki eftir því hvað er rétt eða rangt, fallegt eða ljótt, þá er þeim tíma vel varið, þar sem hugsun og tilfinningar þroskast í fögru samstarfi. Margt er sér til gamans gert, geði þungu að kasta. Það er ekki einkis vert að eyða tíð án lasta. Þetta kvað Jón Sigurðsson Dalakollur í Timarimu sinni og eru orð hans í fullu gildi, hvað snertir viðfangsefni unga fólksins i dag. Hamrahliðar- kórinn er með því fallegasta sem undirritaður þekkir í isl. menningu. Að sjá og heyra falleg og glöð ungmenni syngja góða tónlist er eitthvað sem tekur til hjartans. Undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur er Hamrahlíðarkórinn orðinn mikilvirkur þátttakandi í ísl. tónlistarlífi og hefur á siðast- liðnum vetri unnið meira starf og komið fram oftar eri nokkur annar kór. Nú liggur leióin til Englands á Evrópu-söngmótið og eftir frammistöðu kórsins á tónleikunum s.l. þriðjudag er vart hægt að hugsa sér glæsi- legri landkynningu. Um leið og undirritaður þakkar fyrir góðar stundir fylgir ósk um góða feró. 'l Við óskum —.~ ykkur góðrar og — " sólríkrar ferðár __ um verzlunarmannalielgina' Fullar verzlanir af nyjum stórglæsilegum ferðafatnaði Skór, hlj ómplötur og kassettu tIzkuverzlun unga fólksins AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborði 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.