Morgunblaðið - 30.07.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JULI 1976
3
Sitthvað nýtt — og svo
ýmsir gamlir kunningjar
Sjónvarp
hefst á
sunnudag
SJÓNVARPIÐ mun hefja út-
sendinjíar að nýju eftir sumar-
hlé á sunnudag, hinn 1. ágúst
næstkomandi. Dagskráin tekur
ekki neinum stórvægilegum
breytingum og veróur t.d.
nokkuð um endurtekið efni
eins og var fyrr í sumar, en
nokkrir nýjir framhaldsmynda-
flokkar munu hefja göngu sína
nú í ágúst og fleiri seinna í
sumar og haust.
Morgunblaðið hafði samband
við Björn Baldursson dagskrár-
ritara Sjónvarpsins og svaraði
hann nokkrum spurningum um
efni næstu viku. Hann var fyrst
spurður um endurtekið efni:
„Það er alltaf eitthvað um
endurtekið efni á sumrin og má
kannski segja að verzlunar-
mannahelgin sé ágæt til þess,
menn eru á ferðinni margir og
ekki rétt að taka neitt sérstakt
fyrir þá. Nokkuð af inniendu
efni er þó í smíðum núna og
verður það tekið til sýningar í
haust og vetur. Eitt af hlut-
verkum dagskrárritara er að
gera tillögur um endurtekið
Christopher Connelly og Jodie
Foster leika aðalhlutverkin (
nýjum framhaldsmyndaflokki,
sem hefst á miðvikudag og
nefnist Pappfrstungl.
efni sem síðan er lagt fyrir
fund dagskrárstjóranna og þar
er tekin endanleg ákvörðun um
endursýningu á efni. Sumt
kemur ekki til greina að endur-
sýna en oft er það álitamál hvað
beri að sýna aftur, en þetta er
tekið fyrir svona á mánaðar-
fresti. Á sunnudaginn er endur-
sýnd mynd sem gerð var árið
1971 um Gæsavatnaleið og sýnd
áður í apríl 1973.
Þá er á dagskránni á sunnu-
dag skemmtiþáttur Don Lurios,
Annar nýr framhaldsmvnda-
flokkur hefst á miðvikudag og
heitir Hættuleg vitneskja. Þar
leikur Prunella Ransomeeitt
aðalhlutverkið.
en áður hefur verið sýndur
einn þáttur með honum.
Á mánudag er einnig endur-
tekið efni. Ugla sat á kvisti, og
verða 3—4 Ugluþættis endur-
sýndir nú á næstunni en alls
voru þeir um 10.“
Þessa tvo fyrstu útsendingar-
daga sjónvarpsins er mikið um
ólympíuefni eins og reyndar
alla vikuna og er umsjónarmað-
ur þess Bjarni Felixson, en alls
eru það um 20 klukkustunda
efni sem danska sjónvarpið
Maður til taks verður áfram
nokkra næstu laugardaga.
mun senda hingað til sýningar.
Var Bjarni að vinna að því i
gær að raða niður á dagana og
eru fyrst sýndar myndir frá
fimleikum og sundi og fljótlega
eftir helgina kemur að frjálsum
íþróttum.
Sagði Bjarni að efnið yrði
sýnt alia næstu viku og fram
eftir þeirri þar næstu.
Efni frá Listahátíð er á
þriðjudag og inntum við Björn
eftir því hvort mikið listahátíð-'
arefni væri fyrirhugað:
„Já, á mánudag er sýning
franska látbragðsleikarans
Yves Lebretons í Iðnó frá 15.
júní og verður efni Listahátíðar
dreift á nokkra næstu mánuði
en langmest af því tók sjón-
varpið upp."
Á þriðjudag er nokkuð hefð-
bundin dagskrá, m.a. Columbo
og sagði Björn að allmargir
þættir væru eftir bæði af Col-
umbo og McCloud, sem yrðu
sýndir á sama tíma og áður.
„Tveir nýir framhaldsþættir
hefja göngu sína á miðvikudag.
Annar er bandarískur og heitir
Paper Moon og er í 13 þáttum,
byggður á sögu eftir Joe David
Brown. Mósi ferðast um Banda-
rfkin og selur Biblíur en er
ekki alltof vandur að virðingu
sinni og með honum í förina
slæst 11 ára gömul stúlka,
Adda, sem virðist vera jafn-
brögðótt og hann. Hinn þáttur-
inn, er brezkur njósnaþáttur í 6
skipti og verða þessir þættir á
dagskrá næstu miðvikudags-
kvöld.
Seinna í ágúst hefjasl svo
aðrir myndaflokkar, m.a. 5
þættir gerðir eftir sögu skáld-
konunnar J:ne Eyre, og tveir
fræðslumyndaflokkar, annar
sænskur um vopnabúnað
heimsins og hinn er brezkur og
fjallar um myndlist. Fleira nýtt
verður ekki á dagskránni fyrr
en í haust eða þegar vetrardag-
skráin hefst í byrjun október."
Brezk fræðslumynd um otur-
inn er á dagskrá föstudagsins
og er talið að þetta sé fyrsta
heimildamyndin um hann en
hann er mjög var um sig og
mest á ferli um nætur. A eftir
ólympíuefni á föstudag er svo
bandarísk bfómynd frá árinu
Framhald á bls. 34
Síldarflokkunarvél
seld til Bandaríkjanna
flokkunarvél til Bandarfkjaanna,
að sögn tllfs Sigurmundssonar,
framkvæmdastjóra (Jtflutnings-
miðstöðvar iðnaðarins, en þetta
er fyrsta sfldarflokkunarvélin
héðan sem selzt á þennan markað.
Stálvinnslan var á síldarárun-
um einn helzti framleiðandi sfld-
arflokkunarvéla fyrir innlendar
vinnslustöðvar. Vélin er fslenzk
uppfinning og voru vélar af þessu
tagi fyrst fluttar út til Noregs en
síðan var einkaleyfið á þeim í
Noregi selt til framleiðenda þar í
landi, sem gerði lítillegar breyt-
ingar á vélinni og hefur síðan
framleitt hana fyrir þarlendan
markað.
Töluvert af þessum síldarflokk-
unarvélum var einnig selt til
Kanada fyrir fáeinum árum, og
voru þær bæði nýjar og notaðar,
enda mikið framboð af þeim hér á
landi eftir að síldveiðar höfðu
lagzt af. Hins vegar hefur það
ekki áður gerzt að síldarflokkun-
arvél hafi verið seld héðan til
Bandaríkjanna.
Fréttabréf frá Djúpi
A myndinni má sjá Snorra Þórisson kvikmyndatökumann, Guðnýju
Halldórsdóttur aðstoðarleikstjóra og Jón Þór Hannesson hljóð-
stjóra f bakgrunni standa tveir leikarar, en nöfn þeirra kunnum við
ekki að nefna. Myndin er tekin f portinu á bak við Hreiðrið.
Ný litkvikmynd
byggir á Lilju
eftir Laxness
FYRIRTÆKIÐ Stálvinnslan hef-
ur nýlega tekizt að selja sfldar-
Athugasemd
frá Vegagerð
ríkisins
EFTIRFARANDI athugasemd
óskast birt vegna fréttar frá
Stykkishólmi um vegagerð, er
birtist í Morgunblaðinu á bls. 2,
29. júlisl.:
Ástæðan fyrir því, að Vegagerð-
in hætti vinnu við Stykkishólms-
veg sl. þriðjudag var sú, að vöru-
bifreiðastjórar í Stykkishólmi
neituðu að vinna, nema gegn
ákveðnum skilyrðum, sem Vega-
gerðin gat ekki gengið að af hag-
kvæmnisástæðum, enda voru
framsett skilyrði bifreiðastjór-
anna ekki í samræmi við gildandi
samning Vegagerðarinnar við
Landssamband vörubifreiða-
stjóra.
Snæfjallaströnd
teygð til suðurs
Bæjum, Snæf jallaströnd, 25. júlí.
Öþurrkur hamlar hér heyskap,
— en vfða er komin dágóð spretta
enda þótt kal sé vfða í túnum og
arfarusl í stórum spildum, en með
hundadögum gekk hér til
óþurrka, og Iftið sem ekkert
þornað sfðan.
Það þykir ekki til tfðinda talið,
þótt sfmasamband hér f innhrepp-
um Djúpsins sé ekki sem best yrði
á kosið, — en jafnan mikill
peningur borgaður fyrir að segja
„ha“, og „hvað segirðu," svo tím-
um saman, enda tifar skeið-
klukkan sfnum taktföstu skrefum
meðan tólið er við eyrað, hvort
sem heyrist f því eður eigi. Hitt
þykir nokkrum tíðindum sæta, er
svo úr hófi keyrði, að flestir sfm-
notendur í Nauteyrarhreppi tóku
sig saman um það í vetur, að
hætta að greiða afnotagjöld af
símanum ef ekki úr rættist, og er
nú sfminn lokaður þar á 6 bæjum.
Eftir sfendurteknar um-
kvartanir hreppsnefndar og
annara símnotenda þar f sveit við
bæði símstjórnarvöld sem og
heila sexæringsskipshöfn þfng-
manna Vestfjarðakjördæmis, að
höfðatölu til, hefur ekkert þokast
til réttrar áttar f þessu bráðnauð-
synlega máli. Verður ekki sagt að
knálega sækist róðifrinn á þing-
mannafarinu, endti sjálfsagt á
móti straumi að sækja og óróa-
Framhald á bls. 34
I SUMAR hefur staðið yfir
kvikmyndun á nýrri íslenzkri
kvikmynd, sem hlotið hefur
nafnið N.N. og byggir handritið
á smásögu Halldórs Laxness
Lilju (sagan um Núbúkadnesar
Nebúkadnesarson lífs og lið-
inn). Myndin er tekin í litum.
Framleiðendur myndarinnar
hafa skýrt fyrirtæki sitt NN —
sama nafni og kvikmyndin sjálf
— þeir eru algerlega á eigin
vegum, en ekki íslenzka Sjón-
varpsins, eins og sumir hafa
haldið.
Kvikmyndatökumaður við
N.N. er Snorrí Þórisson, en
hljóðupptaka er í höndum Jóns
Þórs Hannessonar. Leikstjóri
er Hrafn Gunnlaugsson, en
Guðný Halldórsdóttir aðstoðar-
leikstjóri.
Fleiri menn á sviði kvik-
mynda hafa verið nefndir í
sambandi við þessa mynd m.a.
Egill Eðvarðsson.
Kvikmyndahandritið mun
unnið i samráði við Halldór
Laxness, en gerir þó frekar aó
byggja á hugmynd sögunnar en
fylgja henni í smáatriðum, að
sögn framleiðenda.
Lokið er við töku á þeim köfl-
um myndarinnar sem gerast
um sumar og innisenur eru
langt komnar. Meðal staða sem
kvikmyndað hefur verið á má
nefna kjallarann hjá honum
Sigurliða Ólafssyni söngvara i
Laugarnesi, en þar mun senni-
lega að finna eina kolaofn borg-
arinnar sem enn er f fullum
gangi. Þá hefur einnig verið
kvikmyndað í portinu bak við
„Hreiðrið" á Vesturgötu, en
eldri borgarar muna eflaust vel
eftir því húsi.
Mál F.F.S.Í.
/ /
gegn L.I.U í
Félagsdómi
4. ágúst n.k.
MÁL það sem Farmanna- og fiski-
mannasamband íslands hefur
höfðað á hendur Landssambandi
íslenzkra útvegsmanna vegna
uppgjörs útvegsmanna eftir
samningum þeim, sem undirritað-
ir voru 1. marz s.l„ en felldir
sfðan víðsvegar um land, verður
tekin fyrir í Félagsdómi næst
komandi miðvikudag, 4. ágúst.
Morgunblaðið hefur fengið
upplýst að Félagsdóm muni sitja
að þessu sinni þeir Halldór Þor-
björnsson yfirsakadómari, Sig-
urður Lindal prófessor, Ragnar
Ólafsson hrl., Bjarni Kr. Bjarna-
son borgardómari og Guðmundur
Vignir Jósefsson hrl.
Vindheimamelar;
Nös keppir
í 350 m
stökkinu
HESTAMANNAFÉLÖGIN í
Skagafirði halda um verzlunar-
mannahelgina árlegt hestamanna-
mót sitt á Vindheimamelum.
Hefst mótið á laugardag kl. 4 með
góðhestadómum og undanrásum
kappreiða. Um 80 hross eru skráð
til keppni á mótinu og f hópi
kappreiðahrossanna eru nær öll
fljótustu hross landsins og má í
skeiðinu nefna Fannar, Vafa.
Ljúf og Hofstaðajarp. 1 800 m
stökkinu koma þeir Geysir og
Rosti og f 250 m unghrossahlaup-
inu takast á Sleipnir, Hroði og
Fengur frá Keldulandi. Hið
kunna hlaupahross Nös frá Urr-
iðavatni mætir til leiks í 350 m
stökkinu ásamt þeim Loku frá
Reykjavfk og Flugu frá Keldudal.
Á sunnudag verður mótinu fram-
haldið kl. 2.